Vísir - 30.04.1933, Page 75
VtSIR
30. aprfl 1933.
Hafnarstrseli 19
Helgi Magiuússom & co.
8TOFN8ETT 1907
Stærsta «g elsta miðsíöðvartækja- <>g byggingavöruverslun á íslandi
Meíir ávalt fyrirliggjandi:
MiðstödvarRitunartækl og alt til þeirra,
Eldfæri allskonar,
Þvottapotta,
Eldfastan stein og leir,
V atnsleiðslutæki,
Hreinlætistæki allskonar,
Gasvélar,
Eternit, emaill. asbestplötur,
Þakjárn,
Slétt járn,
Þaksaum,
Þakpappa,
Gólfdúka,
Filtpappa,
Eátúnsbryddingar
o. fi. o. fi.
Leitið tilboda hjá okkur áður en þér í’estiö kaup á byggingarvörum
annars staöar, því enginn getur boðiö hagkvæmara verö en viö.
Meðal annara orða.
I.
Síðan er kreppan slcall yfir
og fjárliagsvandræðin komust
i algleyming,' hefir mikið verið
um það rætt og ritað, að þjóð-
in ætti að búa sem mest að
sínu. Stjórnarvöldin hafa leiðst
út i þá heimsku, að takmarka
og banna nauðsynlega vöru-
flutninga til landsins, en leyft
hinn versta óþarfa og skaðleg-
asta, svo sem áfengi. Hefir ver-
ið fvrir því séð með miklum
dugnaði, að jafnan væri til nóg
áfengi í landinu, svo að menn
gæti verið blindfullir dag hvern,
þeir er til þess hefði löngun.
Þegar verkamenn í kaupstöð-
um úti um landið hafa viljað
liliðra sér lijá því, að afgreiða
skip, sem flytti áfengisbirgðir
handa áfengisholum ríkisins í
bæjunum, hefir verið gripið til
þess ráðs, að flytja áfengið í
pósti. Voru að sögn smiðaðir
mörg hundruð kassar í þessu
skyni, búið um vinflöskur í
þeim og öllu dembt í póst. í
sumum ferðum Esju höfðu
þessir áfengis-„póstkassar“ skift
nokkurum hundruðum.
Má öilum ljóst vera, af þvi
sem nú var mælt, að stjórnar-
völdunum muni liafa þótt miklu
slcifta, að landslýðurinn gæti
verið „samkvæmishæfur“, þ. e.
slompfullur, nótt og dag og all-
an ársins liring.
Þá hefir og tóbak verið flutt
til landsins hindrunarlaust. —
Menn munu ekki vilja fallast á
það, að tóbak sé beinlinis nauð-
synjavara, þó að margir eigi
bágt með að vera án þess, en
stjórnarvöldunum hefir vafa-
laust þótt nauðsynlegra, að til
væri í landinu mikið af allskon-
ar tóbaksvörum, heldur en nýj-
um og niðursoðnum ávöxtum,
en þeir eru taldir meira og
minna nauðsynlegir öllum
mönnum og ómissandi sjúkra-
fæða.
Eln meðan þessu fer fram —
meðan rutt er inn í landið slór-
lcostlegum birgðum af tóbaki
og áfengum drykkjum — er
skorað á þjóð og einstakling, að
búa sem mest að sínu.
Hjá því getur ekki farið, að
ýmsum detti i hug, að þær
áskoranir sé fram bornar af lit-
illi einlægni og alvöru, meðan
hrúgað er inn i landið tak-
markalaust hinum allra verslu
og skaðlegustu vörum.
II.
Enginn vafi getur á því leik-
ið, að þjóðinni sé holt og hag-
kvæmt að búa sem mest að
sínu. — Þrátt fyrir þau augljósu
sanhindi, hefir stefna hinna
„leiðandi manna“ yfirleitt ver-
ið sú síðustu áratugina, að venja
fólkið af því, að „búa að sínu.“
Okkur hefir verið sagt, að við
yrðum að semja okkur að sið-
um annara þjóða í flestum eða
öllum efnum. Annars kostar
gætum við ekki talist menning-
arþjóð. Það er, alveg rétt, að
við getum margt og mikið lært
af framandi þjóðum, en ekki er
sjálfsagt að gleypa við öllu er-
lendu hugsunarlaust og rann-
sóknarlaust, og fleygja fyrir
borð fornum venjum íslensk-
um, þjóðsiðum í þúsund ár.
Nú er svo komið, fyrir for-
tölur „umbótamannanna“, þ. e.
þeirra manna, sem öllu vilja
umturna i hugsunarleysi, að ís-
lenskir bændur geta ekki sætt
sig við, að nota húsdýraáburð
á túnin sín. Þeim þykir ekki
spretta nógu vel undan honum.
