Morgunblaðið - 26.06.1930, Side 25
Lanðbúnaður
l5lenðinga.
Eftir Ualtý Stefánsson ritstjóra.
„1 þann tíð var Island víði
vaxið milli fjalls og fjöru“. —
Þessi orð Ara fróða hafa öld eft-
ir öld hljómað í eyrum Islend-
inga. Þau hafa opnað mönnum
fagurt útsýni yfir landið, eins og
það var, er menn komu hjer að
landi og reistu bú.
Stundum hefir það komið fyr-
ir, að þessi orð Ara hafa verið
misskilin, og menn hafa litið
svo á, að hann hafi átt við, að
um landið gjörvalt hafi verið
stórvaxinn skógur.
Margt bendir til þess, sem
hjer verður ekki rakið, að á
stórum svæðum hafi aðeins ver-
ið um lágvaxið fjalldrapakjarr
að ræða. En eyðing kjarrsins
hefir snemma orðið víðtæk. 1
orðum Ara felst söknuður enda
þótt þau sjeu rituð á öndverðri
12. öld.
En þó við höfum ekki þessa
vísbendingu Ara fróða okkur til
leiðbeiningar eða aðrar fornar
heimildir, getum við nútíma-
menn gert okkur æði glögga
grein fyrir því, hve landkostir
hjer hafa verið miklir er landið
bygðist. Einstakir friðaðir reit-
ir í skjóli, eða mýrarblettir er
nýlega hafa þornað, benda
mönnum enn í dag á gróður-
magn íslenskrar moldar, skýra
alveg greinilega frá því, að land
vort hafi verið ekki einasta
„víði vaxið“ heldur ennig grasi
vafið er það var tekið til á-
búðar.
Útbeitarbúskapur landnáms-
manna.
Búnaður í'slenskra landnáms-
manna bygðist að mestu leyti
á útbeit. Stofnað var hjer til út-
tjeitarbúskapar um land alt, í
mjög stórum stíl. — Fjenað-
urinn gekk sjálfala í gróðurhög-
um og skjóli viðarkjarrs og
skóga, enda þótt hann ein-
staka ár gæti fallið úr hor, þeg-
ar vorharðindi urðu mikil, —
vegna þess hve heyskapur hefir
verið lítill í samanburði við
skepnufjölda. Landnám og bygð
íslendinga í Grænlandi gefur
manni glögga hugmynd um hey-
skaparhætti og fóðurásetning
á fyrstu tímum Islandsbygðar.
Þar vestra hleypa Islendingar
upp stórbúum, enda þótt hey-
skapur hafi aldrei getað verið
þar nema lítill, jörð öll grýtt og
slægjulöndin ekki nema skækl-
ar. —
En verklegar minjar þessa
tímabils munu vera garðalög þau
sem víða sjást um úthaga. Með-
an eigi var samvinna um smala-
mensku og fjallgöngur urðu
bændur að leggja mikla stund
á garðahleðslur, til þess að geta
haft nokkurn hemil á fjenaði
sínum. Garðarnir hrundu vitan-
lega fljótt og þurftu geysimik-
ið viðhald. — Þegar bolmagn
MORGUNBLAÐIÐ
manna þvarr til hins mikla við-
halds, hafa vg,ndræði bænda
kent þeim að byggja upp hið
merkilega samstarf sem verið
hefir í íslenskum sveitum með
fjallskil.
Á grundvelli hins fyrirhafn-
arlausa útbeitar-búskapar blómg-
aðist hin forna menning og
manndómur feðra vorra. Þá
þurfti hjer lítið fyrir lífinu að
hafa. Hjer var tími til lang-
ferða, til íþrótta, til fræðiiðk-
ana og bókagerðar. — Og
hin íslensku stórbú gáfu svo
góðan arð, að bændur gátu kost-
að syni sína til langdvala er-
lendis, og gert þá höfðinglega
úr garði. í hinn íslenska menn-
ingarjarðveg gátu borist áhrif
úr öllum áttum utan úr heimi.
— Á útbeitar-búskapnum reis
menning sú, sem varpar ljósi
yfir sögu vora, alt fram á þenn-
an dag.
Meðan ágangur búfjárins,
viðarrif og skógarhögg settu
engin merki eyðingar og skemda
á land vort, er enginn efi á því,
að ísland hefir verið mesta bú-
sældarland Norðurlanda. Fyrir-
hafnarlaust hafa menn hjer
getað komið upp arðvænlegum
stórbúum og lifað ríkmannlegu
lífi.
SAUÐFJÁREIGN LANDSMANNA á tímabilinu 1703—1928.
Menn taki eftir, hve fjölgunin er tiltölulega litil síðan um miðja
19. öld.
En búsæld sú, sem á útbeit
var bygð, reyndist á völtum
fótum reist, sem eðlilegt er. —
Þegar á dögum Ara fróða voru
hörmuð horfin landgæði. Hvað
þá síðar.
1 sögunum er sagt frá korn-
yrkju. Vegna þess að hún hvarf
með öllu, hafa menn hneigst til
þeirrar skoðunar, að fornmenn
hafi verið jarðræktarmenn
miklir. En þótt þeir að vísu
legðu stund á akurgerð, einkum
sunnanlands, verður ekkert ráð-
ið um athafnir þeirra til tún-
ræktar. í hinni frjóu, óspiltu
mold nýbygða landsins var til-
tölulega auðvelt að fá korn-
uppskeru. Og miklar eru líkur
til þess, að víða hafi sá áburð-
ur, sem til f jelst, getað að mestu
leyti farið til kornræktarinnar,
því túnræktin hafi verið lítil.
