Vísir - 30.04.1933, Síða 5
VÍSIR
30. apríl 1933.
KXa,tta.vex*slun
Margrétar Levi
Stofnsett 30. apríl 1923.
öb
Hefar ávalt fjölhreytt úrval
af bandgerðum höttum.
altaf nýjasta tfska.
Áhersla lögð á vandaða vinnn
og vönduð vlðsklfti.
æ æ
N.B. Vörur sendar um alt land
gegn pústkröfu.
Kunna íslendingar að búa
í landi sínu?
tslendingar og Jótlandsheiðar. fylgir aftur sú skylda, að við
verðum aS sýna, að við kunn-
heilbrigt viS það, þó að þjóðir
Tillagan um, að flytja alla
Islendinga af landi burt og suð-
ur á Jótlandsheiðar, var ekki
borin fram sem nein fjarstæða
á sínum tíma. En finst okkur
ekki nú, að hún sé nokkuð fjar-
stæðukend?
Hún þurfti alls ekki að hafa
verið nein fjarstæða. Ef þessi
hólmi, sem numinn var af
nokkrum víkingum á 9. og 10.
öld, var að verða óbyggilegur
mönnum og Jótlandsheiðar
hefðu verið vænlegri til góðr-
ar afkomu íyrir þjóðina, þá
var það eklci nema sjálfsagt,
ef heilbrigð skynsemi réði, að
skifta um.
Ef leitað væri atkvæða um
þessa tillögu nú, er eg ekki í
neinum vafa um, hvernig sú
atkvæðagreiðsla færi. Eg efast
um, að liún fengi eitt einasta
meðatkvæði.
Atkvæðagreiðslan mundi þá
jafnframt gefa það svar, að við
teljum landið byggilegt, ef við
kunnurn að búa í þvi. En því
um að búa í því.
Það er ekki að kunna að búa
í landinu, þó að við framleið-
um svo og svo mikið af vöru-
magru, sendum það til útlanda
og seljum það þar fvrir lágt
verð, en kaupum aftur inn ó-
grynni af vörum fyrir of hátt
verð, miðað við verðið á okk-
ar eigin framleiðslu, -— vörur,
sem við annaðhvort gætum vel
komist af án eða gætum fram-
leitt jafnnothæfar í landinu
sjálfu.
Það er ekki að kunna að búa
í landinu, að sneiða hjá þeim
vörum, sem íslenskar hendur
framleiða, vandaðar og við
okkar hæfi, en lcaupa sömu
vörur frá útlöndum, úr mií-
jónaframleiðslu stórþjóðanna,
sem standa innlendu vörunum
stundum langt að baki að gæð-
um, enda þótt miljónafram-
leiðslan geti boðið þær ofur-
lilið ódýrari.
Það er í sjálfu sér ekkert ó-
skiftisl á vörum. Ein þjóðin
hefir betri aðstöðu til að fram-
Ieiða þessa vörutegundina,
önnur hina. Við íslendingar
komumst ekki hjá þvi, að
kaupa ýmsar vörur frá útlönd-
um, og við höfum góða aðstöðu
lil að framleiða meira af sum-
um vörutegundum, en við liöf-
um not fyrir sjálfir. En þegar
okkar islenska vara selst ekki,
eða fyrir of lágt -verð, þá er
okkur nauðsyn á, að gæta að
þvi, hvað við gctum gripið upp
heima. Þá er okkur nauðsyn
á, að stilla innkaupunum i hóf
og láta innlendu framleiðsluna
sitja fyrir.
Við þurfum að kunna að búa 1
i landinu. Nú ríður þjóðinni á I
að búa að sínu, svo sem frek- |
ast má. Kreppa sú, sem nú
stendur yfir, á að vekja þjóð-
ina til skilnings i þessum efn-
um.
Og á íslénsku vikunni geng-
ur þjóðin undir nokkurskonar
próf í þessum efnum. Próf eru
haldin til þess að úrskurða um
kunnáltu manna. Þau eru ekki
aðeins fyrir þann daginn, sem
þau cru haldin, heldur fyrir
alt lílið. Sú kunnátta og sú geta,
sem íslenska vikan sýnir, að við
búum yfir, á ekki að hverfa
með vikunni. Við eigum að not-
færa okkur kunnáttuna og get-
una áfram.
Þeir, sem ekki vildu greiða
alkvæði með þvi, að Islending-
ar væru fluttir af ættjörð sinni
og settir niður á Jótlandsheið-
ar, þeir ciga að notfæra sér
kunnáttu og getu þjóðarinnar,
þeir eiga að stuðla að því, að
þjóðin geti búið sem mest að
sínu!
liarnaheimilin A og B.
Frá ferðum mínum hér inn-
anlands eru mér minnisstæð 2
barnaheimili, er eg hefi kom-
ið á. Þau voru sitt i hvcrrum
landsfjórðungi, en það skiftir
ekki máli. A báðum heimilun-
um voru börn á ýmsum aldri
og á báðum heimilunum virt-
isl vera hugsað með sérstakri
alúð urn börnin. Á báðum
heimilunum áttu börnin all-
mikið af leikföngum, — en þar
skifti alveg i tvö liorn. Hyort-
tveggja voru sveitaheimili og
allar aðstæður svipaðar.
