Tíminn - 24.12.1958, Síða 3
★ JQLABLAÐ TÍMAN5 195B ★
3
með tilliti til þess, hvort vináttan
er endurgoldin.
Sumum kynni aö koma til hugar,
hvort hér gæti ekki verið um að
ræöa skjall, sem ætti aö mýkja
reiöi hins volduga manns og milda
skap hans. Það er til i fornum
skjölum nóg af bænarskrám til kon
unga og höföingja, þar sem bréf-
ritarinn annaö hvort af kurteisi
eöa smjaöri heldur stóroröa lof-
ræöu um vald og ágæti viötakand-
ans. En þeim, sem les Fílemoirs-
bréfiö og hefir allar ástæður í huga,
getur ekkert slíkt komið til hugar
í alvru. Til þess er allur stíll bréfs-
ins of persónulegur og innilegur.
Og heföi Páll haft nokkuö slíkt í
huga, er ósennilegt, að hann hefði
byrjað' surna kafla bréfsins svo
óskynsamlega aö fara einmitt aö
skirskota til síns eigin valds og
myndugleika, sem hann þó ekki vill
hagnýta sér í þessu máli.
Fer bónarveginn
í stað þess að néyta hins postul-
lega valds, sem hann seglst annars
geta beitt af fullri djörfung, enda
þótt -hann sé fangi í f jarlægu iandi,
kýs hann að fara bónarvegiun, og
meö þvi flytur hann málið yfir á
allt annan vettvang, — eða annaö
plan ,ef ég má nota slíkt orð.
Hann segir:
j „Því er þaö, aö þótt ég gæti meö
fullri djörfung vegna samfélagsins
viö Krist, boöið þér að gera það,
. sem skylt er, þá fer ég þó helclur
bónarveg vegna kærleika þíns, þar
sem ég er eins og ég er, hann Páll
gamli, og nú líka bandingi Krists
Jesú. Ég bið þig þá fyrir barnið
mitt, sem ég hefi getið í fjötrum
mínum, hann ónesimus, sem áður
var þér óþarfur, en nú er þarfur,
bæöi mér og þér. Sendi ég hann nú
samt til þín aftur, og er hann þó
. sem hjartað í brjósti mér“.
i_ Oríaleikur
Menn eru haria óvanir þeirri
. hugsun, að til sé kýmni eða gietni
í Nyja-testamentinu, og þó mun
i hana vera þar að finna á fleíri
stöðum en vænta mættí. Og víst er
. um það, að bréfið til Fiiemons verö
. ur ekki skýrt né skiiið, nema af
. þeim, sem hefir tilfinningu fyrir
hnittnum oröaleikjum, sem laða
. brosið eins og ósjálírátt fram á
. varirnar, Það er eins og Páll segi
. við Filomon: „Ég gæti talað við
þig með postullegum myndugleik,
en nú skalt þú ekki hugsa um mig
t sem postula. Sá, sem við þig talar,
. er hann Páll gamli, sem þú þekkir
t svo vel írá'fyrri tíð, og nú orðirm
í bandingi Krists Jesú, — þ.s.a.s.
. bundinn maður í bókstafiegum
, skilningi, en einnig bundinn af
vilja Krists Jesú“. Hinir köldu járn-
, fjötrar keisarans minna Pál eins
. og ósjálfrátt á, að það er til annar
, höfðingi, sem hefir lagt á hann
, fjötra sína, og vér finnum bjarrn-
ann af gleði Páls yfir því, að vera
i þeim fjötrum. Og í þessum tvenn-
, um fjötrum hefir hann eignast
barn, hann Ónesímus, og bendir
, það til þess, aö Ónesmíus hafi öðl-
, ast endurfæðingu til kristinnar
, trúar fyrir áhrif Páls og ef til vill
, tekið skirn af honum. Þegar Páll
nefnir nafn þessa ástfólgna bams
, síns, kemur honum í hug', hvað
þetta nafn merkir. Ónesímus þýðir
, þarfur, gagnlegur, enda mun það
hafa verið nokkúð algengt nafn á
þrælum í Grikklandi. Og Páli verð-
,. ur hugsað til þess, að hinn ungi
, þræll hafði verið allt annað en
þarfur húsbónda sínum, svo aö
hamx minnir hann á, að nú sé
breytt um, því að reynsla sín sé
sú, að Ónesímus hafi verið sér
svo þarfur, að hann elski hann
; hjartað í brjósti sér.
Létt gaman og sár alvara
Það er unclravert, eins og á stend
ur, hve létt Páll tekur á hlutunum.
Hann svo að segja hendir gaman
að persónu sjálfs sin, aldri sínum
og postulavaldi. Það er svo sem
ekki af miklu að státa, eða mikil
ástæða til þess, að Fílemon taki það
alvarlega, þótt þessi gamli bantl-
ingi beri fyrir brjósti strokuþræl,
sem ekki hafði þá heldur reynzt
sem þarfastur. — En samfara hin-
um léttu tónum kýmninnar kveða
við hinir þungu tónar sárrar al-
vöru, djúprar viðkvæmni, angur-
værðar og trega. Páll hugsar iil
þess meö söknuði, að hann missi
frá sér vin, sem hafi reynst honum
trúr og þarfur. En honum er allt
amiað en glens í huga undirniðri.
Næstu setningarnar sýna, hvers
vegna hann getur ekki haldið vini
sínum hjá sér.
