Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 10
Áslaug Agnarsdóttir bókasafnsfræðingur, Landsbókasafni íslands — Háskólabókasafni „Hún var bókasafnsfræðingur en hann vefariu Bókasöfn og bókaverðir í bókmenntum Skömmu fyrir jól þegar flutningar úr Háskólabókasafni stóðu sem hæst var ég að taka til í lagerherbergi safnsins og rakst þá á stafla af nýútkomnum þýddum reyfurum. Ég rak augun í nokkuð nýstárlegan titil: Bókasafnslöggan (The Library Policeman). Bókin er eftir frægan metsöluhöfund, Stephen King. Ég las á kápuna: Þegar Sam Peebles tekur að halda ræðu á klúbbfundi í heimabæ sínum grunar hann síst hvaða atburðarás það hrindir af stað. Til þess að skreyta ræðu sína fer hann á bókasafnið og fær iéðar bækur með frægum tilvitn- unum en þegar hann týnir bókunum og BÓKASAFNSLÖGGAN fer á stúfana breytist grá og hversdagsleg tilvera í þungamiðju atburða þar sem teflt er upp á líf og dauða. (1994) Ekki er þetta hefðbundin lýsing á bókaverði, hugsaði ég og greip bókina með mér, enda með þessa grein í smíðum. Reyfarahöfundurinn Steph- en King lætur hrollvekju sína gerast að miklu leyti á bókasafni, safni sem er væg- ast sagt óhugnanlegur staður þar sem hrollurinn byrjar um leið og söguhetjan stígur inn fyrir dyrnar. Venjulegar umgengnisreglur bókasafna eru látnar hljóma sem ógn- vekjandi skipanir: Þögn! Skilið öllum tímaritum á sinn stað! Nýjar bækur að- eins lánaðar út í sjö daga í senn! (Bókasafnslöggan, s. 14-15). Bókasafnslöggan sjálf er skuggaleg persóna sem sækir söguhetjuna heim og ógnar henni með hnífi (Bókasafnslöggan, s. 84-88) og bóka- vörðurinn reynist vera dulbúin ófreskja. Fyrir mörgum árum rakst ég á grein í tímariti, að mig minnir amerísku, þar sem fjallað var um bókasöfn og bóka- verði í verkum þarlendra skáldsagnahöfunda. Ég man að mér þótti greinin skemmtileg. Efni hennar er þó að mestu gleymt. Samt hefur í öll þessi ár blundað með mér sú hugmynd að kanna hvernig íslenskir höfundar fjalla um bókasöfn og starfsfólk þeirra, ekki síst þar sem áhugi á bókum er sagður ó- venjumikill hérlendis, þjóðin beinlínis kennd við bækur og hér eru reyndar gefnar út fleiri bækur miðað við íbúatölu en í flestum öðrum löndum. Islendingar hafa áhuga á bókum. Enginn efast um það. Þeir lesa mikið, sér í iagi kringum jólin þegar bóksala er í há- marki. Utlánatölur almenningsbókasafna sýna þó að drjúgt er lesið allan ársins hring. Sem sagt, þjóðin bæði kaupir bæk- ur og fær þær lánaðar. Auk þess hafa óvenjumargir íslenskir rithöfundar, og ekki síst ljóðskáld, gegnt bókavarðarstörfum. Þeirra á meðal eru Davíð Stefánsson, Magnús Asgeirsson, Stefán Júlíusson, Guðmundur Böðvarsson, Guðmundur Guðmundsson skólaskáld, Hannes Sigfússon, Þorsteinn frá Hamri, Jónas E. Svafár, Jón Björnsson, Jón úr Vör, Snorri Hjartarson, Fríða Á. Sigurðardóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Agnar Þórðarson, svo aðeins fáeinir af eldri kynslóðinni séu nefndir. En hvernig endurspeglast veröld bókasafnanna í bókmenntum okkar? Hvernig manneskja er bókavörðurinn í hugum íslenskra rithöfunda? Hvernig er honum lýst í ís- lenskum bókmenntum? Um skeið hef ég reynt að skrifa hjá mér það sem ég hef rek- ist á um bókasöfn í íslenskum bókum, samstarfsmenn mínir á Háskólabókasafni, vinir og kunningjar, fjölskyldan og jafnvel nemendur í bókasafnsfræði voru virkjaðir í þessa leit. En þrátt fyrir það að ýmsir voru að gauka að mér köflum og málsgrein- um þar sem minnst er á bókasöfn var afraksturinn lengi vel heldur rýr og á minnisblöðum mínum voru mun fleiri þýdd- ar bækur en bækur eftir íslenska höfunda. Eldri rithöfundar segja endrum og eins frá lestrarfélögum og bókasöfnum í end- urminningum sínum en ég varð að horfast í augu við það að söguhetjur íslenskra skáldsagna fara ekki ýkja mildð á bóka- söfn. Undanfarin tíu til fimmtán ár hafa þó komið út nokkr- ar skáldsögur þar sem bókasöfn koma við sögu. Ef til vill á þetta sér sínar eðlilegu skýringar. Saga bókasafna á Islandi er oftast talin hefjast með stofnun Hins íslenska bókasafns- og Iestrarfélags á Suðurlandi árið 1790 (Ásgerður, 1982) I kjölfarið voru stofnuð fleiri lestrarfélög um allt land á 19. öld. En árgjaldið var yfirleitt hátt og bækurnar flestar á er- lendum málum og því voru þau fyrst og fremst notuð af máls- metandi mönnum í sveitinni. I bókafélaginu Ófeigur á Skörð- um, sem Benedikt á Auðnum stofnaði ásamt fleirum árið 1889, voru t.d. samtals 48 menn félagar meðan það var og hét, og skiptust þeir svo eftir starfsstéttum: bændur 35, emb- ættismenn 11 og verslunarmenn 2 (Sveinn Skorri, 1993, s. 461-462). Svipaða sögu má segja um fyrstu notendur Lands- bókasafns Islands, sem stofnað var árið 1818, og amtsbóka- safnanna fjögurra, sem voru stofnuð seinna á öldinni. í Flatey var stofnað bókasafn ætlað almenningi árið 1833 og þar kost- aði ekkert að fá lánaðar bækur. Þetta safn varð síðan fyrir- myndin að endurgjaldslausum útlánum hjá fleiri lestrarfélög- um og gat alþýðufólk nú nýtt sér bókakostinn, sérstaklega eft- ir að íslenskum bókum fjölgaði í söfnunum. í byrjun þessarar aldar voru síðan stofnuð sýslubókasöfn í flestum sýslum lands- ins, Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur opnaði lessal árið 1911 og Aiþýðubókasafn Reykjavíkur (nú Borgarbókasafn) tók til starfa árið 1923. Lestrarfélög eða útlánabókasöfn voru því þekkt fyrirbæri hérlendis, ekki aðeins á þessari öld heldur einnig mestalla 19. öldina. Samt var notendahópurinn ekki 10 Bókasafnið 19. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.