Vísir - 30.04.1933, Síða 57

Vísir - 30.04.1933, Síða 57
VlSI R 30. apríl 1933. Báta- og iandmótorar 8-216 Bk. 1 og 2gja cyiindera. Méíorlbátar. i í Við útvegum einnig allar stærðir af mótorum frá Frederilíssunds Skibsværft, Frederikssund. Bátar þeir, sem við undanfarin ár höfum selt hingað íil lands eru tvímælalaust taldir að vera þeir bestu, sem til landsins hafa komið. HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR! »• Umboðsmenn: EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. Símnefni: Eggert. Reykjavík. Sími 1400 (3 línur). ............. T U X H A M er viðurkendur að vera allra mótora sparsam- astur, hann er jafn gangviss og gufuvél, en þó auðveldari í með- ferð en aðrir mótorar. T U X H A M hefir við verðfall dönsku krónunnar lækkað stór- kostlega í verði og er nú allra mótora ódýrastur. Jóhann Ólafsson & Co. Firma þetta, sem er með stærri heildsöluverslunum hér, hefir bæki- stöö sína við Hverfisgötu. Eig-end- ur þess eru þeir Jóhann Ólafsson og Björn Arnórsson. Stofnaö var þaÖ 1916, af Jóhanni Ölafssyni og Sigfúsi Blöndahl, en 1919 gekk Björn í þaÖ, og eru þeir Jóhann og Björn tveir eigendur siðan. Jóhann Ólaísson. Firma þetta verslar aÖallega með glervöru og flytur inn megnið af allri glervöru, er hingað flyst. Hef- ír verslunin í þeirri grein stór og Björn Arnórsson. öflug samhönd m. a. bein sambönd við bestu verksmiðju i Japan i þeirri grein. Þá flytur verslunin inn •geysimikið af gúmmivörum, einkum skófatnaði, og ennfremur hefir firmað einkaumboð fyrir Gc- ncral Motor Export Company, og flytur þaðan inn m. a. tvær tegund- ir bíla, sem einna mcst eru notaðir hér: Buic og Chevrolet. Smásölu hefir firmað með alla hluti til Jiess- ara bila. Verslun þeirra félaga stendur með miklum hlómá, enda hafa þeir hundið viðskifti sín við mörg af stærstu firmum heimsins í hlutaðeigandi greinum. Má þar m. a. neína: Villeroy & Boch í Belgíu, þekt leirvörufirma, kristal- firmað Christallcris ,au Val Saint- Lambcrt í Belgíu, postulínsfirmað The Nippon Toki Kaisha, í Japan, Seilo & Company í Japan, er frarn- leiða gúmmívörur og mörg fleiri. Firmað rekur og mikla vcrslun með skotfæri og ýnrsar aðrar vörur, en hér hafa verið taldar. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar var stofnuð 1877, af Sigfúsi Ey- mundssyni, en hann mun jafnan verða talinn með merkustu horgur- um þessa bæjar. Var verslunin þá í Lækjargötu 2, en fluttist 1921 þangað, sem hún cr nú, i Austur- str. 18. Árið 1909 keypti núverandi eigandi verslunarinnar, Pétur Hall- dórsson alþm. hana, og hefir hann rekið hana síðan. Bókaverslun þessi er elst af þeim bókaverslunum er hér á landi starfa nú. Eins og af nafninu má ráða, er aðalverslunin með liækur, útlendar og innlendar," tímarit og blöð. Hefir verslunin frá öndverðu haft fast samband við danska bóksala og umboðsmenn í stærstu bókaútgáfuborgum álfunn- ar. Verslunin hefir með höndum mikla útgáfu, gefur m. a. út flest- ar hérlendar kenslubækur fyrir æðri skóla og barnaskóla, auk margra fræðilegra og fagurfræðilegra bóka. Bókaverslunin hefir einkaumboð fyrir breska Biblíufélagið, Geodæ- tisk Institut i Kbhn., er gefur út kort yfir ísland, ennfremur fyrir Harvardháskólann, bresku Encyclo- pædiuna o. fl. Auk þess, sem tal- ið hefir verið, verslar Bókav. S. Eymundssonar með allskonar papp- ír og ritföng, og hefir í þeim grein- um mikla sölu. A siðastliðnu ári stofnaði verslunin útbú á Laugaveg 34. Margt fleira rnætti um verslun Péturs Halldórssonar segja, því að fáir munu þeir vera, viðskiftamenn hennar, sem ekki er verslunin hug- ljúf, og ekki munu fátækir, bóka- þurfa