Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 28
28
JÖLABLAÐ VÍSIS
tvo sólarhringana styttum við
okkur stundir í hellinum meS
ýmsu móti, en úti fyrir var
rigning, krapaél og snjókoma
á víxl. Um síðir, 3. sept., virtist
veðrið vera að skána dálítið,
svo við kvöddum tjaldstað
okkar þá um morguninn kl.
6%. Þennan dag skiptust á
hvassar krapaskúrir og sólskin.
Færðin var afleitt; yfirborðið
var hrufótt eins og'sjávarís á
heimsskautasvæðinu og ofan á
því krapalegur, og við vorum
báðir votir og kaldir og í slæmu
skapi. Þegar við komum að
„Scotia“-sleðanum, hnýttum
við honum aftan í hinn. Hlössin
á sleðunum voru nú orðin
miklu léttari en fyrir þrem
vikum, en meiðarnir voru
orðnir eyddir og hrjúfir, og
bráðlega komum við af snjón-
um á beran ís með nöbbum og
hrufum, sem léku þá enn verr.
Ástandið versnaði bráðlega.
Fyrir framan okkur var flak-
andi sprungusvæði, er virtist
ætla að loka leiðinni. Við skild-
um sleðana eftir, til að leita
fyrir okkur. Leiðin til svarta
klettsins reyndist brátt ófær,
'svo við snerum til vinstri og
komumst á hæð eina úr grjót-
hröngli, en sunnan undir henni
'lá harður snjóskafl og náði
niður á slétta jökultotuna. Ef
við kæmumst á þennan stað,
var vandinn leystur. Við sner-
um aftur til sleðanna, drógum
þá dálítið til baka og beygðum
um leið suður á við, i því skyni
að komast hjá verstu sprung-
unum. Ein þeirra, nokkuð stór,
var nærri búin að gera okkur
griklt, en við fundum 10 metra
langa snjóbrú, sem við kom-
umst á yfir um, og notuðum
við þetta vaðinn í fyrsta og
einasta skiptið á ferðinni. Þegar
við komumst af sprungusvæð-
inu, komum við á stórhrufótt-
an skrúfís, sem reyndi svo mjög
á sleðana að minni sleðinn
brotnaði og við urðurn að hlaða
mestöllum farangrinum á hinn.
Rétt um það bil sem- myrkrið
skall á, komumst við að litlu
hæðinni. Nú var farið að rigna
aftur svo við settum upp blautt
tjaldið, fengum okkur bita og
lögðumst til svefns.
„Björn“
framundan?
Morguninn eftir var komið
sólskin og við hófum ferð okk-
ar niður gamla snjóskaflinn.
Brattinn var svo mikill, að
annar okkar varð að fara á
eftir og halda við sleðana, með-
an hinn fór á undan og stýrði
þeim. Aftur urðu draúmar okk-
ar um að bruna á fleygiferð
niður hjarnbrekkurnar að engu,
— nokkrar jökulsprungur, sem
við sáum neðst í brekkunni,
bægðu frá öllu heimskulegu
flani. Við beygðum til vinstri
fram hjá sprungunum og fór-
um eftir næstum láréttri jökul-
totunni, þar til hún þynntist og
við stóðum á jökulurðinni og
stönzuðum við lítið stöðuvatn
með smájökum á floti. — Hinn
ágæti, gamli ,,Scotia“-sleði
dugði okkur ferðina út, og við
ákváðum að hafa hann með
okkur heim, jafnvel þótt við
yrðum að skilja allt annað eftir.
Hann var smíðaður í Noregr
fyrir skozkan suðurheims-
skautsleiðangur og nú hafði
| hann dugað okkur ágætlega á
þessari jökulferð. Hann hvílir
sig nú og hallast kyrfilega upp
að veggnum beint á móti okkur,
meðan við erum að skrifa; lík-
lega dreymir hann um mikla
sigra á nýjum víðáttum.
Norðurbakki vatsins mynd-
aðist af jökulveggnum, en á
allar aðrar hliðar lá jökul-
ruðningur blandaður grjót-
rusli af eldfjallauppruna -að
vatninu. Handan við vatnið,
að sunnan, var þröngur dalur
og hinum megin við hann lang-
ur.fjallrani, sem við töldum al-
veg víst að væri „Björn“. í
norðvestri, um þrjá kílómetra
burtu, var svarti gigurinn, sem
virtist hafa brotist upp úr
hjarninu og myndað V-lagaða
gjá í jökulinn. Jarðvegurinn
milli okkar og gígsins var flat-
ur, en sundur skorinn af mörg-
um vatnslænum, nema þar sem
fallegur, íítill, keilulaga gígur
reis, fagurrauður og um hundr-
að metra hár. Þegar við höfðum
valið okkur tjaldstæði á flatri
sillu þrem metrum yfir yfir-
borði vatnsins, tók veðurfræð-
ingurinn að sér að tjalda, en
ljósmyndarinn fór að skoða
„leikfangs“eldgíginn.
