Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 15

Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 15
15 Phaidon var þræll,. sem einn vina Sókratesar hafði keypt úr þrældómi og varð hann síðan einn af kærustu nemendum meistarans. Hann segir sjáifur, að ekkert væri honum eins kært og að ræða um Sókrates eða heyra aðra minnast hans. „Þegar við komum var Xan- þippa í heimsókn með minnsta barnið. Sókrates bað einn vina sinna að fylgja henni heim. Fyrst minntist hann á and- stæðurnar sársauka og fróun, hvernig þær elta hvor aðra. Hljóti maðurinn aðra fylgir hin með. Síðan færist samtalið eins og eðlilegt er að dauðanum. „Þegar maður ætlar í langferð," sagði Sókrates, „er eðlilegt að ræða um hana og allt sem hana snertir." Við urðum gripnir hugblæ, sem kalla mætti sam- bland gleði og sársauka, þeg- ar við sáum hversu óttalaust og karlmannlega hann varð við dauða sínum. Við hlóum og grétum á víxl. Þessi hugblær hreif sýnilega ekki Sókrates því strax í byrjun samtalsins sagði hann, að hver einasti sannur heimspekingur hlyti að óska þess að mega deyja. Af þessu dró einn vina hans þá ályktun að sjálfsmorð væri ef til vill leyfilegt. Sókrates svar- aði að maðurinn væri eign guð- anna og mætti því ekki stytta sér aldur, honum bæri að bíða unz þeir sendu honum dauðánn eins og honum bæri að taka náttúrulögmálunum. „Ég tek mér ekki dauðahn nærri því eg trúi því, að ég komist til vit- urra og sannra guða og jafn- framt til látinna manna, sem betri séu en þeir sem byggja þessa jörð.“ Samtalið hættir um st.und því Kriton kemur meö boð frá fangaverðinum þess efnis að Sókrates verði að tala eins lítið og unnt er, því ef honum verði of heitt, verki eitrið ef til vill ekki á hann. „Hinn sanni heimspekingur,-' hélt Sókrates áfram, „þráir dauðann, sem losar hann við vald líkamans og allra þeirra hvata sem honum fylgja. — Heimspekingurinn þráir vís- dóm og skilning en hvorugt fæat fvrir tilstilli skynfæranna. Hugsunin ein.getur flutt sálina til* sannleikans. Hugsunin vinn- ur bezt þegar hún trúflast ekki af neinu líkamlegu, hvorki sjón heyrn, sársauka né nautn, en er að eins miklu leyti og tök eru á óháð þessum fylgifiskum líkamans. Kebes.og fleiri vís- indamenn hafa með réttu bent á að þessi skoðun byggist á ódauðleika sálarinnar en sá ódauðleiki sé meira en lítið vafasamur. Sókrates hefur sjálfur svarað þessari athuga- semd með því að segja að jafn- vel í efnisheiminum verði ekk- ert að engu heldur breyti að- eins um lögun þannig að sam- bönd við ný efni komi til greina. Einn vina Sókratesar lætur nú í ljós að nærvera hans væri ef til vill ekki æskileg á því augnabliki sem ógæfan dynji yfir. Sókrates. Sókrates mælti: „Hvernig á eg að sannfæra allan almenning ef vinir mínir trúa því ekki einu sinni, að eg lít ekki á dauðann sem neina ógæfu. Mér er skapi nær að bera mig saman við svani App- olons sem syngja af gleði þegar dauðastundin nálgast.“ Loks segir hann í fáum orðum álit sitt á lífi og dauða: „Eðli sálarinnar er líf, þess vegna getur hún ekki verið háð dauð- anum, því ekkert getur sam- lagast því sem er gagnstætt eðli þess. Þegar dauðinn kem- ur, deyr vitanlega hið dauð- lega í manninum, en hið ódauð- lega fer sína leið til ósýnilegra heima. Líðan sálarinnar eftir dauðann fer eftir hreinleilí hennar, vísdómi og réttlæti. Niðurstaðan af öllu sem við höfum rætt urri er þá sú að menn eiga að keppa að dyggð og vísdómi, því sigurlaun sannleikans eru mikil og von- in björt.“ Sókrates færði nú talið að konu sinni og börnum. Kriton spyr hvort hann óski nokkur--. sérstaks í sambandi við jaiðar- förina. „Henni getið þið hagað eftir vild. Sá Sókrates, sem sit- ur hér nú og stjórnar samræð- unum er ekki sá sami sem þið innan stundar sjáið sem lík. Þegar eg hef drukkið eitrið MitJ ð t'43 i' t>tj ryðhreitm- utttBr&fni \ Verndiö eigur yöar gegn ryði með því að nota 'JencSet i J6L ABLAÐ iVÍSlS verð eg ekki lengur hjá ykkur, en fer á brott til sælunnar, hvemig sem sú sæla kann að vera. Þið grafið aðeins líkama minn og það skuluð þið gera samkvæmt siðum og venjum." Síðan fór Sókrates í bað, kvaðst vilja spara kvenfólkinu erfiði við að þvo sér dauðum. Konurnar á heimili hans komu nú ásamt sonum hans þremur, tveimur í bernsku, einum full- orðnum. Var þá komið undir sólarlag. Fangavörðurinn kom einnig og þakkaði Sókrates samveruna. „Þú ert bezti mað- ur, sem eg hef kynnst,“ sagði hann. „Svo góðviljaður og hreinhjartaður hefur enginn fangi verið á undan þér.“ — Sókrates þakkaði einnig fanga- verðinum góða vörzlu. Eitur- byrlarinn kom inn með eitrið og sagði Sókrates að drekka það. „Siðan skaltu ganga frarn og aftur unz þér finnast fæt- urnir þyngjast, en þá skaltu leggjast fyrir.“ „Ég bið þess að flótta- maðurinn megi öðlast ham- ingjuna í nýjum heimkynn- um.“ Með þessum orðum bar Sókrates eitrið að vörum sér og tæmdi bikarinn glaður í bragði. Vinir hans fóru að gráta, en Sókrates lagðist til hvíldar og sagði: „Eg hef heyrt að það sæmi vel að deyja í kyrrð. „Síö- ustu orð hans voru: „Kriton, við skuldum guðinum Askelep- ios einn hana, sem venja er að færa sem fórn þegar bati er fenginn eftir sjúkdóm.“ Phaidon lýkur með þessum orðum: „Þannig dó vinur okkar, maðurinn sem var beztur allra á sínum tíma, j, hinn bezti og vitrasti af öllum.“ Fleiri og fleiri nota MICHELIN á bifreiðina sína Æðalutrth&ð ú ísiautiiz H.f. Egill Vilhjálmsson Sími 8 18 12 »••••••••

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.