RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Qupperneq 51

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Qupperneq 51
HOFMANNSTHAL RM gáfum hvorki róm hans né andliti nokkum gaum. Hann talaði blaða- og minnisgreinalaust og ef til vill meira að segja án nákvæms undir- búnings, en sökum hinnar með- fæddu formgáfu hans, var hver setning fullkomlega meitluð. Hann kom með margar djarfar og snilld- arlegar tilgátur og fann þeim ætíð skýra og óvænta rökstuðningu. Maður hafði óhjákvæmilega á til- finningunni, að það, sem hann segði, væri aðeins lítið brot af óþrjótandi gnótt, að hann gæti talað tímunum saman af sömu andagiftinni án þess að slaka á eða berskjalda sig. 1 umgengni var hann órólegur, hvikur og viðkvæmur, uppnæmur fyrir hverjum guBti og oft svo önugur og taugaóstyrkur, að erfitt var að lynda við liann. Þegar hann fékk aftur á móti áhuga á ein- hverju vandamáli, var líkt og kveikt væri í tundri. Þá hófst sam- talið í einu vetfangi upp á það stig, sem honum einum var eigin- legt og engum öðrum var fært að ná. Að undanteknum Valery, sem hugsaði með meiri nákvæmni og hnitmiðun, og hinum eldmóðsfulla Keyserling, hef ég aldrei átt sam- ræður við nokkurn mann, sem átti slíkt andríki til að bera sem Hof- niannsthal. Á þessum innhlásnu stundum var eins og allt yrði ljós- lifandi í hinu tröllaukna minni hans, hver bók, sem hann hafði lesið, hvert málverk, sem hann hafði séð, hvert landslag. Hver líkingin tengdist annarri eins eðli- lega og þegar hönd er lögð í hönd. Þegar maður hugðist hafa náð tindinum, hófst tjaldið jafnharð- an að nýju fyrir næsta óvæntum sýnum. Við þennan fyrirlestur og við seinni kynni fannst mér ég skynja í honum hina sönnu upp- ljómun, þennan örvandi, hrífandi andvara hins óendanlega, sem skynsemin ein getur ekki að fullu náð tökum á. Að vissu leyti hefur Hofmanns- thal aldrei unnið meira stórvirki en hann vann á aldrinum sextán til tuttugu og fjögra ára. Að vísu dáist ég ekki minna að seinni verkum hans, svo sem einstaka þáttum úr leikritunum, hinum snilldarlegu ritgerðum og brotinu „Andreas“, sem ef til vill er feg- ursta skáldsaga, er skrifuð hefur verið á þýzka tungu. En eftir að hann komst í hin nánu tengsl við leikhúsið og áliugamál samtíðar- innar, og varð jafnframt mark- vissari og metnaðargjarnari í fyr- irætlunum sínum, missti skáld- skapur hans þessa innblásnu, draumkynjuðu töfra, sem höfðu heillað okkur svo mjög í fyrstu kvæðunum. Með þeirri spásagnar- gáfu, sem unglingum er lagin, sá- um við fyrir, að þetta undur æsku okkar var einstætt, og átti ekki afturkvæmt um okkar daga. Ingólfur Pálmason íslenzkaði. 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.