RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Side 38

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Side 38
RM WILLIAM SAROYAN að þiggja dollarann vegna þess, hvernig hann blótaði. Hann þurfti að muna þetta, því aS þaS gat vegið upp á móti kylfu lögreglunnar og geðbilun konunn- ar, sem grét. Hann gekk brosandi niöur tröppur spítalans, af því að það var satt. Maður af þessu tagi var og gat verið til, engu síður en maður af hinu taginu. Læknirinn sannaði það, þegar hann blótaði; reiðileg góðvild og reiðilegt hatur, drengskapur mannanna og hitt. Niður við höfnina hlustaði ég á unga Skandínavann. Hinir töl- uðu líka, og ég skildi merkingu talsins, þó að ég skildi ekki orðin, því að orðin voru aðeins yfirborð hlutarins, sem ekki skiptir máli, en- talið var hluturinn sjálfur. En ég skildi bœði merkinguna og orð- in, þegar Skandínavinn talaði, því að þau voru eitt og hið sama. Sterkur líkami býr yfir vizku, sem orð fá ekki túlkað, en ef mað- ur er barinn með kylfu, og missir jafnvægið, og dettur hlæjandi, og vaknar í spítalalyktinni, og heyrir grát, og kennir snöggrar geðbil- unar, og kynnist drengskap mann- anna, og ef maður hefur lesið nokkrar bækur eftir góða menn, þá getur líkaminn stvmdum fengið málið og látið í ljós óendanlega trú, auðmýkt hennar og heilaga reiði, og þessi piltur talaði án nokkurrar áreynslu, og talaði fyr- ir sjálfan sig. Hann sagðist kenna í brjósti um alla, því að þegar hann hefði verið sleginn, og þegar liann hefði farið að hlæja, og þegar hann hefði verið að detta, og líkamj hans og sál hefðu misst jafnvægið, og hann gat ekki áttað sig á því, hvem eða hvað liann átti að hata eða elska, þá hefði honum aðeins dott- ið eitt í hug, og það var hvitt, eins og snjór, og milt, eins og dapurt lag, og það var meSaumkun. Það var meðaumkun með manninum, sem hafði slegið hann, og með- aumkun með öllum hinum verk- fallsmönnunum, og með auðmönn- unum, sem notuðu lögregluna og kylfur lögreglunnar, og með öll- um auðmönnum og öllum fátækl- ingum í öllum borgum og öllum löndum, og með öllum mönnum alls staðar, sem eru fangar á hinu mikla sviði, ósjálfbjarga fómar- dýr í grimmum og fávísum leik, sem þrá eitthvað annað, hreint andrúmsloft, lausn, að komast út af sviðinu, að standa lifandi og heilir. Hann sagðist hafa séð lífið fangað á liinu þrönga sviði, um leið og hann datt. Loftið þar var þungt, sagði liann. Hann fann, að lífið var að kafna, og svo vissi hann ekki, hvað gerðist, en liann mundi, að þjóðimar liöfðu gert álilaup á vegginn á hinu mikla sviði, og annað ekki. Þegar hann vaknaði í spítalan- um, mundi hann nærri því, hvað síðan gerðist, en ekki alveg, og 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.