Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 14
I>0000000<X>C>000000000000000000000>C>0000000<X)0000000<>00000000000<X>000000000000000000000000000
$
og hafði áður verið reist handa hon-
um allveglegt skólahús, sem að vísu
hafði orðið miklu dýrara, en ráð var
fyrir gert í upphafi.
Þegar skólinn er kominn til Reykja-
víkur, kemst á ný reglugerð, í sam-
ráði við hinn fyrsta rektor eftir flutn-
inginn, Sveinbjörn Egilsson. Var þá
skólinn lengdur allmikið, var fyrst 7
ársdeildir, en var bráðlega styttur
niður í 5 deildir. Sú breyting verður
svo enn á námstímanum, að 1879—80
eru hafðar 6 ársdeildir og svo jafn-
an síðan.
í fyrstu reglugerðinni skipa forn-
málin, latína og gríska, að sjálfsögðu
veglegt sæti, eins og þau höfðu gert
jafnan áður. En nú er líka allmikil
rækt lögð við stærðfræði og náttúru-
vísindi og nokkuð sint nýjum málum.
Þó er það fráman af ekki meira en
svo, að franska og enska eru aðeins
kjörgreinir. — Eftir reglugerðar-
breytinguna 1877 eru nýju málin
danska, enska, franska og þýska, öll
orðin fastagreinir, og kemst þá
skömmu síðar það lag á, að ensku,
stærðfræði, náttúrufræði og landafræði
er lokið í 4. bekk. Þurfti ákveðið lág-
mark einkunna í þessum greinum sjer-
staklega til þess að standast próf upp
úr bekknum, og auk þess tiltekið lág-
mark í öllum greinum samanlögðum.
Þótti þá próf þetta all-geigvænlegt og
varð mörgum skeinuhætt.
Þegar líður á öldina, tekur að bóla
allmjög á andúð gegn fommálun
um, einkum grísku, og að sama skapi
vex áhugi manna fyrir því, að auka
nám í hagnýtum greinum. T. d. var á
þingi 1891 samþykt þingsályktunar
tillaga þess efnis, að koma á gagn-
fræðakenslu við lærða skólaxm, en
draga úr kenslu í latínu og grísku.
Á Alþingi 1895 lagði stjómin fram
frumvarp um 4 ára gagnfræðakenslu
og 4 ára lærða kenslu við Reykja-
víkurskóla. Á þinginu 1897 og '99
kom fram sú breytingartillaga, að
gagnfræðanámið yrði 3 ár og lærða
kenslan önnur 3. Þetta var enn á-
rjettað á þingi 1901, og loks var breyt-
ingin samþykt og staðfest 1903 og
komst í framkvæmd næsta ár, enda
var þá úr sögunni aðalmótbáran, að
breytingin mundi gera stúdentum erf-
itt fyrir um inngöngu í Kaupmanna-
hafnarskóla, því að Danir höfðu þá
gert svipaða breytingu á skólum sín-
um. Dr. Guðm. Finnbogason lagði og
að þessu sinni drjúgan skerf í laga-
smíð og reglugerð.
Breyting þessi, er við enn búum
við, og eigi er þörf að lýsa, er stærsta
breytingin, sem orðið hefir á skólan-
um, síðan hann fluttist til Reykjavík-
ur. Var breytingin að því leyti eðli-
leg, þegar hún var gerð, að þá1 var
lítið um skóla með hagfeldu námi,
en lítill vafi þykir mjer á, að skólinn
í heild sinni hefir sett ofan við breyt-
inguna. Nú eru þær ástæður, sem
ollu breytingunni, að litlu hafandi,
því ýmsir skólar hafa nú gagnfræða-
nám, og þeim mun fjölga á næstu
árum eftir þörfum.
Það leið ekki heldur á löngu, áður
en nokkur kurr kæmi upp út af breyt-
ingu þessari. Á hverju þinginu eftir
annað komu fram frumvörp um að
breyta skólanum í svipað horf og áð-
ur var, en þau náðu ekki fram að
ganga. 1920 var þeim prófessorun-
um Guðm. Finnbogasyni og Sigurði
Sívertsen falið að gera tillögur um
skólamál. Lögðu þeir til að breyta
Mentaskólanum aftur í 6 ára sam-
%
feldan skóla, en ekki varð af því. Og
eins fór um svipaðar tillögur á næstu
þingum.
Árið 1919 var sú breyting gerð á
lærdómsdeild skólans, að henni var
skift í 2 samhliða deildir, máladeild
og stærðfræði- og náttúrufræðideild.
Með því lagi var unt að sinna nokkru
betur en áður sjergáfum manna, auk
þess sem þeir, er stunda ætla verk-
fræðinám, standa allmiklu betur að
vigi en áður var, ef þeir hafa verið í
stærðfræðideild.
