Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 22

Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAD VÍSIS - íkveikja í New York Frh. af 17. bls. ’ ‘ að íkveikjan á Breiðgötu átti að vera merki um að hefja upp- reist. Og ef þessi gríski eldur er nothæfur getur eldhaf orðið í Breiðgötu á svipstundu. Þá gæti uppreistin hafist — en ég tel vafamál að þeir geti hafist handa — „frelsissynirnir eru alveg lamaðir síðan Butler kom hingað með her sinn. En við getum þó sýnt Norðurríkja- mönnum að fleiri en þeir geti brennt borgir!“ Hann tók upp dagbla'ð og sýndi þeim. „Sjáið þetta! Sher- man hefur brennt Atlanta! Hann heíur brennt hana til grunna af ráðnum hug. Og hann hefur ekki aðeins brennt Atlanta, en einnig — eftir því sem þetta blað segir, sex aðra bæi, sem þið sjáið hér til- greinda.“ Martin hálflygndi augunum og leit hvast á hvern af öðrum. Ashburn var venjulega rjóður, en nú náfölur. Augu Kennedys loguðu. Chenault herpti varirn- ar. Headly hleypti sjaldan brúnum en nú var hann ygld- ur á svip og beit fast í vindil sinn. „Ég vissi að þið mynduð allir vera sama sinnis um hvað okkur bæri að gera“, sagði hann mjúklega. Það átti að kveikja í gistihúsunum. Áformið var að þeir félagar leituðu sér gistingar í hinum stóru gistihúsum við Breiðgötu og átti hver maður að leigja sér herbergi á fjórum stöðum undir mismunandi nöfnum. Síðan áttu þeir að ganga á röðina síðdegis og kveikja í herbergjunum, þó ekki of seint, svo að fólk gæti forðað sér út. Maður fékk 10 floskur með grískum eldi. Það var vökvi, sem blossaði upp þegar flask- an var' brotin og loft komst að vökvanum. Daginn eftir skyldi til skarar skríða. „Jæja, góðu vinir“, sagði Martin ofursti mjúkur í máli. „Það er bezt að halda af stað. Gæfan fylgi ykkur öllum og munið að skjóta ekki nema þið séuð tilneyddir. Þeir sem ekki hanga í Ijósakerastaurunum á morgun komi hingað annað kvöld.“ Headly einn gerði síðan grein fyrir því hvað hann hefði gert, en allir hinir fóru eins að. Hann hrúgaði stólum, drag- kistu, skúffum og öllu lauslegu Upp í rúm sitt á gistihúsinu, stakk dagblöðum í holurnar innan um hrúguna. Þá tók hann lykilinn úr hurðinni og stakk honum í að utanverðu. Síðan fleygði hann innihaldí flöskunnar á hrúguna í rúminu og allt blossaði upp á svip- stundu og hávaðalaust. Hann var ekki kominn nema til dyra þegar skíðlogaði i her- berginu. Hann lokaði að utan. Fór niður og skilaði lyklinum. Headly gengur á röðina. Síðan fór hann í Borgargisti- húsið, Þar fór allt slysalaust fram. Á leið sinni að Everett gistihúsi leit hann upp í glugga sinn á Astor. Þar var mjög bjart, en ekki sá hann nein rnerki þess að eldsins hefði orð- ið vact, Hann kveikti síðan .í á tveim öðrum stöðum. Aðeins á síðasta gistihúsinu sýndist hon- um húsvörðurinn lítá eitthvað kynlegá á 'sig. Þegar hann kom út heyrði hann éldklukkurnar hringja fjærri bænum. „Þarna er Martin að verki“, hugsaði hann. Skömmu síðar var hávaðinn af eldklukkum orðinn eins og hundrað klukkum yæri hringt. Borgin virtist iða og nötra af prðlausri æsing. Þá sló ráð- húsklukkan lö mínútur yfir ð. Það voru liðnir tveir tímar síð- an hann hóf starf sitt.'Hvorki sá hann eld né reyk úr Astor gisti- húsinu. En andspænis við Barnumsafnið, var fólkið æðis- gengið. Þar var fólk að klöngr- ast ofan af þriðju hæð. Slökkvi- liðið þusti að með hvellandi bjöllur og syngjandi lúðra og ótölulegur manngrúi var þar á iðandí ferð. Himininn var rauður af eldi. Headly gekk niður Breiðgötu og yfir að Norðurá. Þar stað- næmdist hann við bólverkið og þreytti frá sér af öliu afli þeim íkveikjuflöskum, sem hann átti eftir. Blossunum skaut upp hér og þar og svo logaði hátt uppúr hálfermi af heyi sem einn byrðingurinn hafði á þilfari. Hann vonaði að eitthvað af herskipunum þarna yrði fyrir eyðileggingu af eld- inum. Himininn var rauður að baki honum þegar hann hélt aft- ur upp á Breiðgötu og blandaði sér í múginn, sem fór eins og niðandi hafstraumur um göt- urnar. „Hvað gengur á?“ æpti hann í eyrað á manni einum, sem var gráfölur í andliti. „Það eru uppreisnarmenn- irnir,“ sagði maðurinn og saup hveljur. „Þeir ætla að brenna New York til hefndar fyrir Atlanta! Það eru synir frelsisins — þeir eru að gera upreist!“ ____♦ ________ __ Dagblöðin frá þessum tíma minnast öll þessa dags með j stórum fyrirsögnum og frá- sögnum. Það eru þó eingöngu brot úr atburðum. Skelfingin og æsingin var svo mikil að illt var að fá yfirlit. Telja blöðin furðulegt að borgin skyldi ekki eyðast og álíta sum að hér hafi forsjónin gripið í taumana. — Hefði verkið verið eins vel framkvæmt og það var hugsað, hefði enginn mannlegur mátt- ur getað bjargað New York þetta kvöld. — Aðrir sögðu sem svo, að íkveikjuefnið hafi ekki verið eins fullkomið og til var ætlast. — En uppreist varð engin, sá möguleiki hjaðnaði niður, þegar her Butlers settist | þar að og New York sagði sig ekki úr ríkja^ambandinu. ,,Manhattanherinn“ kom samah i fundai-stað sínum um j kvöldið cig allir skiluðu sér.|! Hinn kpldi og rólegi foringi, Martin ofursti, kom þeim óhult- um úr borginni degi siðar og norður yfir landamæri Kanada. Aðeins einn var liengdur. . Hér varð þó miskunnarlaus eftirleikur. Ári síðar fóru tveir af samsærismönnum, þeir Ken- nedy höfuðsmaður og Ashbrook fyrirliði suður fyrir landamær- in aftur og ætluðu að reyna að komast. til samherja sinna i Suðurríkjunum. Ashburn komst leiðar sinhar en Kennedy var handsamaðúr. Hann var leiddur fyrír her- rétt sakaður um njósnir og um að hafa gert tilraun til að brenna borgina. Það kannaðist hann við — en var ekkert að hafa fyrir því að segja frá því hvað géstir. gistihusanna hefðu verið hrifnir af því að lesa um brennuna i Atlanta. — Frá því sagði Headly síðar. — Tuttugasta og fimmta marz gekk Kennedy ' höfuðsmaður föstum skrefum á aftökupallínn í Lafayettevirkinu. Sérstök lítil saga var sögð eftir íkveikjukvöldið. I öllum æsingnum á föstudagskvöldið var kona .tekin föst. Hún sást við St. Nikulásar gistihúsið rétt eftir að kviknaði í því og við Metropolitan þegar þar logaði. Hún var í haldi eina nótt, en þá. skipaðj háttsettur lögreglu- maður svo fyrir, að Henni skyldi sléppt. Ekki er frá því sagt, hvort hún var ljóshærð eða dökkhærð eða hvort hún bar skraut og glys gleðikvenna, eða hvert hún fór þegar henni var sleppt. — Og um það mun ekkert vitnast úr þessu. (Endui'sagt). Skotaséguir... Skoti sezt á hestbak. En við- staddir verða meir en lítið undrcmdi þegar hann sezt öfug- ur í hnakkinn og einblínir án afláts á stertinn á hestinum, „Heyrið þér!“ hrópaði einn hinna viðstöddu, „þér sitjið öfugt í hnakknum.“ „Nei, eg sit rétt. Bévítis bikkjan gleypti áðan tíeyring sem eg. misti í hey.ið:“ f London eru til sérstakar fjögurra „pence“-ver2danir, og hver einstakur hlutur kostar 4 pence, sem þar er til sölu. Dag nokkurn kom Skoti inn í verzl- unina, snýr sér að einum af- greiðslumannanna og spyr: „Hvar er bifreiðadeildin?“ H.f. Bílasmiðjan SKÚLATONI 4. SIMI 6614. REYKJAVÍK. önnumst allskonar yfirbyggingar á strætisvagna, langferðabíla, jeppa og jarðvinnslutæki. Kappkostum að fylgjast með öllum nýjungum. Allskonar viðgerðir á yfirbyggingum, klæðmngu ásamt málningu. for the World’s Smoothest. . . Cleanest \ Fastest... Safest Shavesl Er rakvélin sem sparar útgjöldin og eykur þægindin. * m Sveinn Björnsson & Ásgeirsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.