Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGU'R 7. NOVEMBER 1970 EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON 1 dagskrá síðustu viku hefur verið of fátt um fína drætti, ef svo mættti segja. Langbezta efni vikunnar var umræðu- þátturinn um ítök kirkjunnar meðal fólksins, sem Gylfi Baldursson stýrði. Þessi þáttur tókst mun betur en sá fyrsti með sama naíni, enda var form- inu eilítið breytt: Engin löng inngangs- erindi, en komið beint að efninu með umræðum, sem voru allan tímann á eins rökrænu planl og bezt er hægt að búast við, þegar trúmál eru annars vegar. Hins vegar hlýtur að koma þar í um- ræðum um kirkju og trúmál, að rökræn atriði þrýtur og trúræn atriði taka við. Þannig verður það til dæmis, þegar kirkjunnar menn fara að tala um náð guðs og annað þvi um líkt, sem ekki er gott að rökræða. Formælendur kirkj- unnar, þeir Sigurbjöm Guðmundsson, verkfræðingur, og séra Bemharður Guðmundsson, æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar, stóðu fyrir máli sínu með festu og virðuleik. Hlutverk þess er gagnrýnir kirkjuna, sýnist vera auð- veldara í svona umræðum, en kennar- amir, Ásdis Skúladóttir og Sverrir Hólmarsson, hættu sér aldrei út á of hálan ís og komu fram sjónarmiðum efasemdanna með hófsemi og stundum haldgóðum rökum. ★ Það kom í ljós, að í rauninni er hverf- andi sem rikið leggur til kirkjubygg- inga; þær komast að mestu upp fyrir framlög hinna áhugasömu. En ítök kirkjunnar meðal fólksins, almennt, eru samt ekki mjög mikil. Menn spyrja ekki: „Hvað getur kirkjan gert fyrir mig?“, og ennþá siður: „Hvað get ég gert fyrir kirkjuna?“ Það er rétt, sem Gylfi sagði í inngangi sínum: „Flestir spyrja einskis." En hvers vegna eru ítök kirkjunnar svo lítil? Kannski er það vegna þess, að of mikið hefur verið gert úr hlutverki prestsins; þátttakend- ur voru sammála um það. Það er rétt, að íslendingar hafa að jafnaði lagt mik- ið upp úr því, hvemig prestinum segist, en minna er spurt um, hvort fólk kom- ist í rétta stemningu í kirkjunni og snertingu við guðdóminn. Ásdís nefndi mærð- og vælusón hjá prestum og þarf ekki annað en hluta á útvarpsmessur til að heyra þennan furðulega vælusón, sem hlýtur að teljast mjög fráhrind- andi. Alla vega eykur hann ekki itök kirkjunnar meðai fólksins. Afstaða Sverris var dæmigerð fyrir efasemda- manninn, sem líður kirkjuna vegna þess, að kristið siðferði er honum að skapi og hann vonar, að kirkjan standi að minnsta kosti vörð um það. En þama ski’lur á milii þess, sem trúir og hins er efast. Sigurbjöm kvaðst ekki sjá neinn tilgang með kirkjunni, sem siðferðis- stofnun einvörðungu. Enda má nefna mörg dæmi um heiðið siðferði, sem til fyrirmyndar getur talizt, og alla vega ekki verra en siðferðið upp og ofan í hinum kristnu þjóðfélögum. Hins vegar var þörf áminning Sverris um „úrelt hópsiðgæði", sem ekki á lengur við, enda byggt á hræðslu. Nú viljum við, að miðað sé við einstaklinginn, líka í sið- gæðinu. En þörf mannsins fyrir eitthvað haldgott heldur áfram, eins og séra Bemharður sagði, og það verður vanda- mál að finna því farveg á hverjum tima. Þó sífellt sé verið að þreifa sig áfram með popmessum og líku, er öðru haldið 1 gildi, sem afdankað hlýtur að teljast. Hvað með kverið til dæmis, þar sem því er haldið fram, að valdastéttin sé frá Guði og hvatt til að smjaðrað sé fyrir henni. Sömuleiðis að stéttaskiptingin sé guðleg. Og eitthvað munu rauðsokkur hafa við það boðorð að athuga, að kon- ur séu eiginmönnum undirgefnar, líkt og drottni. ★ Hvað er kirkjan? Frá Sjónarmiði Sverris er hún stofnun, sem hefur stað- ið vörð um úreltar skoðanir víða um heim, þó ekki á Islandi. En hvað segir séra Bernharður?: „Kirkjan er guð að starfi meðal rnanna." Kannski er það fullgilt svar, en dálítið er það abstrakt, Wkt og þegar farið er að tala um náð- ina. Og furðulegt fannst mér að heyra, að allt mannlíf eigi að vera á hverfanda hveli hér í Reykjavík. Það væri synd að segja, að bjartsýni mótaði sUka skoðun. Margt