Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ 0000000000000<>00000000000000-C-00<>0000<>000 Siáuarútuegur. Eftir Ólaf EísIasOn framkuœmöastjóra. Róðrarbátur í lendingu. að margir franskir togarar, sem veiddu hjer við land, væri út- búnir loftskeytatækjum. — Sú málaleitun strandaði. Árið 1915 lætur Eimskipafjelagið setja loft skeytatæki í ,Goðafoss‘ og ,Gull- foss' og það mun mikið hafa ýtt undir að loftskeytastöðin' á Melunum var reist. Hún tók til starfa hinn 17. júní 1918. Er það 5 kw. Marconistöð. Var hún fyrst aðallega ætluð til þess, að taka við skeytum frá skipum, og koma skeytum til skipa, en í hvert skifti sem sæsíminn hefir bilað, hefir hún hlaupið undir bagga og haldið uppi sambandi við umheiminn. Tveimur árum eftir að loftskeytastöðin í Reykja vík tók til starfa,, var byrjað að reisa loftskeytastöðvar í Isa- firði og á Hesteyri; stöðin í Isa- firði var svo síðar flutt að Kirkjubæjarklaustri, en á síð- astliðnu sumri, þegar Skafta- fellslínan var bygð, var loft- skeytastöðin á Klaustri lögð nið- ur, og nú eru loftskeytastöðv- arnar hjer á landi orðnar sjö, að þessum tveimur meðtöldum. — Hinar stöðvarnar eru í Vest- mannaeyjum, Flatey á Breiða- firði, Flatey á Skjálfanda, Gríms- ey nyrðra og Húsavík. Fyrstu stöðvarnar voru gneistastöðvar, en þeim hefir öllum verið breytt í lampastöðvar, og mun Island vera fyrsta ríki í heimi að segja algjörlega skilið við gneista- stöðvar. Loftskeytastöðvarnar í Vest- mannaeyjum og Reykjavík, eru aðallega ætlaðar til þess að halda uppi sambandi við skip í hafi, og hinar loftskeytastöðvarnar, sem vinna sín á milli. Árið sem leið afgreiddi loftskeytastöðin í Reykjavík 30 þúsund skeyti (um y2 miljón orða) og fer starf hennar stöðugt vaxandi, vegna þess að altaf fjölgar þeim skip- um, sem loftskeytatæki hafa. Af 70 íslenskum skipum hafa nú 50 móttökutæki og senditæki, hin hafa móttökutæki, og eins margir vjelbátar. Tilraunir voru gerðar þegar haustið 1920, að talast við þráð- laust milli loftskeytastöðvanna, og gengu þær ágætlega, og hafa gengið vel síðan. tJtvarp. Nú er verið að reisa hina marg umtöluðu útvarpsstöð á Vatns- endahlíð í Mosfellssveit. Verður hún hálfu kraftmeiri heldur en útvarpsstöð Dana í Kalundborg, eða 15 kw. Hún á að senda á 1200 metra bylgjulengd. Það er Marconifjelagið í Lon- don, sama fjelagið, sem reisti fyrstu loftskeytastöðina hjer á landi, er hefir tekið að sjer að koma upp vjelum stöðvarinnar. Var í fyrstu ætlast til þess, að stöðin gæti tekið til starfa fyrir Alþingishátíðina, en vegna þess hvað veðrátta var óhagstæð í vetur sem leið, verður hún því miður ekki tilbúin fyr en seinna á sumrinu. Þegar athuguð er hnattstaða íslands verður ekki af henni ráðið annað en að þjóðin, sem byggir landið, hljóti að lifa mest af siglingum og fiskveiðum. — Þet'ta hefir þó ekki svo verið alt fram á síðustu áratugi. Skil- yrði hafa þó verið fyrir hendi fyrir því, að aðalatvinnuvegir Ólafur Gíslason. þjóðarinnar væri fiskveiðar. —. Umhverfis landið og inni í fjörð- um og flóum eru einhver fiski- sælustu mið, sem sögur