Morgunblaðið - 26.06.1930, Síða 36
oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo morgunblaðið
voru þá og sama sem engar. Þar
sem vegir á landi voru eins og
áður er lýst, þá leiddi þar af,
að fyrstu árin og jafnvel alt
fram um síðustu aldamót, var
aðallega aðeins um gangandi
póst að ræða. Póstflutningurinn
var því að mestu brjefapóstur
og ferðirnar fáar og tóku afar-
langan tíma hver. Póstafgreiðsl-
unni var þannig fyrir komið, að
aðeins einn fastur embættis-
maður var kostaður af ríkinu
til að stjórna henni og var hann
komið sjer oft óþægilega, fyrir
viðkomendur. Alt öðru máli var
að gegna áður, í þeim sökum,
þar sem um enga verulega sam-
kepni í viðskiftum var að tala
og samgöngur litlar og sími
enginn til á landinu. Ökunnug-
um kann nú að þykja þetta ærið
úrelt og gamaldags fyrirkomu-
lag, en þannig verður nú þetta
samt að vera um langt skeið, í
öllum strjálbygðari sveitum
landsins. Víðátta þess og geysi-
legir samgönguörðugleikar valda
PóstbíU að fara yfir á. (VatnabUl).
kallaður Póstmeistarinn yfir ls-/því, að um fullkomna nýtísku
landi. Hann átti svo, auk þess póststarfrækslu getur ekki orðið
að annast alla póstafgreiðslu í
Reykjavík, að vútega áreiðan-
lega afgreiðslumenn á öllum
afgreiðslustöðum og viðkomu-
stöðum póstanna. Þessir póstaf-
greiðslumenn í sveitunum fengu
sama sem engin laun fyrir
póstafgreiðsluna og urðu þó
einnig að leggja til húsnæði
handa afgreiðslunni og auk
þess að þola oft og tíðum mik-
inn átroðning af gestum og
gangandi, í sambandi við af-
greiðsluna, — heiðurinn átti að
vera aðallaunin fyrir þetta. —
Fyrir valinu urðu þá fyrst og
fremst opinberir embættismenn
og starfsmenn og svo kaupmenn
— þar sem ekki var um neinn
,,æðri“ að ræða. — Þetta fyrir-
komulag um afgreiðslu, hefir
hfcldist og helst, enn í dag Víða
í sveitum landsins. En vitanlega
er því heldur ekki um neina
fullkomna póststarfrækslu að
ræða, þar sem hún er aðeins
höfð í hjáverkum og á hlaup-
um. — Alt fram yfir 1920 átti
ríkið aðeins e i 11 pósthús, en
á nú orðið fjögur, — Reykjavík,
Akureyri, Isafirði og Siglufirði.
öil önnur pósthús landsins eru
eign einstaklinga. Ríkið borgar
að vísu nokkra þóknun fyrir
húsrúm á stærri afgreiðslum, en
víðast hvar verður afgreiðslu-
maður að leggja það til: án þess
að fá sjerstakt gjald fyrir eða
með öðrum orðum, að sú kvöð
fylgir hinum mjög svo lágu laun
um starfsmannsins, að hann
sjái afgreiðslunni einnig fyrir
húsnæði. Af þessu leiðir fyrst
og fremst það, að um sjer-
stakt húsrúm handa póstaf-
greiðslu á umræddum stöðum er
alls ekki að ræða, heldur
notar afgreiðslumaður það her-
bergi til hennar, sem einna
minstur umgangur er um, sje
nokkuð annað til en baðstofan.
Þessu fylgir auðvitað fyrst og
fremst sá ókostur, að allir, bæði
heimilsfólk og gestir, vita um
hverja sendingu, sem í pósti
flytst og getur það nú orðið
hjer að ræða„ nema í aðal-
kaupstöðum, fyrst um sinn.
