Vísir - 30.04.1933, Síða 81
VlSIR
^iiiiiiiiiiminiHiiiiíiBiiiniiniiiiHHHHiiiiiiiiiiiiiHmiHimHiiiiiiiuiiíiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniiiiiiHiiiiiiiiníiHiniuiHHiniiBaiMÐiBiiiiiiiiiiinuiiíuiiiiHi^i
Byggingafefjiavepslun
Isleifs JónssonaF,
--------- Reyhjavík:. ----------
Heildsala dg smásala. Sími 4280. Símnefni Ísleífur.
Hefii* ávalt fyrirliggjandi:
iVIIÐSTÖÐVARTÆKI: Miðstöðvareldavélar. Katla. Miðstöðvarofna. Heitvatnsgeyma.
Krana. Pípur og saxnbandshluti. — Gef tilboð um hitalagnir. Annast uppsetningar.
VATNSLEIÐSLUTÆKI: Vatnsleiðslupipur. Dælur. Vatnshrútar. Rranar og sambands-
hlutir.
HREINLÆTISTÆKI: Baðker. Blöndunurkranar. Vaskar. Handlaugar. Klosetsamstæður.
ALlskonar Kranar. Jarðbikuð skolprör.
ELDFÆRI: Pott-eldavélar, s.vartar og email. Þvottaþottar. Ofnar. — Nokkrir stórir ofn-
ar seljast um og undir hálfvirði. — Ofnrör.
GASELDAVÉLAR. GASSUÐUÁHÖLD (einhola og tvíhola).
OLÍUGASVÉLAR „SVEA“, margar gerðir. MÓTORLAMPAR.
Hraðkveikjur. Allskonar varalilutir i prímusvélar og mótórlampa.
SVEA-OLÍUGASOFNARNIR eru þægilegustu liituixartækin, þar sem miðstöðvarhit-
un er ekki. — Hita upp lierbergi 6x6 áln. á ca. 40 mín. fyrir um 5 aura. —
Þá má nota bæði til eldamensku og upphitunar. Kosta að eins kr. 28,50.
ÞAKPAPPI: „Briggs". Lyktarlaus Asfaltpappi. —• Millipappi. Rakavarnarpappi. Þak-
pappi. Asfaltlim. Alt sérlega góðar og ódýrar vönxr.
PARAMOUNT-veggþiljurnar. Eru bestu veggþiljurnar. Þær eru eldtraustar, úr stein-
efni, geta ekki kastað sér eða undist. Afbragðs einangrari fyrir hljóð og hita. Eftir
uppsetningu alveg tilbúnar undir málningu. Þær eru ódýrar. — Leitið nánari upp-
lýsinga. -------
ÚTVEGA: Korkeinangrunarplötur. Húsamálningu. Patentfarfa á járnvarin hús og allar
aðrar byggingarvörur beint frá verksmiðjunum.
hvað leyft liefir verið af þeim
vörum síðastl. ár.
Kemur þar fram, að meðal
ínnflutningur hinna 3ja ára af
ofantöldum vörum liefir numið
kr. 4.073.997.00, en meðal inn-
flutningur allra vara, þau sömu
þrjú ár, nam um 58% miljón
króna. Aftur á móti var inn-
flutningurinn árið 1931 um 44
miljónir, eða nálega % lægri,
en meðaltal liinna 3ja ára, sem
tekin eru til samanburðar. Sé
því gert ráð fyrir, að innflutn-
ingur hinna umræddu vara
liefði minkað í saxna hlutfalli
án nokkurra innflutningstálm-
ana, er liér aðeius um innflutn-
ing að ræða, er nemur um kr.
3.000.000.00. En við þessa upp-
liæð er það að athuga, að
ganga má út frá því, að hún
sé of há, í tilliti til lækkandi
verðlags á lieimsmarkaðinum
árið 1932 og minkandi kaup-
getu almennings.
Meðalinnflutn. árin 1926—1928 af þeim vörum, sem nú óskast gefnar frjálsar.
