Morgunblaðið - 26.06.1930, Síða 42
þá óreiðu, sem undanfarið hefir
verið á iðnaðarmálunum að
ýmsu leyti, að menn þurfi nokk-
urn tíma til þess að átta sig á
því, sem verið er að gera, og
geti ekki allir jafnóðum sætt
geta því á allflestum sviðum
fullnægt alveg vinnuþörfinni og
ryðja sjer æ nýjar brautir með
ári hverju. Væri þó synd að
segja, að undir þá væri hlaðið
af því opinbera. Þingið virðir þá
Rekkjurefill (útsaumurin n úr íslensku ullarbandi).
sig að öllu leyti við það, að á-
standinu sje að mun breytt frá
því, sem þeir hafa átt að venj-
ast, sjerstaklega þeir, sem breyt-
ingarnar mæða mest á.
Síðastliðin 2—3 ár hefir ver-
ið unnið nokkuð að skiplags-
málum iðnaðarstjettarinnar,
einkum hjer í Reykjavík, og
mun óhætt að fullyrða, að mik-
ið hafi þegar unnist á. Stefnir
sú skipulagsvinna að því aðal-
marki, að tryggja almenningi
eftir föngum vandaða iðnaðar-
vinnu á öllum sviðum, og við
verði, er sje samkeppnisfært við
verð innfluttrar iðnaðarvöru,
þar sem um hana getur verið að
ræða. Og besta tryggingu að
þessu leyti virðist að almenning-
ur ætti að hafa í því, að vinnuna
framkvæmdu vandaðir iðnaðar-
menn og vel lærðir, bæði verk-
lega og bóklega. Ætti því að-
eins til slíkra manna að leita
um þá vinnu, og öðrum að vera
óheimilt að taka að sjer þau
störf, er þeir ekki kynnu til hlít-
ar. Á hinn bóginn yrðu iðnaðar-
mennirnir vitanlega að sjá sóma
sinn í því, að selja hvorki dýr-
ara en þörf væri á, og að vanda
verk sín sem best, og ætti frjáls
samkeppni iðnlærðu mannanna
meðal annars að koma því til
leiðar, að svo hlyti að verða.
Leikni og vinnuvöndun iðnað-
armanna hjer á landi er nú á
flestum sviðum orðin það mik-
il, að fullkomlega jafnast á við
alveg að vettugi, og stjórnar-
völd, bæði æðri og lægri, hafa
verið þungheyrð, þegar um rjett-
arkröfur af þeirra hálfu hefir
verið að ræða. Þó hafa þau víð-
ast hvar verið fús til samvinnu
við samtök iðnaðarmanna, er á-
kvörðun skyldi taka um mál er
iðnað varða, að minsta kosti
þar sem stoð gat verið að sam-
vinnu við þau.
Samkvæmt manntalinu 1. des
síðastl. voru hjer í Reykjavík
1700 iðnaðarmenn, og skyldu-
lið þeirra um 3500. Auk þeirra
munu f iðjuverunum starfa um
300 manns, sem ekki teljast iðn-
aðarmenn, og skyldulið þeirra
500—600 manns. AHs Þyí
rúm 6000 manns í Reykjavík af
iðju og iðnaði, eða tæpur fjórði
hluti borgarbúa. Iðnaðarmenn-
irnir skiftast í 50 iðngreinir,
eins og áður er sagt, auk iðju-
framleiðslunnar. Flestir eru trje-
smiðir (450), járnsmiðir (136),
múrsmiðir (118), prentarar
(109), málarar (86), bakarar
(79), skósmiðir (68), húsgagna-
smiðir (65) og í öðrum iðngrein-
um þaðan af færra. Breytingin
síðan um síðustu aldamót er því
ærið stórfeld og framfarirnar
ómótmælanlegar. Vjer getum
nú fengið hjer brauð og kök-
ur, á við það, sem ytra gerist;
beykisvinnu allskonar og jafn-
vel tunnur í stórum stíl. Bækur
eru samdar, prentaðar og
bundnar hjer eins vel og hlut-
Dýrgripaskrýnið, sem íslenslcar konur gáfu drotningunni.
útlendan handiðnað, þegar list-
iðnaður er undanskilinn, og kom-
ast þó margir þeirra einnig þar
ótrúlega langt, þegar þess er
gætt, að kensla er hjer engin í
listiðnaði. Iðnaðarmenn vorir
fallslega eins mikið og annars-
staðar. Málmur allskonar er
hjer smíðaður og af ýmiskonar
gerð, og jafnvel nýjar vjelar
gerðar í sumum vjelsmiðjunum.
Hús og húsgögn eru hjer gerð
ekki síður en í öðrum löndum,
af hálfu iðnaðarmanna vorra.
