Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ VÍSIS
25
þveran Vatnajökul fyrir hálfri öld.
Frh. af bls. 8.
mjög niðurgönguna og flýttu
ferð okkar.
Veðurtepptir
í tvo daga.
Alla næstu nótt rigndi mikið,
en kvöldið eftir gátum við
unnið við stóra sleðann í tvo
tíma, 13. ág'úst steyptum við
okkur fyrir fullt og allt inn á
hinar leyndardómsfullu hjarn-
breiður jökulsins með allt okk-
ar hafurtask. Við fórum þannig
að, að við tókum annan sleð-
ann í einu, svo að við fórurn
hvern spöl þrisvar. Við dróg-
um fyrst annan sleðann þar til
við vorum uppgefnfr, hvíldum
okkur svo með því að spenna
á okltur skíðinn og ganga til
baka og sækja hinn sleðann.
Þann 13. fluttum við tjaldstað j
okkar um tæpa 5 km., og þann I
14, rúma 6. Síðari daginn allan
vorum við í blindþoku-sudda,
er breyttist í snjókomu um það
leyli sem við tjölduðum, kl.
11,30 f.h. Þarna vorum við
veðurtepptir í tvo sólarhringa,
meðan hríðin hamaðist úti fyr-
ir. Einhvern veginn leið þessi
tími, þótt langur væri, með að-
stoð bókanna, tóbaksins og
spilanna, og svo við að eta og
sofa. Veðrinu slotaði að morgm
þess 16. og það virtist ætla að
birta upp. Okkur var íarið að
vanta eldsneyti, svo að við
snerum aftur, nokkur hundruð
skref að ,,Scotia“~sleðanum.
Við vorum dálitla stund að
finna hann, því að slóðina
háfði alveg fennt í kaf, en
drógum hann svo að tjaldinu.
„Grynningar“
og blind'þoka.
Veðrið fór batnandi, svo við
felldum tjaldið og lögðum af
stað. Af því hvað tjald okkar
var lítið, var ekki hægt að hafa
neiha lítið eitt af farangri okk-
ar inni hjá okkur. Annað
var sett út fyrir tjaldskör-
ina. Þurfti oft að grafa þaS upp
með nokkurr’i fyrirhöfn, því að
snjórinn hafði stundum harðn-
að. í þetta sinn vorum við svo
óheppnir að skilja eftir einn
eða tvo hluti; annar þeirra var
jarðfræðihamar, sem hafði
komið sér mjög vel við að reka
niður tjaldhælanna. Nýsnævið ^
og stirðnandinn hafði bætt svo,
færðina, að nú gátum við í
f.yrsta sinn dregið sinn sleðann'
hvor, og okkur sóttist svo vel.
leiðin, þrátt fyrir smávegis
laslo.-ika, að kl. 10 f.h. þann 18.
höfðum við fárið nærri 25 km.
Kvöldið áður hafði okkur miðað
ágætlega, fyrst í dagsbirtu og
síðar í tunglskini.
Allt í einu sáurn við, að
larigt út á hvitri flatneskjunni
reis lítill, svartur depill er siriá-
hækkaði. I minnsta kosti háífa
klukkustund sagði hvorugur
okkar neitt, því við óttuðumst
að þetta væri ský, en kölluð-
um svo samtímis; „Grynningar
framundan!'1 Þetta var áreiðan-
lega klettatindur, er skagaði
upp úr suðurrönd. frerahafs-
ins. Allt í einu var eins og
tröllsfingur hefði þurrkað þessa
sýn út og á svipstundu var
skollin á blindþoka. Það kom
oft fyrir, þegar allt var í bezta
gengi, að þá kom þokan og
gerði illmögulegt að halda réttri
stefnu. Það var nógu örðug't
að halda stefnunni í björtu
veðri, því Snæfell var nú horfið
úr augsýn og Kverkfjöllin. í
norðurbrún jökulsins, voru svo
breið og ólöguleg, að þau gáfu
ekki nema óákveðna leiðbein-
ingu. Vissulega höfðum við
áttavita,.en hver sem reynir að
draga sleða og fylgjast með
stefnunni á áttavita, mun verða
þess var, að það er enginn
hægðarleikur.
