Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Sunnudagur 18. mars 1979
19
Oþokki er maður sem
slær bláklukkur með
ljá
Tvö ár eru liöin siðan sænski
rithöfundurinn Harry Martin-
son lést. Vinur Martinssons,
stærðfræðingurinn Tord Hall, er
nú, aö ósk hans, aö athuga allt
það ritað mal, sem Martinson
lét eftir sig. Eru þetta þykkir
bunkar af alls konar skrifum,
nýtt og gamalt, skáldskapur og
ritgcröir um náttúrufræði. Siö-
ustu ár ævinnar var Martinson
bitur vegna þeirrar neikvæðu
gagnrýni, sem hann varð fyrir,
er honum, ásamt Ey vind Johns-
son voru veittNóbelsverðlaunin.
Tord Hall lýsu' fyrir skömmu i
Svenska Dagbladet, starfinu,
sem hann hefði með höndum við
úrvinnslu á plöggum Harry
Martinsson.
Þarna er skáldskapur, upphaf
kvæðis á einu blaði, en niður-
lagið á öðru, og er oft erfitt að
finna út hvað á saman og hvað
ekki. Hall er þó orðinnæfður i aö
pekkja frá hvaða timabili rit-
hönd Martinssons er. A yngri
árum notaði hann alltaf svart
blek, en fór siðar að nota blátt.
Oft hripaði hann hugdettur og
hugmyndir aö ljoðum á þá
pappirsmiða, sem við höndina
voru. Frimerki á bréfum, sem
hann notaði i þessum tilgangi,
segja oft til um hvenær hug-
myndin var fest & blað. í þess-
um pappirum er eitthvað frá
öllum   æviskeiðum  skáldsins.
Skrif Martinsson um náttúru-
fræöi vekja sérstakan áhuga
Tord Hall. Þeir hittust eftir að
Hall hafði skrifað um nokkur
atriði í ljóðabók Martinsson,
sem út kom 1953. Martinson
hreifst af útleggingum stærð-
fræðingsins og þeir uröu vinir.
Þeir ræddu saman um siðustu
uppgötvanir náttUruvisindanna,
og vandamálin um atóm og
geimvisindi. Hall segir, að
Martinson hafi verið gilurlega
viðlesinn, en hann hafi skort þá
undirstööu, sem nauðsynleg var
til að geta fylgst með flóknustu
viðfangsefnum kjarnorku-
visinda og geimvisinda.
Hall segir: — En ekki er hægi
að krefjast þess af leikmanni,
aö hann skilji það, sem aðeins
örfáir visindamenn bera skyn á.
En hann er frumkvöðull i skáld-
skap vegna þess, aö hann varð
fyrstur til aö lýsa stöðu manns-
ins i ljósi náttúruvisindanna. 1
þvi er mikilleiki hans fólginn.
Sagt frá rithöfundinum og
náttúrufræðingnum
Harry Martinson
Hann kveðst eitt sinn hafa
spurt Martinson hvort hann
hefði langað til að verða
stjörnufræðingur.
—  Nei, svaraði Martinson. —
Ég vildi verða skald.
1 handritabunkum Martins-
sons er að finna margar greinar
um náttúrufræði.flestar ritaðar
fyrir mörgum árum. Þar er oft
fjallað um eðli hlutanna. Hann
ræddi oft um þetta við Hall, og
varð ekki uppnæmur þo að skoð-
anir hans væru gagnrýndar.
Þarna eru smásögur um
náttúruvisindaleg efni, sem eru
nánast eins konar ljóð i lausu
máli. Þar segir frá litrófinu, og
sagt er frá þvi hvernig llf iö litur
út I kjarna öreindanna. Þar er
lika sagt frá atburöum úti I
geimnum. Þarna eru Hka hug-
myndir, sem Martinson setti á
blað um svipað leyti og hann
vann að skáldverkinu Aniara
(þar sem fjallað er um
geimför). Martinson ætlaði
sjalf ur að ganga frá ýmsu af þvi
efni, sem Hall vinnur nú að, en
hætti við það. Siðustu æviárin
glataði hann sköpunargleðinni.
Honum féll sú fjandsamlega
gagnrýni, sem hann varð fyrir,
er hann fékkNöbelsverölaunin,
ákaflega illa. Þar við bættist, að
hann var líkamlega sjúkur. 1973
var hann skorinn upp við
gallsteinum, oghann hafði verið
með biluð lungu frá þvi hann
stundaði sjómennsku á yngri
árum.
