Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 10
háð fyrir lokuðum dyrum, þrátt fyrir kröfur þingmanna um þinghald í heyr- anda hljóði, en 1849 og síðan var þing haldið fyrir opnum dyrum. Þingið kjöri forseta sinn og varaforseta og svo skrifara. I'ingið var háð í salnum í Latínu- skólanum öll þessi ár, því að þing- hús var eigi reist þá, og eigi annað hús jafn hentugt þá eða veglegt til þinghalds. D. Lagafrumvörp af hendi konungs- valdsins, er snertu mannrjettindi manna, eignir, skatta og álögur í al- mennings þarfir, átti að leggja fyrir þingið. I>að hafði rjett og skyldu til ráðgjafar um þessi efni, en samþyktar- vald um löggjöf hafði þingið ekki þá, eins og síðan 1874. Einstakir þing- menn gátu og borið löggjafarmál undir þingið. Um stjórnarfrumvörp voru hafðar tvær umræður. Hjet hin fyrri undirbúningsumræða, en hin síðari á- lyktunarumræða- Um frumvörp ein- stakra manna eða málefni, er þeir báru upp, voru hafðar þrjár umræður, inngangsumræða og síðan hinar tvær áðurnefndu. Ef Alþingi vildi koma máli fram í einhverri mynd, þá var venja, að forseti og skrifari sendi um það bænarsJcrá til konungs, þar sem fram var tekið, hvers efnis þingið vildi hafa væntanleg lög um málið. En það var auðvitað oft óvíst, hvort tillögur þingsins fyndu náð fyrir augum stjóra- arskrifstofanna eða ráðherranna Kaupmannahöfn. Um þeirra hendur fóru málin áður en þau komu til kon- ungs, og þeirra ráðum mun haPn nær altaf hafa hlítt. Á þessu tímabili hafði Alþingi með höndum öll þau mál, sem þá kvað mest að og mestu vörðuðu landið. Þegar á fyrsta þinginu (1845) kom verslunar málið til meðferðar. 1787 hafði verslun- in að vísu verið leyst úr versta ein- okunarlæðingnum, en Danir einir mátti versla hjer leyfislaust og afarkosta- laust. Og tiltölulega fáar hafnir vori hjer löggiltar. — Flestir bestu menn landsins vildu fá íslenska verslun við útlönd gefna frjálsa öllum þjóðum og jafnrjetti þeirra á meðal. Stóð í þessu þófi nær áratug, uns verslunarfrelsi fjekst nokkurnveginn með lögum 15. apríl 1854, er ríkisþing Dana og kon- ungur setti. Meðal annara stórmála, er ráðgjafarþingin fóru með, má nefna skólamálin, fjárkláðamálið á þingunum 1857—1869, fjárhagsmálið svo nefnt, um skuldaskifti íslands og Danmerkur 1865 og síðast en eigi síst stjórnar- bótarmálið (sambandsmál Islands og Danmerkur) 1867, 1869 og 1871 og frumvörp bæði í sambandi við það og .sjer í lagi (1878) um stjórnarskrá landsins. Þau mál tókst Alþingi eigi að leysa. Stöðulög 2. jan. 1871 og stjórnarskrá 5. jan. 1874 voru sett án þess að þau væru lögð fyrir Alþingi og að sumu leyti þvert ofan í vilja þess, eins og kunnugt er. Á þessu tímabili sátu margir kunn- ustu og ágætustu menn landsins á þingi. Fyrstan má þar nefna Jón Sig- urðsson forseta. Hann var kjörinr þingmaður alt þetta tímabil, en sa' þó ekki á þingunum 1861—1863. Þá má nefna menn eins og Þórð Svein- björnsson yfirdómsforseta, sem var líka lærður maður og mikilhæfur, Pjet- ur biskup Pjetursson, Jón Guðmunds- son ritstjóra, prófastana Hannes Steph- ensen og Halldór Jónsson, Benedikt Sveinsson, Arnljót Ólafsson, Jón Sig- urðsson á Gautlöndum o. m. fl. þjóð- kunna menn. r HásNoli Islanðs. Eftir Dr. Agúst H. Bjarnason prófessor. W ' k Ágúst H. Bjamason. ÞJÓÐSKÓLAHUGMYND SIGURÐSSONAR. JÓNS Þeir Baldvin Einarsson og síra Tómas Sæmundss»n munu fyrstir manna hafa orðað það, að háskóla- fræðsla færi fram á íslandi. En frum- kvæðið að stofnun háskóla eins og svo mörgu öðru átti þó Jón Sigurðs- son