Iliti og kuldi
á jöklinum.
Sá, sem á undan fór, sneri
sleða sínum í rétta átt og dró
hann af stað, og hinn, sem síðar
fór, reyndi að halda honum á
réttri stefnu. Eftir að við höfð-
um gengið nokkur hundruð
skref, athuguðum við stefnuna,
og kom þá alltaf í ljós dálítil
stefnubreyting til hægri; að
vísu lítilvæg í fyrstu, en ef
þeirri stefnu var lengi haldið,
leiddi hún langt afleiðis. A
daginn var hægt að taka stefnu
á eitt kennimerki af. öðru á
yfirborði jökulsins, smámishæð
eða litaskipti, en á nóttunni
var birtan svo léleg, að þeita
hvarf. Ef við hefðum verið
þrír og einn. getað gengið á
undan með áttavitann í hend-
iimi, hefðum við getað naldið
áíram í öllu færu veðri. Þessa
nótt, sem hér um ræðir, stönz-
uðum við um miðnætti og'
tjölduðuin — það starf var
ekki öfundsvert, að fást við
frosið tjaldið, gaddaða tjaid-
stagi króklopnir. Við lögðum
aftur af stað um 4-leytið, þá
grillti í sólina við og við gegn-
um þokuna. Samt gat sólin ekki
dreift þokunni ogvið þrömmuð-
um á.fram af þráa og bitum á
iaxlitín í sex klukkustundir >?
eltum allan tímann stói'kost-
legan „þoku-boga“, sem stækk-
aði og varð vofuleg'ri eftir því
sem þokan þynntist.
Snjórinn var nú farinn að
meyrna, svo að við tjöiduðum
kl. 10 f.h. og sváfum í nokkrai
klukkustundir. Við vöknuðum
við næstum óþolandi húa; s >i-
in skein á tjaldið og hitaði það
svo, að næstum ólíft varð í
í því. Úti fyrir var kaldur
stinningssveljandi og hitinn í
skugganum vav reyndar nokk-
uð undir frostmarki. í raun
réttri var það annars svo, að á
me&an við vorum á jöklinum,
var okkur aldrei almennulega
heit, nema þegar við unnum
okkur hita. Þegar sól skein i
heiði, blés oftast kaldur vindui'
ef logn var, sem sjaldan var við,
var venjulega rakt og kalt.
Tindarnir
áttu ekki að vera til.
Við höfðum nú ágætt útsýni
til tindsins.'Þeir voru nú orðnji
fleiri en við höfðum séð snöggv-
ast nóttina áður. í hinu tæra
lofti sýndust þeir aðeins um
8 km. í burtu, en það kom i
ljós, að fjarlægðin var helm-
ingi lengri. Allt af öðru hvoru
létum við blekkjast af fjarlægð-
um, vegna fjallaioftsins. Þetta
snerist stundum skringilega
við, þegar við lcomum aftur
niður á láglendið, þar sem loftið
var ekki eins tært. Við höfðum
tjaldað rétt á brúninni á dal
einum í jöklinum og lá leið
okkar fyrir endann á dalnum.
