RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Page 70

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Page 70
RM ANGEL KARLIJTSHEV trénu. Kettlingurinn fálmaði litlu loppunum upp rúðuna. Móðirin, sem stóð við rúmstokk- inn og hlustaði, gat naumast trúað orðum sonar síns. Hvernig hefði hann getað afborið dauða hennar? — Bölvuð sé brúin. Mætti vind- urinn feykja henni af. — Því formælir þú henni, móð- ir? Þetta var mín ákvörðun. Ég byggði brúna. Ég fómaði Milku. — Þú hefur drýgt mikla synd, sonur minn. Augu byggingameistarans ljóm- uðu. — Manstu, þegar við lukum við hana? Það var hamslaus fagnaðar- hátíð þann sunnudag. Fólk úr níu þorpum safnaðist saman, til þess að fagna brúnni yfir Rossitsu. Flokkur ungra manna kom líka. Tveir smalar ofan úr fjöllunum, sem voru það sumar hjá okkur, léku á sekkjapípur. Manstu eftir þeim? Sá dökkhærði kom stund- um heim til okkar og hiðlaði til Kúnu systur, en þú vildir ekki veita samþykki þitt, þar sem þér fannst ekki rétt að gifta hana ókunnum manni. Gamla fólkið gekk umliverfis brúna, sló í liana með stöfum sínum, strauk kaldan steininn og sagði: — Guð hefur gefið Manol mikla snilli. Hvernig hann veitti mér hana, vissi ég aleinn. Allir fögnuðu. Þeir drukku minni úr fagurlitum vínflöskum. Ég var þögull og gat ekki drukkið sem ég horfði á glaðan hópinn. Þegar sekkjapípurnar byrjuðu að skrækja, stukku allir á fætur, ungir og gamlir. Þau tókust í hendur og liófu upp æðisgenginn dans. Einliver lirópaði: Hafið þið gleymt honum? Hvar er bygginga- meistarinn? Hann á að dansa. Hann sagði ekki meira, en sekkjapípurnar hljóðnuðu. Það kom fát á fólkið og þögn sló yfir. Allir véku til hliðar; ég sneri mér við, móðir, ó, guð minn góður. — Ég sá lík. Þú veizt hverja þeir báru. Ég gekk út í kirkjugarðinn, til þess að kasta lmefafylli af mold á gröfina. Hvíli drottinn sál hennar í friði. Þegar ég kom aftur, fann ég ennþá dans og fagnað. Ég greip vínflösku, drakk og drakk, þar til ég var drukkinn. Við dönsuðum til miðnættis. Niður á litlu flötinni kraumaði í stórum kötlum. Níu kindum liafði verið slátrað. Lengra niður frá virtist Cherkovosléttan breiða út faðm. Hún fagnaði. Svölumar léku sér yfir ökrtmum. Jörðin þráði mennina, sem kæmu og köll- uðu og ristu hana plógum sínum. Bál voru kynt til þess að lýsa okkur. Augu stúlknanna skinu, sem dimmir eldar. Hjarta mitt var að bresta af harmi og vitfirringu; 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.