Ljóðormur - 01.06.1990, Síða 64

Ljóðormur - 01.06.1990, Síða 64
62 ■^s Um höfundana Seamus Heaney, f. 1939. írskt ljóðskáld fæddur á Norður-írlandi. Áður háskólakennarí i Belfast en er nú búsettur í Dublin. Hann þykir fremstur þeirra skálda sem kennd eru við norður írska skólann svokallaöa. Wole Soyinka, f. 1934. Nígeríumaður. Skrifar á ensku. Hefúr starfaö sem bókmenntaprófessor, m.a. á Englandi. Sat ( fangelsi í tvö ár eftir að hafa reynt að miðla málum í Bíafrastríðinu. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1986. Katúllus. Sjá formála þýðanda. René Depestre. Sjá eftirmála þýðanda. Igor Holín. Sjá eftirmála þýðanda. Genrikh Sabgír. Sjá eftirmála þýðanda. Tomas Tranströmer. Sænskur, f. 1931 í Stokkhólmi. Starfar sem sálfræðingur í VQsterás. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráös í ár. Sylvia Plath. Bandarísk, f. 1923 í Boston. Bjó lengi í Bretlandi og svipti sig lífi þar árið 1963. Fróðir menn í Plathfræðum segja skáldskap hcnnar nálgast mörk mannlegrar tilveru, hvað sem þeir eiga nú við með því. Heinz Czechowski. Sjá cftirmála þýðanda. Yves Bonnefoy. Sjá eftirmála þýðanda. Johann R Tammem, f. 1944. Þýskt skáld og einn af ritstjórum bókmenntatímarítsins „Die Horen“. Hefur gefið út nokkrar ljóðabækur. Reiner María Rilke, 1875-1926. Ei« áhrifamesta skáld Evrópu á öndverðri 20. öld. Halldóra Briem, f.1913. Flutti til Stokkhóims 1936, lærði þar arkítektúr og heftir lengst af starfað við þá grein. Ijóð þessi munu vera fyrstu ljóð sem birtast eftir hana opinberlega. Henrik Nordbrandt, f. 1945. Gaf fyrst út bók 1966. Hann hefúr lengi búið í Grikklandi og Týrklandi og sækir gjama yrkisefni sín þangað. Kápan er eftir Elínu Pjet. Bjamason. Hún er fædd á Akureyri árið 1924 en fluttist til Kaupmannahafnar árið 1945 þar sem hún lærði við listaakademíuna og hefur fengist við myndlist síðan.

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.