Húfur og hattar, föt og fót-
búnaður fást hjer eftir nýjustu
tísku, og gert að mestu hjer á
landi. Þó er það einna helst
hvað skófatnað snertir, að lítið
hefir unnist á síðustu 30 árum,
og veldur því vaxandi notkun
gúmfatnaðar. Ljósmyndagerð,
netagerð, sjóklæði o. fl. er alt
á við iðnaðarvinnu í nágranna-
löndum vorum orðið, og oss að
engu til minkunnar. Það er því
ekki handbragðið, handlagið,
sem að er, heldur fæðin, smæð-
in. Að iðnaðarvörur eru ekki
gerðar hjer í stórum stíl og jafn
ódýrar og hægt er stundum að
fá þær frá útlöndum, stafar af
því, að í flestum greinum eru
kaupendur of fáir til þess, að
vogandi sje að setja af stað stór-
drift í þessu efni, og eins er hitt,
að oftast munu innfluttu, ó-
dýru hlutirnir vera óvandaðri
að frágangi og gerð, en hinir
innlendu handunnu.
En þrátt fyrir skort á skiln-
ingi valdhafanna, þegar um við-
gang og þarfir innlends iðnað-
ar er að ræða, og þrátt fyrir
ýmsa innri og ytri erfiðleika,
sem við er að stríða, þá sje jeg
ekki ástæðu til annars en að
vera bjartsýnn á framtíðina. —
Verkefni eru nóg og eiga fyrir
höndum að fjölga, og einkum
er mikið ógert í því, að nota
innlend iðnaðarhráefni betur en
gert hefir verið hingað til. Það
verður að vísu aðallega verk-
efni iðjuveranna og um þau verðr
ur talað í annari grein (sjá
Tímarit Vrkfræðingafjelags Is-
lands, 1930, 1. hefti). En einn-
ig fyrir iðnaðarmenn verður þar
verk að vinna. Og svo er annað.
Þeir eru nú sjálfir farnir að átta
sig á því, hvernig að reka verð-
ur verkstæði til þess að það
beri sig, og að þeir eru stjett,
sem hafa ákveðnar skyldur
gagnvart þjóðfjelaginu, og sem
þess vegna geta einnig gert á-
kveðnar kröfur til þess. Þess
verður því varla langt að Jsíða,
að aðrir, sem þar um varðar,
neyðast til þess að kynna sjer
málavöxtu og læra þá óhjá-
kvæmilega að skilja, að íslend-
ingum er ekki fyrir bestu, að
enginn teljandi iðnaður geti
þrifist í landinu.
Gott sýnishorn af getu og f jöl-
hæfni iðnaðarmanna vorra hefir
gefið að líta á iðnsýningum þeim,
sem haldnar hafa verið, önnur
1911 og hin 1924. (Fyrsta sýn-
ingin var haldin 1883). Hafa
þar verið margir haglega gerðir
hlutir, og meðal þeirra margt,
sem maður gæti ætlað, að ætti
að vera ísl. iðnaðarmönnum um
megn, eins og t. d. hitamælir,
klukkur, sem sýndu tunglkomur,
vikudaga og mánaðardaga o. fl.
ný áhöld, breytingar á eldri
tækjum. o. fl., sem sýnir ekki
síður hugvit en lægni. Ætti því
að mega komast nokkuð áleiðis,
ekki síður hjer en annarsstaðar,
ef vilji og skilningur væri fyrir
hendi þar sem stuðnings á að
leita.
-----------------
Uatnsafl á Islanöi
og uatnsaflsnotkun. s
Eftir 5teingrím 'Jónsson rafmagn55tjóra.
Steingrímur Jónsson.
YFIRLIT.
Það hefir margt verið skrifað
og rætt á undanförnum árum
um vatnsaflið á íslandi og hag-
nýtingu þess, enda hafa staðið
um það töluverðar deilur, en nú
hafa þau mál öll legið alveg
niðri um nokkur ár, og virðist
því eigi úr vegi að rifja upp í
stuttu yfirliti gang þeirra mála
og árangurinn, og það því frem-
ur, sem svo virðist, sem von sje
um að hagnýting vatnsaflsins
hjer muni komast inn á nýjar
brautir á næstu árum, vænlegri
til nokkurs framgangs.
