Morgunblaðið - 26.06.1930, Page 13

Morgunblaðið - 26.06.1930, Page 13
stöku stað til sveita, en aðallega kem- ur skriður á það mál, eftir að fræðslu- lögin 1907 komu til framkvæmda. Kvennaskólinn í Reykjavík var fyrst hafður 1874—’75. Hafði frú Thora Melsted brotist í að koma hon- um upp. En hann átti fyrir sjer að vaxa og dafna, eins og öllum er kunnugt. Voru framan af aðeins tvær deildir, síðar þrjár, en fjórða deildin bættist við 1898. Auk þess hefir skól inn nú hússtjórnardeild. Árið 1876 var stotfnaður barnaskól inn á ísafirði. Gagnfræðaskóli á Möðruvöllum í Hörgárdal var samþyktur á þingi 1877, en lögunum var breytt á næstu þingum, og tók skólinn ekki til starfa fyr en 1880. Skólahúsið brann, og fluttist skólinn til Akureyrar 1904. Skólinn á 50 ára afmæli á þessu ári. Árið 1877 rjéðust Eyfirðingar í það, að koma sjer upp kvennaskóla. Var hann haíður á Syðra-Laugalandi, og var forstöðukona frú Vaigerðui Þorsteinsdóttir. Stóð skóli þessi með allmiklum blóma um nokkurt ára bil. Skemri æfi átti sjer kvennaskóli er Skagtfirðingar stofnuðu um líkt leyti. Húnvetningar stofnuðu til kvenna skóla um 1879 og keyptu handa hon um timburhús í Ytri-Ey 1883. Skól- inn fluttist síðar til Blönduóss og er enn við lýði. Árið 1904 gerði Alþingi þá breyt- ingu á búnaðarskólunum, að þeir skyldu vera aðeins tveir, annar á Norðurlandi, á Hólum, en hinn á Suð- urlandi, á Hvanneyri, og er sú skip- un nú fullráðin með lögum um bænda- skóla, er samþykt voru á þinginu í vetur. Eiðaskóli var gerður að alþýðuskóla árið 1917, og er nú hjeraðsskóli á svipaðan hátt og Laugaskóli f Suður- Þingeyjarsýslu, er stofnaður var árið 1925 og Laugavatnsskóli í Arnes- sýslu, sem starfræktur var í fyrsta sinn í fyrra, en er eigi fullgerður. Nokkrir lýðháskólar hafa verið hafðir hjer á landi. Hafði Guðmundur Hjaltason um hríð slíkan skóla í Eyja- firði, og Sigurður Þórólfsson stofnaði lýðháskóla 1905 í Bakkakoti, er síðar nefndist Hvítárbakki. Sá skóli verður nú fluttur að Reykholti og verður hjer- aðsskóli Borgfirðinga. Er verið að reisa skólahúsið. Á Núpi í Dýrafirði stofnaði sr. Sig- tryggur Guðlaugsson unglingaskóla árið 1904. Sá skóli verður nú hjer- aðsskóli Vestfirðinga. Loks var á þing- inu í vetur samþykt að stofna hjer- aðsskóla á Reykjum í Hrútafirði, og verður hann að líkindum reistur að nokkru leyti í sumar. Allir þessir hjeraðsskólar, nema Eiðaskóli, sem er ríkisskóli, hafa þser skyldur og rjettindi, sem sett voru ár- Bessastaðir. Árið 1929 var stofnaður húsmæðra- skóli á Staðarfelli í Dölum, af gjöf Magnúsar bónda Friðrikssonar og konu hans, Staðarfellseigninni, og svo- nefndum Herdísarsjóði, stofnuðum af frú Herdísi Benediktsen. Þá er þess að geta, að sr. Þórarinn Böðvarsson og kona hans gáfu jörð- ina Hvaleyri og skólahús í Flens borg til minningar um son sinn, Böðv- ar. Var tilætlunin að þar yrði barna skóli, og jafnframt alþýðuskóli. Varð nokkur dráttur á því, að skólinn kæm- ist á laggirnar. Hann var fyrst starf ræktur 1879, og þá í upphafi sem barna- og alþýðuskóli. Hann er nú, sem kunnugt er, að mestu leyti gagn fræðaskóli. Eins og áður er getið, samþykti A1 þingi árið 1871 frumvarp til tilskip unar um búnaðarskóla í öllum ömt- um landsins, en úr framkvæmdinni varð ekkert. Árið 1880 rjeðst dugnaðar- og fram kvæmdamaðurinn Torfi Ölafsson í það, að koma upp búnaðarskóla í Ólafsdal. Tók skólinn miklum fram förum undir hinni ötulu stjórn stofn- andans og var árið 1885 gerður að búnaðarskóla vesturamtsins. Árið 1889 var s^ttur á stofn bún- aðarskóla á Hvanneyri sem búnaðar- skóii Suðurlands. Varð síðar nokkurt umtal um að sameina þessa tvo skóla, en ekki varð af því að sinni. Á Norður- og Austurlandi voru stofn- aðir búnaðarskólar á Hólum og Eiðum árið 1883. Árið 1873 stofnuðu iðnaðarmenn í Reykjavík vísi til iðnskóla. Var það í upphafi aðeins sunnudagaskóli, en breyttist 1904 í svipað horf og nú er. Er þar nú kvöld- og að nokkru dag- nám fyrir iðnaðarmenn. Aðsókn hefir aukist gífurlega að skólanum fyrir þá sök, að nú eru allir iðnnemar skóla- skyldir. ið 1928 méð lögum uím hjeraðsskóla. Stofnkostnað ber ríkið að hálfu og greiðir rekstrarkostnað árlega tii hvers skóla 6000 kr. tfyrir 15—20 fyrstu nemendurna, síðan 250 kr. fyr- ir hvem nemanda, upp að 40, og svo 200 kr. úr því. — Ársdeildir skulu vera 2—3. 