Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. AGUST 1990
H
Minmng:
Óskar Gíslason,
ljósmyndari
Pæddur 15. apríl 1901
Dáinn 24. júlí 1990
Óskar Gíslason, ljósmyndari og
kvikmyndagerðarmaður lést _ hinn
23. júlí sl., 89 ára að aldri. Óskar
var brautryðjandi í íslenskri kvik-
myndagerð. Hann var gerður heið-
ursfélagi í Félagi kvikmyndagerðar-
manna, Ljósmyndarafélagi Islands
og Slysavarnarfélagi íslands. Óskar
var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var
Edith Bech. Eignuðust þau 6 börn
og eru 4 á lífi. Eftirlifandi eigin-
kona Óskars er Ingibjörg Einars-
dóttir leikkona.
Horfinn er heiðursmaður. Hinn
virðulegi öldungur, sem kunni öðr-
um fremur að vera með ungu fólki,
er ekki lengur á meðal okkar. Við
fráfall Óskars Gíslasonar verður lit-
róf mannlífsins fölleitar en áður.
Þegar efnt var til sjónvarpsrekst-
urs á íslandi var fjöldi ungs fólks
virkjaður til starfa. Fyrirtækið þótti
spennandi og allir voru tilbúnir að
leggja mikið af mörkum til að
íslenskt sjónvarp gæti orðið að
veruleika. Inn í þennan hóp, þar sem
meðalaldur fólks var vel innan við
30 ár, kom hinn síungi Óskar Gísla-
son, þá 65 ára að aldri og var feng-
ið það verkefni að byggja upp ljós-
myndadeild sjónvarpsins. Ljos-
myndadeildin tók síðan fljótlega að
sér að framkaUa kvikmyndafiim-
urnar, sem kvikmyndatökumenn í
kvikmyndadeild tóku, og varð því
náinn samgangur á milli þessara
tveggja deilda. Kvikmyndadeild
sjónvarpsins var á þessum árum
nokkurs konar uppeldisstöð fyrir
nýja kynslóð kvikmyndagerðar-
manna. Og þá höguðu örlögin því
svo að einn ágætasti fulltrúi þeirrar
kynslóðar kvikmyndagerðarmanna,
sem skapaði kjarnann í kvikmynda-
sögu okkar á áratugnum eftir lýð-
veldisstofnunina, Óskar Gíslason,
starfaði á svæði þessarar uppeldis-
stöðvar. Óskar fylgdist með starfi
unga fólksins af miklum áhuga og
kvikmyndagerðarmennirnir og
reyndar allt starfsfólk Sjónvarpsins
sýndi Óskari sanna virðingu og
yæntumþykju. Bæði var að per-
sónutöfrar Óskars höfðu áhrif á
menn og öllum var ljóst að maður-
inn átti að baki merkan feril í kvik-
myndagerð, þótt auðvitað væri
myndin misskýr af þeim ferli. Sum-
ir vissu að Óskar hafði á endanum
orðið að fórna öllu fyrir kvikmynda-
gerð sína, sjálfri aleigunni. Það var
upp úr þessari nauð, sem Ingibjörg
Einarsdóttir kom eins og bjargvætt-
ur inn í líf hans. Aldrei heyrðist
• hann láta út úr sér bituryrði vegna
þessarar lífsreynslu, né greindu
sjónvarpsmenn öfund hjá honum í
sinn garð fyrir að þeim skyldi gert
kleift að sinna kvikmyndinni, þessu
heillandi tjáningarformi, í þjónustu
ríkisins án þess að þurfa að kosta
neinu til. Menn urðu þess í stað
vitni að sérstæðu lítillæti og hóg-
værð hjá manni, sem mikið haði
reynt og mikið hafði mætt á. Það
kom m.a. fram í því að þrátt fyrir
mikinn áhuga á starfi kvikmynda-
gerðarmanna sjónvarpsins var hann
aldrei með afskiptasemi. Talaði
aldrei niður til manna eins og sá
sem allt vissi betur. Miklaðist aldrei
af eigin gjörðum. Hallmælti aldrei
mönnum. Tilsvörin ævinlega fáorð-
uð, meitluð og minnisstæð.
