Vísir - 30.04.1933, Page 29
YÍSIR
30. aprfl 1033.
í íslensku vikunni sýnum við setustofuhúsgbgn
með íslensku áklæði á Hverfisgötu 34. Þar er einn-
ig sýndur nýr iðnaður STÁL-húsgögn frá Stálhús-
gagnagerðinni, Vatnsstíg 3.
SMIÐASTOFAN
Jónas Sólmundsson VATNSSTÍG 3
Garðar Hall S í M I
Ólafur B. Ólafs. 2 3 4 6
• SÝNING A HVERFISGÖTU 34 •
kápur og frakka, buxnaefni, værö-
arvoðir, slitfataefni, sokka, band,
og lyppu, — alt úr íslenskri ull.
Eins og gefur at5 skilja, eftir
mannaaukningunni, hefir verk-
smiöjan öll verið stækkuö hin sítS-
ustu ár, allar vélar endurbættar,
vatnsmagni'S (orkugjafinn) aukiö
og mannvirki endurbætt.
Sigurjón fór snemma a'5 hafa
áhuga á málum iSju og iSnaðar,
meS þaS fyrir augum, aö auka at-
vinnuna í landinu. Áriö 1912 nam
iiann erlendis meöferö á fiski til
reykingar og stjómaSi eftir þa'5
reykhúsi í Reykjavík í nokkur ár.
Þá nam hann einnig botnvörpu-
ger5 og netahnýtingu meö vélum;
kom síöan á stofn vinnustofu og
veitti henni forstö'öu í mörg ár.
Þetta er nú oröin allmikil atvinnu-
grein hér heima og hefir fjöldi
manns atvinnu viö þaö, en var áö-
ur alt unniö erlendis.
Sigurjón er ennfremur lands-
kunnur fyrir brennandi áhuga á
allskonar íþróttum, en ekki veröur
sá ])áttur starfsemi hans rakinn
hér.
Félagsprentsmið j an
er 43 ára á þessu ári. Forstööu-
maöur hennar er Steindór Gunn-
arsson. Geröist hann meöeigandi
hennar 1911, en forstööumaöur
hennar varö hann 1915. Haföi
hann þá veriö verkstjóri í nokkur
ár, en unniö í prentsmiðjunni frá
1903. Er hann nú stærsti hluthafi
hennar. Hefir prentsmiöjan um
mörg ár veriö rekin i húsi sínu
viö Ingólfsstræti. Hefir hún undir
tvær hæöir hússins alveg, og nokk-
uö af efstu hæö hússins, sem er
þrílyft. Fyrsta setjaravélin, sem
fluttist til landsins, er í Félags-
prentsmiöjunni, en alls eru setjara-
vélar hennar nú þrjár, eöa fleiri en
í nokkurri annari prentsmiðju á
landi hér. Margskonar nýtísku
vélar aðrar hefir prentsmiðjan
kej’pt og í öllu hefir veriö ástund-
Steindór Gunnarsson.
að að fylgjast með kröfum tím-
ans og í sumum greinum hefir
hún verið brautryðjandi. Ein af
hraðpressum hennar leggur í sig
sjálf og er þaö fyrsta prentvél
slíkrar tegundar, sem til lands-
ins fluttist. Þá á prentsmiðjan
fjórar litlar prentvélar og er ein
])eirra sjálfvirk, tæki til að
prenta upphleyft letur, og er eina
prentsmiöjan, sem slík tæki hefir,
strikunarvél, til þess að prenta
höfuðbækur, málmsteypuvél til
aÖ gera mót af prentletri, smávél-
ar ýmiskonar, áhöld til þess aö búa
til gúmmístimpla. Eru vélarnar í
prentsmiðjunni alls 16 og 12 raf-
magnsmótorar. Loks hefir á s. 1.
ári bæst viö ný vél, til sigla-
gerðar. Hefir það fariö mjög í
vöxt, aö kaupsýslumenn noti sigli,
til aö líma á bréf og pakka. Eins
og sjá má af þessu stutta yfirliti
er starfsemi Félagsprentsmiöj-
unnar æriö margþætt. Öll vinna í
henni er vandvirknislega af hendi
leyst, svo að orö fer af, enda hefir
hún verið rekin af miklum dugn-
aði, stjórnsemi og fr^pisýni.
