RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Page 39

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Page 39
HIÐ MIKLA SVIÐ RM hann mundi ekki eftir öSru en áhlaupi þeirra og meðaumkun sinni. Svo heyrði hann konuna gráta og hlóta, og þá vildi hann brjóta það allt til grunna. Hann sagðist ekki skilja það. Við þráum eitthvað, sagði hann, en við vitum ekki hvað. Hún er öll í bókunum, þrá okkar, en við vitum ekki, hver hún er. Hann leit á hina, sem voru að tala, og brosti. Þeir halda, að þeir þrái pen- inga, sagði hann, en það er ekki allt. Styttri vinnutíma, sagði hann, en það er ekki allt heldur. Það er eitthvað annað en þetta. Meira, sagði hann. Annað og meira. Það er allt í bókunum, ekki í orðunum, en það er samt þar. Og margir hafa dáið, sagði hann, án þess að öðl- ast þaS. Ef til vill er það eitthvað, sem við höfum glatað, sagði hann. Við mtmum ekki, hvað það er, en stundum, stundum þegar við sof- um, munum við að það er glatað, og þegar við vöknum á morgnana, höldum við að það séu peningar, sem við þráum, en það er eitt- hvað meira. Hinir ríku eru stund- um ennþá ógæfusamari en hinir fátæku, og þó'hafa þeir nóga pen- inga til að kaupa allt, sem hægt er að kaupa. Það er einhver ljóður á ráði okkar, einhvers staðar. Hann tók dollarann upp úr vasa sínum og brosti við honum. Það var gjöf unga læknisins. Ég hef átt hann í tvo daga, og ég ætla aldrei að eyða lionum, sagði liann. Þegar ég kom út úr spítalanum, sagði hann, langaði mig í brennivínsstaup, og ég fór inn í Hallarbarinn. Þá kom eitt- livað fyrir, og ég gat ekki eytt peningnum. Það var það, hvernig læknirinn blótaði, þegar liann vildi lijálpa mér og hjálpa öllum, og ef ég hefði eytt peningnum, þá hefði ég eytt þakklætinu, sem ég fann. Ég ætla að geyma doll- arann, sagði Iiann. Annað hvort til að gefa hann einhverjum öðrum á sínum tíma, sagði hann, eða til að gefa lækninum hann aftur. Ef ég eyði honum, sagði hann, eru það peningar. Ef ég eyði honum ekki, sagði hann, eru það margir hlutir, ef til vill það, sem við höfum glatað og erum að reyna að finna aftur. Skúli Bjarkan íslenzkaði. Mynd: Kjartan GuS jónsson. 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.