Nafnið „tún“ út af fyrir sig
bendir til þess, að ræktar-jörð-
in umhverfis bæina hafi ekki
verið víðáttumikil á fyrstu öld-
um Islandsbygðar, því merking
orðsins í Noregi er áþekk og í
crðinu hlaðvarpi hjer nú.
Og hvergi er þess getið, eftir
því sem jeg veit til, að forfeð-
ur vorir hafi borið það við, að
nota sjer af akuryrkjuverkfær-
um sínum til túnræktarinnar,
enda þekking á því sviði af
skornum skamti. Útbeit var svo
mikil fyrir allan búfjenað hjer
á landi fyrst í stað, og slægjur
góðar á óræktuðu valllendi, að
grasrækt var hjer mjög lítil-
íjörleg, af þeirri einföldu á-
stæðu, að hennar þurfti lítið
með, meðan landið var í upp-
runalegum blóma sínum.
Landkostum hnignar.
Sagnfræðingar vorir hafa lýst
hörmungarástandi þjóðarinnar,
er búskap hnignaði, fjenaði
fækkaði, og fólk dó úr hungri
og harðrjetti. Oftlega eru á-
HESTAR, NAUTGRIPIR, HÆNS. Athyglisvert er, hve nautpen-
ingseign landsmanna hefir lítið breytst síðustu tvær aldirnar — en
hrossum fjölgar mjög, þó innlenda notkunin minki, og hrossaverðið
sé komið niður úr öllu valdi á erl. markaði.
stæður til þessa raktar til ó- náð næringu úr djúpum lögum
stjórnar, eldgosa og allskonar hennar. Nokkru öðru máli gegn-
utanaðkomandi áhrifa. — En'ir vitanlega með trjá- og kjarr-
minna hefir verið um það skeytt gróður. Hann sækir næringu
að leysa úr og ráða þær rúnir,|langt niður í hina eðlisfrjóu
sem ágangur manna og fjenað- rokmold, og skilar næringar-
ar hefir með feiknstöfum rist efnum þaðan með lauffalli til
á landið, þar sem áður var „viði
vaxið milli fjalls og fjöru“.
Víst má kenna óstjórninni um
hins lágvaxnari og veikbygðari
jurtagróðurs á skógsverðinum.
Þannig gerir runna- og trjá-
margt, sem aflaga hefir farið, gróðurinn grasgróðrinum tvö-
á undanförnum árum, og alls-jfalt gagn, með því að auðga
konar utanaðkomandi óáran. En efsta jarðlagið af næringarefn-
saga íslenskrar hnignunar og'um og veita skjól hinum lág-
hörmungatí'ma er fyrst og1 vaxnari gróðri.
fremst sagan um hnignun ís-j Er skógargróðurinn hverfur,
lenskra landgæða, sagan um| nissir grassvörðurinn þessi
landnema, er fundu svo frítt og tvennskonar hlunnindi. Frjó-
frjósamt land, að þeir vöndust'magn notast síðan að jafnaði
á að reisa bú sín, byggja vel- j ekki, nema aðeins úr hinum
gengni sína á ránbúskap, útbeit, allra efstu lögum jarðvegsins.
vöndust á hjarðmensku fremur j Verður því bráð hætta á því, að
en jarðrækt, vöndust á, að land- næringarefnaforðinn, sem gróð-
ið gæfi þeim arð, án þess þeir urinn nær til, gangi til þurðar.
legðu aðra vinnu fram en þá, En hver blettur, sem þannig
að taka við því, sem náttúran tæmist að næringarefnum, verð-
rjetti þeim úr skauti sínu. ur graslaus skella, flag, þar sem
Sagan um hnignunartímabil harðvindi getur náð að feykja
hinnar íslensku þjóðar verður á burt hinni sallafínu mold. —
ekki skrifuð til fulls, fyrri en
ritaðar verða þær síður, er lúta
að uppblæstri landsins, útbeit,
ágangi búfjár og hnignun ís-
lenskra landgæða.
Islenskur jarðvegur hefir ýms
sjerkenni. Viðrun bergtegund-
anna er hjer ör. Mikið af ryk-
fínni mold feykist af hálend-
inu niður í dali og á láglendi
alt, efni í þykk jarðlög, sem
blandast í eldfjallahjeruðunum
þykkum lögum af ösku og vikri.
Yfir öllu harðvelli landsins hef-
ir á landnámsöld verið þykt lag
af frjóum jarðvegi, vöxnum
birki og fjalldrapa, en fjall-
drapinn einn hefir hulið deig-
lendi.
Einkenni eru það rokmoldar,
að hún er þjett mjög í sjer, svo
veiðbygðar jurtarætur fá eigi
Þegar í jarðveginum eru lög af
eldfjallavikri, er sópast með
vindinum-úr graslausu skellun-
um, rífur vikurinn oft á fáum
dögum allan grassvörð af stór-
um svæðum. Skiftir þá engum
togum, ef náttúran er einráð;
blómlegar sveitir breytast í
auðn og eyðimörk. Verkin sýna
merkin í Rangárvallasýslu og
víðar.
En þar sem uppblásturinn
hefir ekki vikurinn að vopni, fer
alt hægar. Þó næringarefnin
tæmist þar úr yfirborði gras-
lendisins, nær annar gróður
stundum að ná þeim tökum, að
eigi bregður til fullrar auðnar.
Lágvaxinn lynggróður, sem
skýtur rótum alllangt niður, og
jurtir veikbygðari, sem gera
hinar lægstu kröfur til næring-
ar, nema þar land. Úr gras-
— 25 —