Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 29

Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 29
29 JÓLABLAÐ VÍSIS Bréfaskóli S.Í.S. Námsgreinar: íslenzk réttritun., íslenzk bragfræði, Danska fyrir byrjendur, Danska, framhaldsflokkur, Enska fyrir byrjendur, Enska, framhaidsflokkur, Franska, Þýzka, Esperantó, Sáíarfræði, SkipuL og starfsh. samvinnufélaga, Fundarsíjórn og fundarreglur, Búreikningar, Bókfærsla í tveimur flokkum, Reikningur, Álgebra, Eðlisfræði, Mótorfræði í tveim flokkum, Landbúnaðarvélar og verfæri, Siglingafræði, Skák í tveim flokkum. Bréfaskóli S.Í.S. eftir hjá okkur. HúsiS var mannlaust. Allt í einu þeysti ríðandi maður fyrir hornið á húsinu. Við ávörpuðum hann og reyndum við hann ensku, þýzku og frönsku, en hann skildi ekkert. Svo gripum við íslenzku málfræðina okkar og létu dynja á honum öll orð sem við fundum yfir rúm, mat, mjólk, smjör, brauð og ost. Þetta hafði þau áhrif, að mað- urinn sneri hestinum og reið frá okkur á harðastökki. Það voru víst einhver álög á okkur. Dani kemur til aðstoðar. Við vorum farnir að hugleiða hvort nauðsynlegt yrði að grípa til ísaxarinnar og krefjast nauðþurfta okkar með ofbeldi, þegar maðurinn kom aftur, og var hermannlega búinn maður í fylgd með honum. Hann á- varpaði okkur á mjög bjagaðn ensku, sem hann breytti fljótt í þýzku. Hann reyndist .\ era undirforingi í flokki danskra mælingamanna, er voru þarna við landmælingar. Hann út- sicyrði þarfir okkar fyrir hús- ráðanda, sem nú hafði birzt á ■ dutrænan hátt einhversstaðar ;-.ð, pg spurði af miklum áhuga : ferðal ag okkar. Hann reið svo í burtu með óskorað þakk- ii'oti-'okknr'. ÖkkUr var nú boðið iini og vísað mn í iitla stofu 'iheð gólf, loft og veggi úr hvít- þvegnu timbri, og okkur bor- ríflegur matur: :njólk, í rauð, smjör og ostur, með á- :,:atu kaffi á eftir. Endurminn- ingav okkar frá því sem eftir var dagsins eru mjög óljósar, , Einhvenitínia 'kvöldsins vár buið um .okkur í flatsæng á gólfinu, sem var mjög þægileg, þótt hún væri í þrengra lagi. Og á tveggja tíma fresti eða svo vorum við nærðir á soðnu kindakjöti og kartöflum, mjólk, pönnukökum og kaffi. Við átum og sváfum og sváfum og átum, og svo um morguninn stóð hin ágæta húsfreyja við sæng okk- ar með heitt kaffi og háan hlaða af pönnukökum! Um hádegisbilið lagði veður- fræðingurinn af stað með bóndanum og kunningja hans og fimm hesta, til að flytja farangur okkar ofan frá jökl- inum. Einn hesturinn var með tveggja manna tjald, poka með tveim rúgbrauðum og nærri heilum kindarskrokk, og stóran kút með köldu kaffi. Þeir fóru leið sem lá að mestu fram hjá giljunum, og komust um dag- setur upp að tjaldinu, þrátt fyrir stöðugan storm og rign- ingu. Konjakið var til bóta. Báðir íslendingarnir virt- ust alveg ókunnugir síðari hluta leiðarinnar að tjaldinu; var það að vonum, þar sem ekkert haglendi var í nálægð þess. Það var ljóta aðkoman! Storm- urimi chafði svift tjaldinu um kóll óg feykt öllu því sem fokið gat út um hvippinn og