SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 13
29. janúar 2012 13 Stúdentar efndu til mótmæla ágötum Lahore í dag þar sem þeirkröfðust þess að svokallað Davismál yrði tekið fyrir og rann- sakað. Ár er nú liðið síðan bandaríski sendiráðsmaðurinn Raymond Davis skaut tvo Pakistana til bana, að eigin sögn í sjálfsvörn. Málið hlaut aldrei fulln- aðarrannsókn heldur var Davis sleppt að kröfu Bandaríkjamanna eftir að ættingjar hinna látnu höfðu þegið bætur fyrir víg þeirra. „Við teljum að þetta sé óþolandi, þetta eru ekkert annað en afskipti Ameríku af innanlands- málum og við mótmæl- um drápi á þessum tveimur saklausu mönnum. Við gerum kröfu um að amerískir njósnarar, her- menn og útsendarar fari burt úr Pak- istan,“ sagði talsmaður stúdentanna í samtali við pistlahöfund Morgunblaðs- ins. Hreyfingin sem stóð að mótmæl- unum, ISF, tilheyrir frekar hófsömum stjórnmálaflokki Imran Khan krikket- leikara en hann þykir sigurstranglegur í komandi kosningum árið 2013. Raymond Davis málið olli mikilli ólgu hér í Pakistan og stúdentarnir sem mót- mæltu í dag voru ekki í vafa um að mennirnir sem Raymond skaut hefðu verið saklausir. Atburðurinn átti sér stað um miðjan dag í fjölfarinni umferðargötu í Lahore og hinir látnu voru þar á ferð á mótorhjóli. Þriðji maðurinn sem lést var einnig á mótorhjóli. Hann varð fyrir jeppabifreið bandarískra embættismanna sem komu Raymond til aðstoðar. Raymond Davis var starfandi verktaki í öryggismálum fyrir Bandaríkjastjórn og í myndavél hans fundu pakistönsk stjórn- völd meðal annars myndir af hern- aðarlegum mikilvægum stöðum, myndir tengdar starfssemi þekktra hryðjuverka- samtaka í Pakistan og myndir frá ætt- bálkasvæðum Pakistan í norðvesturhluta landsins sem hafa verið heimkynni fjöl- margra alþjóðlegra útlaga. Raymond Davis hélt því fram við handtöku að mennirnir hefðu ógnað honum með byssu og hann skotið þá í sjálfsvörn. Pakistanskir blaðamenn hér í Lahore sem rætt var við voru ekki í vafa um að Davis hefði talið sig vera að fella hryðjuverkamenn. En þeir voru líka samdóma um að hann hefði þar haft rangt fyrir sér og hinir drepnu verið sak- lausir borgarar. Það sem gerir fullyrð- ingar hins bandaríska verktaka um sjálfsvörn ótrúverðugar er að hann skaut mennina í bakið og vitni halda því fram að hann hafi eftir skothríð úr bíl sínum farið út, skotið fleiri skotum og tekið myndir af vettvangi. En það eru ekki bara stúdentar sem mótmæla í dag, Sajjadur Rehman, bróðir eins hinna látnu, hefur boðað til mót- mæla og blaðamannafundar vegna máls- ins. Raymond Davis var látinn laus eftir að fjölskyldum þeirra Faizan Haider og Faheem Shamshad voru hvorri um sig greiddar 200 milljónir rúpía sem jafn- gildir 280 milljónum íslenskra króna. Þriðji maðurinn, Obaider Rehman, lést eins og fyrr segir eftir að Range Rover jeppa bandarísku sendiskrifstofunnar hér í borg var ekið yfir hann. Bifreiðinni var snúið við á umferðareyju og síðan ekið á ofsahraða á móti umferð með fyrr- greindum afleiðingum. Eftir atvikið flúðu Raymond Davis og hinir ónafngreindu Range Rover menn af vettvangi. Jeppa- mennirnir komust í skjól á lóð banda- rísku sendiskrifstofunnar og þaðan úr landi en Raymond Davis var stöðvaður af umferðarlögreglu og sat eftir það í varð- haldi um nokkurra vikna skeið. Rambo gengur berserksgang í Lahore var fyrirsögn eins dagblaðsins hér í La- hore þegar fjallað var um málið fyrir ári. Og einmitt það að „Rambo“-mennirnir sem urðu Obaider að bana komust undan ræður því að Rehman fjölskyldan hefur engar bætur fengið. Pakistanar hafa um áratugi verið einir helstu liðsmenn Bandaríkjanna í Suður- Asíu en samskiptin hafa aldrei verið verri. Barack Obama einsetti sér að bæta samskiptin við Pakistan en árið 2011 hef- ur gert heldur lítið úr þeim ásetningi. Á því ári er Raymond Davis-málið fyrst í röð árekstra milli landanna. Hæst ber síðan dráp Bandaríkjamanna á Osama Bin Laden innan pakistanskra landa- mæra, án þess að hafa um það samráð við stjórnvöld landsins. Í september gerðu Haqqan-hryðjuverkasamtökin árás á sendiráð Bandaríkjanna og höfuðstöðvar NATÓ í Afganistan og í kjölfarið gagn- rýndu Bandaríkjamenn Pakistana fyrir að halda hlífiskildi yfir þeim samtökum sem eru talin hafa höfuðstöðvar innan landa- mæra Pakistans. Í nóvember drápu bandarískar hersveitir 24 pakistanska hermenn í norðvesturhéruðum Pakist- ans, fyrir mistök, að sögn bandarískra yfirvalda. Bjarni Harðarson skrifar frá Pakistan. Mótmæli í Lahore í Pakistan Mótmæli pakistanskra stúdenta, nú réttu ári eftir að