Ljóðormur - 01.06.1990, Page 13

Ljóðormur - 01.06.1990, Page 13
Gaius Valeríus Katúllus 11 Þér glóðu á himni glaðar sólir fyrrum er fórstu að hitta hana sem þín beið og elskuð var af öllum konum mest. Þið gerðuð margt sem ykkur var til yndis er fýsti þig og hún var ekki ófús. Þá glóðu glaðar sólir þér á himni. Nú vill hún ekki lengur, láttu þá lokið þessu. Eltu ekki það sem ávallt flýr og svíkur, en þraukaðu með þrjóskum hug og festu. Ég kveð þig vina, Katúllus mun þrauka, hann ætlar síst að elta þig né biðja. Þú munt þess eflaust sakna sjálf að lokum. Þú flærðardrósin, vei, hvað áttu í vændum? Hver kemur til þín? Hverjum finnst þú fögur? Hvern elskar þú? Hvers ástar muntu njóta? Hvern kyssir þú? Hvem bítur þú og blóðgar? En þú skalt þrauka, Katúllus, með festu. XI Aldrei var konu svo unnað, til engrar brann heitari funi en sú ást sem ég bar áður í brjósti til þín. Aldrei var önnur eins tryggð auðsýnd nokkurri konu og þegar ástin mig batt órofaböndum við þig. Nú er ég afhuga orðinn, enda þér sjálfrí að kenna, togast nú á í mér tvennt, tvístrandi æ mínum hug. Hvorki má ég með hlýhug hugsa til þín þótt þú batnir né get ég heldur því hætt, hvað sem þú tekur .til bragðs. Kristján Árrtason þýddi.

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.