-4 heimilinu, sem við skuluin
kalla A, voru öll leikföngin lil-
lend. Eitt barnið átti hjólbör-
ur, málaðar raujðar að utan,
gular að innau og glæsilegar
fyrir barnsaugað. En öxullinn
í hjólinu var ekki annað en
tveir skrúfnaglar, sem höfðu
gefið sig strax eftir fyrsta dag-
inn; auk þess voru þær að
liðast í sundur, af því, live veik-
ar þær voru. Önnur leikföng,
sem eg sá, voru brúður, vagn-
ar, „örlcin hans Nóa“ o. s. trv.
Eitt barnið átti „bangsa“, og
var hann minst skemdur, en
var þó farinn að láta á sjá.
AJt annað af leikföngunum var
orðið gallað og sumt ónýtt.
Eg spurði börnin, liver hefði
gefið þeim þessi leikföng. Þau
voru drýldin yfir því. að eigin-
lega hefði þeim ekki verið gef-
in þau, en þau áttu öll eitthvað
af kindum, sem pabbi hugsaði
uin fyrir þau, og fyrir nokkuð
af andvirði þess, sem i kaup-
staðinn var lagt, höfðu þessi
leikföng verið keypt.
Þetta virtist mjög heilbrigt
og sýndi natni og umönnun
fyrir börnunum.
A hinu heimilinu, sem við
skuliim kalla B, sá eg einnig
allmikið af barnaleikföngum,
en þau voru með nokkuð öðr-
um hætti en á A-heimilinu. Þar
sá eg líka hjólbörur; þær voru
ekki eins snyrtilegar og hjá A,
og var þó gott liandbragð á
smíði þeirra; en þær voru ekk-
ert farnar að bila, þó að þær
væru eldri en rauðu og gulu
hjólbörurnar og eigandi þeirra,
6 ára drenghnokki, gat ekið
þeini fullum af sandi eða öðru
því, er flytja þurfti i það og
það skiftið; liann gat meira að
segja ekið jafnaldra sínum i
þeim, án þess að þær léti nokk-
uð á sjá við það. Önnur leik-
föng, sem eg man eftir, voru
t. d. hestur á völtum, jólasveinn
tálgaður úr birki, — mig minn-
ir, að hann héti Gáttaþefur,
enda var nefið furðulega mik-
ið, — fuglar og lömb úr ýsu-
klumbum o. s. frv.
Eg rabbaði einnig við þessi
börn og inti eftir, hver hefði
gefið þeim leikföngin. Pabbi
hafði smiðað þau flest; hjól-
börurnar voru þó frá smið
nokkrum þar i sveitinni, en
pabbi liafði gert eitthvað ann-
að fyrir hann i staðinn. Um
liestinn varð fyrir svörum
drengur um fermingu og sagði
hann, að þegar hann var lílill
hnokki, hefði drepist folald hjá
pabba hans og hafi hann smíð-
að „beinagrind“, strengt fol-
aldsskinnið yfir og troðið út,
svo að úr því varð hestur. Var
þessi drengur fyrsti eigandinn
nú hafði hann gefið yngsta
bróður sínum hestinn, sem var
svo lítill, að hann gat varla
klifrað á bak. En ekki bilaði
folinn.
Ilvor þessara barna eru nú
öfundsverðari af gullunum
sínum? Hjá börnunum á A-
heimilinu glitruðu gullin i alls-
konar skæruin litum í fyrstu.
en voru orðin öiiýt eftir ör-
skamma stund. Þau liafa glaðsl
við að fá þau, en gleðin var
skammæ, af því þau reyndust
ónothæf. Gullin liöfðu kostað
tiltölulega lítið, en þó eitthvað
af peningum, og þeir pening-
ar fóru alla leið til útlanda;
voru horfnir þeim að eilífu.
Á B-heimilinu vár all heima-
gert, eða að minsta kosti gert
i sömu sveitinni. Fögnuður
þeirra barna, við móttöku gull-
anna, hefir ef til vill verið
nokkru minni, en þau gátu haft
ánægju af þeim allan barns-
aldurinn, og meira að segja
yngri börnin erft þau eldri að
gullum. Þessi gull höfðu auð-
vitað kostað vinnu og umhugs-
un, en tíminn, sem fór í áð
gera þau, liel’ir varla verið tek-
inn l'rá nauðsynlegum störfum,
og það, hvernig þau urðu til,
hafði sitt sérstaka gildi, bæði
fyrir gefendur og þiggjendur,
og gaf auk þess gullnnum sér-
stakt verðmæti.
Eg gat þess, að allar aðstæð-
VALLARSTRÆTÍ *
REYKJAVÍK
allskonar brauð, kökur og
í heildsölu: Blandad konfékt, Krem-
sdkkuladi, Milkaplötur, TruíYel-steng-
ur, Banana-stengur, Spýtubrjóstsykur,
Karamellur o. fl.
Kaupmenn og kaupfélög, bidjiö um
beildsölu—verðskrána.
Sölumadur beimsækir aöal bafnirnar
kringum land mánadarlega.
HRESSINGARSKALINN
AUSTURSTRÆTI 20
KÖKD-, 8ÆLGÆTI8- OG TÓBAK8BDÐ.
Samkomustaður allra stétta J»jóöfé-
lagsins.
A sumrin, dtiveitingar í binum sól-
ríka trjágaröi sunnanvert viö húsió.
Odýrasti veitingastaöur borgarinnar.
Engin ómakslaun.
o