Morgunblaðið - 26.06.1930, Side 4

Morgunblaðið - 26.06.1930, Side 4
F)lþingi hið forna. Eftir Eggert Briem frá Uiöey. Alþingi vas sett at ráþi Ulfliótz oc [>> allra lanzmanna, þar es nú es, en áþr vas þing á Kialarnesi, þat es por- W steinn Ingolfs sonr lannámamannz, jNS faþer porkels mána lögsögumannz, hafþi þar, oc höfþingiar þeir es at þuí hurfu. En maþr hafþi secr orþit of Uíg þræls morþ eþa laysings, sá es land [x> átti í Bláscógum .... En sá fiét Kolr, 'PÁ es myrþr vas. Viþ hann er kend gea sú, er þar es síþan kölluþ Colsgea, sem hræen fundusc. Land þat varþ síþan allsheriar fé. En þat lögþo lanzmenn til alþingis nayzlo. Af því es þar þg almenning at viþa til alþingis í scóg- þix um, oe á heiþom hagi til hrossa hafn- ar. — íslendingabóc. [i>> Eggert Briem. I. SKIPUN ALÞINGIS I ÖNDVERÐU. Eins og kunnugt er, er mönnum orð- ið ljóst, að Alþingi sje framhald og ávöxtur af Kjalarnesþingi, og að Þor- stein Ingólfsson beri því að telja þann manninn, er upptök og framkvæmdir átti að því, að Alþingi komst á. Um tilhögun Alþingis í öndverðu eru aftur á móti skiftar skoðanir. Greinir menn á um það, hvort í 'upphafi hafi aðeins ein stofnun verið á þinginu, lögrjetta, eins og var í Noregi, eftir þeim fornu lögum Noregs, sem til eru, eða skipaður hafi verið jafnframt sjer- stakur alþingisdómur. Þetta atriði og aðra skipun Alþingis, sem um er deilt, hefi jeg rannsakað undarffarin ár, og hafa þær rannsóknir leitt til al- gerlega nýrrar niðurstöðu. Skal hjer í stuttu máli drepið á sumt af því helsta, þótt hjer sje ekki rúm til að rökstyðja það nema að litlu leyti, nje heldur að skýra frá skoðunum annara og gera samanburð á þeim og niður- stöðu rannsókna minna. Höfðingjavaldið er það, sem einkenn- ir Alþingi hið forna. Höfðingjar þeir, sem með völdin fóru á þinginu, víðs- vegar af landinu, voru upphaflega 36 að tölu. Voru þeir kallaðir landsmenn á sama hátt og höfðingjar fjórðung- anna ettir f jórðungaskiftingu voru kallaðir fjórðungsmenn. Þeir 36 landsmenn, sem með völdin fóru á Alþingi, ræddu þar og rjeðu alls- herjarmálum þjóðarinnar til lykta. En til þess að dæma einkamál manna, nefndi hver landsmaður einn dómanda meðal þingmanna sinna í sjerstakan alþingisdóm, er dæmdi málin. Þessi tilhögun er frum-germönsk, eða sú tilhögun er ríkti meðal Germana samkvæmt elstu heimildum. Þar er rit Tacitusar, „Germania", frumheimildin. En svo sem kunnugt er, hefir frásögn hans í XI. kap. ritsins verið skilin svo, að hann segi þar, að allir frjálsir menn á þingum Germana hafi tekið fullnaðarákvörðun um stórmálin. En jeg hefi komist að raun um, að þetta er misskilningur og hægt er að sanna, að tilhögunin var í þess stað sú, að kynbornir höfðingjar rjeðu þar stór- málum til lykta, en nefndu aftur þing- menn sína í dóm, eins og átti sjei stað á íslandi. Þessi tilhögun skoða jeg því að eng- inn vafi geti leikið á, að einnig hafi ríkt í Noregi fyrir daga Haralds hár- fagra, og svo sem jeg hefi leitt nokkur rök að í bók minni um Harald hár- Frostaþingslögum hafi höfðingjavaldið fyrir hans daga bygst á mannaforráð- um, eins og á íslandi. Þar