Undirritaður var einn þeirra sem
kynntist Óskari á þessum árum í
Sjónvarpinu og fékk fljótlega áhuga
á ævi þessa virðulega „séntil-
manns" og þætti hans í íslenskri
kvikmyndasögu. Það er athyglisvert
að gera sér grein fyrir því núna,
20 árum síðar, hve það var í raun-
inni merkilegt að vera samvistum
við Óskar á þessum árum við þess-
ar aðstæður. Á þessum árum var
fyrsta leikna kvikmynd Óskars,
Síðasti bærinn í dalnum, frumsýnd
í sjónvarpinu. Sjónvarpið hefur
síðan sýnt allar helstu kvikmyndir
hans.
Síðasti bærinn í dalnum var kvik-
mynduð sumarið 1949 ogfrumsýnd
í Austurbæjarbíói í mars veturinn
eftir. Hún var að vísu gerð við miklu
frumstæðari aðstæður og með ófull-
komnari tækjum heldur en nú
tíðkast en eftir sem áður hefur hún
lifað fram á okkar dag. Hvað veld-
ur? Ef til vill sú staðreynd að gæði
kvikmyndar ráðast umfram allt af
inntaki verksins og persónusköpun
en síður af tæknilegu útliti, í
Síðasta bænum í dalnum tókst að
festa á filmu veruleika íslenska
ævintýrisins og þjóðsögunnar.
Myndin endurspeglar draum þjóð-
arinnar áður en vélvæðingin hélt
innreið sína í íslenskt samfélag og
þjóðin eignaðist nýja drauma í formi
glæsivagna, einbýlishúsa og sólar-
landaferða. í þessari kvikmynd
renna saman í eitt þær fjölmörgu
frásagnir, sem mæður og ömmur
liðinna kynslóða sögðu börnunum
fyrir háttinn. í Síðasta bænum í
dalnum blasir við umhverfi og ljós-
lifandi persónur, sem eru að finna
í íslenskum ævintýrum og þjóðsög-
um: Dalurinn, sveitabærinn, dulúð-
ug fjöllin í kring, þar sem tröllin
búa, álfaklettar, álfheimar, álfar og
dvergar, töfrar, börn í sveit, bónd-
inn, sveitastörfin, amman. í huga
Óskars var Síðasti bærinn í dalnum
sígild mynd því í hvert skipti, sem
hann endursýndi hana á aldarfjórð-
ungs tímabili, varð húsfyllir og
myndin eins og ný fyrir þeim sem
þá yoru að vaxa úr grasi.
Oskar hefur alla tíð haft sérstakt
lag á að virkja fólk til samstarfs
við sig enda var valinn hópur ungs
fólks, sem starfaði með honum á
þessum árum, þar sem fram fóru
fremstir í flokki Þorleifur Þorleifs-
son, aðstoðarmaður og handritahöf-
undur Óskars, og Ævar Kvaran
leikstjóri.
Fyrstu kynni Óskars af kvik-
myndun urðu sumarið 1919, þegar
danska kvikmyndafélagið Nordisk
Film var að kvikmynda Sögu Borg-
arættarinnar hér á landi en þá kom
það í hlut Óskars, sem þá var í ljós-
myndanámi hjá Ólafi Magnússyni
ljósmyndara, að frámkalla prufur
vegna kvikmyndatökunnar. Á árun-
um 1920-21 stundaði Óskar fram-
haldsnám í ljósmyndun í Kaup-
mannahöfn hjá Peter Elfelt, sem
var virtur hirðljósmyndari og braut-
ryðjandi í danskri kvikmyndagerð.
Jafnhliða ljósmyndanáminu gafst
Óskari kostur á að fylgjast með
kvikmyndatökum í kvikmyndastofu
á Kirkjustræti 10 í félagi við Þor-
leif Þorleifsson eldri en var síðan
með ljósmyndastofu í Austurstræti
14, fyrst í félagi við Sigurhans
Vigni en lengst af einn. Á stríðsár-
unum réðst hann til framköllunar-
fyrirtækisins Týli, þar sem hann
hafði verkstjórn með höndum. Á
þessum árum tók Óskr talsvert af
kvikmyndum fyrir sjálfan sig en
þær glötuðust allar í eldsvoða.
