Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 16

Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 16
16- . JÖt>ABLA»*'¥lSlS' t*vfftur trtlun itt rttr ttii hrrnntt \t>tr 1 ttrh iit tish tt. eftir HEHBERT RAVEXEE SASS. Skömmu fyrir klukkan 5 síS- cegis var Robert Martin ofursti í 10. riddaradeild frá Kentucky á ferli eftir Breiðgötu í New York-borg. Þetta var árið 1864. Hann lagði leið sína inn í Astorgistihúsið, sem var fræg- ast af hinum mörgu gistihúsum í borginni. Þótt hann væri í dökkum borgaralegum fötum var hann maður, sem vakti atygli, hvar sém hann fór. Hann var ungur þrátt fyrir frama sinn, hár ög grannur, en auðsjáanlega styrkur. Hann var dimmleitur og hvasseygur, minnti á haulc, og hafði það að vísu sómt sér vel er hann reið fyrir hersveit- inni í Kentucky og var fagnað vel af hinum blóðheitu íbúum þar. En hér í New York var það ekki sérlega ákjósanlegt og það fór heldur um hann er hann varð þess var að fólk starði á hann. Farmst honum þá, sem snaran herti þegar að háisi sér. Mesti fullhugi Suðurríkjanna. Þetta var vitanlega ímyndun, en það var gagnleg ímyndun. Það minnti Martin ofursta stöð- ugt á að vera ekki mikilí á lofti, ekki stika um göturnar með yfirlæti en setja upp deyfðar- svip til að dylja eld augna- ráðsins. Og þegar hann gekk inn í hinn skrautlega forsal gistihússins tókst honum vel að leika hlutverk sitt. Hina skart- búnu gesti, sem þar. voru a ferli gat ekki grunað að þessi hái f jörlausi maður væri djarf- ur fullhugi og foringi í liði Suðurríkjamanna, sem hefði komið frá Kanada til New York í þeim furðulega tilgangi að ná borginni á sitt vald og koma henni í bandalag við Suðurríkin. Ofurstinn gekk að afgreiðslu- borði húsvarðar, ávarpaði hann vinsamlega eins og góðan kunningja og spurði hvert hr. Haines frá Ohio myndi vera staddur í herbergi 204. „Nei, herra,“ sagði húsverður þegar, „því miður hafið þer aftur misst af honum. En hr. Haines bað mig að segja yður, þegar þér kæmið, að hann ætl- aði í Barnum-safnið. Hann sagði að sig langaði til að sjá Indíánaprinsessuna, sem allir væri að tala um. Hann sagði myndi vera þar til kl. 5 og stakk upp á að þið hittust þar fyrir utan á þeim tíma.“ Húsvörðurinn leit á klukku, sem hékk á veggnum bak við ,hann. „Þessi klukka er dálítið fljót. Klukkuna vantar nú 15 mín. í 5,“ Martin ofursti kinkaði kolli og sagði dálítið læviskulega: „Hann er eíris ög fló á skinni, hann Haines. Það er erfitt að handsama hann:“: Falið fífldjarft erindi. Martin virtist ekki vera á hraðri ferð. Honum geðjaðist vel að húsverðinum eins og að mörgum af þessum „bannsettu Norðurríkjamönnum“. — Hann leit á vindla, sem til sölu voru á afgreiðsluborðinu og valdi sér tvo. Hann virti fyrir sér. dag- blöðin og keypti eitt, sem með stórum fyrirsögnum sagði frá aðförum Sheridans í Shenan- doahdalnum. Þá komu gestir að máli við húsvörðinn og gekk ofurstinn þá á burt um fram- dyrnar og fór sér að engu óðs- lega. Hinum megin við Breiðgötu, skáhalt á móti gistihúsinu, stóð Barnum safnið, við hornið á Annstræti. Á framvegg húss- ins voru risastórar auglýsingar með alls konar furðuskepnum 'einnig voru þar stærðar svalir þar sem hornaflokkur lék af fjöri og hávaða. Ofui'stinn nam staðar á brún gangstéttárinnar, kveikti sér í vindli og hugsaði sig um. Því að hér var mikið um að hugsa. Það var ekki í fyrsta sinn sem hr. Haines í 204. her- bergi hafði gert honum orð með hinum málglaða húsverði. Gest- urinn, sem stóð á skrá gisti- hússins undir nafni W. L. Haines frá Ohio, var í rauninni John Headly frá Kentucky, og var hægri hönd ofurstans