forseti. Þegar á hinu fyrsta end- urreista Alþipgi 1845 ber hann fram uppástungu um stofnun ,, þjóð- s k ó 1 a “ á Islandi, — „eir veitti svo mikla mentun sjerhverri stjett, sem nægir þörfum þjóðarinnar“. Vildi hann láta sameina þar gagn- fræðaskóla, latínuskóla og háskóla, og auk þess sem kend væru þar for- spjallsvísindi, skyldi ekki einungis veitt kensla í guðfræði, lækningum og lögvísi, heldur ætti þar og að kenna landbúnað, iðnfræði, verslunarfræði og siglingafræði. Þetta átti að vera einskonar allsherjarskóli fyrir allt land, sniðinn eftir þörfum þjóðarinnar. Eins og vænta mátti, lagðist kon- ungsfulltrúi á móti hugmynd þessari, en svo var sett nefnd í málið með Helga Thordarsjeín sem framsögu manni. Sú nefnd sneið gagnfræðanám ið neðan af eða gat þess ekki, en mælti drengilega með öllu hinu og ljet þá konungsfulltrúi sje,r vel líka. En í framkvæmdinni varð þetta svo, að prestaskóli var stofnaður 1847, lækna- skóli 1876, lagaskólinn fyrst 1908, og svo var háskólinn loks stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 1911 Þá var embættaskólunúm steypt sam- an í eina heild í þrem deildum, en fjórða deildin, heimspekideild, skeytt við með kennarastól í heimspeki og tveim kennarastólum í íslensku og Is- lands sögu, til minningar um vísinda- starfsemi Jóns Sigurðssonar. Rjett mun í þessu sambandi að g'eta þeirra stjórnmálamanna, er auk Jóns Sigurðssonar börðust ötulast fyr- ir stofnun háskólans; en þar ber eink- um að nefna Benedikt Sveinsson sýslu mann og samherja hans, er börðust svo að segja látlaust fyrir því máli 1881—93. En á síðari þingum voru það einkum Hannes Hafstein og Lár- us H. Bjaraason, sem beittust fyrir því máli, og á Alþingi 1907 var sam þykt að fela forstöðumönnum em bættaskólanna að semja frumvarp til laga og reglugerðar fyrir háskólann Það frv. var svo samþykt á þingi 1909 og staðfest af konungi 30. júlí b. á. STOFNUN HÁSKÓLANS. Á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, þann 17. júní 1911, var Háskóli Ls- lands settur á stofn. Stundu fyrir hádegi þann dag söfn- uðst menn saman í hátíðasal Menta- skólans til þess að vera viðstaddir af- hjúpun á olíumynd af Jóni Sigurðs- syni. Síðan gengu menn fylktu liði í sólheiðu veðri niður Skólabrú niður í Alþingishús. En á hádegi hófst stofn- unarhátíðin í neðri deildar sal Al- þingis, að viðstöddum þeim menta- mönnum, sem til náðist, svo og er- indrekum erlendra ríkja. Fyrst var sunginn kvæðaflokkur, er Þorsteinn skáld Gíslason hafði ort, undir forustu Sigfúsar Einarssonar dómkirkjuorganista, og var upphafs- erindi hans, er jafnan hefir verið sungið síðan við hverja háskólasetn- ingu, á þessa leið: Þú ljóssins guð! á líknsemd þína vjer lítum allra fyrst og biðjum: Lát þú ljós þitt skína á lítinn, veikan kvist! Haf, heilög sól, á honum gætur, gef honum kraft að festa rætur, og verm þú hann, svo vísir smár hjer vlerði um síðir stór og hár. Síðan flutti þáverandi landritari, síðar ráðherra Kl. Jónsson, kveðju konungs svohljóðandi: „Um leið og jeg á þessum degi minninganna samfagna öllum Islend ingum í endurminningunni um hinn mikla leiðtoga og málsvara þjóðarinn- ar, bið jeg yður um að bera fram óskir mínar um, að háskóli sá1, sem stofnaður er þenna dag til minningar um hið mikla æfistarf hans, megi verða vísindunum til hróss og landi og lýð til nytja“. Síðan rakti landritari sögu háskóla- málsins, og með því að fjárlög, stað- fest 8. s. m., heimiluðu stofnun hans, afhenti hann málið hinu nýskipaða háskólaráði. Þá flutti