Eftir að Óskar gerir kvikmynda-
gerð að aðalstarfi hefst ótrúlega
litríkur ferill, sem sýnir glöggt hvað
maðurinn hefur verið atorkusamur
og hve miklu hann gat komið í verk
en allar helstu kvikmyndir Óskars
litu dagsins ljós á fyrsta áratugnum
eftir lýðveldisstofnunina. Fyrsta
kvikmyndin, sem hann sýndi opin-
berlega, var Fréttakvikmynd um
lýðveldisstofnunina árið 1944. Eftir
að hafa unnið við kvikmyndatökur
í 3 daga og notað næturnar til þess
að framkalla fiimurnar, vakti hann
í 3 sólarhringa samfleytt við að
klippa myndina og undirbúa frum-
sýningu hennar aðeins þremur dög-
um eftir hátíðina. Á þessum árum
var enga opinbera fyrirgreiðslu að
hafa og því var öll áhætta á herðum
kvikmyndaframleiðandans. Fjár-
mögnunin byggðist á kvikmynda-
húsagestum og góðviljuðum mönn-
um, sem áttu til að skrifa upp á
víxla, þegar mikið lá við.
Nýr togari til Þorlákshafnar
Þorlákshöfn.
FJÖLMARGIR Þorlákshafn-
arbúar söfnuðust niður á
bryggju í blíðskaparveðri á
sunnudag en þá sigldi nýr og
glæsilegur 320 smálesta togari
inn í höfnina í Þorlákshöfn.
Hann ber nafnið Jóhann Gísla-
son ÁR 42 eins og einn báta
Glettings sem verður úreltur í
staðinn.
Þorleifur Björgvinsson fram-
kvæmdastjóri Glettings sem á
þetta glæsilega skip sagði að fyr-
irhugað væri að úrelda samnefnd-
an bát og þar fengi togarinn sam-
svarandi 800 tonna þorskígilda
kvóta en það vantaði meira sem
yrði að kaupa eða útvega á annan
hátt. Fyrir um fjórum árum þegar
samið var um smíði á þessu skipi,
sem kostar um 300 milljónir, var
allt útlit fyrir að kvótinn yrði auk-
inn um allt að tuttugu prósent en
þess í stað hefur hann verið skért-
ur um tuttugu prósent og það
munar um minna.
Skipstjóri á heimleiðinni var
einn reyndasti og fengsælasti
skipstjóri Glettings, Þorleifur Þor-
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Jóhann Gíslason ÁR 42 siglir inn til Þorlákshafnar.
leifsson, sem jafnframt er einn
af eigendum fyrirtækisins. Hann
sagði að skipið hefði reynst vel á'
leiðinni en h'tið reynt á sjóhæfni
því besta veður hefði verið allan
tímann. Þeir hefðu verið tæpa sex
daga  á  leiðinni  frá  Gedansk  í
Póllandi þar sem skipið er smíðað
og haft viðkomu í Danmörku.
