Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 12
Skólamál. Eftir 'Jón Ófeigsson yfirkennara. Jón Ófeigsson. I. Svo sem við er að búast, fara litl- ar sögur af alþýðufræðslu hjer á landi fram eftir öldum. Vjer stöndum þar að sjálfsögðu ekki öðrum þjóðum framar, heldur má ætla, að vjer stönd- um þeim stórum að baki. Veldur því fjarlægð og fátækt, og eins tómlæti eða lítilsvirðing sú, er ráðandi erlend- ir menn höfðu á landi og þjóð. Um þúsund ára skeið gerist fátt sögulegt í þessum efnum. Fyretu á- kvæði, er snerta alþýðufræðslu, að því er mjer er kunnugt, eru tilskip anir frá 29. maí 1744 um barnaspurn- ingar, og 27. maí 1746 um húsvitj- anir. En báðar þessar tilskipanir lúta að uppfræðslu í kristilegum fræðum gera ekki einu sinni ráð fyrir, að öll börn sjeu læs. Fyrsta tilskipunin, er beint snýst um einföldustu undirstöðuatriði, er konungsbrjef, dags. 2. júlí 1790, til Hannesar Finnssonar, biskups í Skál- holti, um fræðslu og uppeldi barna í Skálholtsbiskupsdæmi. Þar er fyrir- skipað, að börn sjeu farin að læra að lesa, áður en þau eru 5 ára gömul og að kverlærdóm skuli þau hafa haf- ið, áður en þau komist á 10. ár, og lokið honum 14 ára, og varðar sekt um, ef húsráðandi eða hjú hans leit- ast ekki við að fullnægja fyrirmælum tilskipunarinnar. Skömmu síðar, eða 1792, er stofnað- ur fyrsti barnaskóli landsins, á Hausa stöðum í' Garðahreppi, fyrir styrk úr gjafasjóði Jóns Þorkelssonar (Thor kelliisjóði). Forstöðumaður skólans varð síra Þorvaldur Böðvarsson, en hann ljet af því starfi 1804, og lifði svo skólinn við sult og vesaldóm til 1812, er hann lagðist niður. Árið 1830 var fyrst stofnað til barnaskólahalds í Reykjavík, að veru legu leyti með tilstyrk Thorkelliisjóðs Skólahaldið fjell niður 1848, er sjóð stjórnin kipti að sjer hendinni og neitaði um styrk úr sjóðnum. Lá svc málið að mestu leyti niðri til 1862, er skólahald var hafið á nýjan leik, og hefir skóli verið þar síðan. Síðast á þessu þúsund ára tímabil komast á fót einhverjir aðrir barna Skólar í helstu kaupstöðum. Aðri skólar eru engir, nema lærðu skólarn ir á biskupssetrunum, en um þá ræð- ir síðar. II. Þetta er í sem skemstu máli saga uppfræðslu og skólahalds til handa alþýðu manna um þúsund ára bil. Þá er engin skólaskylda og því sem næst engin leið til skólamentunar önnur en „lærða leiðin“, því að heita má, að engir aðrir skólar sjeu til, hvorki bamaskólar, ungmennaskólar, nje neinir sjerfræðiskólar. Námsskyldan nær í lok tímabilsins ekki lengra en svo, að börnin verði læs og læri kver- ið til fermingar. Og þess er að gæta að þessa litlu fræðslu fá þau ekki hjá kennurum, heldur á heimilum sínum og má nærri geta, að oft hefir verið ærið mikið áfátt náminu, því að mjög oft mun hafa verið ábótavant þekk- ingu og áhuga þeirra, er fræða áttu. Þegar á þetta er litið, mætti sýnast svo sem öll ástæða væri að ætla, að mentunarástand alls almennings hafi verið allbágborið, þótt eigi væri litið á annað en einföldustu atriði. Og víst hefir svo verið, ef hafður væri nú- tíðar mælikvarði. Hvernig ætti annað að vera, þar sem lítið var aðhaldið, engin hvatning og oftast enginn kostur að afla sjer fræðslu? Samt er lítill