Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Pressan

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Pressan

						Fimmtudagur 2. febrúar 1989
ÐHEYMOI
SVARTAR
Af flestum íbúum jarðarinnar yrði sá maður álitinn
meiriháttar skrýtinn sem arkaði af stað með þá hug-
mynd að spila golf að nóttu til — með svörtum kúlum.
En þetta var einmitt draumur manns sem nú er að ræt-
ast, manns sem í aldarþriðjung starfaði að því að kynna
Island á Bretlandi og er enn að, nú á eigin vegum. Mað-
urinn er Jóhann F. Sigurðsson, umdæmisstjóri Flugfé-
lagsins og Flugleiða í London 1953—1987, mrikill
ættjarðarvinur þrátt fyrir fjóra áratugi erlendis og ein-
arður golfaðdáandi.
TEXTI OG MYNDIR: FRIORIK ÞÓR GUÐMUNDSSON
Jóhann Friðfinnur Sigurðsson er
fædduríKeflavík 18. júlí 1925. Fað-
ir hans var Sigurður Bjarnason
meðhjálpari, sem dó 1929, en móð-
ir hans var Guðrún Bjarnadóttir frá
Litla-Vatnsnesi. Hann kvæntist
1956 Dorothy Sigurðsson og eiga
þau þrjú uppkomin börn, Önnu,
Róbert Bjarna og Edward Thor,
auk þess sem Jóhann átti son fyrir,
Alfreð Jóhannsson. Æskuminning-
ar Jóhanns frá árunum í Keflavík
eru í senn ljúfar og sárar.
Fórnarlamb Keflavikur-
brunans 1953________^
„Þegar ég var 10 ára lenti ég í
Keflavíkurbrunanum mikla. Brun-
inn var mjög mikið áfall fyrir bæj-
arfélagið. Mig minnir að 9 manns
hafi brunnið til bana og sum okkar
voru lengi í meðferð vegna bruna-
sára. Ég var kannski hvað óheppn-
astur, því eftir 2 ár á Landakoti var
mér leyft að fara heim en sárin tóku
sig upp aftur og ég var settur á
Landspítalann, þar sem ég var í
önnur 2 og hálft ár. Ég var því lang-
an tíma á spítala og var má segja al-
inn upp af hjúkrunarfólki, því þetta
eru mikil mótunarár. Þetta var mik-
il lífsreynsla, en ég álít að hún hafi
út af fyrir sig orðið mér til góðs síð-
ar meir — ég kynntist mörgu fólki
mjög náið undir þessum kringum-
stæðum og það var mjög lær-
dómsríkt.
Að öðru leyti var lífið í Keflavík
ánægjulegt fyrir okkur börnin og
unglingana á þessum tíma. Ég
minnist þá sérstaklega skátastarfs-
ins hjá Heiðarbúum undir for-
mennsku Helga S. Jónssonar, sem
var dásamlegur maður að kynnast,
og við nutum íslenskrar náttúru —
fórum svo að segja hverja helgi í
útilegu og gengum mikið. Sú
reynsla sem ég fékk í gegnum skáta-
starfið á áreiðanlega mikinn þátt í
því hvað ég hef haft mikla ánægju
af að vinna að íslenskum ferðamál-
um. Snertingin við náttúruna er
það sterkasta sem þú finnur fyrir."
Jóhann var sendill og almennur
starfsmaður hjá kaupfélaginu í
Keflavík 1939—1940, en tók siðar
verslunarpróf frá Samvinnuskólan-
um eftir nám 1944—1946. „Aldrei
varð ég framsóknarmaður þótt einn
kennara minna væri Jónas frá
Hriflu. Þetta var í tíð Ólafs Thors
og Keflvíkingar voru upp til hópa
sjálfstæðismenn!" 22ja ára stund-
aði Jóhann framhaldsnám í hag-
fræði, verslunarfræðum og ensku í
Pressan heimsæk-
ir Jóhann F.
Sigurðsson, um-
dæmisstjóra Flug-
leiða í London í
34 ár.
Jóhann F. Sigurðsson i
garðinum heima við.
Hann hætti hjá Flugleið-
um 1S87: ,,Siðan hef ég
ferðast mikið og spilað
golf talsvert — leikið
mér að því sem ég hef
mest gaman af og gert
ýmislegt heima fyrir
sem         mætt         hafði
afgangi."
Stanford Hall í Leicestershire,
ásamt Halldóri Snorrasyni^í Aðal-
bílasölunni og um 100 öðrum nem-
endum frá öllum heimslöndum.
Sendisveinninn og_______
forstjórinn sá sami______
„Eftir það ætlaði ég mér heim til
íslands, en mér fannst ég þurfa að
fá meiri reynslu, var blankur og
heima var verðbólgan að byrja fyrir
alvöru og talað um að blaðran væri
að springa. Ég hóf því starf hjá
ensku fyrirtæki í fataviðskiptum
frá því skólanum lauk 1949, ætlaði
mér síðar meir að fara heim og
byrja í verslun og viðskiptum og
hafði sérstaklega í huga karl-
mannafatnað."
Þetta voru erfið uppbyggingarár
í sögu Bretlands. „Það sáust hér
enn ýmis merki stríðsáranna. Þegar.
ég kom var ennþá matarskömmtunk'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28