JMS
Árið 1946 hófst kvikmyndun
yfirgripsmikillar heimildarmyndar
um Reykjavík; nærtækt viðfangs-
efni fyrir Óskar Gíslason, sem var
borinn og barnfæddur Reykvíking-
ur. Kvikmynd þessi, sem nefnist
Reykjavík vorra daga var frumsýnd
í tveimur hlutum, sá fyrri 1947 og
sá síðari 1948. Jafnframt gerð þess-
arar heimildarkyikmyndar tók
Óskar fréttamyndir af ýmsum at-
burðum og sýndi opinberlega. Hér
gefst ekki tóm til að nefnaallar
þær heimildarmyndir, sem Óskar
gerði á kvikmyndaferli sínum, en
ónefnd er enn sú heimildarmynd,
sem halda mun nafni hans lengst
á lofti, Björgunarafrekið við Látra-
bjarg, frumsýnd árið 1949. Björg-
unarafrekið yið Látrabjarg hefur
borið hróður Óskars Gíslasonar víða
um lönd. Kvikmyndin er einstök að
því leyti að í henni átti að sviðsetja
strand, sem orðið hafði árið á und-
an. En meðan á tökum stóð á öðrum
atriðum barst tilkynning um að tog-
ari hefði strandað á svipuðum slóð-
um og fyrirhugað var að sviðsetja
strandið á. Leikararnir voru allir
þeir sömu og tóku þátt í björgunar-
afrekinu árið á undan og því þaul-
vanir björgunarmenn, sem tafar-
laust fóru á vettvang. Uppistaða
myndarinnar er því raunverulega
björgun úr sjávarháska við hrika-
legar aðstæður. Það varpar ef til
vill ljósi á þá erfiðleika sem Óskar
átti við að glíma, að hann var orð-
inn svo loppinn á höndunum, meðan
á kvikmyndatöku strandsins stóð,
að hann varð að snúa vélinni við
til að vera viss um að tilfinninga-
laus fingurinn styddi á gangsetja-
rann framan á kvikmyndatökuvél-
inni.
Sumarið eftirhófust tökur fyrstu
leiknu myndar Óskars, sem eins og
áður segir var Síðasti bærinn í daln-
um. Hún var frumsýnd í mars 1950.
Árið 1951 frumsýndi Óskar
leikna gamanmynd í Marx-bræðra-
stíl um Bakkabræður, sem koma
úr sveitinni á traktor sínum til
Reykjavíkur. Með þessari kvikmynd
var sýnd aukamyndin Töfraflaskan.
Árið 1952 kom svo Ágirnd, ex-
pressíoniskur látbragðsleikur, sem
byggðist á verki og hugmyndum
ungrar leikkonu, Svölu Hannesdótt-
ur að nafni. Þessi mynd olli nokkru
fjaðrafoki og var bönnuð um tíma.
Með henni var sýnd aukamyndin
Alheims-íslandsmeistarinn, sem var
íþróttaskopmynd.
Árið 1953 var engin mynd frum-
sýnd en varðveist hefur kvikmynda-
handrit frá þessu ári, sem fyrirhug-
að var að gera mynd eftir og byggt
var á ævintýrinu um Hans og
Grétu. Fleiri handrit voru skrifuð,
sem ekki komust á framleiðslustig.
1954 leit svo Nýtt hlutverk dags-
ins ljós, sem var raunsæisleg kvik-
mynd um hversdagslegt lífsbar-
áttudrama hafnarverkamanns og
sjómannsfjölskyldu í Reykjavík á
stríðsárunum, þar sem hinar hættu-
legu Bretlandssiglingar togaranna
eru örlagavaldur sögunnar.
Þótt myndir þessar beri þess
merki að vera að ýmsu leyti tækni-
lega ófullkomnar eru þær heil-
steyptar á sinn hátt og hlaðnar
þeirri lífsorku, sem að baki gerð
þeirra bjó. Margt er heillandi í gerð
þeirra, svo sem margvísleg belli-
brögð myndavélarinnar og einlæg
tilfinning   bæði   fyrir   því   dram-
antíska og skoplega. Þegar hér var
komið sögu voru framundan stórir
draumar og áform um mikla útvíkk-
un kvikmyndastarfseminnar. Þetta
kom m.a. fram í stofnun fram-
leiðslufyrirtækisins íslenskar kvik-
myndir hf. og opnun kvikmyndavers
þess árið 1957. En fljótlega upp
úr því fékk kvikmyndaferill Óskars
Gíslasonar snöggan og óvæntan
endi af ástæðum sem ekki voru á
hans valdi en leiddu til þess að
hann stóð uppi slyppur og snauður.
Rétt um það leyti, sem Óskar lét
af störfum hjá Sjónvarpinu fyrir
aldurs sakir, 'kvaddi Sjónvarpið
þennan heiðursmann með því að
gera um hann heimildamynd. Ferli
hans hjá Sjónvarpinu lauk því fyrir
framan kvikmyndatökuvélina, en
þeirri hlið kvikmyndagerðarinnar
hafði hann ekki kynnst til þessa,
þá orðinn 74 ára að aldri. En Óskar
átti mikið verk fyrir höndum, þótt
árin færðust yfir. Sumarið 1976
efndi hann til yfirgripsmikillar ljós-
myndasýningar á Kjarvalsstöðum.