hvapp- inn, en það sem inni í tjaldinu var, fatnaður, svefnpokar og ailt annað, var rennblaut. Við höfðum farið frá FáskrúSsfirði með um tvo peia af .kor.jaki ; stórri flösku. Helming þess höfð'um við notað á lciCinni, og' hinn helmingurirm föjÉnú íljótt sömu leið. Veðuriræðingurinn hrésstist svo við þetta, aö hann gat sofið um nóttina í íjaldinu án þess að kæmi að meini að öðru leyti en því, að hann sofn- aði frá logandi kerti og kveikti með því í tjaldinu. Strax i birtingu vakti hann mennina, og þegar búið var að koma far- angri okkar, sem nijög hafði gengið úr sér, á hestana, fór hersingin af stað og reið greitt niður til byggða og komst snemma dags niður að Núps- stað. Ferðalag okkar frá Núpstað til Reykjavíkur, meðfram súð- urströndinni, um 350 km. vega- lengd, Var tíðindalítið. Við kvöddum hina ágætu húsfreyju okkár í skyndi. Hún setti upp 1 shillirig og 9 pence (2 krón- ur) á dag fyrir hvorn okkar fyrir fæði og gistingu, og grét nærri því af leiða yfir. því að við skildum einu sinni af mis- gáningi eftir eina pönnuköku á aiskinum! Eftir sex klukku- stunda harða reið, án viðdvalar nokkursstaðar, komum við að Kirkjubæ(jarklaustri); þar vorum við boðnir velkomnir af sýslumanninum.*) Hann talaði ágæta þýzku, og einnig ensku og frönsku. en hélt mest upp á þýzkuna. — Hann gaf okkur margar ágætar leiðbeiningar um áframhald ferðarinnar. Þarna nutum við í fyrsta sinn eftir að við fórum frá Fáskrúðs- firði fullkomins beina með sið- menningarsniði og sváfum í á- gætum rúmum. Við héldum áfram ferð okkar ríðandi í tvo daga, með fylgd Núpsstaðar- bóndans, gistivinar okkar, Jóns Steingrímssonar, en einn hest- ur nægði undir farangurinn. Landið var marflatt og yfir- borðið ýmist sandur eða hraun með haglendisblettum á stangli. Lengra uppi í landinu voru voldug eldfjöll, snæviþakin nú, en til í allt, ef því var að skipta, ef dæma má af fyrri afrekum. Síðdegis þann 10. sept. komum við til Víkur, sem er allstórt þorp með tuttugu húsum, að minnsta kosti, og síðast en ekki sízt, — tveim verzlunum! Haldið vestur á bóginn. Daginn eftir var enn sunnu- dagur. Okkur hafði verið sagt, að við mundum fá gistingu hjá ríkum bónda, svo við sögðum Jóni að við ætluðum að hvila okkur. En ennþá urðum við fyrir vonbrigðum. Ríki bóndinn reyndist vera versti nirfill og þótt hann vissi, að við mundum greiða fyrir okkur, fór hann lúalega með okkur. Við fengum litla mjólk, aðeins tvisvar sinn- um kaffi, kaldan morgun- og kvöldverð og stöðugan straum af komufólki á laugardags- kvöldið, sem lét okkur ekki í friði með stöðugu þvaðri á afbökuðu og óskiljanlegu blaðri, sem átti að vera enska. Alla leiðina með ströndinni var ekkert sem vakti eins athygli okkar og árnar. Til allrar hamingju voru þær aldrei dýpri á vöðunum en þrjú til fjögur fet, en allar ákaflega breiðar og straumharðar — í éinni þeirra var fimmtán mílna straumhraði — og ollu þær okkur alltaf nokkurs óróa. Tvisvar sinnum urðum við að fá sérstakan fylgdarmann, því vöðin breytast svo að segja @ 9 HUSGOGN Eftirtalin húsgögn eru yfirleitt fyrirliggjandi í verzlun vorri, öll smíðuð á eigin verkstæði. Albólstruð sófasett, með 1. fl. áklæði. Armstólasett, margar gerðir, mjög ódýr. Svefnsófar, með póleruðum köntum, mjög fallegir. Borðstofusett, þrjár gerðir. Svefnherbergissett, úr birki, lægsta verð. Klæðaskápar, bónað birki og málaðir. Barnakojur, úr birki. Barnarúm, fjórar gerðir. Stofuskápar, póleraðir og málaðir. Tauskápar og rúmfataskápar. Kommóður, margar stærðir í fallegum litum. Sófaborð, póleruð, margar gerðir. Útvarpsborð og önnur smáborð, mjög ódýr. Athugið verð og greiðsluskilmála hjá okkur, áður en þér festið kaup á húsgögnum. Húsgagiiaverziem Guðmundar Gu&oiundssonar s.{. Laugavegi 166. — Sími 81055. *) Þao hefur verið Guðlaug- ur Guðmundsson, síðar bæjar- fógeti á Akureyri. Þýð. daglega og aðeins kunnugur maður á staðnum þekkir þetta nægilega. Fylgdarmennirnir fóru alltaf á undan með áburð- arklárinn, en af kurteisi þótt- ust þeir treysta reiðmennsku okkar það vel, að við værum einfærir á eftir. Þetta var þó óverðskuldað traust, en við létum reiðskjóta okkar ráða ferðinni og hugsuðum aðeins um það, að vökna sem minnst. Okkur tókst það furðanlega, með því að draga fæturna eins langt upp og við gátum án þess að missa jafnvægið. Við þjálf- uðumst svo vel í þessu af stöð- ugri æfingu, að við náðum med tímanum talsverðri leikni. Þann 14 komumst við á upp- hafið eða endann á þjóðvegin- um til Reykjavíkur og skröngl- uðumst í fornfálegu ökutæki, sem nefndist af kurteisi „póst- vagninn“, til Reykjavíku.r, um 100 km. vegalengd. Þar fengum við inni á ágætu gistihúsi, Hótel ísland, og biðurii posí- skipsins í tíu daga, og Iiöíðuai ekkert fyrir stafni annað en að hvílast, eta og fitna. Olafiiv Sveinsson íslenzkaði éftir The Wide World Magazine. .Frúin: Þér ei’uð fylliraftur karl minn og væri eg í yðar sporum myndi eg skjóta mig. Sá fulli: Værið þér í mínum sporum, frú mín góð, munduð þér ekki hitta. Ameríkumaður og Skoti hitt- ust á bar í Lundúnaborg. Frá hvaða landi ert þú?" spurði Skotinn. Eg er frá mesta landi í heimiy sagði Ameríkaninn. | Það er eg líka, sagði Skotinn. En hvernig stendur þá á því, maður, að þú tala rekki skozku?: Ung kona var á gangi & Champs Elysée síðdegis. Húut tók sér sæti á bekk, sem þat stóð. Skömmu síðar kom ung— ur maður gangandi, gengur’ framlijá, en snýr jafnskjótt við’ og sezt á sama bekkimi. Lög- regluþjónn er þarna á ferli„. virðir hinn unga mann fyrir sér með grunsemd í augumy staðnæmist og segir síðan vi& hina ungu konu: „Frú mín^ þurfið þér á aðtsoð minni a81 hadla? Ónáðar hann yður, þessií ungi maður?“ „Nei, nei, sagðý konan og hló lágt, „haldið þér bara áfram för yðar. Hver veit nema hann hætti þá á það... ? “' Stína litla er uii göiu og leiðir við hönd áer. ibróður sinn^ sem er yngri en hún. Gömuí kona vingjarnleg ávarpar börn— in og spyr hversu gamall dreng— urinn sé. „Hann er af árgangi ’49,“’ segir Stina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.