Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 3

Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 3
3 JÓTJVBLAÐ VfSlS Vestur við Kollafjörð. ■ Nielsen aðalprófessör við Lista- háskólann kveðju sína og beiðni um að hann prófaði hæfni Sveins og kunnáttu. Sveini fannst för sín hafa orðið góð og þótti ráð sitt hafa vænkazt til muna. Hann þakk- aði Joakim listmálara góð ráð og góðan stuðning, kvaddi og hélt til fundar við Eijnar pröfessor Nielsen. Prófessorinn gat ekki dulið undrun gína að sjá hinn langt aðkomna pilt norðan frá heimskauts- baug, þeirra erinda að setjast á skólabekk Listaháskólans í Kaupmannahöfn. En þrátt fyrir bezta vilja og kveðju frá Joa- kim Skovgaard, kvaðst hann þó ekki geta né mega taka Svein að óreyndu inn í skól- ann, og kvaðst mundu verða að sjá eitthvað af verkum hans áður. Sveinn tók fram myndir sínar og beið í ofvæni hins örlagaþunga úrskurðar. Prófessor Nielsen var til að byrja með svipþungur og það hnusaði í honum, er hann virti fyrstu myndirnar fyrir sér. En beim mun fleiri myndir sem hann skoðaði því léttara varð yfir honum og innan stundar kvað hann upp dóm sinn: Sveinn skyldi tekinn í skólann og átti að rnæta í fyrstu kennslustundinni árla næsta morgun. Sveinn kveðst sjálfur aldrei hafa komizt í meiri né alvar- legri vandræði heldur en þenn- an fyrsta morgun sem hann sótti kennslustund í Listahá- skólanum'. Vegna eftirvænting- ar og tillilökkunar átti hann érfitt með svefn nóttina áður, reis því snemma úr rekkju og var ákveðinn í því að mæta ékki síðastur allra í kennslu- stundinni. Þegar hann kom a ákvörðunarstað voru dyrnar læstar, en hann barði að sið sinnar sveitar þrjú þung högg. Eftir litla stund heyrðist léttur úndirgangur, komið var tii dyra og hurðin opnuð. Hvílík sjón! Sveinn Þórarinsson frá Kílakoti í Kelduhverfi var nærri fallinn í ómegin. Innan við dyrnar stóð ung og ítur- vaxin kona en á líkama hennar var ekki eina einustu spjör að sá. En þeim mun meiri varð blygðunin í svip og framkomu hins unga Keldhverfings, sem aldrei hafði þvílika sjón áður augum litið. Hann varð rauður frá hvirfli til ilja, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, og sizt af öllu vissi hann hvað hann átti af sér að gera. í fyrst- uiini hélt hann að um ein- Évern misskilning væri að ræða, að hann hefði af mis- — Málverk eftir Svein. skilningi villst, en hín frjáls- lega og djarflega framkoma hinar nöktu konu sannfærðu hann um að hann væri a. m. k. ekki á hættulegum stað. Enda fór það svo að þegar hún fékk mælt og hann skilið hinn kok- hljóða framburð hennar, kom það upp úr kaíinu, að hún var „modell“, ráðin til þess að láta teikna sig. Þegar Sveini hafði skilizt hið rétta örlaga- samband milli naktrar konu og náms síns sætti hann sig við orðið hlutskipti og fannst ekki lengur neitt athugavert við það. Um námsferil Sveins er ó- þarft að orðlengja framar. Námið var erfitt og strangt, en hinsvegaf hið ákjósanlegasta í alla staði. Þarna var hann 1 3 V-i vetur undir öruggri hand- leiðslu Eijnars Nielsen og ann- arra góðra kennara, en heima í Kelduhverfi vann hann á sumrin og fannst það einnig góður skóli þótt á annan hátt væri. A öðrum vetri listnáms Sveins Þórarinssonar' bar fyrir hann þá sýn, sem enn stendur fyrir — ekki aðeins hugskots- sjónum — heldur raunveru- legum sjónum hans enn í dag. Það var stúlka sú, sem nú er eiginkona hans, Karen Agnete Enevoldsen, þá samnemandi hans á Listaháskólanum. Þau giftu sig í Khöfn 1929 og héldu þá beina leið í Kílakot í Keldu- hverfi, þar sem þau dvöldu samfleytt í tvö ár. En þau dvöldu mörg fleiri ár nyðra á ættslóð Sveins. Eftir framangreinda tveggja ára dvöl í Kílakoti reistu þau bú á Byrgi, en það er örreitiskot í eystra mynni Ásbju-gis. Hafði býli þetta verið nokkur ár i auðn enda fáum búnast á því svo lífvænlegt þætti. Á þessu eyði- býli lifðu þau hjónin fyrst og fremst á sölu málverka, en á sumrin slóu þau harðbalana á túninu og í grend við það og seldu nágrönnunum heyið. Það voru einu tekjurnar sem þau hjónin höfðu sér til lífsaf- komu. Eitt haustið keyptu þau hjónin kú, hálfgerðan forngrip, sem hætt var að mjólka nema tvo lítra í mál. Þessi kaup vöktu athlægi sveitunganna, sem sögðu að það borgaði sig alls ekki að fóðra kú, sem gæfi ekki hærri nyt en þetta. En Sveinn sagði að þessi kýr hentaði sér betur en aðrar kýr, því hún