Og eftir að Kvikmyndasafnið tók
til starfa á íslandi vann hann við
að koma kvikmyndum sínum í
vörslu Kvikmyndasafns íslands og
hafði umsjón með afritun og endur-
gerð helstu mynda sinna í samvinnu
við safnið. Sérstaklega var eftir-
minnilegt að fylgjast með áhuga
hans og starfsorku við endurgerð
Lýðveldisstofnunarmyndarinnar,
sem var endurklippt og hljóðsett í
tilefni 40 ára afmælis stofnunar
lýðveldis á íslandi. Hinn 83 ára
gamli ofurhugi var vakinn og sofinn
yfir þessu verkefni og færðist allur
í aukana við að vera farinn að fást
við kvikmyndagerð á ný. Hann
mætti á hverjum degi í klippiher-
bergið og hafði meðferðist nesti
fyrir sig og klipparann, því vinnulot-
ur voru bæði langar og strangar.
Myndin var frumsýnd á kvikmynda-
tjaldi í hinni nýju gerð að viðstöddu
fjölmenni og endurupplifði Óskar
þá 40 árum síðar hinn gamla „frum-
sýningarskrekk" kvikmyndafram-
leiðandans.
Segja má að hann hafi fullkomn-
að viðskilnað sinn við ævistarfið,
þegar hann aðeins örfáum dögum
fyrir andlát sitt afhenti Reykjavík-
urborg allt Ijósmyndasafn sitt til
eignar og varðveislu. Það var hins
vegar unga kynslóðin, sem hann
mat svo mikils, sem ekki lauk við
sitt, sem var að gera ævisögu hans
skil á bók.
Óskar Gíslason var lifandi dæmi
um það, hve gefandi það er í lífinu
að kynslóðirnar blandi geði hvor við
aðra, ekki aðeins innan fjölskyldu-
veggja heldur einnig í vinahópi.
Gamalt fólk heldur sér ungu og lif-
andi með því að vera í samvistum
við ungt fólk og þeir sem ungir eru
finna fljótt hve uppbyggilegt það
getur verið að eignast vináttu gam-
als fólks. Margt bendir til þess að
sérhæfingarþjóðfélag nútímans
vinni gegn slíkum samskiptum kyn-
slóðanna. Við það missi litróf
mannlífsins ekki aðeins lit heldur
verður óþarflega fátækt.
Tryggð Óskars Gíslasonar við þá
ungu kynslóð, sem nú er að sýsla
við kvikmyndagerð, var sérstæð.
Meðan Óskari entist heilsa mætti
hann á fundi Félags kvikmynda-
gerðarmanna eins og sönnum heið-
ursfélaga sæmdi en þar hittust iðu-
lega margir fyrrverandi samstarfs-
menn frá uppeldisstöðinni í sjón-
varpinu. Óskar fylgdist vel með því
nýjasta sem var að gerast í kvik-
myndagerðinni enda var hann í
hópi fastra frumsýningargesta á
öllum íslensku myndunum, sem
framleiddar hafa verið eftir stofnun
Kvikmyndastjóðs. Hann hafði gam-
an af að spjalla um myndirnar og
var ævinlega jákvæður í þeirra
garð. Hann þótti einnig ómissandi
á öðrum samkomum sem kvik-
myndagerðarmenn efndu til. Sér-
staklega fannst honum gaman að
virða fyrir sér nýja aðstöðu til kvik-
mynda- og myndbandsgerðar.
Hann sagði eitt sinn við opnun
slíkrar aðstöðu, þá 85 ára að aldri,
að hann hefði verið fæddur þremur
áratugum of snemma. Til frumsýn-
ingar á nýju íslensku kvikmyndun-
um og hinna ýmsu samkoma gekk
hann ekki einsamall heldur var þá
einlægt í för með honum lífsföru-
-nautur hans síðustu þrjá áratugina,
I
4
í
í
i
4
I
I
4
4
4
4
H
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48