Vísir - 30.04.1933, Page 3

Vísir - 30.04.1933, Page 3
VÍSIR fyrirtæki á íslandi ð 1902. élðg 119 sýslum og 4 kanpstöðum 1 þessom félögum er ea. 8100. !,«• Vörugeymsluhús S. í. S. við Geirsgötu. 24. Kf. Svalbarðseyrar, Svalbarðseyri. 25. — Þingeyinga, Húsavík. 26. — Norður-Þingeyinga, Kópaskeri. 27. — Langnesinga, Þórshöfn. 28. — Vopnfirðinga, Vopnafirði. 29. — Borgarfjarðar, Borgarfirði. 30. — Austfjarða, Seyðisfirði. 31. — Eskifjarðar, Eskifirði. 32. — Héraðsbúa, Reyðarfirði. 33. — Breiðdæla, Breiðdalsvík. 34. — Berufjarðar, Djúpavogi. 35. — Austur-Skaftfellinga, Hornafirði. 36. — Skaftfellínga, Vik. 37. ~ Hallgeirseyjar, Hallgeirsey. 38. — Rangæinga, Rauðalækjarskála. 39. — Arnesinga, Sigtúnum. I ofangreindum félögum eru samtals nálægt 8100 félagsmenn. Af þessum fé- Iðguin eru 2 framleiðslufélög, 1 neytenda- félag, en hin öll bæði neytenda- og fram- leiðslufélög. 12 af félögunum liafa reist frystihús, og eitt hefir stofnað nýtisku mjólkurbú. Öll sambandsfélögin hafa að- alviðskifti sin við Sambandið, en auk þeirra hafa nú ca. 10 önnur samvinnufé- lög í landinu viðsldfti við Sambandið að miklu leyti. Sambandið hefir um mörg undanfarin ár verið stærsta verslunarfyrirtæki í land- inu. Það hefir skrifstofur i Kaupmanna- höfn og Leith, og hafði skrifstofu í Ham- borg árin 1927.—1932. Það útvegar sam- vinnufélögunum allar venjulegar innflutn- ingsvörur, og annast um sölu á fram- leiðsluvörum þeirra, bæði innanlands og utan. Sambandið selur nú inestan hluta af þeim landbúnaðarvörum, sem fluttar eru út úr landinu, og auk þess mikið áf fiski á siðari árum. Viðskiftavelta Sambandsins á undan- förnum árum hefir verið sem hér greinir: Innflutt: 1927 kr. 4.553.000 1928 — 5.642.000 1929 — 7.007.000 1930 — 7.438.000 1931 — 5.712.000 Útflutt: 7.370.000 8.300.000 8.958.000 6.443.000 6.845.000 Samtals: 11.923.000 13.942.000 15.965.000 13.881.000 12.557.000 Sala á útlendum áburði fyrir Áburðar- sölu Ríkisins er e k k i talin með í ofan- greindum innflutningi. Verslunin hefir verið og er enn höfuð- viðfangscfni samvinnufélaganna og Sam- bandsins. En á- síðari árum hefir Sam- bandið einnig komið á fót nokkrum iðn- aðarfyrirtækjum, og mun það nú liafa fjölbreyttari iðnrekstur heldur en nokkur annar liér á landi. Það hefir starfrækt garnahreinsunarstöð í Reykja- ▼ik um undanfarin ár, og á þann liátt •ukið verulega verðmæti kindagarna. *— Enn fremur hefir Sambandið g æ r u r o t- unarverksmiðju á Aliureyri. Þar er ullin tekin af gærunum, og bjórarnir og ullin selt aðskilið til erlendra verksmiðja. Venjulega hefir fengist nokkru hærra verð fyrir gærurnar á þennan hátt, eða fylli- lega sem svarar vinnulaunum og öðrum kostnaði við verksmiðjureksturinn. Síð- asthðin þrjú ár hefir verksmiðjan tekið til vinslu 57—74 þúsund stykki af gær- um árlega. Nokkuð hefir einnig verið unn- ið að sútun á leðri og sauðskinnum í verk- smiðjunni, og er i ráði að umbæta og auka þá starfsemi að mun. Árið 1930 keypti Sambandið K1 æ ð a- verksmiðjuna Gefjun á Akur- eyri. Hefir framleiðsla verksmiðjunnar farið sívaxandi síðan. Hún vinnur lopa, band og allskonar dúka úr íslenskri ull. Framleiðslan hefir verið sem hér segir: 1930: 8.187 mtr. dúkar, 23.513 kg. lopi, 2703 kg. band. 1931: 10.615 mtr. dúkar, 32.442 kg. lopi, 2892 kg. band. 1932: 16.800 mtr. dúkar, 37.200 kg. lopi, 2400 kg. band. Verksmiðjan hefir útsölu á framleiðslu- vörum sínum í Reykjavík. Einnig hafa verið settar á stofn saumastofur i sam- bandi við útsölurnar, bæði í Reykjavik og á Akureyri, sem greiða mjög fyrir sölu á vörum verksmiðjunnar. Á saumastofun- um má fá klæðskerasaumuð karlmanna- föt úr smekklegu og góðu íslensku efni, fyrir 80—120 krónur, sem er til muna lægra verð heldur en á sambærilegum fatnaði hjá öðrum klæðasölum. Árið 1932 setti Sambandið á stofn kaffibætisverksmiðju og sápu- verksmiðju á Akureyri. Katfibætis- verksmiðjan (,,Freyja“) tók til starfa í maímánuði. Frá þeim tíma til loka árs- ins seldi lmn kaupfélögunum kaffibæti fyrir ca. 47 þús. kr. — Sápuverksmiðjan „Sjöfn“ tók til starfa í ágústmánuði 1932. í verksmiðjum og saumastofum Sam- bandsins vinna að staðaldri um 75 inenn, og þar að auki um 40 manns í garnastöð- inni, þegar hún er starfrækt. Stjórn Sambandsins skipa nú: Formaður: Ingólfur Bjarnarson, alþm., Fjósalungu. Meðstjómendur: Einar Árnason, alþm., Eyrarlandi, Sig. S. Bjarklind, kfstj., Húsa vík, Þorsteinn Jónsson, kfstj., Reyðarfirði, síra Sigfús Jónsson, kfstj., Sauðárkróki. Forstjóri Sambandsins er Sigurður Kristinsson, framkvæmdastjóri útflutn- ingsdeildar Jón Árnason, en framkvæmda- stjóri innflutningsdeildar Aðalsteinn Krist- insson. Framkvæmdastjóri í Ivaupmanna- höfn er Oddur .Rafnar, en í Leith Sigur- steinn Magnússon. Framkvæmdastjóri Hamborgarskrifstofu var Óli Villijálms- son og annast hann enn viðskifti Sam- bandsins við Þýskaland, þó að skrifstofan i Hamborg hafi nú verið lögð niður. SaÉid íslenskra hefir því nær ætið til sölu eftirtaldar vörur : Spaðsaltað dilkakjöt og sauðakjöt. Stórhöggið — — — • Frosið — — — Nýtt og frosið nautakjöt. Kæfu. Hangikjöt. Pylsur allskonar. Tólg. Mör. Harðfisk. Smjör. Töðu. Úthey. Æðardún. Fiður. Lambskinn. Selskinn. Sútuð sauðskinn. Sútað leður. Vörur úr leðri og skinni. Prjónles. Enn fremur frá Mjólkursamlagi Kf. Eyfirðinga: Smjör. Mysuost. Merkurost. Gouda-ost 45%, 30% og 20%. — Niðursoðna mjólk frá Kf. Borgfirðinga. Samband fslenskra samvinnufélaga Reykjavík. Sími 1080. Sími 1080. I Vitið þið það, að allar konur, sem liafa reynt „Freyju“- kaffibætinn, eru sammála um, að hann sé bestur? Hitt vita allir, að sá úrskurður, sem konurnar kveða upp um kaffi- bæti, er æðsti dómup. Iiaffibætir okkar er seldur bæði í stöngum og smápökk- um. Hann fæst hjá öllum kaupfélögum landsins og mörgum kaupmönnum. í heildsölu hjá Sambandi isl. samvinnufélaga og beint frá verksmiðjunni. Kafflbætisverksmiðjan „Freyja" Akureypi. I I J [ I I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.