Hinum megin við dalinn reis
þyrping hömrum girtra tinda,
að vísu ekki mjög hárra, en þó
tilkomumikilla í aug'um okkar,
eítir alla flatneskjuna. Þótt
tindar þessir væru merkilegir
og jafnvel fallegir, að okkar
áliti, þá settu þeir okkur í all-
mikil vandræði, því ef við vær-
um á réttri leið, þá áttu þeir
ekki að vera til! Hin eina skýr-
ing' á þessu var sú, að landabréf
okkar væri skakkt, að líkindum
af því að enginn hefði séð pessa
tinda áður.") Það var ekki
hægt að komast að neinni nið-
*) Hafa að ííMndum verið
Esjufjöll. Þau rísa álíka hátt
yfir yfirborð jökulsins cg þeiv
félagar gera ráð fýrir og vatna-
skil austur og vestur jökulsins
eru skammt vestan þeirra. Þýð.
urstöðu með öðru móti en að
klífa hæsta tindinn og litast-
um. Tveim dögum siðav vortim
við nærri rótum þeirra. Á leið-
inni urðum við að komast fyr-
ir tvær stórar jökulspvungur,
og þar eð farið var áð rökkva,.
er við komum að þeim, orsök-
uðu þær okkur talsverðan
spenning. Undir eins á eftir
urðum við að klífa bratta
brekku, en við vorum nú'
komnir í ágæta þjálfun, svo að
okkur tókst þetta án þess að
hverfa aftur að fyrri aðgerðinni
að selflytja sleðana.
Daginn eftir, fegnir yfir
hvíldinni frá stritinu við sleða-
dráttinn, lögðum við glaðir í
fjallgönguna. Ein hliðin á
tindinum var hæg brekka úr
veðruðu lausagrjóti af eid-
fjallauppruna, aðallega móberg,
hrafntinna og vikur, á hinni
hliðinni var stuðlabergs stand-
berg alla leið niður á jökul um
100 metrum neðar. Það sem
vakti mesta athygli okkar, var
samt bara lítil vatnssitra, neð-
an við snjóskafl, —- fyrsta lind-
in sem við höfðum séð í heila
viku, því við bræddum snjó til
daglegrar notkunar á eldavél-
inni. Svo tók ljósmyndarinn og
kortagerðarmaðurinn til starfa.
með Ijósmyndavél og sextant,
en veður- og' jarðfræðingurinn
athugaði hitamæla og braut
stykki úr berginu með ísöxinni.
Öræfajökull
birtist.
Til allrar óhamingju rændu
öfundsjúk ský frá okkur mesta
útsýninu, en við sáum í suð-
suðvestri mikinn snævi þakinn
•••••^••••••••••••••••••••••••^•••••••••(••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••ee*
*
R
Mslendingar 1
Árið um kring halda skip vor uppi reglubundnum samgöngurri á milli hinna dreifðu hafna á landinu, og
yfir veturinn eru betta oft einu samgöngutækin, sem fólk getur treyst tii a'S slvila fa 'Segum og farmi heilum
og; óskemmdum í höfn. Þess á milii eru fjölþættir möguleikar til flutninga, sem fela þó ekki í sér neitt varan-
lcgt öryggi uin samgöngur, og er bað því hagsmunamál landsbúa sjálfra a<’ bcina sem mest viðskiptum til
vor. Með bví styðja þeir og styrlvja þjónustustarí vort og stuðla að ,»ví, að það geti aukizt og batnað.
Taxtar vorir fyvir vöruflutning eru yfirleitt án íiilits til vegarlengdar, þar eð þjónusta vor miðar að því
að jafna nokkuð aðstöðu landsbúa til samgangna, og er þes.s vænzt, að þeir, scm bctur eru settir varðandi
samgöngur, skilji þetta og meti.
Skip vor eru íraust og vel út búin og skipshafnirnar þaulæfðar, og er þcita mikils virði fyrir viðskipta-
menriina, enda viðuvkennt af tiyggingarfélögnnum, sem reikna þeint, er vátryggja, lægsta iðgjald fyrir vörur
scmlar með skipum vorum,
Þetta fyrirtæki er eign stærsta félagsins í landinu, !i jóðí lagsins. Sumuni finnst það fclag svo stórt, að þeir
finna vart til skyldleika eða iengsla við það, en sá hugsjunarliáttur þarí að breytast.
Sfc ipmú tgj\&'ri$ B*iSi isfoiis