RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Page 48

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Page 48
Hugo von Hofmannsthal Eftir Stefan Zweig. Ferill Hofmannsthals mun lengi í minnum liafður gem dæmi um undraverðan snemmþroska. Að Keats og Rimband undanskildum, þekki ég engan höfund livorki fyrr né síðar, sem hafi jafn ungur að árum náð slíku valdi á máli, öðl- azt slíka hugsjónaauðgi og slíkt skáldlegt innsæi sem þessi stór- brotni snillingur. Sextán eða sautján ára að aldri hafði hann auðgað þýzkar bókmenntir með ódauðlegum ljóðum, og ennþá lief- ur enginn komið á eftir lionum, sem að stílsnilld sé honum fremri. Þeir, sem fyrstir komust í kynni við skáldskap lians, liafa lýst því sem yfirnáttúrlegu undri. Her- mann Bahr sagði mér oft frá því, hversu hissa liann varð, er hann dag nokkum fékk senda grein í tímarit sitt frá einhverjum „Loris“, sem sýnilega átti heima í Vínarborg (menntaskólanemend- um var bannað að birta ritsmíðar undir eigin nafni). Þó tímaritið ætti stuðningsmenn í öllum lönd- tnn, hafði hann aldrei fengið rit- gerð á jafn tignu máli, svo auðuga að andagift og skarpskyggni. „Hver er þessi óþekkti Loris?“ spurði liann sjálfan sig. Áreiðan- lega einhver öldungur, sem liefur á langri ævi hvesst dómgreind sína í einveru, og á laun seitt fram innsta kjarna tungunnar og unaðs- legustu töfra. Og slíkur snillingur bjó í borginni án þesS að maður hefði heyrt hann nefndan. Bahr skrifaði hinum ókunna höftmdi um hæl og kvað á um viðtal í hinu fræga Griensteidl hóteli, aðalsam- komustað ungu skáldanna. Tiltek- inn dag gekk grannur, skegglaus menntaskólapiltur í hnébuxum allt í einu létt og rösklega að borðinu til hans, hneigði sig og sagði stutt en ákveðið,' með mjórri rödd, sem ennþá var lítið eitt í mútum: „Hofmannsthal. Ég er Loris“. Ætíð síðan, þegar Bahr sagði frá undrun sinni, komst hann í geðshræringu. 1 fyrstu hafði hann ekki viljað trúað því, að mennta- skólapiltur hefði á valdi sínu slíka list, slíka víðsýni, slíkt djúpsæi, slík ógrynni af lífsþekkingu, áður en hann gat hafa öðlazt verulega lífsreynslu. Og næstum það sama sagði Arthur Schnitzler. Hann stundaði þá læknisstörf, þar eð fyrstu bókmenntaverk hans höfðu enn ekki aflað honum lífsviður- væris. Eugu að síður var litið á hann sem forustumann „Hinnar ungu Vínarborgar“, og þeir sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.