Morgunblaðið - 26.06.1930, Síða 28

Morgunblaðið - 26.06.1930, Síða 28
oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo gersemanna gnóttir þáðu, greipar snjóinn lika með' ‘, þá skildu það bæði karlar og kerlingar, að tyggjar voru kon- ungar, Móins beður var gull og greipar snjór þýddi silfur. Allar þessar veraldlegu bók- mentir lifðu af mannsins náð. Þær voru dægrastytting og veittu mönnum gleði ímyndunarinnar, enda voru þær þjóðinni innilega hjartfólgnar. En nokkrum árás- um sættu þær af sumum klerk- anna. Og hverjir voru þá klerk- arnir? Það voru líka bændur, bændur, sem höfðu setið nokkra vetur í stólskólanumf og höfðu hempuna og latínukunnáttuna fram yfir almúgann. — Þessir svartkuflungar ráða í andlegu lífi tímans, hafa á valdi sínu einu prentsmiðjuna í landinu og nota hana til að breiða út lúth- ersk trúarrit, sálma, prjedikanir og aðrar uppbyggilegar bækur. Vissulega tókst það verk til fulls að gera fólkið lútherskt, en þeg- ar Guðbrandur biskup ætlar sjer að snúa í lútherska guðrækni öllum hinum veraldlega kveðskap þjóðarinnar, bæði rímum og stuttum ljóðum, þá mistekst það með öllu. Að vísu eru ortar bæði Maríurímur og Jesúrímur, en hinar kristilegu rímur lognast brátt út af, svo að sjera Hall- grímur yrkir hvorttveggja, Krókarefsrímur og Passíusálma. 1 þessu er fólgin uppreisn hins hrjáða manneðlis móti harðýðgi trúarstefnunnar og óblíðum kjör- um. Sú uppreisn er að vísu ekki tilkomumikil í þetta sinn, rím- urnar eru ekki glæsilegur mun- aður. En hvað um það, þær voru þó hin sannasta tjáning á sálar- ástandi þjóðarinnar á þessum öldum. I ríki rímnanna drotnar form- ið, í hinni þrengstu merkingu þess orðs. Málið, málsmeðferðin, eðlileg hrynjandi orðanna, alt varð þetta að lúta kröfum ríms- ins, sem eitt naut takmarkalausr- ar dýrkunar. Skáldskapurinn er sjaldan mikið lýriskur, og þá sjaldan það er, fylgir svo mikill hugur máli, að það, formið, verð- ur útundan, tilfinningin brýst fram hálfnakin. Svo ber oft við í alþýðlegum stefjum og þjóð- sagnaljóðum: Mjer verður hörpunnar dæmi, þeirrar er á vegg hvolfir, stjómarlaus og strengja. •stillarinn er fallinn, fellur á sót og sorti, saknar manns í ranni, __ svo kveður maður hver þá mornar mæddur í raunum sínum. Stundum sameinast andstæð- urnar í hærri einingu: Svo er um ástir okkar tveggja, sem hús standi halt í brekku, svigni súlur, sjatni veggir, sje vanviðað. Völdum bæði. Þessi vísa er alveg klassisk, bæði að máli og efni, skygnt og vonlaust þrek hefir sigrast á við- kvæmninni, áhorfandinn þykist sjá bak við þessa meitluðu mynd hyldýpi mannlegra örlaga. II. Einhvern tíma um miðja 18. öld fara erlend áhrif að gera verulega vart við sig í bókment- um íslendinga, og síðan hafa á- fangarnir í þeim verið mark- aðir af hreyfingum í öðrum lönd- um. Svo ramt kveður að þessu, að jafn vinsæl bókmentagrein og rímurnar, hverfa nú alveg úr sögunni af þessum ástæðum, og aðrar koma í staðinn. Þegar nýjar hreyfingar verða til, hvers kyns sem þær eru, þá eru þær í rauninni hvergi eðli- legar nema í átthögum sínum. Þar eru þær bein af beini móður- þjóðar sinnar, hold af hennar holdi. Og úr því að rætt er um stefnur, en ekki fullkomnun ein- staklingsins, þá er því ekki að leyna, að öfgamennirnir, þeir sem fylgja' hinni drotnandi stefnu til hins ýtrasta, segja spyrjandanum oft allra manna me'st og best frá hinu sanna eðli og rás síns tíma. Hinir, sem um síðir hefir tekist að sætta baráttuna