Eins og gefur að skilja, þá
heyrði íslenska póststarfræksl-
an útávið undir Danmörk alt
þangað til Island var viðurkent
fullvalda ríki. Síðan er það tal-
ið sem sjerstakt ríki í Póstsam-
bandinu. Hefir ísland nú náð
eins hagstæðum samningum við
ýms ríki í Alþjóðapóstsamband-
inu og nokkurt annað ríki hefir
þar. Og fulltrúi íslands hefir
jafnan rjett við fulltrúa stór-
veldanna á póstþingum Sam-
bandsins, sem haldin eru venju-
lega 5. hvert ár.-------
Eftirfarandi tölur og skýrsl-
ur sýna betur og Ijósar en langt
mál, hversu ört póststörfin og
póstnotkunin hefir aukist hjer.
Þeir, sem kunnugir eru erlend-
um skýrslum um póststarfrækslu,
geta sjeð, að hvergi annars-
staðar hefir sá vöxtur verið jafn
ör, sem hjer. Vitanlega er sú
orsök til þess, að síðan um alda-
mót seinustu hafa samgöngur,
verslun og útgerð tekið hjer
meiri og stórfeldari framförum.
en dæmi eru til hjá jafn fá-
mennri þjóð.
1 stuttri blaðagrein er vitan-
lega ekki hægt að gefa nema
örlítinn útdrátt úr skýrslum um
póstreksturinn og þar sem þar
að auki ekki' verður hægt |ið
taka nema nokkrar helstu grein
ir hans, þá verður hjer valin
sú leið, að sýna aðeins þær töl-
ur, sem almenningi er auðveld-
ast að átta sig á og sem jafn-
framt lýsa skýrast vexti starf-
rsekslunnar.
Tafla I
yfir póstsendingar, meðteknar og af-
greiddar, tölu þeirra og verð.
1906 1916 1926
1. Ávisanir 5.950 40.686 82.400
2. Blöö 231.591 354 344 976.600
3. Brjef 407.723 60Ó.868 1.099 900
4. Bflgglar 28.431 55.590 113.2T0
Sendingar als 673.695 1.051.470 2 272.109
Ver® als 3.250.783 20.081.098 18.280.296
Athugasemdir:
í ðllum tðlunum eru fólgnar sending-
ar innanlands, til útlanda og frá út-
lönduna. /
Undir öðrum lið eru taldar alskonar
krossbandssendingar bæði settar hjer i
póst og frá útlöndum.
I 3. Iið, talin bæði almenn brjef, á-
byrgðarbrjef, verðbrjef og spjaldbrjef.
í 4. lið taldir almennir bögglar, verð-
bögglar og póstkröfabögglar til samans.
Sje íbúatala landsins reiknuð 100.000
verður sendingafjöldinn á mann sem
næst þessi: 1906: 63A, 1916: lO'/a, 1926:
223/i.
Til samanburðar og sem sýnishorn af
póstnotkun hjer fram undir seinustu
aldamót skulu tilfærðar eftirfarandi töl-
ur:
1877 vóru póstsendingarnar 49.356, póststöðv-
ar vóru þá 60. 1887 vóru póstsendingarnar 99.106,
póststöðvar vóru þá 66. 1894 vóru póstsending-
arnar 202.133, póststöðvar vóru þá 143.
Þessar tölur eru svo talandi vottur
um hraðfara vöxt í samgöngum og
póstnotkun hjer, að óþarft virðist að
bæta miklum skýringum þar við. Vöxt-
urinn á vitanlega rót sína að rekja til
bættra vega á landi og fjölgun póst-
skipaferða, bæði til landsins og kring-
um það. Og þessar endurbætur verða
úr þessu svo örar, að póstleiðirnar marg-
faldast að vegalengd hlutfallslega miklu
meira hjer, en hjá nágrannaþjóðunum.
Tafla II
yfir póstmenn og póststöðvar, með
skýringum og athugasemdum.
Póstmenn 1906: 334 1916: 545 1926: 615.
Sje öllum póstsendingum skift jafnt nið-
ur á póstmennina til afgreiðslu, kemur
á hvern þeirra: 1906 2017, 1916 1929,
1926 3694.