Þeir ætti þó að vita, að hvert
einasta tún á Islandi, sem nokk-
ur sómi hefir verið sýndur, hef-
ir sprottið og sprettur prýðilega
undan innlendum áburði. Þetta
sannar þúsund ára reynsla. —
Hitt er annað mál, að mörg tún
hafa sprottið illa, svo langt aft-
ur í tímann, sem munað verð-
ur. Og hver er orsökin? — Hún
er langoftast eða æfinlega sú, ,
að túnin hafa ekki fengið nægi-
legan áburð. — Það er eftir-
teklarvert og hlýtur að vekja
athygli aðgætinna manna, að
víðast hvar, þar sem túnin
spretta lakast undan innlendum
áburði, er mest af ónotuðum
mykjuhaugum, hesthúshaug-
um og öskuhaugum, sem safn-
ast hafa sanian og vaxið ár
frá ári. Menn hafa ekki hirt
um að bera á túnin, en lát-
ið áburðarhaugana safnast
sanian og liggja ónotaða fyrir
dyrum allra eða flestra penings-
húsa. — Svona hefir þetta geng-
ið. Haugarnir hafa vaxið jafnt
og þétt, en túnin verið í hálf-
gerðri órækt. Og bændurnir
hafa bölvað „harðbalanum“,
sem beið eftir áburðinum úr
mykju-dyngjunni heima við
fjósdyrnar, og þúfunum, sem
biðu þess öld eftir öld, að
mannsliöndin breytti þeim í
kafloðna sléttu.
Svo kom útlendi áburðurinn
til sögunnar. Bændum var sagt,
að nú væri um að gera að breyta
til. Það væri margsannað er-
lendis, að þessi blessaði áburð-
ur væri öldungis ómissandi.
Fyrirhöfnin væri svo sem eng-
in. Áburðinum væri bara stráð
á jörðina og samstundis að kalla
þyti grasið upp, grænt og fag-
urt og mikið. Þetta væri eitt-
hvað annað en mykjan og all-
ur þessi kotungs-áburður, sem
bændurnir hefði verið að basla
við í þúsund ár. — Það væri
líka einhver munur, að geta
losnað að mestu við alt það
mikla erfiði, sem fylgdi hinum
innlenda og ómerkilega áburði.
Nú þyrfti enginn að standa í
þvi framar, ef rétt væri að far-
ið, að „aka skarni á hóla“, eins
og Njáll gamli á Bergþórshvoli
liefði gert forðum og síðan all-
ir bændur, alt til þessa dags. —
Og nú þyrfti menn ekki að vera
að liugsa um taðkvarnir eða
annað þess háttar, eða þá að
vera að standa í því dag efth
dag, að „hreinsa túnið“.og bera
af því „afrakið“ — eins og það
hefði nú lika verið skemtilegt.
— Eiginlega væri hreinasta
furða, hvernig alt hefði baslast
af í þúsund ár, án hins bless-
aða, útlenda áburðar.
Og nú væri um að gera, að
lcaupa sem allra-allra mest af
þessum áburði. Það margborg-
aði sig í bráð og lengd og eng-
inn gæti sagt með vissu, livílik
blessan hlytist af þessari miklu
breytingu. — En hún yrði áreið-
anlega mikil og sennilega miklu
meiri, en nokkurn bónda gæti
grunað nú þegar.
III.
Og bændurnir pöntuðu áburð-
inn. Túnin spruttu vel, en jarð-
vegurinn fékk enga næringu til
frambúðar. Þarna var algerlega
„tjaldað til einnar nætur“. —
Húsdýraáburðurinn ræktar
jörðina, gerir hana hæfa til
þess, að spretta ár eftir ár, jafn-
vel áratugum saman, þó að
engu sé við áburðinn aukið. Það
sýna túnkragarnir umliverfis
býlin, sem í eyði hafa farið. —
Þessi eyðitún eru sigræn ár eft-
ir ár, þó að þeim sé enginn sómi
sýndur. Mörgum áratugum eft-
ir að kotin eru komin i eyði
og túnin vitanlega með öllu
áburðarlaus, er munurinn auð-
sær. Þau grænka fyr að vorinu,
en annað land, og verða oft
furðu loðin, löngu eftir að hælt
er að bera á þau. Þetta sýnir,
hversu mjög hinn innlendi
áburður bætir jarðveginn í raun
og veru. Þar er ekki tjaldað til
einnar nætur. íslenska moldin
launar allan þann sóma, sem
henni er sýndur — launar hann
vel og lengi, þegar notuð eru
innlend áburðarefni. Þá lieimt-
ar hún ekki „borgun út í hönd“,
ef svo mætti að orði komast.
Tilbúinn, erlendur áburður
er annars eðlis. Hann bætir ekki
jarðveginn, hvorki hér né ann-
ars staðar. — Grasið þýtur upp
undan honum' i ár, en næsta
vor er jörðin jafn dauð og ónýt,
eins og aldrei hefði verið á hana
borið. — Þar verður ekki „ilm-
ur úr grasi“ að sumri, sem út-
Iendum áburði er ausið á jörð-
ina í vor, nema leikurinn sé
endurtekinn með miklum
kostnaði. Þar myndast engar
fyrningar. Tilbúinn áburður er
augnabliks grasgjafi, rándýr og
ef til vill ekki allskostar hættu-
laus.
Stórfé, sjálfsagt svo miljón-
um króna skiftir, hefir farið út
úr landinu fyrir útlendan áburð.
Þeim peningum hefði verið bet-
ur varið til einhvers annars.
Hér verður ekki út í það far-
17