RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Side 73

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Side 73
AMERÍSKAR NÝBÓKMENNTIR RM Orðin „nýamerískar bókmennt- ir“ krefjast nokkurrar skýringar, hugtakið gefur undir fótinn þeirri spumingu, að hverju leyti þessar bókmenntir séu frábrugðnar hin- um, er á undan koma, og hvar eigi að setja takmörkin. Það er algengt að flokka saman jafnólíka og óskylda höfunda eins og Stephan Crane, Theodore Dreiser, Edith Wharton, sem skrifuðu öll eða flest meginverk sín fyrir 1920, og yngri kynslóðina, eftirstríðshöf- undana William Faulkner, John Steinbeck og Emest Hemingway. Allir þessir höfundar eiga a. m. k. eitt sameiginlegt, verk þeirra eru slitin úr tengslum við hefð 19. aldarinnar. Amerískar bókmenntir á 19. öld voru mótaðar af sterkri hefð í stíl, málfari og efnisvali. Þær vom háðar ákveðnum sið- ferðiskenningum, ákveðinni hátt- vísi, nokkuð samfelldari heimspeki og trúarhugmyndum, féllu í einum farvegi nálega kvíslalaust. Undan- tekningar finnast, Walt Whitman og Herman Melville til dæmis, en þessir höfundar náðu aldrei mik- illi hylli, a. m. k. ekki Melville, fyrr en upp úr heimsstyrjöldinni fyrri. Einkenni nýamerískra bók- mennta í heildarsýn er aftur á móti fjölbreytni, skortur á hefð eða hefðafjöldinu, persónuleg ein- staklingshyggja. Þessi athugasemd á ekki síður við nýamerískan kveð- skap eða bókmenntagagnrýni en skáldsögur. Ég mun í fyrri hluta þessa þátt- ar minnast á nokkra skáldsagna- höfunda, en víkja síðar að ljóð- skáldunum og gagnrýnendum, ef rúm vinnst til. Ég ræði ekki um leikritahöfunda, en ætla að bera fram þá almennu staðhæfingu, ef hún skyldi leyfileg, að leikritagerð standi að baki öðrum bókmennta- greinum í Bandaríkjunum. Þar í felst enginn samanburður við önn- ur lönd. Og Eugene O’Neill er ein- stæður og rúmast illa í smágrein. Áður en snúið er að einstökum höfundum, er nauðsynlegt að gera enn lítils liáttar sögulegar athuga- semdir. Þau miklu umskipti, sem gera6t í amerískum bókmenntum á síðustu áratugum og farið var að brydda á um 1890, eru stundum táknuð með orðinu „uppreist“, þó að ekki sé alltaf jafnljóst, hverju var risið gegn. Nokkuð er það, að liin nýja hreyfing virðist byrja með e. k. raunsæisstefnu, í sögum Franks Norris, Stephens Crane, Theodores Dreiser og fleiri. Þó virðast þessir höfundar (að undanteknum Nor- ris) hafa verið lítið snortnir af hinum fræðilega realisma og nátt- úrustefnu (naturalisma), sem oft er kennd við Zola (og Flaubert) og verið hafði efst á baugi í Frakk- landi um liríð. En liinn nýi amer- íski realismi bar vissulega í sér fræ þjóðfélagslegrar ádeilu og varð fljótlega hið bitrasta vopn í hönd- um liöfunda eins og Uptons Sin- 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.