Meðalt. Tollar Leyfi gefin
kr. % kr. 1932 kr.
Nýir ávextir 394.951 15 59.242 329.255
Þurkaðir ávextir 385.485 24% 94.443 100.252
Niðursoðnir ávextir 76.417 25 19.104 296
Grænmeti, nýtt, þurkað og niðurs 41.414 27 11.316 42.549
Sardínur 33.328 22 7332
Hunang, siróp 6.000 35 2.100 3.000
Rammalistar 62.489 17 10.623 20.000
I.éreft, flónel, tvisttau, sirs, fóðurefni,
slitfataefni, sængurdúkur og húfur 1.435.351 19% 279.893 301.424
tiúmmískófatnaður ........ 657.713 6 39.462 175.000
Sápa, fægiefni, sápuspænir, sápuduft,
skósverta og gólfáburður 444.707 23 102.282 , 251.654
Glervörur og postulinsvörur 471.245 20 94.249 105.233
Hnifar og skæri 64.897 16 10.383 42.457
4.073.997 730.429 1.371.120
.4 síðastl. ári gaf innflutn-
Ingsnefndin innflutningsleyfi
fyrir umræddum vörum, er
námu kr. 1.371.120.00. Eftir því
má ætla, að hér sé um aukinn
innflutning að ræða, er nemi
um 1% milj. króna. Sá inn-
flutningur mundi veita ríkis-
sjóði í tollum um kr. 300.000.00
og eftir þeim hundraðstölum
og hlutföllum, er meðfylgjandi
skýrsla sýnir, og laga mikið
það ástand, sem að framan er
lýst.
Nefnd, kosin af Verslunar-
ráðinu, mun óska eftir samtali
við hæstvirtan forsætisráð-
! herra um þetta efni, eftir mót-
töku þessa bréfs.
Virðingarfylst.**
I millitíð hefir nefnd úr
Verslunarráðinu átt tal við
hankastjórn Landsbankans og
Gjaldeyris- og innflutnings-
nefndina, til þess að skýra bet-
ur og ítreka málstað sinn, en
til þessa tíma hefir Stjórnar-
ráðið ekki verið viðbúið að tala
við nefndina um málið, og hef-
ir engin svör gefið við ofan-
nefndu bréfi. Þeir málsaðilar,
sem til hefir náðst, telja eng-
an erlendan gjaldeyri fyrir
hendi, né fáanlegan i náinni
ææææææææææææ
SMKT’ Best að auglýsa í Vísi.
ææææææææææææ
framtið, til greiðslu' á öðrum ]
vörum en þeim, sem nú er leyft
að flytja inn.
Um yfirfærslugetu bankanna
skal hér ekki rætt, en aðeins
á það bent, að þeim hefir ver-
ið gefinn umráðaréttur yfir
andvirði útfluttra vara, sem
talið er að hafi numið um 10
miljónum fram yfir innflutn-
ing síðastliðið ár, að þeir hafa
rikisábyrgð fyrir innstæðum
og lántökum til styrktar og efl-
ingar atvinnuvegunum, en að
þeir hafa hinsvegar engar
skyklur til þess að yfirfæra fé
til útlanda fyrir kaupmenn,
sem yrðu því sjálfir að sjá sér
farborða að þessu leyti, með
góðu samkomulagi við bank-
ana, og liggur þá í augum uppi,
að þeir myndu ekki flytja inn
aðrar vöxnxr en þær, er þeir
sæju tök á að borga, og mjög
væru eftirspurðar.
Þessi barlómur haftamann-
anna verður því einkennilegri,
þegar þess er gætt, að ríkis-
verslanir flytja hindrunarlaust
inn óþörfustu og skaðlegustu
vörurnar, sem til landsins
flytjast, jafnframt sem ríkið
sviftir fjölda kaupmanna þeim
rétti til verslunar, er það hefir
selt þeim, og hindrar þann-
ig atvinnurekstur þeirra og
mai’gra annara manna — und-
ir þvi yfirskyni, að þetta séu
bjargráð i kreppunni.