skólapiltar og stúdentar finna rneiri lipurð og ljúfmensku en eig- andans. Ludvig Storr, kaupmaður og slípunarmeistari, er fæddur í Kaupmannahöfn 1897. Verslunarskólapróí frá Nyköbing á Falstri. Fluttist til Reykjavikur 1922 og stofnaði þá strax verslun með byggingarvörur og allskonar efni handa trésmiðum. Glersliping er ný atvinnugrein, er hann hóf hér fyrir tveim árum. Gler er orðið mikið notað í ýmis- konar húsgögn og ennfremur með mörgu móti innanhúss, jafnvel i gluggakarma, klæðnaði á veggi o. s. frv. Gler þessi eru af ýmissi stærð og lögun og verða að falla nákvæmlega við, þar sem þau eiga að vera. Varð áður að panta þetta frá útlöndum í hvert skifti, en það var mjög óþægilegt, bæði vegna þess, hve það tafði oft afgreiðslu hlutanna og eins, að ekki var hægt ai$ laga, ef einhverju skcikaði með málið. Því var það, að Storr hóf þessa starfsemi og hefir hún komið að miklum notum, það sem af er. Nú nýverið hefir hann fengið sér miklu stærri ög fullkomnari tæki en áður, og getur þvi afgreitt hverj- ar þær stærðir og gerðir, sem hér mundi þurfa að uota. Gler er nú farið að nota miklu meira en áður, er jafnvel útlit fyr- ir, að „gleröld“ sé í aðsigi. Mun þvi þessi framtakssemi Storrs bæði veröa honum til hagnaöar og viðskiftamönnum hans til þæg- inda. Verðandi, veiðarfæraverslun. Eigendur verslunarinnar eru þeir Jón Þorvarðsson og Stephán Step- hensen. Stofnuöu þeir verslun sína utn vorið 1927, og liafa frá byrj- un iniðað rekstur hennar við sölu á útgerðarvörum, bæði til skipanna sjálfra og til þeirra, sem eru á þeim og við þau vinna, og nær verslun- in því yfir alla hluti, er þcir nota, sem við útgerð og sjómensku fást. Jafnframt hefir verslunin tekið að sér afgreiðslu skipa og annast út- gerð eigi allfárra skipa og báta. Þeir félagar Jón og Stephán, byrj- uðu verslun sína í Veltusundi og af litlum efnum, en nú er verslun jicirra í stórhýsi Mjólkurfélagsins, og er • með stærstu útgerðarvöru- verslunum landsins. Verslunin Edinborg var stofnu'ð af Ásgeiri Sigurðs- syni og skosku firma áriö 1895'. Verslun þessi stækkaði skjótlega. Flutti úr einu verslunarhúsinu i annað stærra, með stuttu millibili, uns hún 1925 reisti hús það, setn hún er nú í. Er það eitt glæsileg- asta verslunarhús hér á landi. Úti- hú setti verslumn von bráðar á fót viðsvegar um landið. Árið 1917 keypti Ásgeir Sigurðsson verslun- ina og rak hana einn ]tar til árið 1926, aö Sigurður B. Sigurðsson varð meðeigandi hans, og eiga þeir verslunina nú. Verslunin Edinborg heíir unt margt rutt nýjar brautir í íslensku viðskiftalífi, og á- valt staðið í fremstu röð. Er Edinborg nú orðin ein stærsta og fullkomnasta gler- og vefnaðar- vöru verslun landsins, Verslunar- stjóri er Tryggvi Magnússon. — Iieildvcrslun Ásg. Sigurðssonar var stofnuð 1919, og verslar hún með ýmsar nau'ðsynjavörur, og er utn- fangsntikil mjög, og fer vaxandi. Verslunin Egill Jacobsen. Áriö 1906 stofnaöi Egill Jacob- . sen verslun þá hér í bænum, sem nú ber nafn hans. Verslun þessi er meö eldri vefnaöarvöruverslun- um þessa lands, og Iiefir hún þró- Ragnar Blöndal. ast jafnt og þétt og ætiö veriö ein helsta verslun ]>essa lands i sínum greinum. Nú er verslunin í einu af fe^urstu verslunarhúsum borgar- innar. Lét Egill Jacobsen byggja það hús 1921. Verslunin er í mörg- um deildum, álnavörudeild, smá- vörudeild, prjónavörudeild, karl- mannafatadeild o. fl. Eftir fráfall Egils Jacobsen' 1929, var stofna'ð hlutafélag, til ])ess a'ð reka verslun- ina áfram. Stjórn þess skipa Soffía Jacobscn, Guðrún Þnrkclsdóttir og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.