fyrsti rektor háskólans, prófessor, dr. phil. Björn Magnússon Ólsen hátíðarræðu um markmið og startf háskóla bæði að fornu og nýju og lýsti yfir því, að Háskóli Islands • væri settur á stofn. Kennarar háskólans voru þá þegar 18 talsins, að meðtöldum aukakenn- urum, og 2 prívatdócentar að auki En 45 stúdentar höfðu látið innrita sig, og varð núverandi forsætisráð- herra Tryggvi Þórhallsson fyrstur þeirra, STARFSMENN HÁSKÓLANS OG STARF HANS. Fyrstu deildarforsetar háskóladeild- anna voru: 1 guðfræðideild: próf. Jón Helga son. I lagadeild: próf. Lárus H. Bjarna- son. I læknadeild: próf. Guðm. Magnús- son. I heimspekideild: próf. Ágúst H. Bjarnason. Af þjóðkunnum mönnum, sem ým ist eru látnir eða horfnir frá háskól anum, má nefna þessa: Látnir eru: Próf. Björn M. ólsen. Próf. Guðm. Magnússon, Próf. Jón Kristjánsson. Próf. Jón Aðils. Dóc. Bjarni Jónsson frá Vogi. Próf. Har. Níelsson. Horfnir frá háskólanum til annara starfa eru: Dr. Jón Helgason biskup. Hæstarjettardómari Lárus H. Bjamason. Landsbókavörður, dr. Guðm. Finn- bogason. Bankastjóri, dr. Páll E. ólason. Enn eru starfandi af elstu mönn- um háskólans: Prófessor Ágúst H. Bjaraason. Prófessor Einar Arnórsson. ' Prófessor Guðm. Hannesson. Prófessor Sig. P. Sívertsen. En við hafa bætst af föstum kletnn- urum þeir: Próf. Ólafur Lárusson. Próf., dr. Sig. Nordal. Dr. Alex. Jóhannesson. Próf. jur. Magnús Jónsson. Próf. theol. Magnús Jónsson. Próf. Guðm. Thoroddsen. Dócent Níels P. Dungal og dócent Ásm. Guðmundsson. Kennarar þessir hafa auðvitað fyrst og fremst sint kenslustörfum hver í sinni grein, og sumir í fleiri en einni kenslugrein, en auk þess hafa nokkrir þeirra ritað margt og mikið, einkum af kenslubókatæi, og flutt fyrirlestra bæði innan og utan háskólans. Mikil- virkastir að bókagerð hafa reynst þeir Sig. P. Sívertsen í guðfræðideild, Ein- ar Araórsson í lagadeild, Guðmundur Hannesson í læknadeild, og í heim- spekideild þeir Ágúst H. Bjamason, Alex. Jóhannesson og Páll Eggert Ólason. Hjer verða ekki talin ritverk þeirra nje annara kennara háskólans. En á það mætti þó ef til vill benda, hversu mikla þýðingu það muni hafa fyrir íslenska tungu og íslenska vís- indamensku, að þessir menn hafa ráð- ist í að skrifa fleiri eða færri kenslu- bækur hver á sínu sviði, og þar með gert mönnum það fært að hugsa, tala og rita á íslensku um efni, sem áður þótti lítt kleift að tala um, nema þá á bjöguðu máli, eða með því að nota sæg erlendra orða. Það verður ef til vill betur metið síðar, hve miklu há- skólinn hefir áorkað þegar á fyrstu starfsárum sínum um það, að gera ís- lenska tungu að hugsandi manna máli. Að málhreinsun og nýyrðasmíð á síðari árum hafa einkum starfað þeir Sig. Nordal og Guðm. Finnboga- son. Orkar auðvitað tvímælis um sum nýyrði þeirra sem annara, en tíminn sker úr því, hvað lífrænt reynist í málinu jafnt sem öðru. AÐSÓKNIN AÐ HÁSKÓLANUM. Auðvitað hefir mestur tími kennar- anna farið í það að fylgjast með í kenslugreinum sínum, búa sig undir kensluna og síðan að kenna. Hefir kenslan orðið einkar notadrjúg nemend- um af því, að þeir hafa verið svo til- tölulega fáir, að kennararnir hafa getað fylgst með hverjum nemanda og leið- beint honufm. Þó hefir aðsóknin að há- skólanum farið sívaxandi, nema rjett síðustu árin, að farið var að stemma stigu fyrir aðstreyminu að embætta,- deildunum. Aðsóknin nam: 1911 46 nem. 1918 . 86 — 1920 . 94 — 1922 . 113 — 1924 . 119 — 1927 . 150 — — 10 —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.