fara af. Þessi mið hafa verið og eru forðabúr Evrópu. Hingað Tiafa sótt um margar undanfarnar aldir mestu siglingaþjóðir álf- unnar. Mörg hundruð fiskiskipa hafa verið við veiðar hjer árlega umhverfis landið, og auðæfin sém þessi mikli floti hefir haft á burt, verða aldrei með töl- uip talin. Hinar miklu fiskveiða- og siglingaþjóðir hafa jafnt og þjett aukið flotann og fullkomn- að veiðarfærin. Síðasta full- komna veiðarfærið, botnvarpan, sem hefir verið notuð mest allra véiðarfæra síðari hluta 19. aldar og það sem af er þessari öld, hefir átt drýgstan þáttinn í því að auka velgengni fisk- veiðanna, enda hefst nýtt tíma- bil í sögu þorskveiðanna, þegar þetta veiðarfæri tekur að ryðja sjer til rúms. Frá því að Island bygðist og fram á síðustu öld, voru miðin umhverfis landið einungis að litlu leyti fyrir Islendinga. Hinir miklu siglingamenn, sem tóku sjer bólfestu hjer í fyrstu, báru ekki gæfu til þess að halda við skipastólnum og fylgjast með öðrum þjóðum á sviði siglinga og fiskveiða. Þjóð- in átti um margra alda skeið engan hafskipastól, og afleið- ingin varð sú, að henni voru allar bjargir bannaðar til fisk- veiða, nema það lítið sem hægt var að ná í á opnum bátum, að mestu inni' á flóum og f jörðum, eða fast uppi við landsteinana. Hið eina, sem landsmenn höfðu af fiskmergðinni að segja, sem sveimaði umhverfis landið ár eftir ár, var að sjá erlenda fiski- flotann umkringja landið og hafa á burt auðæfi, sem hin fá- menna og fátæka þjóð hefði getað tileinkað sjer, og notið, ef skipakostur hefði verið fyrir hendi. Hjer var ekki hægt um vik að kippa þessu í lag. Þjóðin var upp á aðra komin með alla aðflutninga og verslun, og ekk- ert efni til í Jandinu til þess að byggja skip. Þar ^við bætt- ist svo fátækt þjóðarinnar og kúgun hins erlenda valds, sem tók fyrir kverkar allrar fram- takssemi, svo að hver öldin leið af annari, án þess að framfarir sæust á nokkru sviði. Slíkt á- stand veldur niðurlægingu, því „það er svo bágt að standa í stað.“ Það gefur að skilja að fisk- veiðar gátu ekki orðið aðal- atvinnuvegur þjóðarinnar meðan ástandið uar þannig, að þær voru einungis stundaðar á opnum bát- um, enda verður ekki sagt að þjóðin hafi á þeim tímum afl- að sjálfri sjer nægilega til við- urværis. Útflutningur á fiski var mjög lítill alt fram á síðustu öld. Aðeins nokkur þúsund skip- pund á ári af öllu landinu, þeg- ar best ljet, og sum árin bregst veiðin að því er sjeð verður svo að vandræði hlutust af. Þannig liðu margar aldir, að þjóðin, sem byggir þessa eyju gat ekki fært sjer í nyt auðæfi hafsins, sem aðrar þjóðir sóttu hingað um mörg hundruð mílna haf, og er fátt sem betur lýsir eymdarástandi því, sem þjóðin var í á þessu niðurlægingar- tímabili. Meðan þjóðin stundaði aðeins veiðar á opnum bátum, var mestmegnis veitt með handfær- um og nokkuð með lóðum, en síðari hluta 18. aldar var byrj- að að nota þorskanet í ver- stöðvum á Suðurlandi, einkum í Gullbringusýslu. Veiðin var ýmist söltuð eða hert. Framan af öldum var þó nærri allur afli hertur. En smám saman fer inn- flutningur