Alþýðublaðið - 24.12.1945, Page 47
Jólablað Alþýðublaðsins
»n——n
»nn—bb«
47
stöðu'gt brimrót, — hversu gott sem veðrið kann að
vera.
Skip franna bar að hálendri eyju. Helgisagan
nefnir ekki, hvar írarnir gengu á land. En á norður-
strönd Selju er staður, sem nú heitir Hællmiarvika,
— í gö.mlum skjölum Heilagramannavík. Það er lítil
.vík sem sjórinn gengur inn í aðeins við flóð. Ekki
er ólíklegt, að einmi.tt þarna hafi Sunneva valið sér
landgöngustað.
Helgisagnir um St. Brandanus og hinar æfintýra-
legu sjóferðir hans, — sem skráðar eru á norsku,
einhvern tíma á þrettándu öld, — segja frá eyjum
einhvers staðar úti í hafi, þar sem St. Brandan O'g
fylgdarlið hans hitti hunda, er stigiið var á land, sem
vísuðu þeim leið til móttökuhallar einnar, þar sem
biðu tilreidd borð með matföngum. Síðan kom St.
Brandan til evja, þar sem trén virtust hvít, sokum
þess, að á greinum þeirra sat rnergð hvítra fugla,
sem allir voru himneskir sendiboðar. Ekki var Selja
jafn aðlaðandi eyja sem þessar, en á þessum tíima
var hún ekki eins igróðurrýr og hún er nú. Þar hefur
áður verið fagur skógur, nóg af fersku vatni, fiskur
í sjónum umhverfis og mergð fugla við ströndina.
Hinir írsku einbúar, sem' snemma á miðöldum tóku
sér ból á ýmisurn eyjuim, hvarvetna um Atlantshaf,
allt norður til Færeyja og íslands, höfðu víða við
krappari kjör að búa en þau í Selju. Á vesturströnd
Selju, þar sem brattir hamirar liggja svo að segja
frarn að sjónuim, — en örlí.til grasrönd er miilli þeirra
og fjörunnai, — voru stórir hellar. Sunneva og
fylgdarlið hennar settist að í þessum hellum. Og þar
dvaldi þetta fólk uim langan aldur, segir sagan, og
þjónaði guði í auðmýkt og með hvers konar mein-
lætalifnaði.
Á þessum tíma voru engir íbúar fyrir á Selju, en
bæirnir á Statt og meðfram Moldefirði notuðu eyj-
arnar á flóanum sem beitilönd fyrir hesta og fé.
Þégar fólkið varð vart við það, að ókunnugir höfðu
tekið sér bólfestu á Selju, hélt það, að þar væru ráns-
menn á ferð sem ætluðu sér að lifa á fénu, sem var
í eynni. Skilaboðum var því komið til Hákonar jarls
þess efnis, að víkingar væru komnir til Selju, og
þeir hefðu ger.t stórskaða á sauðfé, sem þar væri, —-
því um leið og bændurnir urðu hræddir um fé sitt,
gengu þeir út frá því sem vísu, að rán víkinganna
myndi hafa ill áhrif á gjörvallan búskapinn í byggð-
inini. Jarlinn kom á vettvang, vopnum búinn, eins
og hann væri að leggja til orruistu gegn erlendum
víkingum, og sigldi þegar til Selju til þess að hafa
hendur í hári víkinganna.
Síðan stendur í sögunni eftirfarandi: ,,En þegar
hinir góðu guðs vinir á eynni sáu þá koma, þóttust
þeir vita, að nú myndi á þá ráðizt. Þeir gengu inn í
hella sína og báðu almáttugan guð um, að hann
vildi 'gefa sálum þeirra eilífa sælu, hvernig sem
dauða þeirra annars bæri að höndum, og einnig báðu
þeir guð úm,
að þeir hlytu
greftrun, svo
að heiðingj-
arnir færu ei
höndum um
lík þeirra.“
— Hvern-
ig varð. svo
dauðdagi
þeirra? —
Það voru
menn og kon-
ur og smá-
börn í hópn-
um. Þetta
fólk, sem
hafði gefið
sig Atlants-
hafinu á vald,
var ekki
hrætt við
dauðann, en
það var hrætt
við það, sem-
vitað var að
myndi eiga
sér stað áöur
en dauöinn
sjálfur kæroi,
ef bað félli í
hendur heið-
ingjunum.
Hver er viss
um að þola
það, að sjá
illa farið með
■konu sína, systur eða dóttur? Er nokkur móðir viss
um að geta verndað og viðhaldið trú sinni á guð, ef
hún sér vonda menn misþyrma barninu sínu? Gat
jómfrú Sunneva treysti drottni til að láta allt snúast
einmitt á betra veg? En hvernig sem því annars var
varið, — fólkið bað guð um áð veita sér kristilegt
andlát, ,;hvernig svo sem það bæri að hönd'um", og
að líkamir þeirra féllu ekki í hendur stríðsmanna
Hákonar jarls, hvorki lífs nédiðnir.
í sömu svipan féll grjótskriða fyrir hellismunn-
ann og enginn komst út eða inn. Menn Hákonar jarls
gengu á land, en þeir fundu enga sál á_ eynni.
Nú leið skammur tíimi. Þá er það, að tveir stór-
bændur úr Firðafylki sigldiu til Þránd'heims og og ætl
uðu á fund Hlaðajarls. Þeir sigldu norður með strönd
inni. Og nótt eina, er þeir héldu kyrru fyrif skammt
utan við Selju, sáu þeir undarlegan bjarrna yfir
eynni. Svo virtist sem hann kæmi frá himn,um, og
lýsti á sjóinn. Sognverjarnir tóku báit og réru í land,
— og þar sem ljósið hafði fallið á ströndina, lá haus-