Starfsfólk prentsmiðjunnar er
vanalega 25—30 manns og hefir
hún að jafnaði ærið aö starfa,
svo að húsrúm hefir oröiö aö auka
margsinnis. Var húsiö lengt eins
og hægt var og bygö ofan á það,
þriöja hæðin, og loks var reist
viðbygging með endilangri austur-
hliöinni. Félagsprentsmiðjan hefir
frá upphafi prentað fjölda blaða,
tímarita og bóka, en auk þess
leysir hún af hendi allskonar smá-
prentun og skrautprentun, og hef-
ir prentsmiðjan fengiö æ meira
! verkefni á því sviöi.
Hlutafélagið Hamar.
I er stofna'Ö 1918 af nokkrum
framtakssömum mönnum í Reykja-
vík. Keypti það fyrst vélsmiðju
Gísla Finnssonar við Norðurstíg og
Tryggvagötu, bæði vélar og hús,
og ennfremur járnsteypu, nokkru
vestan við Trj’ggvagötu, er þeir
Benedikt Gröndal.
áttu Aug. Flygenring og Hjalti
Jónsson. Jók félagið þegar við sig
fullkomnum áhöldum og hefir jafn-
an síðan fylgst með öllum nýjung-
um í iðninni, til þess að geta boð-
ið vandaða og fullkomna vinnu.
Hefir Hamar jafnan haft góðum
kunnátumönnum á að skipa og enn-
fremur kent íjölda ungra manna
iðnina, og hafa margir þeirra orðið
dugandi menn í sinni grein.
Starf Hamars hefir verið mjög
margþætt á þeim 15 árum, er hann
hefir starfað. Mest hefir verið
unnið að viðgerðum á skipum,
en aí öðrum störfum má t. d. nefna
uppsetningu túrbínupípanna í raf-
magnsstöðinni við Elliðaár, fjölda-
margar vitagrindur og vitalampa,
flóðgáttahurðir í áveiturnar austan
fjalls, smíði gufukatla fyrir lýsis-
bræðslur, fiskþurkunarhús o. fl.,
allskonar vindur fyrir skip og báta,
járnsmíðavinnu fyrir höfnina í
Reykjavík og til ýmsra brúargerða
o. fl., o. fl.
Hlutafél. Hamar er eitt af merk-
ustu atvinnufyrirtækjum innlend-
um og hefir haft geysimikla þýð-
ingu fyrir útgerðina, atvinnulífið
o. s. frv. Viðskiftaveltan er um %
milj. króna á ári.
Forstjóri Hamars er nú Benedikt
Gröndal, verkfr. Tók hann viö þvi
starfi í ársbyrjun 1932. Hann er
fæddur 1899 í Reykjavík, tók verk-
íræðipróf í Kaupmannahöfn, starf-
aði hér sem „praktiserandi" verk-
fræðingur í 6 ár, m. a. að hita-
lögnum fyrir ríkið.
Húsgagnaverslunin Áfram.
er stofnsett 1919 af þeim bræðr-
um Benedikt og Einari Waage, og
eru þeir báðir eigendur hennar enn.
Hefir Benedikt aðallega hið versl-
unarlega með höndum, en Einar
húsgagnavinnustofu, sem rekin er
jafnframt versluninni. Hafa þeir
allskonar húsgögn á boðstólum, og
þó sérstaklega fjaðrahúsgögn. Enn-
fremur selja þeir allmikið af
íþróttatækjum.
Benedikt G. Waage er fæddur
1889 i Reykjavík. Hefir hann starf-
að við verslun hér í Reykjavík frá
unga aldri, lengst hj á Thomsen, Th.
Thorsteinsson og Garðari Gísla-
benedikt G. Waage.
syni. Hann er einnig víðkunnur fyr-
ir áhuga sinn á íþróttum, hefir ver-
ið forseti íþróttasambands íslands
siðan í júlí 1926.
Einar G. Waage er fæddur 1891
i Reykjavik. Lærði húsgagnafóðr-
Einar G. Waage.
un hjá Jónatan Þorsteinssyni. Fór
utan til þess að kynnast starfshátt-
urn þar og nýjungum, var um hrið
bæði í Danmörku, Svíþjóð og Nor-
egi.
Þeir bræður Einar og Benedilct
eru samhentir dugnaðarmenn og
hefir fyrirtæki þeirra jafnan geng-
8