1 skólunum á að búa nem endurna undir athafnalíf með bók námi, vinnukenslu og íþrjttrnn. Skal í yngri deild lögð áhersla á ýmsa fræði, leikni og tækni, en í eldri deild á sjálfsnám og iðju. Svipuð skipun var gerð á skólum í kaupstöðum með lögum um gagnfræða- skóla, er samþykt voru í vetur. Gagn- fræðaskólar hafa til þessa ekki verið aðrir en gagnfræðadeildin í Menta- skólanum og gagnfræðaskólinn á Ak- ureyri og svo ungmennaskólar í kaup- stöðum aðallega t. d. Flensborgarskóli og Ungmennaskóli 'Reykjavíkur, er stofnaður var 1928, en samþyktur á næsta þingi. Sama ár stofnuðu nokkr- ir borgarar í Reykjavík Gagnfræða- skóla Reykjavíkur, er dómsmálaráð- herra hafði með valdboði lokað Menta- skólanum að hálfu. Sjómapnakensla hefst hjer í Reykja vfk um 1885, en skólinn er stofnaður 1890. Þar er nú eins árs deild fyrir fiskimenn og tveggja ára nám fyrir farmenn. Vjelstjóraskóli var stofnaður 1915 handa vjelstjóraefnum. Hann er í 2 ársdeMdum (7 mánaða), og í vetur vair samþykt að setja á stofn raf magnsdeild við skólann. \} V*"’ tíl irmynd, og kenslubækur oftast þær, sem þar tíðkuðust (t. d. „Dónatus"). Undir aldamótin 1800, eftir felli og hörmungar, sem yfir landið gengu undir aldarlokin, varð það að ráði, að leggja niður skólana á biskupssetr- unum og hafa í stað þeirra einn skóla í Reykjavik. Hann stóð á Hólavelli, en hefir verið af miklum vanefnum í-'. Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Nálægt aldamótunum komu áhuga- samir menn upp kvöldskóla fyrir versl- unarmenn. Skólinn átti mjög ertfitt uppdráttar fyrstu árin, en eftir 1905 fer að rætast úr fyrir honum, hann eflist því meir sem Jengra líður. — Hefir nú Verslunarskóli Islands þrjár deildir (ársdeildir) auk kvölddeildar. Árið 1919 stofnaði samband ís lenskra samvinnufjelaga Samvinnu skólann; er það tveggja ára skóli. Áð- ur höfðu verið höfð nokkur samvinnu námsskeið. — Mun nú upptalið flest það, sem gerst hetfir merkilegt á sviði alþýðu- mentunar og sjerfræðslu á rúmlega 50 ára bili. Viðreisnarhugurinn, sem vaxandi velmegun skóp, markaði djúp spor í þessum greinum sem öðrum. „Vex hugur, þá vel gengux“. Margt er enn óunnið, og það á langt í land og gerist ekki með stofnun nokkurra skóla, að á landi voru verði mentuð þjóð, sjálfstæð í hugsun og verki. IV. Á biskupssetrunum, Hólum og Skálholti, voru settir á stofn skólar mjög bráðlega eftir að kristni var í lög leidd og biskupar skipaðir. Skól ar þessir voru að sjálfsögðu ekki al þýðuskólar, heldur var aðalmarkmið gerður, að sögn þeirra, er í hann gengu. Árið 1805 var svo skólinn fluttur til hins kunna sögustaðar, Bessastaða, — og fór af skólanum þar hið besta orð. Lá það aðallega í tvennu. Að skólanum völdust hinir á- gæstustu menn. Steingrímur Jónsson, er síðar varð biskup, hinn lærðasti og besti maður, varð fyrsti forstöðumað- ur hans eftir flutninginn, og er honum mjög þakkað, hversu gott lag hafi þegar komist á skólann. Við skólann störfuðu og ágætismennirnir Bjöm Gunnlaugsson, Hallgrímur Scheving og Sveinbjörn Egilsson. — Hitt atrið- ið, sem nokkru rjeði, var það, að nú var tekið upp nýtt kenslulag. — 1 Reykjavíkurskóla höfðu verið tvær deildir, stundum þrjár, og kendi hver kennari allar stundir í sínum bekk, hver sem greinin var, líkt og siður hafði verið lengi í öðrum löndum. — í Bessastaðaskóla var nú í fyrsta sinn tekinn upp sá siður, sem hefir haldist síðan, að skifta kenslustundun- um á kennara, svo að sami kennari kendi nú í báðum bekkjum sömu kenslugrein. Þegar leið að miðri öld, fór að verða mikið umtal um að flytja skólann á nýjan leik til Reykjavíkur, en all- mjög voru um það skiftar skoðanir. Bamaskólinn nýi í Reykjavík. (Ljósm. Loftur). þeirra að undirbúa unga menn undir prestskap, því að mikill hörgull var presta framan af, eins og eðlilegt var. Og fram eftir öllum öldum helst mark- miðið að miklu leyti óbreytt, Jlótt nokkuð fleira en prestskapur komi til greina, er tímar liðu. Að fyrirkomu- lagi voru skólarnir að mestu sniðnir eftir erlendri, og þá helst danskri, fyr- Reykjavík var þá í nokkrum upp- gangi, þótt hægt færi, og þótti að mörgu haganlegra að hafa skólann þar. En aðrir óttuðust Reykjavíkur- sollinn, svipuð ástæða eins og sú, er nú kveður við hjá þeim sumum, er flytja vilja Alþingi til Þingvalla. Það varð að ráði að flytja skólann til Reykjavíkur. Var það gert 1846,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.