Tord Hall segir, að þaö hafi
verið hörmulegt að verða vitni
að reiðiköstum Martinssons, er
hann jós sér yfir gagnrýnendur
sina. — Hann var venjulega svo
vingjarnlegur og um-
burðarlyndur, en æsti sig svo
allt I einu upp og jós úr skálum
reiði sinnar. Þetta var
mannlegur veikleiki. Hann gat
ekki með nokkru móti fundið til
yfirburða sinna gagnvart
óréttmætri gagnrýni. Eyvind
Johnsson féll gagnrýnin illa, en
hann hóf sig yfir það.
— Ég sagði við Martinson, að
50. sýning á
leikriti
Jökuls
á sunnudagskvöld
Um 25 þúsund manns hafa nú
séð leikrit Jökuls Jakobssonar
SONUR SKÓARANS OG ÐÓTT-
IR BAKARANS, sem sýnt hefur
verið i Þjóðleikhúsinu
vetur við mikla aðsókn.
i  allan
Sigurður Sigurjónsson og Edda
Björgvinsdóttir i hlutverkum
sinitm I Syni skóarans.
Fimmtugasta sýning verksins
verður á sunnudagskvöldog eru
þá aðeins fáar sýningar eftir.
Leikritið er viðamikíð og að
margra mati eitt besta verk
höfundar. Leikstjóri sýningar-
innar er Helgi Skúlason. Þær
breytingar hafa orðið á hlut-
verkaskipan að Sigurður
Sigurjónsson hefur nú tekið við
hlutverki óla, sem hann reynd-
ar lék á forsýningum verksins I
fyrravor, en meðal annarra
leikenda eru Þóra Friðriksdótt-
ir, Rúrik Haraldsson, Krist-
björg Kjeld, Arnar Jónsson,
Kristin Bjarnadóttir, Erlingur
Gislason, Róbert Arnfinnsson,
Bryndís Pétursdóttir og Edda
Björgvinsdóttir.
eikin sMpti sér ekki af þvi þótt
hundur pissaði á hana. En hann
lét sér ekki segjast.
Siðasta áhugamál hans og
gleðigjafivargarðvinnan. Hann
ræktaði og hlúði að grrfðrinum,
sló grasblettinn, — en aldrei
blóm. Einu sinni spurði hann
mig hvort ég gæti skilgreint
hugtakið óþokki. Éghafði enga
skilgreiningu tiltæka. Þá sagði
hann: Óþokki er maður sem
slær bláklukkur með ljá.
Landsmenn athugið
Borgarbilasalan hefur aukið þjónustuna.
Höfum opnað bilaleigu, undir nafninu
Bílaleigan Vík s.f.
Erum með árg. 1979 af Lada Topas 1600 og Lada Sport 4x4.
Verið velkomin að Grensásvegi 11.
Borgarbílasalan s.f.
Bílaleigan Vík s.f.
Grensásvegi 11, simar 83085 — 83150 eftir lokun 37688 — 22434.
Opið alla daga 9-7 nema sunnudaga 1-4.

LÆRIÐ ENSKU I ENGLANDI
12 skólar í Bournemouth, Poole, Wimborne og Blandford í Suður Englandi og í
London.
Skólar fyrir alla unga sem gamla, byrjendur sem aöra. Barnaskólar og unglinga-
skólar á sumrin, einnig fyrir f jölskyldur i sumarleyfi.
Lágmarksdvöl 3 vikur. Skólarnir starfa allt árið.
Dvalist á enskum heimilum, heimavist eöa hótelum eftir vali.
Einkaumboö á Islandi:
€SÞ
Ferdaskritstota
KJARTANS
HELGASONAR
Skólavörðustíg 13A Reykiavik sim 29211
ANGLO-CONTINENTAL EDUCATIONAL GROUP
Fullkomnasta kennslutækni, kennslutæki
og kennslubækur sem völ er á í Englandi
í dag. Aostaða til alls kyns íþróttaiökana
og útileikja, skemmtanir, feröalðg o.fl.
Kennd er enska meðal Englendinga,
lifað lífi þeirra og kynnst sögu, menn-
ingu og þjóðlífi.
ótrúlegur árangur á skömmum tíma.
Fáið bæklinga hjá okkur.
Sérstakar hópferðir: 3.    og 24. júní, 15.
júli/ 5. og 26. ágúst og  16. september.
islenskir enskukennarar með hverjum
hópi ef næg þátttaka fæst.
Verð um kr. 200.000/-.   Innifalið  fæói,
f lug, gisting, skoðunarferð og kennsla.
Pantið snemma.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32