anmað kom til umræðu. Tii dæmis það, að fáttt ungt fólk muni hafa einurð til að andmœla fermingunnd og fáir taki fenmingarheitið alvarlega. Svo heitir, að fermimgin sé staðfesting á skiminnd, en mætti þá ekki spyrja, hvort fermingin sé ekki framkvæmd all- mörgum árum og snemma. Þrettán ára ungltngar eru ennþá böm og hafa eng- an amdltegan þroska til að meta þá játn- ingu, sem í athöfninni felst. Ásdis taldi að rétt væri að kynna önnur trúarbrögð í skólunum fyrst svo heitir, að hér sé trúfrelsi. Og svo var það með kærleik- ann; hvert á að beina honum? Á það að vera kærleikur manna til guðs og guðs til manna? Sverrir taldi, að kærleikur manna á málli væri ólíkt mikilvægari. Sem sagt, þetta voru þægilegar og at- hyglisverðar umræður og lengi hefi ég haft grun um það, sem séra Bernharður staðhæfði í lokin, að „kirkjan getur aldrei sannfært neinn mann um trú. Kirkjan er samfélag þeirra, sem trúa.“ ★ Sigfússon-kvartettinn er ugglaust góð- ur á sínum stað, en hvort sá staður er í sjónvarpinu er ég ekki viss um. Þetta er eittt af því efnl, sem eðli málsins sam- kvæmt nýtur sín ekki í sjónvarpi og verður til þess, að þeir sem fastast sitja, leggja það á sig að standa upp og teygja sig. En það er kannski hinn þarf- asti hlutur. Aftur á móti má búast við, að spurningaleikurinn hans Kristins Hallssonar falli i góðan jarðveg, enda er hann eins og vera ber, ekki allt of alvörugefinn. Þó ætttu að vera takmörk fyrir þvi, hvað heimskulegar spurning- ar er hægt að leggja fyrir þátttakend- ur, eins og til dæmis: „Hvað sögðu Grikkir, þegar Rómverjar komu?" ★ Miðvikudagsmyndin 1‘Atalante var gerð árið 1934 og þótti framúrstefnu- verk á þeim tima, bæði hvað yrkisefni snerti og ekki síður fyrir myndatöku, sem sameinaði á frjálslegan hátt raun- sæi og l'jóðrænu. Nýstárlegt telst þetta verk Jean Vigo ekki lengur, en þar fyrir var myndin þokkalegt efni, enda hafa þetta gamlar kvikmyndir alltaf sérstakt aðdráttarafl. ★ f norsku sjónvarpsleikriti eftir Hans Manus Ystgaard hefur sérstök áherzla verið lögð á myndræna tækni og ættd að vera hollt fyrir innlenda höfunda að kynnast þesskonar viðleitni. Svo virð- ist, sem okkar menn hafi haft leiksviðið um of i huga við samningu sjónvarps- leikrita. Þetta leikrit minnti að sumu leyti á sjónvarpsauglýsingar, enda var heiti þess, „Gerið yðar vandamál að voru“, auglýsingatexti frá banka. Þeg- ar frjálslega er farið fram og aftur í tímanum og blandað saman raunveru- leika og hugleiðingum eða endurminn- ingum, getur orðið erfitt að fylgjast með og tæpast trúi ég, að allir hafi verið með á nótunum frá upphafi til enda. Þó tækni sé góð, má öllu ofgera og að ýmsu leyti verður að teljast, að þetta leikrit hafi fremur verið tæknileg æfing en eftirminnilegt sjónvarpsleikrit. Sólarfrí í skammdeginu Kynning víða um land EINS og koimið hefur fram í fréttuim, efnir Flugfélag íslands til ódýrra vetrarferða til Kanarí- eyja í vetur. Kanaríeyjar eru sem k'un.nugt er, sá staður sem Evrópubúar nota til oriofsdva;lar þegar kólna tekur við Miðjairð- arfhaf. Þar sem hér er um ail- gjört nýmæli að ræða mumu ferðdmar og tilhögun þeirra verða kynntar á sérstö'kum Kajnarieyjalkvöldum á næstUTmi. Ráðgert er að fyrsta kynningar- kvöldið verði í Vestmamnaeyjum og þá á AJkuireyri, ísafirðd, Hornafirði, Bgiilsstöðum og svo frv., en alls er áætlað að hafa kyniniinigairfkvöld á 12—14 stöðum víðsvegar á lamdinu. Á kynninigarkvöldumium miuin Maricús Óm Antonsson, fyrr- verandi fréttamaður, segja frá Kanaríeyjum og sýna iitskugga- myndir. Enntfremur verða sýnd- ar ikvikmyndir frá þessum veð- ursælu eyjum og fleira verðuir til fróðleiiks og s(keimmtunar. Fyrsta „sólarfrísferðin í skaimmdegmu" en svo eru þess- ar ferðir niefndar, verðiur fariin frá íslandi 31. desemlber. Sú ferð er fullbóikuð. Næsta ferð verður tveim vilkum síðar og er þegar milkið þókað í hama. Ails er áætlað að fara átta tveggja viikna ferðir og eina ferð, sem tekur þrjár vikuir. Auk tveggja fyrstu ferðamna