Póststöðvar 1906: 246, 1916: 399, 1926:
437. Ef jafnmargir íbúar landsins væri
afgreiddir á hverri póststöð, þá yrði
sú útkoma þannig: 1906 407, 1916 250,
1926 238.
Póstmennimir skiftast, samkvæmt
starfrækslunni í: Póstmeistara, póstaf-
greiðslumenn, brjefhirða, brjefbera,
pósta o. s. frv.
Þessi verkaskifting er þó mjög óá-
kveðin, víðast hvar í landinu og eigin-
Iega alstaðar, nema helst í sjálfum
höfuðstaðnum, og verða þó flestir starfs-
mennirnir einnig þar, að gegna ýmsum
og mjög mismunandi störfum á víxl.
Þessu fylgir sá ókostur, að engin leikni
verður í starfrækslunni, þar sem sami
maður verður að hlaupa úr einu í annað,
eftir því sem þörfin krefur í það og
það sinn.
Þegar hjer við bætist að póststörfin
em aðeins aukastörf hjá flestum þess-
um póstmönnum eða sem næst hjá 95
af X, — þá verður skiljanlegt að hjer
getur ekki póstafgreiðslan verið alstað-
ar í sem ákjósanlegustu lagi. En þetta
smá lagast, eftir því sem póstleiðum
fjölgar og saingöngur aukast og batna.
Póststöðvum fjölgar nú óðum með
hverju ári og við það komast fleiri og
fleiri af landsmönnum í kynningu við
póststörfin og notkun póstsins og við
það bæði eykst og batnar starfrækslan.
•
Hvergi munu póstflutningar
hafa verið jafnmiklum örðug-
leikum háðir sem hjer á ís-
landi, — alt fram undir síðustu
aldamót; og jafnvel enn í dag
er á sumum svæðum landsins
sömu torfærumar að stríða við
og verið hefir frá alda öðli.
Þessum torfærum fækkar þó
með ári hverju, eftir því sem
íleiri vatnsföll eru brúuð, vegir
lagðir og skipagöngur umhverf-
is landið aukast.
Ef rúmið leyfði, væri hægt að
lýsa nákvæmlega örðugleikum
þeim, sem landpóstamir hjer
áttu að stríða við framan af, en
hjer verður því ekki við komið.
Hins vegar má í fáum orðum
segja, að þeir yrðu að vera við
því búnir að mæta og sæta flest-
um þeim hindrunum, er óblíða
náttúrunnar, erfið vatnsföll, ó-
bygðir, eldgos, fannir og fjöll
geta orsakað. Það gefur því að
skilja, að þeir menn, er tóku
að sjer póstferðirnar, hafi ekki
verið valdir af handahófi eða
án tillits til atgjörfis, — þeir
urðu umfram alt að vera hvort-
tveggja í senn: stálhraustir og
staðfastir, úrræðagóðir og ó-
þreytandi, hvaða mannraunir,
sem verða kynnu á vegi þeirra.
tJtbúnað allan urðu þeir auð-
vitað að hafa að sama skapi:
úrvas hesta, umbúðir óbilandi,
er hjeldu vatni og vindi, og
sjálfir að geta verið jafnt við
því búnir að liggja úti í óbygð-
um, í hríðarbyljum og sund-
Ifc&gja verstu vatnsföll, — sem
að eiga á hættu að tapa bæði
öllum póstflutningnum og jafn-
vel sínu eigin lífi. Póstanna eina
ánægja var að mæta óbland-
inni íslenskri gestrisni í sinni
bestu mynd, þegar komið var
í áfangastað. Fögnuður fólksins
yfir komu póstsins var í fyrstu
meiri en með orðum verði lýst.
Löngu áður en póstur væn
væntanlegur, var farið að
hlakka til komu hans og eink-
um var það þó ungviðið í sveit-
unum, sem fór að stinga saman
nefjum um það, hvort hann eða
hún myndi fá brjef frá honum
eða henni.