salts í vöxt, og þá jafnffamt verkun saltfiskjar. — Var saltfiskurinn ýmist fluttur út í tunnum, eða þveginn og þurkaður likt og enn á sjer stað. Verkun fiskjarins mun hafa verið mjög ábótavant fyr á öld- um, og verður engin verulag breyting á því til batnaðar, fyr en þjóðin rankar við sjer og semur sig að hætti annara þjóða með veiðarfæri og skipakost, eins og síðar mun getið verða. Auk þorskveiða voru einnig stundaðar hákarlaveiðar, og hvalveiðar fyr á öldum. Há- karlaveiðar voru stundaðar á opnum bátum og farið í setu, sem kallað var, jafnvel dögum saman, úti á rúmsjó á haustin og veturna. Hefir þá oft reynt á hreysti og þor. Skammdegis- nóttin er löng hjer á landi, og ekki fýsilegt að sitja hana lið- langa í opnum bátum úti á rúmsjó, í kalsaveðri. En þessi voru kjör þeirra, sem fyr meir stunduðu hákarlaveiðar hjer við land. Nú lifir aðeins minningin um það harðrjetti, sem íslenskir sjómenn áttu við að búa fyr á tímum. Harðrjetti, sem ef til vill er einsdæmi meðal fiski- manna nágrannaþjóðanna . Þegar kemur fram yfir miðja 19. öldina, fer að votta fyrir nýju lífi í fiskveiðunum. Augu manna hjer á Suðurlandi opnast fyrir möguleikum til þess að efla fiskveiðarnar; þilskip voru keypt til handfæraveiða. — Rekstur þeirra gefst vel og flot- inn eykst, ár frá ári alt fram um aldamót. Þetta skútnatíma- bil bar ennfremur þann árang- ur að sýna, að hjer voru af- bragðs siglingamenn og fiski- menn, jafnvel betri en vænta hefði mátt hjá þjóð, sem ekkert hafði haft af siglingum að segja svo öldum skifti. Það voru miklar framfar- ir að eignast þilskipin í staðinn fyrir opnu róðrarskipin, sem áður voru eingöngu notuð. En um það leyti sem íslendingar auka þilskipaflotann sem mest, eru Englendingar og fleiri þjóð- ir farnar að sækja hingað veiði á botnvörpuskipum, og munur- inn var undramikill á veiði botn- vörpuskipanna og handfæraskip- anna. íslendingar stóðu því enn álíka langt að baki Englending- um og verið hafði áður en skútuöldin hófst. Samt liðu svo áratugir að íslendingar rjeðust ekki í að fá sjer botnvörpuskip. Bar margt til þess. Fátækt þjóð- arinnar, þekkingarleysi á þess- um nýtísku veiðiaðferðum, og varfærni, sem þjóðinni var sam- gróin eftir margra alda kúgun og vantrú á mátt sinn og megin. 1 byrjun þessarar aldar fer að verða vart við ný átök á sviði fiskveiðanna. Fyrstu tog- ararnir eru keyptir til landsins og jafnframt ryðja vjelbátar sjer til rúms. Sá floti vex með ótrúleg- um hraða ár frá ári, með stöðugt betri og betri árangri. Vjelbát- arnir stækka og fullkomnast, og nú eru hjer við land mörg hundr- uð ágætra vjelbáta, sem eiga stóran þátt í því að auka vel- gengni fiskveiðanna. — Líklega má fullyrða, að ekkert hefir eins fleygt fram þorskveiðum hjer við land, á skömmum tíma, eins og vjelbáta- og vjelskipafht- inn. — Á hverjum firði og flóa kring um landið eru fleiri og færri vjelbátar, sumstaðar svo Togari. ooooooooo<x>oooo<x>oooo<xx>oooooooooooooo<xx>oo<x>oooooooooo<xx>oo<x>oooooo<>oo<xxx>ooobo<>ooooooooooo — 23 —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.