í herferðinni gegn New York. Martin ofursti hafði raunar sent hann yfir á Washington- torg þennan dag, til þess að annast fífldjarft erindi og hann vissi því að hann gat alls ekki verið í Barnum safninu. Hvað táknaði orðsendingin? Hvað þýddi þá þessi villandi orðsending? Raunar voru svona blekkingar venja hjá þeim samherjunum. Þeir þurftu alltaf einhverja smugu til að smjúga um, ef út af bæri. Ef illa færi við Washington-torg gat húsvörðurinn borið því vitni að Haines hefði verið í Barnum safninu á þessum tíma. Það var ljóst að Headly vildi að hann, Martin, yrði fyrir utan safnið kl. 5. En hánn var viss um að Headly gæti ekki vei'ið þar. Hvar átti þá að hitta hann þar? Héadlý gat ekki sagt honurn það greinilega, því að í orð- sendingum sínum nefndu þeir aldrei nöfn, hvort sem þeir settu orðsendingar í dagblöðin, eða létu húsvörðinn koma þéim til skila. En skrítið var þetta með Indíánaprinsessuna. Satt var það, að Barnum hafði ný- lega fengið nokkra Indíána til að sýna sig í safninu og þeii'ra á meðal var hörundsdökk mær, svo undurfögur að öll borgin stóð á öndinni yfir yndisleik hennar. Var það þá nokkur furða þó að Headly nefndi hana er hann talaði við sinn málgefna kunningja, húsvörð- inn? — Líklega hafði þetía tal um hana enga þýðingu. — Martin íhugaði þetta vel og þóttisf loks geta ráðið í það hver myndi hitta hann þarna. Stúlka kemur á vettvang. Hann gekk nú út á götuna, en gat varla þverfótað, — öll borgin virtist vera á róli enda var þetta merkisdagur, því að þakkarhátíð var haldin þenna dag. Þarna voru strætisvagnar á ferðinni, smávagnar og skrautvagnar, ríðandi menn og fótgangandi. — Fyrir framan Bárnum-safnið var þröng, þvi að þar var márgt að sjá, t. d. hafmey og dreng með hunds- haus, svo að eitthvað sé nefnt. Fyrir utan stöðu ríkir og fátæk- ir í hnapp, frakkaklæddir menn og menn í vinnufötum, fínlegar tizkúkonui' og áðrar sem voru silk'iklæddar og skrautlegar um of, liðsforingjar með gull- skreytta einkennisbúninga og bláklæddir fótgönguliðsmenn úr liði Butlers herforingja, sém sat í borginni. Martin ofursti var kominn yfir götuna og sneri nú áleiðis frá innganginum í safnið. Hávaðinn frá horrtaflokknum ætlaði alveg að æra hann. Augnabliki síðar snart einhver handlegg hans og hönd hans gréip þegar eldsnöggt um pistóluna, sem hann bar í vas- anum. En jafnskjótt sá hann. að ein af hinum skrautklæddu náttförum götunnar gekk við hlið hans. Hattur hennár var hvítur með rauðum, stórum strútsfjörðum og voru börð hans svo breið, að hann sá ekki í andlit hennar. Hún reyndi ekki að talá, enda hefði það ekki verið til neins, þar sem ekki heyrðist mannsins mál fyrir hornaflokknum. En hún hélt um arm hans og stýrði honum þannig fyrir hornið a safninu og inn í Annsti’æti. Kunningi frá Toronto. Þegar þau voi-u komin góðan spöl inn í Annsti'æti leit hún upp til hans og brosti lítið eitt. Og jafnvel þó að hún væri •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••*«••••••••••>. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••e • • • - Munið hattaviðgerðir okkar Gerum gamla hatta sem nýja Vönduð fagvinna *• Hatahreinsun Fatahreinsun Biettahreinsun . ■ Litun Hattaviðgerðir ú Pelsavöruhreinsun Guíupressun Einkunnarorð okkar er: Fljótt og vel af hendi leyst. & y tt - ALLAR STÆRÐBR . r ' ■> •„ '■•' • rj, Barnaskautar m.ejð lykli kr. 97,50, — Listskautar kr. 172,00, — Lístskáutar á hvítum skautaskóm kr. 391.00 Hlaupaskautar á skóm kr. 575.00. [ Mýja efnalaugin h.f. | Höfðatún 2. -— Sími 7264. -— Laugaveg 20 B. Ö

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.