sem að framan greinir er nokik- uð bókað í allar aðrar ferðir. FLogið verður mteð þotumni „GuUfaxa" báðar leiðir. Tveir íslenzikir farairstjórar verða með hverjum hópi. Aðaitfararstjóri verður Guðmundur Steinsson. Strákar náðu í rakett- ur og kveikjarabensín — í gömlu pakkhúsi UM 20 strákar á Seltjarnarnesi komust í gamalt pakkhús á opnu svæði við Nesveg, sem í voru geymar með bensíni á kveikjara, sem er ákaflega eld- fimt efni, og rakettur. Voru strákarnir að kveikja í þessu og dreifa því um í fyrradag og gær, en í gærkvöldi hafði lög- reglan náð í um 20 stráka á aldr inum 10—13 ára, og höfðu þeir skilað miklu af fengnum. Lárus Salomonsson, lögreglu- maður, sem hafði yfirheyrt strákana tjáði Mbl. í gærkvöldi að fyrst hefðu nokkrir strákar brotizt inn í pakkhúsið, en heilu hóparnir svo komið á eftir og sótt eða fengið gefið kveikjara- bensín og rakettur. Hafði einn strákur brennzt í andliti við að leika sér að þessu. Var Barnaverndarnefnd í gær- kvöldi að vinna að málum með Lárusi. Eru strákarnir rækilega áminntir, en Elldvarnaeftirlitið ætlaði að taka fyrir pakkhús þetta strax í morgun. Var í gærkvöldi send út til- kynning til foreldra á þessum slóðum, um að gæta að því hvort börn þeirra hefðu þessi efni í fórum sinum, því úðinn af bensíninu er ákaflega eldfim- ur. Thorvaldsenskonur — safna fyrir hjartagæzlutæki THORVALDSENSFÉLAGIÐ verðiur 95 ára 19. nóvember mæstkomanidi. Slíkium hátíðum á feirli félagsina hetfuir ætíð verið fagnað með því að gefa góðar gjiafir ti'l llíkniarstarfa. Og á þeas- um tímamótuim ættlia Thorvald- semistfélagskomir að getfa Landa- kotsspífiala taeki til að fyigjast með hjartasjúklimigum. Að undantförniu hafa konumar verið önnum kafnar við að afla fjár fyrir tækjunum. Hafa þær komið af stað leikfangahapp- drætti, eins og þær hatfa stumd- um gert áður, þegar á hetfur legið. Eru þar 100 vminingar og drogið 10. nóvember. Hafa kon- urnax farið um mieð happdrætt- isrniða og selt þá þar sem mann- söfniuðair er, á hljómlei'kum, kvifcm'yndasýninguim o. s. frv. Einmig hafa fyrirtæki, sem heyrt hatfa um sötfniun þeirra og í hvaða skyni hún er tekið þeim mjög vel og lagt þeim til peningagjafir. Fjölmenn útför Jón- asar frá Grænavatni _ Björk, Mývatnssveit, 5. nóv. ÚTFÖR Jónasar Helgaaonar frá Grsenavatni var gerð frá Stoútu- staðakiirkju i dag að viðstöddu mjög miklíu fjölmenni. í kirkj- uinmii töluðu Pálll H. Jónason á Lauguim og Ketill Þórisson í Baldiursheimi, svo og sóknar- prestiuriinn, »r. Örn Friðriksson, sem j'atfnframt jairðsöng. Kirkju- kór Skútustaðakirkj u og Karla- kór Mývatnssveitar sunigu undir stjórn Þórodds Jónssonar. Jónas Helgason var fæddur á Skútustöðum 6. septembeir 1887. Foreldrar hams voru Helgi Jóns- son, siiðair hreppstjóri á Græna- vatni, og kona hanis Kristín Jóns dóttir. Segja má að Jónias hatfi verið kaminn atf hiniu mesta diugnaðar- og myndarfólki í báð- ar ættir. Sn'emma byrjaði Jónas að læra að spila á orgel, var m. a. einin vetur við nám í Reykjavík hjá Brynjólfi Þor- lákssyni. Að því loknu tók hann við organistastarfi í Slkútustaða- kirkju af föður sínuim Og hafði það með höndum til dauðadags, eða á 7. áratug. Árið 1921 stofnaiði Jónas ásamt öðrum karlakór Mývatna- sveitar og stjónnaiði honium síð- an 30—40 ár. Jónas var einin atf stofnendum unjgtmenn'afélagsiinis Mývetniings og heiðumstfélagi þess síðasta ár. Hann var í stjórn Hekliusambands norðlenzkra karíaikóra, svo og Kirkjukóra- samibands Þimgeyjarprótfastdæim- is. Jónas var hreppstjóri Skútu- ataðalhrepps um 20 ára skeið. Hann gegndi ýmsum flieiri trún- aðarstörtfum fyrir sveit og hér- að. Fyrir öil hans miklu störtf í þágu félaigs- og menningar- mála í Mývaitnssveit, og alveg sérstaklega fyrir organistastairf í Skútustaðaikirkju vildi söfniuð- urinn sýna honum virðingu og þafeklæti með þvl að kosta út- för hans. Kona Jónasar var Hólmfríður Þórðardóttiir frá Svartárkoti og l’itfir hún manm sinn. — Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.