Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 31

Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ VÍSIS 31 Stvfúwi Laðnfjörð : fram, að betri fé)rigum hef ég ekki verið með9 4..7* Þegar ég' kom hingað til Revkjavíkur áriS 1903 var hér lítil ,,for-en-akt“ skonnorta, sem hét ,.-To Vender“. Mig minnir að hún væri ekki nema 32 smálestir að stærð. Eins og nafnið bendir á var hún dönsk að uppruna, eða hirggð í Danmörku. Líklega hefur hún verið í fyrstunni keypt hingað til fiskveiða, en hvenær hún kom hingað tii landsins eða hver keypti hana fyrst er mér ókunnugt um, enda kemur það ekkert þessu við. ,,To Vender“ var sterk- byggð, eikarbönd svo þétt aftur innan, miðskips, að það gjörði ekki betur, en hægt væri að korna hnífsblaði á milli þeirra, klædd með furu-plönkum. Sjóskip var „To Vender" sæmilegt, en tregur siglari, einkum á beitivindi. Á liðugum vindi og lensi drattaðist hún á- fram talsvert, en til þess þurfti mikinn vind, en það var óhætt að lensa henni í hvössu ef ör- uggur maður var við stjórn. Eítir að eg komst í kynni við ,,To Vender“ var hún alltaf notuð tii flutninga og ýmislegt snatt. og síðustu afdrif hennar urðu þau, að hún var að leggja upp í „spekúlants-túr“ fuil aí vörum, og' var komin vest- ur á Svið, er 'að henni kom leki, svo mikill, að hún sökk á skömmum tíma. Hvítalogn Vetufer". var og blíðuveður. Mennirnir komust í bátinn og réru inn til Hafnarfjarðar. Þarna bar Túlia litla, (því svo kölluðum við hana oftast) beinin i hárri elli því gömul var hún víst orðin þó mér sé ekki kunnugt um aldur hennar. Þó er eg viss mál á hvíldinni. Draugur (Niss) var í ,,To Vender“. Það var mjög myndarleg stúlka, mein- laus og gjörði aldrei neitt mis- jafnt af sér, en eg vík dálítið að því seinna, Veturinn 1904 á byrjaðri vertíð réðst eg sem háseti á „To Vender“. Eigandi hennar var þá Hannes Hafliðason, skipstjóri. Hún átti að vera í flutningum hér suður með, allt suður á Hafnir. Við vorum 4 skipverjar. Vigfús Jósepsson var skipstjóri, dáinn fyrir mörgum árum, Ottó N. Þor- láksson stýrimaður, lifandi þegar þetta er ritað, og á heima á Nýlendugötu 13, hér, undir- ritaður, háseti og' drengur 12—13 ára sem átti að vera kokkur og mig minnir að héti Arnfinnur Pálsson. Nokkrum árum seinna féll hann út af skipi hér í Faxabugt og drukknaði. Þetta var allur mannskapurinn á Túllu litlu og gat hann ekki talist fjölmenn- ur. Enn ég vil taka það strax Þeir voru báðir, skipstjórinn og stýrimaður, mestu prúð- menni, sjómenn ágætir, djarfir og æðrulausir, en jafnframt gætnir. Hannes reiðarinn, var heldur spar á allt, sem út- gerðina snerti, og var allur reiði og falir heldur lélegt, en með stakri hirðusemi, og góðu eftirliti yfirmanna kom þetta ekki svo rnikið að sök. Seglin voru lieldur góð. Við fluttum mest þungavörur suð- ur í verstöðvarnar, svo sem salt, kol, matvöru og timbur en að sunnan allskonar fiski- föng þ. á m. harða þorskhausa, einkum þegar fór að líða a vertíðina, og fram á vorið kom. Og voru það bæði óþrifa- legur og leiðinlegur fármur. I To Vender var, eins og öðrum skipum, bæði lúkar og káeta, en hún var svolítil kompa sem rúmaði eiginlega ekki nema einn mann. Lúkar- inn var allrúmgóður, og þar bjuggum við allir fjórmenn- ingarnir. Okkur þótti skemmti- legra að vera allir saman enda var samkomulagið gott. Við vorum, að mig minnir, búnir að fara tvo ,,túra“ ann- an suður í Hafnir, en hinn í Garðinn og Leiruna. Næsta túr áttum við að fara til