sem Alþingi er frum-germönsk stofnun, er þekkingin á stjórnarskipun íslands fyrstu aldirnar ekki aðeins mik- ilsverð fyrir Islendinga sjálfa, heldur einnig allar aðrar þjóðir, sem af ger- mönsku bergi eru brotnar, til þess að skilja sem gerst sögu þeirra frá elstu tímum og .fram á þennan dag. Frelsi og frjálsræði var aðalundir- staða fjelagslífsins á íslandi í forn- öld. Þeir, sem mannaforráð höfðu, voru fullvalda höfðingjar hver um sig, og allsherjarríkið grundvallaðist á frjálsu bandalagi þeirra, þannig að höfðingj- unum var frjálst að segja sig úr lögum hverjir við aðra, eins og fram kom á Alþingi árið 1000, þegar deilt var um trúna. — Undirmönnunum var á sama hátt frjálst að skifta um höfðingja og gerast þegnar þess höfðingja, er þeir kusu helst að þjóna, ef hann vildi við þeim taka. í þessu var hið forn-ger- manska lýðfrelsi fólgið. úrvalsættir að ættgöfgi og stjórnviska var í hávegum höfð. Svo sem kunnugt er, telja menn, að aðalstofnun Alþingis hafi verið lög- rjetta, og .lögberg hafi einungis veri? heiti á auglýsingastað þingsins. En rannsóknir mínar hafa leitt til þess að lögberg hafi jafnframt verið heit á þingstofnun, er dregið hafi nafn sitt af staðnum, þar sem hún hafði aðset- ur. Og niðurstaðan er, að þessi bing- stofnun hafi elcki aðeins verið lögbirt- ingasamkoma þingsins, heldur aðal- sTofnun Alþingis, þangað sem öllum málum, er fyrir þingið voru lögð, hafi fyrst verið beint, með því að ut>phaf- lega hafi allar athafnir þingsins utan lögbergs verið þar ákveðnar og þaðan hafnar. Hjer er ekki rúm til að rökræða þessa athugun mína, um tilhögun hins forna Alþingis, en á hinn bóginn vil jeg verða við þeim tilmælum, að skýra í fám orðum frá niðurstöðu minni um það, hvert hafi verið verksvið þeirra tveggja stofnana, lögbergs og lög- rjettu, er jeg skoða að á Alþingi hafi verið, þegar það var í upphafi sett. Lögbergsstofnunin var skipuð þeim 36 landsmönnum, er æðstu völd höfðu í landinu. Lýsingar saka og stefnur voru því aðeins lögmætar, að þær væru sagðar fram „at lögbergi", sem þýðir: á lögbergsfundi. Til þess að þessir lögbergsfundir væru lögmæt- ir, útheimtist, að meirihluti hinna 36 landsmanna, er lögbergsstofnunina skipuðu, væru á fundi, ásamt lögsögu- manni. Sama gilti og um dómnefnuna, er fór fram í Hamraskarði þar á fund- arstaðnum út frá lögbergi, sem al- þingisdómurinn sat og dæmdi málin, jafnskjótt og höfðingjarnir höfðu tek- ið fundarályktun um að dómurinn skyldi taka til starfa. Voru málin upp- haflega sótt og varin á lögbergsfund- um og þar dæmd. Lögsagan fór fram að lögbergi og urðu þá allir landsmenn að vera á fundi. En ef þeir höfðu ekki tóm til aðrar undanþágur, er veittar voru á Alþingi, hjetu einu nafni lof eða al- þingislof í fornöld. Hjet það ýmist sýknulof eða sýknuleyfi, er sekum manni var gefin upp sekt hans. Sátta- leyfi var það kallað, er Alþingi veitti mönnum leyfi til að sættast, en slíkt leyfi var nauðsynlegt, er um víg var að ræða eða áverka veittan á þingi, og fleiri sakamál, er þungar refsingar lágu við, því að öðrum kosti var sáttin ó- lögleg. Öll alþingislof