(Verslunartíðindi).
TaKmSrkan
kaffiframleiislunnar.
Washington, í mars.
United Press. - FB.
Til þess að koma i veg fyrir
verðlækkun á kaffi, sem er
höfuðframleiðsla Brazilíu, liefir
stjórnin látið eyða 14 miljónum
sekkja af kaffi, frá því i júní
1931. Tilraunir þær, sem aðrar
þjóðir hafa gert, til þess að
koma i veg fyrir of mikla fram-
leiðslu, eru í sannleika smáar
saman bornar við þessa tilraun,
sem eigi verður um sagt annað
en að hún hafi náð þeim til-
gangi, að verðið á kaffi héldist
hátt. Frá þvi í júní og til 1.
febrúar þessa árs var búið að
eyðileggja 14,057,000 sekki af
kaffi, en hver kaffisekkur inni-
heldur 132 ensk pund. Þessu
verður haldið áfram í stórum
stil næstu mánuði. Um mitt ár
kemur ný framleiðsla til sög-
unnar, 20 milj. sekkja. Áætlað
er, að Brazilía verði að eyði-
leggja 9,400,000 sekki á fyrra
misseri þessa árs, eigi verð að
haldast hátt. — Hið háa kaffi-
verð hefir haft lieillavænleg
áhrif á gengi brazilianskrar
myntar og gert Brazilíumönn-
um auðveldara að standa við
skuldbindingar sínar erlendis.
Sem stendur eru 2,660,000
kaffitré í rækt i Brazilíu og
! mun láta nærri, að helmingur
kaffiframleiðslunnar í heimin-
um sé í höndum Brazilíu-
manna. (Annað mesta kaffi-
framleiðsluland í heimi er Co-
lombia 453,000,000 kaffitré, ný-
lendur Hollendinga 160,000,000,
Venezuela 155,000,000, Guatae-
mala, Salvador og Mexico
80,000,000 hvert, en í heiminum
er talið, að séu alls 4,004,240,000
kaffitré i ræktun). — Brazilíu-
menn hafa á seinni árum reynt
að takmarka innflutning og
framleiðsln í landinu sem mest
af þvi, er inn hefir verið flutt.
Hitt og þetta.
Flugmál ítala.
Simfregnir frá Rómaborg í lok
s. I. mánaíSar herma, aS á seinustu
sex árum hafi ítalskar póst- og
farþegaflugvélar flogiö alls 20.
500.000 kílómetra, án þess nokk-
urt slys yr'öi, sem farþegi bíiSí
bana af. Á þessum árum uröu þó
átta flugslys, sem bæði farþegar
og flugmenn hlutu meiðsl af. Frá
árinu 1926 hefir tala farþega auk-
ist úr 300 upp í 50.000 (1932). Ár-
ið 1926 var flutningur, sem flutt-
ur var í flugvélum, 10 smál., en í
fyrra á annað þúsund smálestir,
Flugleiöir, sem ítalskar flugvélar
fara, voru 1926 5000 kilómetrar á
lcngd, nú 5 miljónir kilómetra. —
ítalir halda því fram, aö hjá þeim
sé skipulagning og eftirlit ortSiö
svo fullkomið, að hvergi í heimi sé
minni flugslysahætta en i Ítalíu.
Morð í Bandaríkjunum.
Árið sem leið voru framin
51.200 morð í Bandaríkjunum eða,
miðað við íbúatölu, 10.08%. Til
samanburðar má geta þess, að
hlutfallið milli morða og íbúatölu
i Englandi og Wales er 0.05%.
Eru framin fleiri morð i Banda-
ríkjunum árlega en í nokkru landi
jarðar öðru. Miðað við íbúatölu er
nú tiltölulega minna um morð í
Chicago og New York en mörg-
um borgum öðrum. (FB.).
1 — „