Á þinginu, sem stóð í vetur, lagði
stjórnin fram tvö frumvörp um lærða
skóla, annan í Reykjavík, hinn á Ak
ureyri. Frumvarpið um Akureyrar
skóla náði fram að ganga, en hitt dag-
aði uppi. — í Aktfreyrarskóla hafði
um nokkurra ára skeið verið haft
framhaldsnám, og síðasta árið hafði
hann útskrifað stúdenta. Nú var þetta
lögfest. Verður þar 4 ára lærður skóli
(Gymnasium), en heldur, að minsta
kosti fyrst um sinn, líka gagnfræða-
skólanum. Ætla má, að lík verði af-
drif Reykjavíkujrskója, nema hvað
ekki var ráðgert í frumvarpinu, að
gagnfræðadeild yrði í húsum hans eða
í beinu sambandi við hann.
Mörgum mun þykja trúlegt, að
mentun lærðra manna verði betur
borgið með 4 ára námi en þriggja,
eins og nú er. En þess er að gæta, að
undirbúningurinn verður miklu lakari.
Nú er undirstaðan 3 ára gagnfræða-
skóli með allþungum upptökuskilyrð-
um, en í stað þess á að koma undir-
búningur 2 ára gagnfræða- og hjeraðs-
skóla, sem ekki krefjast til inntöku
nema venjulegs barnaprófs. Munar
þá þarna meiru en ári, þótt ekki sje
talið það, sem mjög er líklegt, að
undirbúningsskólarnir verði ærið mis-
jafnir að gæðum, auk þess sem þeir
hafa aðallega alt annað markmið er
undirbúning undir lærðu skólana. —
Loks á svo að takmarka svo aðsókn að
skólanum í Reykjavík (en ekki á Ak-
ureyri), að sennilega fær ekki nema
nokkur, ef til vill lítill hluti inngöngu-
leyfi, og einkunnir eiga að skera úr.
Gæti svo farið, þegar einskorðað yrði
við ákveðna tölu, að skamt yrði á milli
tæks og ótæks, jafnvel svo, að af tveim
(eða fleirum), er hefðu sömu eink-
unn, yrði t. d. Pjetur Árnason tækur,
en ekki Pjetur Sigurðsson, því að lík-
lega á stafrófsröðin að ráða, þegar
einkunnin er jöfn!
„Latínuskólinn“, Lærði skólinn“.
eða „Mentaskólinn“„ eins og hann
nú heitir, eða „Hólaskóli" og „Skál-
holtsskóli“, eins og áður var sagt, var
frá upphafi veglegasta og ágætasta
mentastofnun þessa lands, og alt til
þess er „Háskólinn“ var stofnaður.
Mörgum breytingum hefir hann tek-
ið, og verið bæði í blóroa, og niður-
níðslu, en altaf hefir hann haft það til
síns ágætis, að þar hafa verið bestu
menn þjóðarinnar að verki, annað-
hvort sem nemendur eða kennarar,
eða hvorttveggja. Margir valdir menn,
reyndir og ráðsettir skólamenn, hafa
veitt honum forstöðu, sem einnig hafa
getið sjer frægðarorð fyrir vísinda-
störf og annað, en ekki hefir þess
heyrst getið fyr en nú, að staða sú
hafi verið höfð til þess að rannsaka
hæfileika óreynds, óþekts manns.
Uerslun íslenöinga.
Eftir Saröar Síslason stórkaupmann.
Vegna hnattstöðu og veðráttu-
fars landsins, hefir þjóðin frá
fyrstu tíð orðið að sækja flestar
nauðsynjar sínar til útlanda. Að
vísu er þess getið í elstu sögum
að landið hafi á ýmsum stöðum
verið skógi vaxið og að korn
hafi verið ræktað, en skógurinn
mun smám saman hafa gengið
tii þurðar vegna ágangs búfjár
og til eldsneytis, og harðærin
eyðilögðu kornyrkjuna. Kvikfjár-
rækt og fiskiveiðar hafa því alla
tíð verið aðal atvinnuvegir þjóð-
arinnar og undirstaða viðskift-
anna.
Garðar Gíslason.
Verslunarsagan gefur góða
mynd af högum og lifnaðarhátt-
um þjóðarinnar á umliðnum
1000 árum, en hún verður eigi
sögð í stuttri blaðagrein. Hún
sýnir betur en alt annað hve kjör
hennar hafa oft verið erfið, hve
nægjusemi hinna stórlátu vík-
inga og afkomenda þeirra var
mikil og hvernig þrek og þraut-
seigja vann öld eftir öld bug á
þeim plágum, sem dundu yfir
þjóðina, svo sem eldgos með jarð
skjálftum og öskufalli, hafís og
harðindi, farsóttir og fjárpest,
samgönguleysi, slæm og óhag-
stæð verslun, hallæri og hungurs
neyð.
