Morgunblaðið - 26.06.1930, Side 18
ooooooooooo< oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo
LandsímastOSin á Akureyri.
Landslmaslöðin l Seyðisfirði.
Landslmastöðin l tsaflrði.
Landsímastöðin á Borðeyri.
Landslmastöðln i Hafnarfirði.
hefði ekki verið, mundum vjer
áreiðanlega hafa verið framar í
röðinni. Þrátt fyrir það skip-
um vjer á þessu sviði allveglegan
sess meðal menningarþjóðanna,
eins og sjá má á eftirfarandi
skýrslu:
Talsímar á 100 íbúa
Bandaríkin ....... .
Kanada ........... .
Danmörk.........
Nýja Sjáland........ .
Svíþjóð .............
Noregur ............
Ástralía ............
Sviss ........... Á.
ísland ..............
Þýskaland .. ........
Bretland . . . ......
Holland .............
Finnland ............
Austurríki ..........
Belgía ..............
Frakkland ...........
Ungverjaland.........
Tjekkoslovakía ......
14.2
11.6
9.0
8.8
7.0
6.2
5.5
4.9
4.3
3.9
3.0
3.0
2.5
2.3
1.8
1.8
1.1
1.0
Að ári komanda verður bætt
úr símaskortinum, því að þá
verður komin upp hin nýja land-
símabygging, sem nú er verið að
reisa við Austurvöll (Thorvald-
senstræti). Þar verður sett upp
hin nýja sjálfvirka miðstöð, sem
keypt hefir verið af A/B L. M.
Ericsson í Stokkhólmi. Er hún
gerð fyrir 4000 símanotendur,
en þó má fjölga númerum smám
saman, eftir því sem þörf kref-
ur, og um meira en helming. —
Önnur sjálfvirk miðstöð verður
einnig sett í Hafnarfirði og næg-
ir hún fyrir 900 símanotendur
ef vill. Þegar þessar miðstöðv-
ar eru komnar mun símanotend-
um brátt fjölga stórkostlega. Nú
sem stendur eru 344 talsíma-
stöðvar í landinu, og 4500 einka-
símar, eða 4.3 símar á hverja
100 íbúa.
Af endurbótum sem gerðar
voru á símanum síðastliðið ár,
má nefna, að ritsímastöðin í
Reykjavík, hefir fengið sjer
Creed-móttökuvjelar. Munurinn
á þeim og móttökuvjelum þeim,
sem til þessa hafa verið notaðar,
er sá, að í staðinn fyrir að
skrifa á pappírsband hvern staf
með punktum og strykum
(Morse-stafróf), skrifa þessar
nýju vjelar venjulega bókstafi
og skipa þeim í orð. Þarf því
ekki annað en klippa pappírs-
lengjuna sundur og líma bútana
á skeytaeyðublöð. Áður þurfti
að afskrifa hvert skeyti til þess
að viðtakendur, sem ekki kunna
Morse-stafróf, gæti lesið það.
Önnur endurbót er það, að
fjölsímatæki hafa verið fengin
og með þeirra hjálp er hægt að
hafa tvö sambönd samtímis á
einni símalínu, í stað þess að
ekki var hægt að hafa nema eitt
samband áður.
Fyrstu 3 árin var dálítill halli
á rekstri hans, en síðan hefir
altaf verið beinn ágóði af honum,
minstur 5% árið 1909, en
mestur 14.6% árið 1924. Sein-
ustu 3 árin hefir hinn beini ágóði
orðið um 10%. En þessar tölur
eru enginn mælikvarði á það
stórkostlega gagn sem síminn
gerir öllum atvinnugreinum
landsmanna óbeinlínis, því að
það verður aldrei tölum talið.
Hitt er víst, að síminn hefir orð-
ið lyftistöng allra framfara lner
á landi seinasta aldarfjórðung-
inn.
Á eftirfarandi línuriti má sjá
samanburð á tekjum og gjöldum
Landsímans frá upphafi. Sýnir
það betur en mörg orð vöxt og
viðgang símans.
Landsíminn er nú ovðinn
stærsta ríkisfyrirtæki á íslandi.
Þar eru nú 180 fastir starfs-
menn, auk 327 stöðvarstjóra á
smástöðvum út um land.
Loftskeytastöðvar.
Þegar það hafði verið afráðið,
að koma Islandi í skeytasamband
við umheiminn, risu þegar deil-
ur um það hvort heldur skyldi
velja síma eða loftskeyti. Og
sumarið 1905 kom hingað verk-
fræðingur frá Marconifjelaginu
í London, W. Densham að nafni,
og reisti bráðabirgða Ioftskeyta-
stöð innan við Rauðará, þar sem
nú er Hjeðinshöfði. Og 26. júní
bárust fyrstu loftskeytin hingað
frá Englandi. Ljetu blöðin „Isa-
fold“ og „Fjallkonan“ prenta
þau á fregnmiða og dreifa út
um allan bæ. „Og ös var lið-
langan daginn í afgreiðslustofum
blaðanna af fólki, utan bæjar
og innan, sem þurfti að ná í
fregnmiðana........Allir fundu
að hjer hafði gerst hinn sögu-
legasti atburður, sem dæmi eru
til á þessu landi margar aldir.
......Hólmanum alt í einu kipt
fast að hlið heimsins höfuðbóli,
hinni frægustu bygð og blómleg-
ustu á öllum hnettinum. Fagn-
andi kvöddust þeir, sem hittust
á strætum og gatnamótum, ó-
kunnugir sem kunnugir" (Isa-
fold, 1. júlí 1905).
Stjórnarblöðin gerðu fremur
lítið úr skeytunum og loftsam-
bandinu og komust hinar fárán-
legustu sögur á loft um það.
Til dæmis var sagt, að einu loft-
skeytinu, sem fara átti til stöðv-
arinnar hjá Rauðará, hefði sleg-
ið niður upp á Mýrum og legið
við að það dræpi þar mann.
Deilurnar um ritsíma og loft-
skeytastöðvar urðu afar svæsn-
ar, en þeim lauk svo að Hannes
Hafstein hafði sitt fram og Stóra
norræna tók að sjer að leggja
sæsíma til íslands. Loftskeyta-
stöðin hjá Rauðará starfaði þó
fram á haust 1906, en þá var
hún tekin niður. Síðan var ekki
minst á loftskeyti fyr en á Al-
þingi 1911, að rætt var um að
koma á loftskeytasambandi milli
Vestmannaeyja og lands, en það
fjell um sjálft sig. Seinna fór
franska stjórnin eða franskt fje-
lag fram á það að fá að reisa
hjer loftskeytastöð vegna þess,
I
Landsimastöðúf i Siglufirði.
Landsímastöðin i Vestmannaeyjum.
Landsimastöðin i Stykkishólmi.
Loftskeytastöðin l Reykjavik.