í brjósti sjer, hafa náð víðri sjón yfir tilveruna og margháttuðum skilning og öðl- ast hina ólympisku ró — eins og Goethe — hafa komist hærra, en þeir eiga oftlega ekki sálu- fjelag með öðrum mönnum. Þeir eru eldstólparnir á leið mann- kynsins yfir eyðimörkina, og benda út í fjarskann; hinir, sem | voru meiri börn síns tíma, og bárust með straumnum, segja líka meira frá sjálfum straumn- um þá stuttu stund sem þeir lifðu. Og öfgamennirnir, sem lifa í anda tímans, lýsa honum best. Og það eru ekki síst þeir, si_m fullvissa spyrjandann um þetta : að engin hreyfing sje til fnlls eðlileg nema í átthögum sínum. — Andi 18. aldarinnar (upplýsingin) er miklu hreinni, miklu megnari á Frakklandi en í Svíþjóð, rómantíkin meiri ró- mantík á Þýskalandi en í Noregi, natúralisminn ekki sambærilegur á Frakklandi og í Danmörku. í átthögum sínum eru þessar hreyfingar sannar og nauðsyn- Iegar, eins og alda sem rís af öldu, eins og kast og afturkast; þær eru endurspeglun einhverrar jafnvægisviðleitni ofan í djúpi manngrúans, hópsálinni. Jafnvel öfgarnar eru þar rökrjettar og eðlilegar, áhorfandinn finnur að þær hafa við svo mikið að styðj- ast, að hann felst á þær. En í út- kjálkalöndunum verða þessar hreyfingar eins og finngálkn, helmingurinn stæling, helming- urinn sannleikur, og öfgarnar verða þar hlægilegar. Það er rjett að taka það fram þegar í stað, að hjer er rætt um stefnurnar sjálfar, en ekki skáld- in, sem vissulega gátu verið eins merkilegir fyrir því, þótt róman- tík þeirra eða natúralismi væri annars flokks. Af ofangreindum ástæðum ber svo margt einkennilegt fyrir augu, þegar vjer athugum á- lirif aðkominna bókmentahreyf- inga. Stundum er eins og árang- urinn verði því betri, því veikari sem áhrifin eru — þau eru þá uppörvun og bending eins og ljós í fjarlægum glugga á dimmri nótt — stundum er eins og skáldið finni ekki sjálft sig, nái ekki hreinustu tónunum, fyr en hann hefir kafað til botns í hinum erlenda straumi. Og ó- trúlega oft ber oss fyrir augu íið sama og sagt er um rúss- MOHQUNBLAÍIÐ neska skáldjöfurinn Púsjkín: — hann drakk sig drukkinn af rit- um Byrons og orti um stundar- sakir í anda hans; það voru rit, sem menn elskuðu þá, af því að þau uppfyltu kröfur tímans um rómantík, ástríðu og heimsþján- ing, en sem enginn elskar leng- ur af þeim ástæðum. En ein- hverra hluta vegna fjell Púsjkín út úr þessu hlutverki og tók að yrkja á nýjan hátt, sem þótti þá ófínn — en varð um leið faðir ný-rússneskra bókmenta. Þannig er oft eins og bókmentahreyfing- ar, sem víða fara, veki til lífs alt annað en til var ætlast og samkvæmt er eðli þeirra. Þannig verður alt hið verðmætasta til að vísu að nokkru fyrir tilverkn- að hinna miklu andlegu frömuða, en að mestu leyti þrátt fyrir hann og andstætt hyggju þeirra, eins og af klaufaskap og slysni. Þetta er eitthvert tíðasta atvik- ið í hinum mikla mannlega gleði- leik. Þetta, sem nú var sagt, gildir um hin erlendu áhrif á íslensk- an bókheim á síðustu öldum. Til að finna upplýsing, rómantík og natúralisma í sem hreinastri mynd, stoðar ekkert að fara til íslands. Þessar stefnur eru þar stundum mjög daufar og óljós- ar, stundum færðar mjög af leið. Ekki sjaldan hittum vjer þar orðtækin, sem voru lífsorð þess- ara hreyfinga í átthögum þeirra, borin fram af móði, en hol innan, af því að þau voru ekkert annað en stæling, áttu ekki við. En alt um það komu þessar stefnur mörgum Islending til að hugsa og vinna