Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 10

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 10
10 A U Ð L I N D A M Á L „Fáir fiskistofnar í heiminum eru jafn mikið rannsakaðir og íslenski þorskstofninn en engu að síður er óvissa um margar breytur sem hafa áhrif á hversu mikið má sækja í stofninn. Mitt mat er að það sé í skynsamlegast að taka ákvarðanir um sókn með lang- tímasjónarmið að leiðarljósi og byggja þær á bestu vitn- eskju sem við höfum hverju sinni. Allar vísbendingar núna eru jákvæðar en við höfum fyrr séð líkt ástand. Það varð þá tilefni aukinna veiða en í kjölfarið fylgdi bakslag í stofninum. Ég er alveg sann- færður um að með aflareglu og þróun á fyrirkomulagi fisk- veiða á undanförnum árum höfum við fikrað okkur inn á réttari braut, horft út frá lang- tímahagsmunum,“ segir Daði Már Kristófersson, dósent í auðlindahagfræði við Háskóla Íslands. Aflareglan skynsamleg „Ég tel að okkar aflaregla í þorski sé einhver sú skyn- samlegasta í heiminum í dag, það er segja að takmarka fisk- veiðidánartíðni fremur en að setja markmið um stofnstærð. Hún viðurkennir blátt áfram að við vitum ekki allt um- þorskstofninn. Byggir þó á bestu upplýsingum sem við höfum, þ.e. mælingum á þeim hluta stofnsins sem er mælanlegur, þriggja ára fiski og þaðan af eldri, ekki getgát- um um framtíðarstofnstærðir.“ segir Daði Már og vísar til þeirrar aflareglu sem fylgt hefur verið frá árinu 2006. „Frá því fyrsta aflareglu- nefndin skilaði af sér árið 1994 voru menn með alls kyns afsakanir fyrir því að fylgja ekki tillögunum nefnd- arinnar um aflareglu, en kenndu síðan reglunni um að ekki fór betur. Það er auðvi- tað sérkennilegt að krefjast einhvers af reglu sem aldrei var í raun beitt. Fiskveiðidán- arstuðullinn hefur verið hár og yfir þeim mörkum sem stofninn þolir. Slíkt hefur gengið mjög nærri stofninum og það sást best þegar skorið var niður í veiðinni á miðjum tíunda áratugnum. Þá vorum „Ég er sannfærður um að með aflareglu og þróun á fyrirkomulagi fiskveiða á undanförnum árum höfum við fikrað okkur inn á réttari braut, horft út frá langtímahagsmunum,“ segir Daði Már Kristófersson, dósent í auðlindahagfræði við Háskóla Íslands. Mynd: LalliSig Atvinnupólitík, byggða- stefnu og auðlindamálum á ekki að blanda saman – segir Daði Már Kristófersson, dósent í auðlindahagfræði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.