Forfeður vorir þektu ekki
önnur samgöngutæki á landi en
hestana, er sjálfir ruddu sjer
vegi yfir fjöll og foræði. Þeir
voru, og hafa til skamms tíma
verið „skip eyðimerkurinnar“
hjer á landi, þar til nú á allra
síðustu tímum að bílarnir hafa
að nokkru leyti ljett af þeim
störfum. Aftur á móti áttu ís-
lendingar upphaflega dálítinn
kaupskipastól og önnuðust lengi
sjálfir, ásamt frændum sínum
Norðmönnum, millilanda viðskift-
in. En smám saman fækkaði skip-
unum og eftir að landið varð háð
Noregi 1262 mátti heita að versl-
unin færðist öll í hendur Norð-
manna. Eigi leið þó á löngu áður
en Englendingar og Þjóðverjar
fóru að sigla hingað og reka hjer
kaupskap (Hansakaupmenn).
Var það í ónáð Norðmanna er
töldu sig hafa rjett til verslunar-
innar og kröfðust tekna af henni.
Varð oft á miðöldunum ágrein-
ingur mikill útaf versluninni, er
leiddi til gripdeilda og blóðsút-
hellinga. Sjerstaklega skarst oft
í odda milli Englendinga og Þjóð-
verja. Þá var gripið til sjer-
stakra ráðstafana, svo sem að
selja verslunina á leigu eða ein-
oka hana, er varð þjóðinni til
hins mesta tjóns og vandræða.
Þótt ísland gengi ásamt með
Noregi undir dönsk yfirráð 1380
tóku Danir lítinn þátt í verslun-
inni, þar til seint á 16. öldinni.
Árið 1602 er talið að hefjist
nýtt tímabil í verslunarsögunni
með einokun Dana, sem er ein
samanhangandi raunasaga.
Máttu menn þá ekki versla
nema á vissum stöðum og alls
ekki eiga nein skifti við aðra út-
lendinga og var beitt hinni mestu
harðýðgi, ef útaf var brugðið.
Alþekt dæmi er það, þá er Páll
Torfason sýslumaður í Isafjarð-
arsýslu var á Alþingi 1679 dæmd
ur til að hafa fyrirgert embætti
og aleigu, fyrir það að hann
hafði keypt fáein færi af enskum
fiskimönnum fyrir sokka og vetl
inga, áður en skip komu, svo að
fiskibátar hans stæði ekki uppi
um mesta bjargræðistíma. 1699
var Hólmfastur Guðmundsson,
hjáleigumaður á Brunnstöðum
dæmdur fyrir það að hafa selt í
Keflavík 20 fiska, 10 ýsur og 3
löngur, sem Hafnarfjarðarkaup-
maður hafði ekki viljað taka.
Ljet Möller amtmaður hýða
Hólmfast 16 vandarhöggum við
staur og skaut til æðri úrskurðar
hvort hann skyldi losna við Brim-
arhólmsþrælkun. 1700 fengu
kaupmenn á Stapa Tómas nokk-
urn Konráðsson dæmdan til að
missa aleigu sína og þrælka á
Brimarhólmi fyrir það, að hann
hafði selt að Búðum nokkra
fiska, sem hann hafði aflað í
Dritvik. Sama ár voru 3 menn úr
ísafirði dæmdir til aleigumissis
og þrælkunar á Brimarhólmi fyr
ir það að hafa keypt 2 álnir af
klæði á enskri duggu.
Samfara verslunaránauðinni
var áróður á konungsskipum.
Höfðu höfuðsmenn komið því á,
að gera út skip til fiskveiða á
Suðurnesjum í konungs nafni,
og fengið konungs landseta til
að ljá menn á þau, eða róa sjálfir.
Skip þessi gengu mann frá
manni og voru 15 að tölu 1691,
en þá fengu kaupmenn konungs-
tekjur að ljeni og skipin með.
Fjölguðu þeir þá skipunum svo,
að þau urðu 80 eða 100, og tóku
á þá flestalla þá er sjó sóttu í
Gullbringusýslu, en bændur
máttu setja upp skip sín og láta
fúna. Var þá maður nokkur, Al-
bert Ásgeirsson að nafni, húð-
strýktur á Bessastöðum fyrir
það, að hann vildi ekki róa á
konungsbátum um vertíð. Alt var
eftir þessu. Þá máttu menn ekki
skiftast á nauðsynjum sín á
milli, enn síður eiga kaup saman,
því öll sala, hjálp eða lán, hvað
sem við lá, var kallað „prang“
og látið varða húðstrokum og
þrælkun; landsetar máttu ekki
— 14 —