Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 20

Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 20
■.22!L.&S2Sea**T~-~*>« -■••rywt!-' JÓLABLAÐ VÍSIS Þrjú brcf til Torfa í [Torfi Bjarnason var í'æddur 28. ágúst árið' 1838 á Skarði á Skarðsströnd, en dó 24. júní 1915. Hann var kominn af bændaættum á Vesturlandi. Torfi var skóla- stjóri búnaðarskólans í Ól- afsdal 1880—1907. Hann er einhver mesti búnaðarfröm- uður, sem lanaið hefur eign- azt. Hér fara á eftir þrjú bréf til Torfa frr öldinní sem leið. — Einar Guð- mundsson]. Undirfelli, 26. apríl 1 '86. Herra búnaðarskólastjóri Torfi Ólafsson. Bjartmar Kx-istjánsson, sem hefur verið önnur hönd okkar Vatnsdæla í tvö ár, er hér ætaddur og lofar mér að koma seðli þessum fljótlega til yðar. Svo er mál með vexti að mér hefur komið til hugar að fá mér einhvern duglegan og út- sjónargóðan mann til að segja fyrir verkum við heyskap í sumar. Eftir því, sem eg (hef) reynt sunnlennzka kaúpmenn, ær tæpast að ætla að maður hitti upp mann, er væri fær til l>ess starfa. Maðurinn þyrfti .sjálfur að hafa verið undir xstjórn og hafa lært að láta rstjórna sér, vera lipui', en þó æinbeittur og kunna að „konduite“ eða haga sér eftxr Jcringumstæðunum. Mér hefur því til hugar komið að leita fyrst til yðar, þar sem menn -af yðar skóla eru hér orðnir kunnir að dugnaði og óserhlifnx, .Ég þykizt hafa reynslu fyrir að það muni borgá sig að kaupa mann nokkuð dýran til að fylgja fólki og sjá um verk ■þar sem margir ganga til hey- rskapar einnig hér (þetta tólf til þrettán manns) og um helm- ingurinn kaupafólk, sem gefst misjafnlega og hugsar meira um kaupið en vinnuna. Það, sem mér virðist vera mein- legast um heyskapartímann er einmitt skortur á svoleiðis mönnum, sem geta sagt fyrir, sem venja fólk á að vinna með reglusemi og bi'úka tímann. Vinnutíminn er kannske hjá oss oft óákveðinn og fólk verð- ur við það daufai'a og slæpist meir. Mér kemur til hugar að fá manninn, ef þér gætuð út- vegað mér hann, tólf vikur af sumri og hann væri svo til rétta. Þetta gæti þó munað dá- litlu eftir því, sem tíð hagar sér þannig, að hægt væri að byrja fyrr (sem mér þykir bezt) og hætta fyrr. Væri mað- ui'inn góður, vildi ég gjalda honum þrjár krónur um deginn. Þó ég sé yuur ökunnugur og þér mér, hef ég samt það traust til yðar að þér, sem manna bezt hafið stutt búnað vorn, munið gei'a svo vel og reyna að útvega þenna mann, sem ég tala um, sem þér væruð viss um að mér gæti að liði orðið og gera svo vel og láta mig vita, hvað þér í þessu getið gjört fyrir mig með fyrstu ferð. Ég ætla ekki að oi'ðlengja þetta neitt meir, en enda þess- ar línur í trausti til yðar vel- vildar og með beztu kveðjum. Yðar einlægur skuldb. vin. • Hjöi'l. Einai'sson. Snæfoksstöðum, 28. desemb. 1896. Kæri skólastjóri! Þakkir góðar fyrir allt gott og síðasta bréf þitt ds. 14. sept. þ. á. Enda þótt ég sé ekki upp- lagður til að skrifa nú, þá ætla ég að hripa þér nokkrar línur. Mér þótti vænt um, að þú getur selt Jóni bi'óður mín- um kerruna, sém ég pantaði fyrir 'háhn. Héðan er ekkert að frétta. Heilsufar manna* hér fremur gott, enginn merkur dáið, nema séra Sæmundur í Hraunagerði. Tíðarfar fremur óstöðugt, en þó hefur ekki fénaði vei'ið gef- ið enn, því frost hafa ekki ver- ið mikil, mest 10° einn dag, en vanalega ekki meira en 3—4°. Nú er þeim voðaiegu jarð- skjálftum farið að linna, en þó finnast þeir við og við, og nú ekki alls fyrir löngu varð einn kippui'inn svo snarpur í Bang- ái'vallasýslu að fólk hljóp úr baðstofum, en sá kippur var ekki svo harður í Árnessýslu. Hér búa margir við kulda og klaka að því leyti að ekki var ; hægt að koma upp húsurn í liaust, sums staðar ekki nema eitt torfþak á baðstofunni og má nærri geta, hvaða lif það er, en flestir gátu þó byggt viðunanleg skýli undir vetur- inn, en