mjólkaði nákvæmlega það sem þau hjónin þyrftu á að halda, og þyrftu þar af leið- andi ekki að hella mjólk nið- ur. Auk þess hefðu þau nægj- anlegar heybirgðir handa henni, sem þau gætu ekki hag- nýtt á annan hátt. — En sveit- ungarnir hættu að hlægja þegar þeir urðu þess áskynja að kýr- in á Byrgi gaf af sér betri tekjur en nokkur önnur kýr í sveitinni. Þetta skeði með þeim hætti að Sveinn málaði kúna og seldi málverkin. Á þennan hátt varð þetta ein ,,nythæzta“ kýr í íslenzkri sögu og fáir hafa grætt meir á kúarækt en einmitt Sveinn í Byrgi. Meðal þeirra, sem keyptu málverk af kúnni voru Eijnar Nielsen prófessor við Listaháskólann i Höfn, aðal-kennifaðir Sveins. í átta ár voru þau hjónin í Byrgi. Þetta var að mörgu leyti ánægjuleg dvöl þótt einmana- leg væri á stundum. Kvaðst Sveinn ekki geta komizt hjá því að geta þeirra aðila, sem mest og bezt hefðu hjálpað sér og aðstoðað á þessum árum, en það voru sýslumannshjónin á Húsavík. Þau hefðu reynzt þeim hjónum hjálparhella hin mesta, gengið þeim blátt áfram í foreldrastað og greitt götu þeirra í hvívetna, ekki aðeins hér heima, heldur og á erlendri grund. En það væru fleiri en þau sem stæðu í óbættri þakk- arskuld við þau sýslumamis- hjón, því þau hefðu bjargað lífi flestra Húsvíkinga með þeim hætti að er þau hjónin komu norður og Júlíus Havsteen tók við embætti, dó árlega stór hópur Húsvíkinga úr. taugaveiki. Sýslumaður rak orsökina til drykkjarvatns og linnti ekki á.látum fyrr en ný vatnsleiðsla var tekin í notkun og eftir það hefur ekki borio á þessum faraldri. Árið 1939 — sama árið sem heimsstyrjöidin mikla brautzt út, sigldu þau hjónin til Dan- merkur, en þegar þau sáu hvert stefndi leituðu þau lags að komast heim og tókst það með Petsamoförunum 1940. Frá þeim tíma hafa þau hjónin dvalið hér í Reykjavík, hafa komið ár sinni vel fyrir borð og eiga nú hið yndislegasta heimili á Kvisthaga 13, þar sem þau geta við hin ákjósan- legustu skilyrði stundað list sína í ró og næði. Sveinn telur sig frá önd- verðu hafa verið hamingju- saman mann. Hann telur öli atvik lífs síns hafa verið sér til góðs og stefnt í rétta átt. Hann segir, að enda þót hann aðhyllist ákveðna listastefnu, telji hann aðrar listastefnur eiga engu síður rétt á sér svo fremi sem á bak við búi sann- ur listamannsandi. Það skiptir út af fyrir sig ekki svo miklu máli hverskonar stefna í list sé túlkuð, heldur hitt að lista- verkið sé gert af knýjandi þÖrf til sköpunar og að sjálfsögðu að því tilskildu að það full- nægi þeim kröfum sem gerðar eru til byggingar listaverks og listameðferðar. Kona Sveins Karen Agnete Enevoldsen er fædd í Kaup- mannahöfn árið 1903. Faðir hennar er eigandi þekktrar sætindavei'ksmiðju þar í borg og hafði m. a. fyrr meir selt framleiðsluvöru sína hingað til lands í allstórum stíl. Karen Agnete kvaðst hafa farið að pára og krota frá þvi er hún fyrst man eftir, enda hafi löngunin i þessa átt verið óstöðvandi. Fyrir bragðið var hún send í teiknikennslu þeg- ar hún var 9 ára að aldri. En svo mjög tók teikninámið hug hennar allan, að hún sló slöku við bóknám allt og barnalær- dóm. Þetta varð til þess að foreldrum hennar þótti ugg- vænt um hina almennu mennt- un hennar. tóku hana úr teiknináminu og settu hana * bóknámsskóla. Þannig gekk þetta þar til er hún varð 16 ára gömul. En hugurinn stefndi að því sem verða-.vildi, for- eldrum hénnar var þetta ljóst og að ekki þýddi að stemma stigu þeirrar ólgu sem þegar var í gerjun. IJenni var komið á svokall- aðan Rannowsteikniskóla, sem er undirbúningsskóli undir Konunglegu postulínsverk- simðjuna, en þangað var henni ætlað að fara. Karen Agnete var byrjuð að mála postulín, en þá snéri hún allt i einu blaðinu við og ákvað að verða listmálari. Mun sú ákvörðun ekki sízt vera að þakka kennara hennar, sem taldi sig finna ótvíræða hæfi- leika hjá hinum unga nem- anda og hann myndi vera til meiri listsköpunar ætlaðan. Var henni þá fengin nýr kenn- ari, Kala Colsmann, þekktur listmálari sem kenndi henni um tveggja vetra skeið í einka- tímum. Að því búnu fékk hún ingöngu í Listaháskólann og stundaði fyrst nám hjá prófessor Vandel, en síðan hjá Eijnari Nielsen. Þar kynntist hún Sveini Þórðarssyni, er síð- ar varð eiginmaður hennar, og má því segja að þessi dvöt. á Listaháskólanum hafi skap- Frh. á 35. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.