Mjög alment var það, einkum
fyrst eftir að póstferðir hófust,
að halda gamla laginu með
brjefasendingar, — að biðja
ferðamenn fyrir brjefin. Var
það bæði gamall vani, sem fylgt
hafði verið frá laadnámstíð, og
svo til að spara burðargjaldið,
sem olli því, að þessi siður hjelst
nokkuð lengi og helst jafnvel
enn, einkum í afskektum sveit-
um. Þetta er nú samt óðum að
lagast, eftir því sem samgöng-
ur batna og póstferðum fjölgar
ár frá ári. Þó á þessi gamli vani
svo rík ítök enn meðal alþýðu,
að næstum daglega koma fleiri
eða færri brjef hingað til höf-
uðstaðarins með. ferðamönnum
(utan pósts). Þessir „brjefber-
ar“ verða svo oft, eftir að hafa
leitað árangurslaust í marga
daga að viðtakanda, fegnir að
koma bréfinu af sjer í póát,
ýmist borguðu eða óborguðu,
eftir þvi, sem hver er gerður.
Póstferðir hjer um nágrennið
og í borginni eru orðnar svo
tíðar, að þær ættu að geta full-
nægt viðskiftaþörfinni, ef þær
eru rjettilega notaðar. Þeim
fjölgar líka árlega, sem skilja
þetta og notfæra sjer það. En
óneitanlega hefir gamalt fólk,
sem man þá tíð, að brjef frá
norður- og austurhjeruðum
landsins bárust fljótast til
Feykjavíkur með því að senda
þau fyrst til Kaupmannahafnar
með farmönnum, — töluverða
afsökun, þó að það sje seint að
átta sig á þeim stórstígu breyt-
ingum, er orðið hafa á síðasta
aldarfjórðungi, einkum að því
er bættar samgöngur snertir og
þar af leiðandi auknar og betri
póstferðir, en voru í ungdæmi
þess. Um 1880, eða fyrir 50 ár-
um, voru ekki nema 8 landpóst-
ferðir á ári og 5 póstskipaferðir
kringum landið, með örfáum
viðkomustöðum, en nú er póst-
ferðafjöldinn orðinn meir en tí-
faldur, ýmist landveg, loftveg
eða sjóveg, með ótal viðkomu-
stöðum. Póstrækslan hjer á
landi á þó enn töluvert langt
í land þangað til hún nær þeirri
fullkomnun, sem hún hefir þeg-
ar náð fyrir löngu meðal ann-
ara menningarþjóða, og sem
henni einnig er ætlað að ná
hjer. Takmarkið er hið sama
hjer sem hjá öðrum þjóðum,
sem eru í Alþjóðapóstsamband-
inu, að gera alt sem ástæður
og efni landsins leyfa til þess að
fullnægja öllum sanngjörnum
kröfum, er notendur póstræksl-
unnar hafa rétt til og sem nokk-
umveginn sje í samræmi við
póstviðskiftaþörfina á hverjum
tíma.
Þessu takmarki verður von-
andi náð hjer til fullnustu á
aldarafmæli íslenska póstrekst-
ursins, sem verður árið 1972.
—-----------------
5parisióðir.
Fyrsti sparisjóður hjer á landi
var stofnaður árið 1868 aust-
ur í Múlasýslum og hjet „Spari-
sjóður Múlasýslna á Seyðis-
firði“. En hann átti sjer ekki
langan aldur; leið undir lok
skömmu eftir 1870.
Næstur var Sparisjóður
Reykjavíkur, sem stofnaður var
1872. Hann sameinaðist Lands-
bankanum 1887.
Þriðji sparisjóðurinn var
stofnaður 1873, Sparisjóður
Siglufjarðar, og er hann elsti
sjálfstæði sparisjóðurinn á land-
inu. Um aldamótin voru spari-
sjóðirnir orðnir 20 á landinu, en
síðan hefir varla liðið svo ár' að
ekki hafi verið stofnaður sp’ari-
sjóður, og sum árin 3 eða fjór-
ir. Á árunum 1910—1914 voru
t. d. stofnaðir 15 sparisjóðir. Síð-
an bankarnir og útbú þeirra