vafi, að ástandið hefir verið mun betra en ætla mætti eftir allri aðstöðu, og eru til þess ýms- ar ástæður.. íslendingar hafa alla tíð verið bók- hneigðir, og sjerstaklega elskir að alls- konar sagnafróðleik. Er svo enn í dag, að þeir lesa með sjerstakri ánægju og hlusta með áfergju á allar slíkar frá- sagnir. Nú er lífið margþættara og tilbreytingarmeira en áður var og margvíslegt, sem tekið getur huga manns, eða dreift honum. En áður fyr var lífið fábreytt og störfin fá og ó- brotin, og urðu þá bækurnar og frá- sagnirnar tilbreytingin, nýjungin, and lega næringin. Allir kannast við, af afspurn að minsta kosti, sögulesturinn á vökunni í sveit, sem að líkindum er ævagamall þjóðsiður. Þá var það happ öllum söguelskum og bókhneigðum mönnum, að mestur hluti hinna fomu bókmenta vorra var skráður á móðurmálinu, og því allra meðfæri, sem læsir voru. Stóðum vjer þar ólíkt betur að vígi en flestar aðr- ar þjóðir álfunnar, því að bæði voru bókmentir þeirra flestra næsta ó- merkilegar og um langt skeið á lat- ínu, sem engir skildu nema spreng- lærðir menn. Þá er eitt atriðið enn. Hinir ungu menn, sem mentuðust í lærðu skólun- um, urðu flestir prestar og dreifðust út um allar sveitir lands. Þeir voru um langt skeið einu mentamennirnir, sem alþýða manna hafði kynni af Mjer hefir oft fundist það vera aðals- merki íslenskra mentamanna, að þeir væru fúsir til þess að miðla öðrum af þekkingu sinni og leysa úr vanda- málum annara, ef þeir hefðu þekkingu eða vit til þess að gera það. En hvort sem þetta er rjett álit á mentamönn- um vorum nú á dögum eða ekki, þá er hitt víst, að á umliðnum öldum hafa íslenskir mentamenn, og þá ekk síst prestamir, lagt mörgu nytsamlegi liðsyrði, beint eða óbeint. Það verðui sjálfsagt aldrei rannsakað til hlítar hversu margir ungir, framsæknii menn, sem enga áttu að og allai bjargir virtust bannaðar, eiga það aí þakka prestinum sínum, að vegurinn greiddist Qg vonimar rættust. En á öllum öldum eru þess mörg dæmi, alt fram á þennan dag. Loks er þess að geta, að heimilis- fræðsla á úrvalsheimilum mun hafa verið í besta lagi, betri og notadrýgri en nokkur skólafræðsla. En hin heim- ilin hafa þó altaf verið margfalt fleiri, sem enga eða litla fræðslu gátu veitt. m. Fyrsta verulega framfarasporið á sviði skólamála, eiftir að Alþingi fjekk löggjafarvald, var samþykt laga um uppfræðing bama í skrift og reikn- ingi. Þau voru staðfest 9. jan. 1880 Fram að þeim tíma hafði hvorki skriftar- nje reikningskensla verið lög boðin, enda mun fram að því veru legur hluti þeirra, sem þó áttu að heita læsir, hafa verið óskrifandi og lítt reiknandi. og vita um, hvemig álfur liggja á hnettinum; 6) nokkur einföld sönglög og kvæði, einkum ættjarðarljóð.r í föstum skólum skal vera sú fræðsla í landafræði, sögu Is- lands, náttúrufræði og öðrum greinum, sem fyrirskipuð er með reglugerðum skólanna. Það er ekkert smáræði, sem kröf- urnar eru auknar í þessum lögum frá því, sem áður var. Hitt er þó merki- legra, að nú er ekki aðeins lögleidd náms- og skólaskylda allra bama á aldrinum 10—14 ára, heldur er og um sama leyti gerð ráðstöfun til þess að afla hæfra kennara. Árið 1907 er kennaraskóli reistur í