Legið úti matarlausir
og tóbakslausir.
Næsti dagur var sunnudagur,
og við hugsuðum sem svo, að
þar sem við værum nú búnir
að ljúka ætlunarverki okkar,
þá ættum' við að hvíla okkur
reglulega vel. Þetta var sjötti
sunnudagurinn síðan við fórum
að heiman, og enginn þeirra
hafði verið verulega velheppn-
aður. En vistirnar voru farnar
að rýrna og þær urðu að duga
okkur til bæja, svo að við lögð-
um af stað upp úr nóni að
leita hins vandfundna Núps-
staðarbæjar. Fyrst í stað geng-
um við hratt niður á við á
greiðfæru landi á vinstri bakka
árinnar, en brátt fóru djúp og
að því er virtist ófær klettagil
að vera á vegi okkar, svo við
lögðum beint upp í skriður
f jallsins „Björn“. Það yrði
lahgt mál að skýra frá öllum
skorningunum sem við fórum
yfir eða gengum upp fyrir
endann á, en að síðustu kom-
umst við í aðaldalinn; voru
þar ágætis hagar og fjöldi sauð-
kinda, en ekki sást neitt til
manna eða híbýla þeirra. Um
klukkan hálfníu var farið að
dimma, svo við ákváðum að
æja. Stór klettur í gili einu
virtist líklegur til að skýla
okkur eitthvað. Við höfðum
verið svo óvai’kárir, því mið-
ur, að fara næstum því mat-
arlausir af stað, þótt reynsla
okkar hefði átt að kenna okkur
að varast slíkt. Það eina el'ds-
neyti sem við fundum, voru
nokkrir gulvíðissprotar og fá-
ein sprek, sem við týndum upp
af vegi okkar. Við gátum samt
steikt nokkrar flesksneiðar og
hitað svolítinn vatnssopa. Svo
fórum við að búa um okkur
eins og bezt gekk og reyndum
að sofa. En þetta var auma
nóttin. Kaldur gustur blés á
víxl upp og niður gilið og sletti
úr sér kalsaskúrum öðru
hverju. Annar okkar var mjóg
lasinn og til. að auka enn a
vesaldóm okkar hafði gleymst,
af einhverjum óskiljanlegum
ástæðum að taka nema ögn af
tóbaki með í ferðina. Dagur
rann að siðustu upp yfir tvo
vesælustu einstaklinga, sem
fyrirfundust, eða réttara týnst
hÖfðu á íslandi.
Komið til
byggða — óvænt.
Þegar annar okkar hafði nært
sig á dálitlu af hráu svína-
fleski og hinn á súkkulaði og
bjartsýni, héldum við enn af
stað kl. 4,15 árdegis. Sólin fór
brátt að skína milli skúra og
eftir að við höfðum fundið stóra
flekki af indælum, þroskuðum
blábérjum, fórum við að verða
bjartsýnni. Nú, í fyrsta sinni,
vorum við allt í einu komnir
á skýra og greinilega götu og
hafið var beint framundan.
Klukkan 9% komum við fram
á hamrabrún, litum niður fyrir
og — vorum nærri því dottnir
niður í kálgarðinn á búgarði
tvö hundruð fetum fyrir neðan.
Við hlupum aftur á bak nokkur
skref, settumst niður og gerð-
um okkur gott af því sem ’við
áttum eftir af mat, því við
bjuggumst við langvinnum út-
skýringum af okkar hálfu út
af því að birtast þarná allt i
einu, áður en við gætum vænst
matar úr annarri átt. Svo
tygjuðum við okkar til niður-
g'öngu og fundum brátt götu-
slóðann niður að bænum. Tvö
eða þrjú börn voru úti við og
virtust vera að mjólka belju.
Þegar þau sáu þessa skeggjuðu
og sólbrendu ferðalanga störðu
þau á okkur forviða og ótta-
slegin, og hafa sjálfsagt munað
eftir sögunum frá vetrarkvöld-
unum um útilegumenn og
sauðaþjófa óbyggðanna, því þau
flýðu burtu og skildu kúna
Bernh. Petersen
IleTkjavík
Símar: 1570 (2 línur). Símnefni: ,,Bernhardo“.
upir:
Þorskalýsi,
Síldarlýsi,
Síldarmjö!,
Fiskimjöl, '
HarSfisk,
Söít hrogn,
Sykursöltuð hrogn.
Svtlur:
Kaldhreinsað meðalalýsi,
Fóðurlýsi,
Lýsistunnur,
Siláartunnur,
Kol í heilum förmum,
Salt í heilum förmum.
JVý ísiSSliugnin huicS-
itw*t»i n s unn w$ iöð
Sólvallagötu 80. — Sími 3598.
$ 9 ® ® S '9