ætla jeg að upphaf- lega hafi verið veitt að lögbergi og olt- ið ]>ar á því, hvort meiri hluti fjekst fyrir því, að lof skyldi veitt eða ekki. Lögrjettu skipuðu eins og lögberg hinir 36 landsmenn, en jafnframt höfðu þeir þar hver um sig tvo umráðamenn, eða einskonar ráðgjafa, eða ráðuneyti, til þess að vera þar í ráðum með sjer um það mál, er fyrir lá. Þar fór fram síðari umræða um löggjafarmálin, en gagnstætt því, sem átti sjer stað ao lögbergi, að þar rjeð afl atkvæða, þá ultu úrslitin í lögrjettu á því, að samkvæði væri goldið við lagabreyt- ingu, eða nýmæli. Fengist samkvæði, var frumvarpið þar með samþykt, en ef einn eða fleiri stóðu á móti, var málið aftur á móti fallið. Þetta staf- aði af því, að bandalagið um allsherj- arlögin bygðist á frjálsum grundvelli. Það var ósamboðið hverjum höfðingja að lúta öðrum lögum en þeim, er hann af frjálsum vilja vildi samþykkja fyr- ir sína hönd og sinna undirmanna. Þetta, að samþykkja lög eða fella, var hið eina starf, er lögrjettustofn- unin hafði með höndum upphaflega, en ástæðan til þess að lögberg gat ekki int þetta starf af höndum, var sú, að þar rjeð afl atkvæða. I sambandi við hina fyrri umræðu máls að lögbergi var tilhögunin að hafa umráðamenn í lögrjettu mjög hentug. Þótt höfðingjarnir gagnrýndu málin að lögbergi og greiddu þar at- kvæði gegn því að þau gengju fram, gátu þeir, ef málið virtist hafa al- " 'vL ■" .: -X ; r'- •A-Vx fvA-v , Á Lögbergi. Mennirnir til hægri eru að ganga upp þrepin á bergið. Þessi tilhögun, sem ríkti á Islandi rúmar þrjár aldir, er að mínu áliti merkilegustu leifar hins forn-ger- manska fjelagslífs, sem sögur fara af. Mannaforráðin kendu almenningi, að gera sjer grein fyrir, að það er ekki sama, hvernig stjórnað er, og meta það, hversu mikils virði það er fyrir fjöldann, að vel sje stjórnað. Þeir höfðingjar, er ekki voru hæfir til þess að fara með völd, urðu að þoka fyrir hinum, er sýndu það í verki, að þeir kunnu að stjórna fólki. Afleiðingin fagra, þá er ástæða til að ætla, að í varð því sú, að höfðingjaættirnar urðu þess, u/ðu þeir að láta báða umráða- menn sína í lögrjettu hlýða á uppsög- una í sinn stað. Þegar lagabreytingum eða nýmæl- um var hreyft á Alþingi, VQru þau mál fyrst lögð fyrir lögbergsfund, og borin fram af einhverjum landsmanni. Að umræðu lokinni var það borið undir at- kvæði landsmanna, hvort máli skyldi vísað til lögrjettunnar, eða ekki. Að lög- bergi rjeð afl atkvæða, og var mál fall- ið á þinginu, ef því var ekki vísað þar til lögrjettunnar. Linun eða eftirgjöf á refsingum og menningsfylgi, þegar til lögrjettunnar kom, snúið við blaðinu og samþykt ný- mælið að ráði umráðamanna sinna, án þess að þeim væri legið á hálsi fyrir það. Er nýmæli hafði verið samþykt, var það sagt upp sem lög þrjú sumur í röð að lögbergi. Hið fjórða sumar, er full reynsla var fengin um nýmælið í framkvæmd, var loks tekin ákvörðun um það á lögbergsfundi, hvort nýmæl- ið skyldi sagt upp eða ekki. Fjell það úr gildi, ef meiri hluti fjekst ekki fyrir því, að það skyldi sagt upp; %

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.