og þroska hæfileika sína, og margir hafa fyrir þær (og þrátt fyrir þær) komist nær sjálfum sjer en orð- ið hefði án þeirra. III. Þess var varla að vænta, að átjándu aldar bókmentirnar á Islandi væri glæsilegar. Bar margt til þess. Fyrst var eymd þjóðarinnar þá svo ægileg, að til tortímingar horfði. Þá hafði andlegt líf hennar næst á undan verið svo óefnilegt, að ekki var mikils þroska von. Samt er ekki um að villast, að hjá sumum rit- höfundum á síðari helmingi ald- arinnar, svo sem Eggerti, er ein- hver snertur af mikilleik þessar- ar miklu aldar. En til að sjá hann, verðum vjer fyrst og fremst að komast fram hjá máls- uppeldi voru, því sem vjer höf- um fengið hjá Sveinbirni Egils- syni og lærisveinum hans. Ep það er einmitt málið, sem skilur oss og þá svo mjög og frekar öllu öðru, — en það skilur líka þá og samtíðarmennina á Frakk- landi sem annars voru fyrir- myndin. íslendingar höfðu þá ekki enn lært af fimm-sex hundruð ára gömlum skræðum, að hægt væri að rita konunglega íslensku, en franskan var þá á hátindi fágunarinnar. Andi aldarinnar klæðist því heldur ó- veglegum búningi á Islandi. Is- lendingur, sem ekki þekkir nema vor eigin upplýsingarrit, verður að pæla í gegnum töluvert af er- lendum bókum frá þeim tíma, til að honum verði fullljóst, hve bjart er yfirbragð menningar- mnar á þessari öld. Það er víst nokkrum vafa bundið, að slík heiðríkja, sem var þá í hugum mentaðra manna, hafi verið í Evrópu frá því á dögum forn- Grikkja, og hún hefir ekki verið síðan. Hver tími hefir til síns ágætis nokkuð, aðrir hafa haft aðra kosti. IV. Rómantíska stefnan er erlendis að sjálfsögðu fljettuð saman úr mörgum þáttum, og er einn þeirra fjálgleg ást og lotning á miðöldunum, hinum miklu og merkilegu ljósaskiftatímum Ev- rópu. Draumar um farandriddar- ann, sem ríður út í bláinn til að leita ævintýra, um undur hálf- rökkvaðra skóga, um dáðir kappa Artús konungs, unnar til dýrðar fjarlægum ástmeyjum, um rúst- ir hrundra borga, sem blika í tunglsljósinu, um blámann og rökkrið — hvað er rómantískt, ef ekki þetta? Og einmitt þessi þáttur rómantísku stefnunnar barst sem auðveldlegast norður á bóginn og tengdist bæði í Dan- mörku og Svíþjóð þjóðkvæðum frá miðöldum. En þá bar þannig við, að norræn skáld, svo sem Oehlenschláger og Tegnér, horfðu of langt aftur í tímann og lentu á fornbókmentum vorum, sem voru nærri því ólýriskar með öllu og sáralítið rómantískar. Fór þar fram undarleg sam- tenging óskyldra andlegra fyrir- brigða. Breyttu skáldin efninu, að nokkru leyti vísvitandi, og færðu í áttina til síns tíma, líkt og gert höfðu skáld 18. aldar, en að vísu miklu minna. Með slíkum ritum blektist tíminn. Margt af þessu er nú erfiðlega læsilegt Is- lendingum, sökum þéss hve and- inn er annar en hann þykist vera, þótt margt sje fagurt í þessum ritum annars. Þegar til íslands kemur, verð- ur öll riddararómantík og got- neskt draumlyndi eftir. Hinar síðari miðaldir eiga hjer á landi ekki þann mikilleik, að til þeirra sje seilst; þjóðkvæðin íslensku koma ekki fram í Ijóðunum fyr en með hinni nýju „rómantísku“ öldu um og eftir aldamótin 1900, og síðan heyrist við og við um riddara og skóga og fleira mið- aldakent. Það er líka fyrst þá, að hin rómantíska litauðgi, lýriska glóð og munaðarþrungni höfgi birtist í ljóðunum; Hel Sigurðar Nordals og sum kvæði Davíðs gefa þar ekki altaf eftir „nittio- talistunum" sænsku. En í hinni eiginlegu rómantík ber hvað mest