1. SÖGULEGT YFIRLIT.
Það var skömmu fyrir alda-
mótin síðustu, að menn fóru að
veita því eftirtekt, að verðmæti
var fólgið í' fossum hjer á landi,
ef þeir væru beislaðir, sem kall-
að var. Menn höfðu að vísu þekt
kornmylnur, knúðar vatnsafli,
og hafa þær verið notaðar hjer
fyrrum allvíða, en að nota vatns
aflið til þess að knýja aðrar
vjelar, svo sem gert var í öðrum
löndum, áður en rafmagnið kom
til sögunnar, hafði enginn hugs-
að út í. Þessar vatnsmylnur voru
svo smáar, venjulega teknar
upp á vetrum, að menn gerðu
sjer ekki grein fyrir víðtækari
notkun vatnsaflsins. — Það er
fyrst, þegar fregnir taka að ber-
ast frá öðrum löndum, aðallega
Svíþjóð og Noregi um, að þar
sje farið að nota vatnsafl til
þess að breyta því í rafmagn, er
þá var nýfarið að nota til lýs-
ingar og vjelareksturs, að menn
fara að hugsa um vatnsaflið
hjer.—
Mikinn þátt hefir sjálfsagt
það átt í þessu, að Frímann
Arngrímsson kom hingað til
Reykjavíkur 1894 beint frá Am-
eríku, og hafði þá kynt sjerhag-
nýtingu vatnsafls og einkum
rafmagnsnotkun. — Hann hafði
verið starfsmaður hjá firmanu
Thomson, Houston, er seinna
varð hluti af hinu heimskunna
rafmagnsfirma „General Elec-
tric Co.“, og unnið þar rpeð
mönnum, sem síðar urðu heims-
frægir fyrir forgöngu sfna í
rafmagnsiðnaði, sem þá var að
byrja. Var einn þessara manna
prófessor Steinmetz, frægur
maður, sem nú er látinn fyrir
fáum árum.
Frímann vildi fá menn til
þess að beisla Elliðaárnar handa
Reykjavíkurbæ. Það tókst ekki,
og var málið ekki tekið upp aft-
ur fyr en mörgum árum síðar,
og komst ekki í framkvæmd fyr
en 1920—1921.
Viðleitni Frímanns var spor
í rjetta átt, en hugmyndir
manna hjer um beislun fossa,
hafa án efa verið ærið óljósar,
ef dæma má af því, að málið
komst fljótt inn á aðra braut. I
staðinn fyrir að hugsa um við-
ráðanlega hagnýtingu vatnsafls-
ins til lýsingar, vjelareksturs og
síðar suðu, en það var sú braut,
sem virðast mætti nú, að legið
hefði beinast við og sem bæði
Norðmenn og Svíar fóru framan
af (stóriðnaður Norðmanna
byrjar ekki fyr en 1906—’IO
með saltpjetursiðnaðinum) þá
komst málið inn á loftkastala-
braut, ef svo mætti nefna, og
það svo rösklega, að á einum
áratugi höfðu ýmsir menn inn-
lendir og útlendir fest kaup á
eða tekið á leigu mestalt vatns-
afl stóránna hjer og hugðust.
nota það til iðnaðar.
Fyrsti samningurinn um kaup
vatnsaflsrjettinda er frá 1887. Þá
kaupir enskur maður Andakíls-
fossana fyrir 2550 kr. Árið 1907
semur Alþingi lög, er mæla fyr-
ir, að aðeins íslendingar eða
menn búsettir á Islandi megi
hafa leyfi til að hagnýta vatns-
afl og að eignar- 'eða notkunar-
rjetturinn megi ekki vera lengri
en 100 ár, en þá falli vatns-
rjettindin endurgjaldslaust til
ríkisins og mannvirki öll með
matsverði.
Þessi lög binda ekki þetta.
biask með fossana, og 1917 er
svo komið, að 4 aðal fossafjelög
eiga alt vatnsafl stóránna og
nokkur minni fjelög áttu vatns-
rjettindi á Vestfjörðum og Aust-
urlandi. Fjelögin höfðu íslenska
stjórn samkvæmt lögum, en voru
að öðru leyti útlend, enda kom
fjeð frá útlöndum, aðallega frá.
Danmörku, Noregi og EnglandL
Árið 1917 kom í fyrsta skifti
beiðni fram á Alþingi um sjer-
leyfi frá Fossafjelagi Islands til
virkjunar á Soginu. Var sett
milliþinganefnd til þess að athuga
beiðnina og jafnframt fossamál-
in yfirleitt. 1918 kom önnur
beiðni frá fossafjelaginu Títan
um sjerleyfi til virkjunar á
vatnsrjettindum í Þjórsá. Var
henni einnig vísað til fossanefnd-
arinnar. 1919 skilar fossanefndin
áliti með frumvörpum að vatna-
lögum og sjerleyfislögum ásamt
lögum um raforkuvirki. Vatna-
lögin náðu samþykki Alþingia
eftir. ýmsar breytingar árið 1923,
sjerleyfislögin 1925. Bæði áður-
nefnd fjelög höfðu þá dregið
umsóknir sínar aftur.
Eftir að vatnalögin komu, hef-
ir lítil hreyfing verið á málinu.
Fossakaupin voru um garð geng-