„Feginn vildi ég hafa haldig hon
um hjá mér, til þess aö hann
í þinn stað veitti mér þjónustu í
fjötrnm minum vegna fagnaðar-
erindisins .En án þíns samþykks
vildi ég ekkert gjöra, til þess að
velgjörningur . þínn skyldi ekki
koma eins og nauðung, heldur af
fúsum vilja“.
Ekki al nauðung,
heídur af kærleika
Auðvitað var Páli innan handar
að halda Ónesímusi kyrruni lijá
sér, þvi að ólíklegt hefði verið, að
Fílemon hefði fariö aö láta hand-
taka hann í þjónustu postulans. Og
flestir hefðu í sporurn Páls látið
sér nægja að skrifa Fílemoni fyrst,
og láta Ónesímus eiga sem minnst
á hættu, þangað til svar væri kom-
ið. En hefði þessi leið verð farin,
hlaut slik varúð af Páls hendi að
byggjast á tortryggni í garð Fíle-
mons, og jafnvel þótt Fílemon hafði
gefið eftir, og látið kyrrt liggja,
mátti brégða Páli um það, að hann
heföi sjálfur reynt að hafa ráðin
i hendi sér og beita nauðung. í þess
stað hugsaði Páll þannig, að hér
skyldi ekkert gilda, — og ekkert
vald annaö koma til gi-eina, en
hinn kristilegi kœrleikur einn. Ef
Páll afsalaði sér hinu postullega
valdboði, þá skyldi hann líka af-
sala sér þeirri aðstöðu, sem hann
hafði til að beita nauðung.
Þetta. tiltæki er svo djarft, að
lesanda, sem þekkir til aldarandans
og laganna í Rómaveldi á þessum
tímum, hlýtur að sundla við til-
hugsunina. Hér var teflt á tæpasta
vaö, og málið sett yfir á allt annan
grundvöll en hinn lagalega, eins
og ég áðan gat um. Það verður
Ijóst af framhaldí málsgreinarinn
ar, sem svo hljóðar:
„Því að vísast hefir hann þess
vegna orðið viðskila við þig um
stundarsakir, að þú síðan skyldir
fá'að halda honum eilíflega. Ekki
lengur eins og þræli, heldur þræli
fremri, eins og elskuðum bróður,
mjög kærum mér, en hve miklu
fremur þ óþér, bæði sem manni
og kristnum (eöa eins og einuig
mætti oröa þaö — í holdinu og i
Kristi). Ef þú telur mig félaga
þinn, þá tak þú á rnóti honum,
eins og þaö væri ég sjálfur. En
hafi hann eitthvað gert á hluta
þinn, eða sé hann í skuld við þig,
þá fær þú mér það til reiknings.
Ég, Páll, rita með eigin hendi: Eg
mun gjalda, — að ég ekki nefni
viö þig, að þú ert í skuld við mig
um sjálfan þig. — Já, bróðir, unn
mér gagns af bér vegna Drottins,
endurnær hjarta mitt sakir Krists“.
„Eins og þaí væri
ég siálfur“
Þarna er máliö tekið fyrir á hin-
um nýja grundvelli. Það er ekkí
strokuþræll, undirgefinn róm-
Göngum vi8 i krmgum . . ,
verskri löggjöf, sem Páll er aS
senda með bréf til Filemons í
Kolossu. Það er bróöir Filemons og
staðgengill sjálfs postulans. Það
sama, sem mundi koma fram viS
Pál, ef hann væri á ferð í Kolossu,
á nú aö koma fram við þennan
bróður. Páll gerir ráð fyrir, aS
þrællinn kunni að vera í skuld viS
húsbónda sinn, — hreint ekki ó-
mgulegt, að hann hafi stolið ein-
hverju frá honum, þegar hann
hvarf á brott, þó aö fínt sé fariS
í sakirnar. En það eru fleiri skuld-
ugir en Ónesímus. Hvernig er því
farið með Filemon sjálfan? Er
hann ekki í skuld? Hverjum er það
að þakka, að hann er oröinn þaö,
sem hann er? Er ekki hugsanlegt,
að jafnvel grískur efnamaður og
góður borgari í Kólossu haxi ein-
hvern tírna staðið frammi fyrir
herra sinum líkt staddur og aumui’
strokuþræll, sem einskis þarfnaöist
fremur en frelsis? Og hvílík var þá
skuld hans viö postulann, sem &
sínum tírna hafði boðað honuœ
fagnaöarerindi kærleikans, sátt við
Guö, og elsku til mannanna? Og
nú er þaö sá sami postuli, sem
býðst til aö borga reikninginn fyrir
Ónesímus, ef hann verði l.rafinn
um eitthvert lítilræöi, tekiö í heim-
ildarleysi. Bréfritarinn lætur við-
takanda sjálfan eftir aö draga sín-
ar ályktanir. Niöurstaðan er ofur
blátt áfram þessi, að bæði hús-
bóndinn og þrællinn standa ná-
kvæmlega í sams konar sporum
gagnvart postulanum. Og lok;
bregöur Páll enn einu sinni yfir í
einskonar orðaleik: „Unn mér
gagns af þér vegna Di’ottins“, segir
hann. Gríska sögnin, sem þarna er
notuö, er oninemi, að hafa gagn af.
Hún er af sama stofni og nafn
Onesímusar. Það er eins og Páll
vilji segja: Já, bróðir, vertu mér
nú sjálfur sannur Onesímus, —<
reynztu mér nú eins og Ónesímus