Keflavíkur með salt til Edin- borgarverzlunar (útibús héð- an). Það var ekki búið að skipa út saltinu fyrr en kom- ið var fram á kvöld. Vigfús skipstjóri hafði skroppið i land, á skipsbátnum, sem var nú ekki sérlega vandleg fleyta, ekki stærri en það að hann rúmaði skipshöfnina, sem ekki gat reiknast nema þrír og hálfur maður, og þar að auki hriplekur. Þegar búið var að láta saltið um borð, fórum við Ottól j stýrimaður að . loka lestinni. Við breiddum þrefalda pres- eningu yfir lúgurnar en þegar eg byrjaði að slá í skalkfleyg- ana, segir stýrimaður. Við skul- um berja þá vel fasta og ganga vel frá fleygunum, eins og við getum. Það veit enginn hvað fyrir kann að koma. Þetta sýndi pössunarsemi og varkárni Ottos stýrimanns. En þarna lærði. ég það, hvað það er mikils virði að ganga vel frá lestinni. Og það kom líka á daginn, að það var betra, að við gjörðum þetta. svikalaust. Þegar við stýrimaður vorurn búnir að ganga frá öllu, eins vel og við gátum, kom skip- stjórninn úr landi. Sagði hann þegar hann sá, að við vorum búnir að öllu, að það væri bezt, að tússa upp bátinn. Hann var hafður á hekkinu og bundinn þar vandlega niður. Ákváðu þeir. svo að það mundi vera bezt að leggja sig til kl. 4 og fara þá. Því hvað sem var báru þeir sig saman, og aldrei vissi eg til að annar gjörði neitt, nerna það væri beggja samþykki. Alla vinnu unnu þeir yfirmennirnir jafnt mér, þó eg væri bara háseti og því lítið vanur þilskipum, og aldrei fann ég til þess aö eg' væri undirmaður. Mér fannst þeir alltaf fara með mig sem jafningja sinn, en margt lærði ég af þeim góðu drengjum sem kom mér að góðu haldi síðar. Við förum svo niðui. Kokksi hítfði víst kaffisopa handa okk- ur og við sáturn dálitla stund ,og vorum að rabba saman. Allt . í einu hcyrum við að það er fa.rið að hamást í dælunni. Okk- ;ur. déttur í húg. að .það séu cinhverjir komhir um.borð, og hai'i rókið í dæluna, af ein- hverjum strákskap. Ottó stýri- maður stekkur á fætur, og upp í tröppurnar en um leið og hann stóð á fætur var hætt við að dæla. Iíann fer þó upp, og ég fer á eftir. Við sáum engan, en fórum þó hringinn í lcring að skipinu, og gættum að hvort nokkur bátur væri við skipið, en þar var ekkert að sjá. Það var hér um bil logn, tungl um það bii hálft, mara þykni í loftinu, en svo gott skygni að það sá um alla höfn- ina. Fá skip inni, og öll nokkuð langt frá okkur, mikil kyrð virtist yfir öllu og engan bát var neinstaðar að sjá á ferð. Við stöndum svo dálitla stund á dekkinu og erum að tala um það hvað þetta hafi-getað verið misheyrn, eða hvað? Fórum svo niður, en viti menn við erum ekki fyrr komnir niður á gólfið en það er tekið til að hamast á dælunni aftur, með hálfu meiri gauragangi en i fýrra skiptið. Ég há bölva, og stekk upp í stigann aftur, og stýrimaður kemur á. eftir, en það er eins og í fyrra skiptið, að þá dettur allt í duna logn. Við fórum svo í annað sinn allt í kring á skútunni og gað- um í allar áttir en sáum ekkert. Okkur þótti þetta skrítið, en fórum niður. Vigfús skip- stjóri spyr, hvers við liefðum orðið vísari, en okkur varð ÁVW"AV^WWWVWVVVWWNrt^VltfVSJVW,WWVWWVW%nJVUVVVVWVV^VW'«V WVVVV'UV%JVVVVVVV%VVV-VVVVV%JVWlW,WVV,VVVVV%*W*>fl«VVVV^%VWVVVl||lini|ft>iV^IWinifta ■ w-w.v«w.v,%w.%%v«w.v-w*w, í 3/n' r kra hfi'tjSliióti a ó íancL f-ramfeih Mnanna >um uer: STITÆSC! af luilf^omsiustu gerl IYSIKSPIE NÝTÍZKU FLUTNINGSBANDAKERFi ALLS KONAR DRiFBÚNAD

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.