margir rétt til bráða- birgöa, og er líklegt að það dragi dilk eftir sér, hvað efna- hag snertir. Hér um slóðir er ekki fjörugt menntalíf, því menn þykjast hafa nóg við sína peninga að gjöra, þó ætlar einn piltur héðan á Hvanneyri í vor. Ég spurði hann, hvers vegna hann færi þangað fi'emur en í Ólafs- dal. Orsökin var sú að Sig- urður búfræðingur Sigurðsson, læi'ður frá Hólum, hafi stungið þeirri rúsínu að honum, að vinnuharka væri svo mikil í Ólafsdal. Ég hef ekki fundið Sigurð síðan, en ekki veit ég, hvort satt er, að Sig. hafi sagt þetta, en ég hélt, að Sigurður væi'i enginn lygaslúðrari. Mér þykir Hvannéyrarskóli vera far inn að hefja sig. Ég heyri sagt, að vestan úr Dölum fari tveir piltar á hann, annar í voi', en hinn í haust. En ekki þuría þeir að sækja fremur að Hvanneyri en Ólafsdal, að ekki er minni vinnuharka þar. —• Nú er fólk íarið að hlakka til að sjá hið mikla blað, ís- land, sem Þorsteinn Gíslason ætlar að fara að gefa út, og' hafa sumir góðar vonir um að hann muni' segja til syndanna. En aftur eru guðsmennirnir, pi'estai'nir, sem ekki gleður það neitt og halda jafnvel að þeir nafnar, Þorst. Eiiingsson með Ðjarka og Þ. G. með ísland, muni steypa öllu til Vítis með öllu sínu trúleysi, en ekki er því að neita, að báðir eru trú- litlir. j Nú er árið ’96 19. aldar farið j að telja út með öllu sínu and- j streymi, með öllum sínum gæð- j úm, með allri sinni blíðu og | höi'ku; gæði þess hafa varla | vegið á móti öllu hinu stríða, sem það hefur fært,' en þökkum guði íyiir. Ég óska þér gleði- legs nýjárs. Ég óska að hið nýja ár færi þér blessun, ao það veiti þér þau gæði, sem það bezt hefur í té að láta. Kveðja til konú þinnar. Þinn Engilbei't (Sigui'ðsson). 26. Bateman Street, Cambridge 13. júnL 1874. Kæi'i vih! Yður satt að segja hef ég nú í méira en , ínánuð . verið þeim önnum kafinn, að ég hef aðeins haft tíma til naðsynlegr- ar hvíldar fyrif sál og skrokk afgangs dagsins busli. Við sitj- um nú, bókavei'ðirnir hér, dag eítir dag yfir að semja reglu-' jgjörð fyrir stjói'n og fyrii'komu- lag safnsins, ei'um jafnframt að taka bókatal, sem ekki hef- ur verið tekið í 150. ár, sem er sein og þreytandi vinna í bókasafni, sem í ei'U hátt á fjói’ða hundrað þúsunda binda. j—» Vegna þess hef ég lagt í j lágina bréfaski'iftir, er ekki ; hefur riðið því meira á og yður, j sér í lagi, vegna þess að ég sá l að ekkert var í húfi, þó ég þegði um tíma, nema þaö að yðar ráðvanda sál yrði óróa- söm út af óvissunni, hvort mér kæmi það vel eður illa að fresta borguninni um þann tíma, sem þér nefnið. En nú skal ég yður til fróunar láta yður vita, að gjaldfi'estui'inn drepur mig ekki, og er your því velkomið að halda á fénu eins og þér haf- ið sjálfur stungið upp á. Hvað bxask yðar snertir vildi óg aðeins óska, að þvi fylgdi sarna hamingja að ofan eins og ég veit að áhugi fylgir því inn • an að frá yður. Ég þykist viss um að Ijáirnir munu verða arð- samt „patent“, því þeir hafa verið í-eyndir og hafa gefizt vel; en það er einmitt skilyrði fyrir að „patent“ beri og borgi sig. — Um sláttuvélina er ég nokkuð annars hugar. Þaö er dagsanna, að „mechanisk“ öfl verða að koma oss til liðs í stað hinna lötu vínnumanna vorra, er slæpast nú brottu til Ameríku; og ég skal verða manna glaðastur að sjá „praktisk11 og ,,mechanisk“ 6i SKÚLATÚNI G. — SÍMI 5753. Smiðuvi alls konar varahluti fyrír IIRÁ'RAHtVÉLAH . JáðSÐÝTtlK ^ÍKliSKÓFLIJM SBiO§tN»ilÖS'i'g| Gcrum upp benzín- og diéselmótóra. * Höfum varahluti fvrir Ncw England tog- vindur, og tökum að oss viðgerðir á þeim. Framleiðunx vclar, hitara og gufukatla fyrir saltfiskþurrkhús. Öll vinna framkvœmd með fullkomnustu vélum. 'attilejA znrii a-áeo®'©©© e9®s鮩«0ae®®®é#ose®(a©e©:e®®#®o»»*ó*oo©©« ee©®é@©.e@» Ö • 4» 4» © m o m m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.