Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 1
J Óltl bifEÖ 1953 Jólahugleiðing eftir sr. Áreííus Níelsson Engin hátíS á mein íuicistai-Sur en jólin. Þess vegna sýnast þau svo íslenzk, svo samgróin landi og þjóð, eins og þau hetöu getað orðið til einmitt hér á landi elds og ísa. En samt eru þau helguð fæðingu harns og atburoi, sem Austurlönd eru fræg fyrir. Þar austur við dökk fjöií og björt vötn að botni hins hlýja Miðjarðarhafs fæddist litli og lítilsvirti en dásamlegi drengurinn, sem gaf mönn- unum jól kristninnar. En þetta er samt hálfsögð saga. Jóiin eru norrænni, íslenzkari, eldri en frásögn jóiaguðspjailsins. Þau eru í órofa sambandi við ijósást manna og himnasýn, vonir þeirra og trú. Löngu áður en kristmn varð til austan Líbanonstinda, fögnuðu börn Norðurlanda hækkandi sói, fögnuðu þeirri stund, er móðir sól sneri við á göngu smm og stefndi hærra og hærra til sigurs yfir myrkrum og hríð- urn, unz allt var klætt í guli og glans vors og iífs. Þannig mætir hið fegursta og dýpsta í menningu heiðninnar sjálfum gleðiboðskapnum um börn ijóssins og dýrð guðs- ríkisins. Og af því verður uppspretta ljóstrúar og lífsþrár, sem er iind menningar og friðar í mannheiminum, er hf- andi brunnur hins andlega seims, hinnar eilífu auðiegðar, eins og Sveinbjörn Egilsson segir í ódauðiegri þýðmgu hins óviðjafnanlega jólasálms: „Heims um ból“. Annars eru andstæður jólanna svo undariegar. Það er fleira en kristindómur og heiðindómur eða hugsjónir beggja þeirra stefna, sem þar renna saman líkt og tvö stórfljót menningar og tilfinninga. Þótt ekki væri athugað annað en jólasagcm eins og hún er í Nýja Testamentinu og borin saman \ið það, sem síðar gerist, eða sínar eigin andstæður, þá rekur hver undrunin aðra. Fyrst má benda á það, að jólasagan, iátiaus frásögn ólærðs og nafnlítiis höfundar, að minnsta kosti verður fátt um hann sagt með vissu, að hún skuli setja allt í hreyfingu, næstum því gera byltingu á lífi milijóna jafní í hreysi og höll, úti á höfum og inni í afdölum eða hátt uppi í fjöilum.- Vegna þessarar htlu sögu af hversdagslegum atburði eru kveikt ljós, suffgnir söngvar, gjafir gefnar og þegnar, heit unmn og viðhöfn um hönd höfð ekki einu sinni heldur árum saman, já , öld eftir öld, hjá tugum þjóða. Á hundr- uðum tungumála í milljónum guðsþjónustna. Em lítii em- föld saga, allt mælskuflóð spekmganna. Eða atburðunnn sjálfur, hugsio ykkur hann. Em ung stúlka, umkomulaus, óvirt, já, talin sek um opmbera smán, samkvæmt sögu Mattheusar. En aldirnar gera hana ínivnd og tákn hmnar hreinu, heilögu ástar, hins eiKfa töfrandi kvenleika. Hún er sett ofar hverri frú, hverri meyju, hin eina meyja, ofar drottningum og öllum hefðarkvendum jarðar, himnadrottningin, sóiarblóminn, sem miiijónimar hafa andvarpað tii, af því að hún var biíðan, sem skilcti allt, íyrirgaf allt, ástin, sem umvafði heimirm allan og um leið hvert einasta titrandi hjarta hugljúfum vonum og himneskum friði. Slík er hún orðin, stúlkan í jötunm. Umkomuiaus útlagi í asnastalli, himnadrottnmg heims, sem ekkert sæti á jörðu hæfir, brúður Guðs, móðir drott- ins. Eða hirðarnir óhreinir, skeggjaðir smalar, syfjaðir, þreyttir, lítilsvirtir, ekki í höll, ekki einu sinni í hréysi, heldur úti, utan allra dyra, en þar sem víðsýni næturinnar eitt hatöi völd, með heiðríkju og stjarnadýrð og — hjá hirðunum engiar, æðstu hugsýnir mannlegs innsæis. H\úlíkar andstatöur, cn þó — allt fellur saman í guð- legt samræmi, yndislegan samhijóm, sem á orðið jól að upphafi og endi, jól, jól, austurlenzk jól, íslenzk jól, heiðm jól, kristin jól. Og orðið eitt með einum þrem bókstöfum er andstæða í sjáifu sér. Það er orð sem enginn skiiur, enginn veit um uppruna þess, en þó er það líf af lífi þjóðanna, uppspretta gleði hrifningar og heilagleika, ijómi dýrðar guðs í myrkn og frostum, líf í dauða. Þess vegna eru jólin og eiga að vera íslenzk hátíð, sem felur í sér hvorttveggja í senn, vizku og fegurð norrænnar heiðm og heiðríkju, og kærleika og hugsjómr austurlenzkrar kristni. Og af því kveikist hið heiga Ijós jóianna í hugum og hjörtum manna. Ljós jólanna verður þá um Ieið tákn norrænnar, ís- lenzkrar menningar. Hvar sem það ijómar, eru börmn minnt á hækkandi sói og komandi vor guðsríkis. Og að fegurstu og helgustu jólaljósin kveiki þau í sínum eigin augum, og heitasti logi jólanna verði í þeirra eigin barmi. Og birtan og hlýjan frá ljósi jólanna geri |>au sönn ljóssms börn, sem efla frið og unað, skapa vor-gleði og bjartsým í mannheimum. Ljós jólanna verður þá sameiningartákn andstæðn- anna til sköpunar og mótunar nýrrar veraldar. Þar ganga vetrarstormar fjallanna og friðsæla bæjanns í dalnum að einu starfi. Þar byggja saman öfl skammdegisnæturmnar og sólrúnir suðurhæða. I Ijósi jólanna verða heiðtti og kristni að emurn og sama straumi, sem lífgar, gleður, huggar og styrkir. Og fvrir slíkum krafti verða öll von- bngði að víkja, sorgirnar mýkjast, söknuður hverfist i angurblíðu og hið ílla missir öll vopn úr höndum fyrir geislandi örvum frá brosandi barasaugum, sem eiga gleði og frið, bjartsýni og eiíífa æsku frá Ijósi jólanna. Það Ijós getur breytt syndinm í heilagleika, hatrinu í kærleika, dauðamim í líf. Gieðileg jól!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.