Félagsbréf - 01.12.1962, Side 4

Félagsbréf - 01.12.1962, Side 4
^ Gdðar bæknr tfl |olag>|afa Guðrún frá T.umli: Stýfðar fjaðrir II. Guðrún frá Lundi er eins og öllum er kunn- ugt meðal vinsœlustu og mest lesnu höfunda landsins, og vlnsældir hennar haía haldizt frá fyrstu bók. Bækur hennar seljast að jafnaði upp fyrlr jól. Sigríður Björnsdóttir frá Miklabæ: 1 Ijósi minninganna. Frú Sigriður Björnsdóttir er ein þeirra, sem menn hljóta að hlýða á sér tll ánægju. Hún er skarpgáfuð kona, athugul og Ihugul, og setur hugsanir sinar íram með aðdáan- legu látleysl. I ljósl minninganna er fögur Jólagjöf. Ingimar Óskarsson: Skeldýrafána lslands. Þegar Flóra Islands kom út fyrst, var hún réttilega talin stórvirki, sem markaði spor i menningarsögu þjóðarinnar. Þetta verk Ingimars er íyllilega sambærilegt við Flóru Islands, og hefur margur hlotlð doktors- nafnbót fyrir minna afrek. Þessi bók er til- vaiin jólagjöf handa greindum unglingum. en athugulir menn á öllum aldri hafa af henni mikla ánægju. Hugrún: Sagan af Snæfriði prinscssu og Gylfa gæsasmala. Ævintýri með myndum. Hugrún á miklum vinsældum að fagna bæði hjá lesendum og útvarpshlustendum. Þetta ævlntýrl hennar verður vlnsæl barnabók. Valborg Bcntsdóttir: TIL ÞÍN. Ástarljóð til karlmanna, með skreytingum eftlr Valgerði Brlem. Valborg er sérstæð i íslenzkri ljóðagerð. Hún yrkir ástarljóð til karlmanna. Hún er ný Vatnsenda-Rósa. — Þetta er bók, sem margur mun lesa sér til ánægju. Sr. Sigurður Glufssou: Sigur um sfðir. Sjálfsævlsaga. Sr. Slgurður var fæddur að Ytri-Höl i Vestur-Landeyjum 14, ágúst 1883, og er nú nýlega fallinn frá. 1 sögunnl segir frá bernsku og unglingsárum hans þar eystra, og þvi hvernig hann brauzt til mennta vestan hafs og varð Þar prestur. Hann skýrir einnlg írá kynnum sínum af Vestur-Islendlngum og merkiiegrl reynslu sem prestur þeirra langan tíma. Ingibjörg Jónsdóttir: Ast í myrkrl. Ast i myrkri er sagaj úr skuggalífi Reykja- vikur. Lesandinn er leiddur bak við tjöldin, og þar er brugðið upp myndum, sem fæstir sjá. en margir hvisla um sín á milli. — Höfundur bókarlnnar, Ingibjörg Jónsdóttir, er ung kona, fædd i Reykjavik. Lýsingar hennar eru hispursiausar og berorðar. Cyril Scott: Fullnnminn í þýðingu Steinunnar Bricm. Fullnuminn er bók, sem náð hefur feikna- legum vinsældum um allan heim. Höfundur- inn, hið víðfræga brezka tónskáld og dul- fræðingur Cyril Scott, segir I hennl af kynn- um sínum af helllandi og ógleymanlegum manni, er hann nefnir Justln Moreward Haig. — Sagan er bæði dularfull og þó svo spennandi, að allir sem lesa hana, hafa af henni óblandna ánægju. Martinus: Leiðsögn til lffshamingju. Kenningar Martinusar eru lausar við kreddur og þröngsýni. Hann bendir mönn- um á leið andlegs frelsis. — Um Martinus sagði hinn heimsfrægl rlthöfundur og dul- spekingur dr. Faul Brunton: Það að kynn- ast honum er sama og að opna honum rúm í hjarta sinu. Hann er lifandi ímynd þeirrar vlzku, ósérplægni og kærleika, sem myndar insta kjarnann í kennlngu hans. Sholcin Ascli: Gyðingurinn. Þýðing Magnúsar Jochumssonar. Höfundur þessarar bókar er heimsfrægur maður. sem nú er látinn fyrir nokkrum ár- um. Verkið er í þremur köílum, og er þetta siðasta bindlð. — Hin tvö fyrri eru Rómverjinn og Lærisveinninn. — Hver kafll verkslns er þó sjálfstæð ævisaga þess, er seglr frá. Gyðingurlnn lýsir lifl alþýðunnar í Jerúsalem á dögum Krists, og hann er sjónarvottur að iæknlngum og kraftaverkum meistarans. Unglingabækur LEIFTURS eru löngu við- kenndar. — Þær eru skemmtllegar og ódýrar. Árlega gefur Leiftur út margar unglinga- og barnabækur og er það nú orðið allstórt safn. — Fyrir þessi jól koma nýjar bækur i hinum vlnsælu bókaflokkum: Matta-Maja, Hanna. Stina flugfreyja, Bob Moran, Kim- bækurnar, Konnl sjömaður og ný bók um Lisu-Disu, sem heitir Lísa-Disa yndi ömmu slnnar. — Auk þess koma margar nýjar, svo sem Ég er kölluð Kata. Kalll og Klara- Anna Lísa og Ketill (framhald búkarinnar Anna-Lísa og litla Jörp), Fjögur barnalelk' rlt eftlr Stefán Júliusson, Gömul ævlntýri í þýðlngu Theódórs Árnasonar (en þau eiga samstöðu með Grimms ævlntýrum) og svo hlnar frægu tyrknesku kímnissögur um Nasreddin skóiameistara, i þýðlngu ÞorstelnS skálds Gislasonar, með teiknlngum eft!r Barböru Árnason. Spyrjið um útgáfubækur Leiftnrs. — Þær eru skemmtilegar og ódýrar. —

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.