Bandaríkjamaðurinn Raymond Davis skaut tvo menn til bana í miðbæ Lahore. Ljósmynd/Bjarni HarðarsonBjarni Harðarson Á síðari árum, eða eftir að fram-kvæmdirnar við Kárahnjúkahófust á sínum tíma, hefuráhugi á umhverfismálum auk- ist mjög hér á landi. Uppspretta flestra deilna er það hvernig eigi að umgangast og nýta náttúruna. Vandamálið er það, að iðulega liggja ekki fyrir nægjanlegar rannsóknir og þekking á ákvörðunum stjórnvalda um friðun . Í stað þess að auka rannsóknir og samstarf við hagsmunaaðila er gripið til ótíma- bærra friðana sem flestir eru ósáttir við og eru rök stjórnvalda ætið þau sömu, „nátt- úran á að njóta vafans“. Nýjasta dæmið á þessum vettvangi eru áform umhverf- isráðherra um að friða nokkrar tegundir svartfugla. Þess má geta að á Íslandi verpa 24 tegundir sjófugla og eru stofnar sumra þessa tegunda gríðarlega stórir, hundruð þúsunda einstaklinga. Talið er að sjófuglar éti svipað magn af sjávarfangi og fiskafli landsmanna er eða um 2 milljónir tonna. Talsverð fækkun hefur orðið á nokkrum tegundum svartfugla sem eru nýttir, þetta eru lundi, teista, álka, langvía og stuttnefja. Helstu ástæður fækkunar eru taldar vera fæðuskortur og þá helst fækkun sandsílis sem líklegast orsakast vegna hlýnunar sjávar. Hitastig sjávar við Ísland er nú svipað og það var á árunum 1920 – 1940. Tals- verðar sveiflur hafa því verið á stofnum svartfugla, ástand lundastofnsins við Vestmannaeyja er nú svipað og það var á árunum 1978 til 1985. Vegna fækkunar svartfugla hér við land ákvað umhverf- isráðherra að setja á stofn nefnd til að skoða málið, safna upplýsingum og koma með tillögur um það hvernig hægt væri að auka vernd þessara stofna og þá líklegast til þess að þeir gætu náð sér aftur á strik. Skemmst er frá því að segja að engin samstaða var í nefndinni, Umhverfisstofnun og Skotveiðifélag Íslands skiluðu séráliti og fulltrúi Bænda- samtakanna sagði sig úr nefnd- inni. Í viðtölum við fjölmiðla minnist ráðherra ekkert á þær ólíku skoðanir sem komu fram í störfum nefndarinnar og ekki var hægt skilja orð ráðherra öðruvísi en svo að hún ætlaði ekki að taka neitt tillit til ábend- inga minnihlutans. Ljóst má vera að til- lögur meirihluta svo kallaðrar svartfugla- nefndar eru afar umdeildar og ósannfærandi þó ekki sé meira sagt. Flestir eru þó sammála um að draga þurfi talsvert úr veiðum á lunda og líklegast friða hann svæðisbundið, þá er samstaða um að friða beri teistu í nokkur ár, mögu- lega tvö ár. Þá eru allir sammála um að stórauka þurfi rannsóknir á svartfuglum en til dæmis er lítið vitað um fæðu svart- fuglanna. Engin rök eru hinsvegar fyrir því að friða eða stytta veiðitíma á álku, langvíu og stuttnefju, veiðarnar eru sára- litlar, líklegast undir 1% af stærð stofn- anna, sennilega eru veiddar um 1000 langvíur hér við land á ári hverju. Helsta ógnin við fækkun svartfugla er, eins og áður sagði, hlýnun sjávar sem við getum lítil áhrif haft á. Það er því fáránlegt, þó ekki sér meira sagt, að banna veiðar úr stofnum sem eru að dragast saman vegna fæðuskorts. Þá virðist meirihluti nefnd- arinnar ekkert tillit taka til fornra hefða og veiða. Það eru fáar tegundir veiðidýra hér við land og veiðitími á sumum þeirra stuttur. Svartfugl og svartfuglsegg hafa verið nýtt til matar frá landnámi, á vorin er enga bráð að hafa nema svartfugl. Þá ætlar umhverfisráðherra að svipta bænd- ur og landeigendum hlunnindarétti á svartfuglum. Hér er verið að skerða rétt landeigenda svo um munar og er senni- lega brot á stjórnarskrá. Það er greinilega lítil sátt í þessu máli, umræðan virðist vera að fara í svipaðan farveg og umræðan um Vatnajökulsþjóðgarð en í þeim efnum kaus umhverfisráðherra að taka lítið sem ekkert tillit til skoðana útivistarfólks sem eru tíðustu gestir þjóðgarðsins á öðrum tímum en yfir hásumarið. Annars eru skoðanir sumra þeirra sem telja sig vera sérfræðinga á sviði náttúruverndar með ólíkindum. Sigrún Helgadóttir nátt- úrufræðingur lagði til dæmis til í fyr- irlestri hjá Landvernd um þjóðgarðinn á Þingvöllum að „veiðum á ref yrði hætt og jafn vel á minki líka. Ef minkur er drepinn verður það að gerast undir stjórn dýra- fræðinga“. Þeir fræðimenn sem láta svona ummæli frá sér fara eru ekki í tengslum við raunveruleikann. Talandi um raun- veruleikann, ef umhverfisráðherra ætlar að láta sér detta í hug að banna eggjatöku og veiðar á álku, langvíu og stuttnefju er bara eitt svar við því og það er borgarleg óhlýðni. Borgaraleg óhlýðni Svartfuglar Sigmar B. Hauksson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.