RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Side 58

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Side 58
RM ÁSI í BÆ varð aldrei drukkin, en þegar hún fór að finna á sér, virtist henni standa á sama um nærveru okkar Agnars og jafnvel gleyma því að við værum til. Hann var vanur að blossa upp þegar hún kom, og taka henni eins og ástmey, en nú lá hann hreyfingarlaus og horfði á hana þar sem liún sat hjá Ivari á fletinu. Hún fann að eitt- hvað hafði komið fyrir og varð þegjandaleg og neistarnir í augum hennar fölnuðu. Við Agnar fórum út, eða réttara sagt, hann hafði rokið upp og farið út og ég á eftir honum. Við gengum lengi úti, og kvöldið var hlýtt og rautt og kyrrt. Hann talaði ekkert en kink- aði kolli, þegar ég dáðist að veðr- inu. Þegar við komum til baka, sváfu þau í fletinu. Seinna vakn- aði ég við að hún klæddi sig og fór upp á loft til mannsins síns. Og hér lágum við nú í sandinum. Það komu tvær stúlkur gang- andi eftir fjörunni. öðru hvoru námu þær staðar, beygðu sig eftir smávölum og köstuðu þeim út í sjóinn. Maður heyrði skvamp steinanna og léttan og frjálsan hlátur stúlknanna. Þær báru sund- föt um öxl. Allt í einu færðist líf í Ivar. Hann reis á olnboga og leit í áttina til stúlknanna. Konan hreyfði sig ekki, en augu hennar hvíldu á Ivari. Það var líkt og hann hefði hrokkið upp af dvala. Augu hans tóku að leiftra af ný- tendruðum bruna, svo herptust varir hans áður en hann brosti, án gruns um nærveru okkar. Þegar stúlkurnar urðu okkar varar, hættu þær að lilæja og önnur leit snöggt í áttina til okkar. Síðan gengu þær liratt framhjá og hurfu bak við klappirnar við fjallið. Þá lagðist hann niður aftur, en brosið var enn á vörum lians. Konan leit nú af honum og reyndi að stilla hatr- ið á andliti sínu um leið og hún gaut augunum yfir til okkar, eins og til að gá að, livort við hefðum tekið eftir nokkru. Ég hafði ekki tekið eftir neinu, en ég fann að Agnar horfðist í augu við hana. Síðan bað hún um sígarettu. Hann tók upp pakka, gaf henni og bauð okkur. Svo lágum við þarna og reyktum, en ekkert var sagt. 52
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.