á litauðginni hjá Jónasi, en ann- ars fer hann mjög eigin leiðir, eins og jeg hefi minst á nokk- uð á öðrum stað, en bæði um hann og önnur skáld á nítjándu öld gegnir sama máli, að þeir eru ósnortnir af ridd- ara-rómantík, — það kynnu að sjást merki hennar hjá Stein- grími og Benedikt Gröndal og þá helst í þýðingum. En annars eru flest skáld á síðustu öldum undir sterkum áhrifum frá forn- bókmentum vorum, er það að nokkru að þakka rómantísku stefnunni, að nokkru leyti, öðru, en það er gletni forlaganna, að rómantíkin skuli þannig hafa vísað íslenskum skáldum, sem vilja ganga á vegum hennar, burt frá sjer. Það er einkenni allra útkjálka- landa, hve bókmentahreyfingar koma þangað seint. Rómantíkin. kemur hingað fyrst með Bjarna Thórarensen, en verður ekki ofan á hjer fyr en töluvert eftir 1830r nákvæmlega á þeim tíma, þegar farið var að halla undan fæti fyr- ir henni annarsstaðar. Hún er hjer enn í blóma á þriðja fjórðungi aldarinnar, þeg- ar þeir eru í broddi lífsins Gíslí Brynjólfsson, Jón Thóroddsen, Steingrímur, Matthías, Kristján Jónsson — bera sumir þeirra í skáldskapnum glögg merki síð- alningsins. — Það væri fróðlegt að vita, hve mikið af þjóðinní hefir haldið áfram að aðhyllast rómantískan skáldskap og lífs— skoðun fram yfir aldamótin 1900, þrátt fyrir að nýju skáldin frá tveim síðustu áratugum aldar- innar berðust undir merki natúr- alismans, eða með öðrum orðumr að hve miklu leyti gamla og nýja rómantíkin hafa náð saman. — Mjer er nær að halda, að það hafi verið lítill hópur framan af, sem feldi sig til fulls við natúralismann jafn harðýðgis- legur og hann gat verið. En að vísu hafa báðar stefnurnar, þótt erlendar væru, átt sjer innlendar tilhneigingar til stuðnings. Önn- ur átti sjer stoð í hugsjóna- hneigð óspiltrar, óvelktrar og- fremur trúaðrar bændaþjóðar, hin í græðgi sömu bændaþjóðar eftir praktiskum gæðum, en hún hlaut að vera mjög rík og oft. skammsýn, þegar karlarnir vakna einn góðan veðurdag og sjá, hve mikið er hægt að hafa. upp úr sjónum. V. Annars eru íslenskar bókment- ir á síðari öldum — og gegnir raunar sama máli um allar aðr- ar greinir andlegs lífs á Islandi — frábærlega auðugar — af hæfileikum, sem ekki fengu skil- yrði til að þroskast nema að litlu leyti. Þetta er svo algengt, að á því er enginn endir, og svo sorglegt, að það tekur engu tali. Aftur og aftur sjáum vjer Is- lendinga, sem fá góð skilyrði er- lendis, skara fram úr, og eru þeir þar þó rótlausir að meira eða minna leyti. En í andlegu lífi íslendinga á liðnum öldum, sjáum vjer meðal nokkura há- vaxinna mannafjöldann allan af fólki, sem eru undarlegir blend- ingar af risum og dvergum, — menn, sem hafa frá barnæsku verið í rekkju Prókrústesar, og lifa þó. — Stundum koma oss í hug mennirnir, sem Nietz- sche talar um: krypplingar, sem ekkert voru nema auga eða eyra, og var það þó vissulega ekki af því að verkaskifting, slík sem nútíðarþjóðf jelög hafa, hafi afmyndað þá svo. — Víða grunar oss gáfur, sem að litlu leyti koma fram í ritverkum. Stundum hafa draumarnir, í- myndunaraflið verið látið bæta upp fátækt veruleikans: Det er sá faalt at se skæbnen nnder öjne; og sá vil en jo gerne ryste sorgerne af sig, og pröve som bedst at skyde tankerne fra sig. En bruger brændevin, en anden bruger- lögne; oooooooooo^oooooooooooooooooooooooooo<>oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo — 28 —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.