Reykjavík, og er þar í 3 ársdeildum veitt nauðsynleg undirbúningsfræðsla þeim, er gerast vilja barnakennarar. Sá Ijóður var á þessum lögum, að enn voru eigi skólaskyld nema börn Hinn almenni mentaskóli Lög þessi mæla svo fyrir, að prestar skuli sjá um, að öll börn, sem til þess sjeu hæf, að dómi prests og meðhjálp- ara, skuli læra að skrifa og að minsta kosti samlagning, frádrátt, margföld- un og deiling í heilum tölum og tuga- brotum. Skulu prestar árlega rita í húsvitjunarbók, hvað líði kunnáttu bamanna, og fái barn ófullnægjandi fræðslu á heimilinu, ber presti með hreppsnefnd eða bæjarstjórn að koma því fyrir á öðiru heimili til náms á kostnað foreldra eða fósturforeldra. Þetta var allverslegt spor í fram- faraátt, þótt fræðsluskyldan hvíldi enn sem fyr á heimilunum, enda var þá hvorki til nein stjett skólakennara nje skólar. En við þetta sat svo, uns lög um fræðslu barna frá 22. nóv 1907 voru sett, að mestu að ráðum dr, Guðm. Finnbogasonar. Gerðu þau lög gagngerða breytingu á allri fræðsl unni og juku kröfurnar. Lög þessi eru enn að mestu leyti í gildi og svo kunn, að varla þarf að rekja þau hjer Þó skal, til samanburðar við það, sem áður var, geta um grundvallarkröf- urnar. Nú skal hvert barn, sem er fullra 14 ára, hafa lært 1) að lesa móðurmálið skýrt og á heyrilega og segja frá munnlega og skriflega; 2) að skrifa Jæsilega og hreinlega snarhönd; 3) í kristnum fræðum það, sem kraf ist er til .fermingar; 4) fjórar höfuðgreinir reiknings með heilum tölum og brotum; 5) að nota landabrjef, þekkja nokk uð til náttúru Islands og atvinnu vega, legu helstu landa í álfunni 10—14 ára að aldri. Innan þess ald- urs hvíldi fræðsluskyldan á heimilun- um eins og áður. Nú er það vitað, að þótt sum heimili sjeu fullfær til þess að annast þá fræðslu, eða geti íalið hana öðrum, þá eru önnur heimili, sem hafa engin tök á því. Árið 1926 var fyrirskipuð prófskylda á börnum 8— 10 ára gömlum, og var það nokkur trygging, en nú er loks komin heimild til að láta skólaskyldu hefjast eftir 7 ára aldur, og líkur eru taldar til, að kaupstaðaskólarnir, flestir eða allir, miði við 8 ára aldur frá næsta hausti. Á tímabili þessu, meðan undirstöðu- fræðslan var að komast í þetta horf, voru allmiklar bollaleggingar og til- raunir til skólastofnana, og þótt sum- ar tilraunimar ættu sjer skamman aldur, þá spratt þó oftast eitthvað að gagni upp af þeim mjóa vísi. Eftir- tektarvert er það, að langflestar skóla- tilraunirnar, að minsta kosti framan af tímabilinu, eiga rót sína að rekja til áhugasamra einstaklinga, er hafa, af trú á gagnsemi málsins, brotist í gegnum fjárkröggur, deyfð og skiln- ingsleysi, -oftast með sæmilegum ár- angri að lokum. Alþingi leggur sjald- an neitt að ráði til málanna framan af, þótt það síðar, er nauðsynin er orðin öllum Ijós, leggi oft á smiðs- höggið, og styrki á einhvern hátt eða taki á sína arma. Þó var það Alþingi, er samþykti ár- ið 1871 frumvarp til tilskipunar um búnaðarskóla í hverju amti, en all- langt átti það mál enn í land, áður en framkvæmt yrði. Skömmu eftir 1870 rísa upp margir barnaskólar, bæði í verstöðvum og á ooooo
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.