Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 46
títvegsbanki íslands h. f. er stofnaður með lögum nr. 7, 11. mars 1930 og hefir það verkefni sjerstaklega, að styðja sjávarútveg, iðnað og verslun landsmanna. Samkvæmt sömu lögum tók Útvegsbankinn við öll- um eignum, skuldum og ábyrgðum íslandsbanka svo og forgangs- hlutafje því, er lagt hafði verið þeim banka frá ríkissjóði, ein- stökum mönnum og fjelögum innlendum, erlendum bönkum og fjelögum, og nam sú upphæð um 6 miljónum króna. Auk þess lagði ríkissjóður fslands Útvegsbankanum í peningum IV2 miljón króna í hlutafje, svo að samanlagt verðiur hlutafje hans 7.500.000 krónur, og er þannig langsamlega fjársterkasta hlutafjelag á landinu. — Auk þessa hlutaf jár, sem er til tryggingar öllum viðskifta- mönnum bankans, er ennfremur innstæða ríkissjóðs Dana, sem er um kr- 4.700.000,00, er gengur næst hlutafjenu að áhættu. — Þetta eru samtals kr. 12.200.000,00, og þótt frá þeirri fjárhæð sjeu dregnar þær cá. 3.500.000,00, sem matsnefnd taldi að á vantaði til þess að íslandsbanki ætti fyrir skuldum, verður samt eftir um ca. kr. 8.700.000,00, sem eru til tryggingar þeim, er fje leggja í bankann. — Það er því alveg óhætt að mæla með því, að fólk leggi spari- f je sitt á vöxtu í Útvegsbankann. — Auk þess fjár, sem áður get- ur, og er til tryggingar sparifjenu, skal ennfremur 10% af spari- fjenu vera í auðseldum og tryggum verðbrjefum, og þessa verð- brjefaeign skal hækka upp í 20%, ef fjármálaráðherra, að fengn- um tillögum fulltrúaráðs, telur þess þörf. — Bankinn hefir fengið nýjar sparisjóðsbækur, sem eru prýðilegar að) allri gerð- — Eru þær bundnar í dökkblátt skinn- band, og fylgir þeim hylki, einnig úr bláu skinni. — Á bókunum er nafn bankans í gyltu letri, í hringmyndaðri umgerð, en innan í hringnum sjest bátur, sem er að lenda, með hlífðarklæddan sjó- mann í stafni; eru bækurnar hinar eigulegustu. — Fiskiveiðasjóður. Með lögum nr. 52, 10. nóv. 1905 var stofnaður Fiskiveiða- sjóður íslands. Hefir þessi sjóður haft frekar lítið fje til umráða alla tíð, (en tekjur sínar fjekk hann með árlegu framlagi ríkissjóðs). Lagði ríkið fram stofnfje sjóðsins 100 þús. kr. í skulda- brjefum og peningum, og 6 þús. kr. ár- gjald. Ennfremur fjekk sjóðurinn um nokkurt skeið þriðjung sektarfjár fyr- ir ólöglegar veiðar í landhelgi. Tilgangur sjóðsins var að efla fiskiveiðar og sjávarútveg landsmanria í árslok 1928 var sjóðurinn orðinn 620 þús. kr. og er það fje mestmegnis í út- lánum vegna skipakaupa. — í lögunum um stofnun Útvegs- bankans er gert ráð fyrir því, að Fiski- veiðasjóður íslands verði afhentur Út- a. b. Bankahúsíð i Austurstrœti. vegsbankanum og taki hann að sjer stjórn og starfrækslu sjóðs- ins, og verði sjóðurinn sjerstök deild í bankanum með aðskildum fjárhag og sjerstakri bókfærslu. Á síðasta þingi var gerð breyting á Fiskiveiðasjóðslögun- um og sjóðurinn aukinn. Ríkissjóður leggur fram að nýju 1 milj. kr. og sje þeirri greiðislu ríkissjóðs eigi lokið síðar en 1. júní 1941. Þá er og Fiskiveiðasjóði heimilt að gefa út handhafa vaxtabrjef alt að IV2 milj. kr., trygð með stofnfje sjóðsins og ábyrgð ríkis- sjóðs, og er stjórninni heimilað að taka lán til kaupa slíkum brjef- um alt að jafnhárri upphæðL Þá er og í sjerstökum lögum frá síðasta Alþingi ákveðið hundraðsgjald af útfluttum fiskiafurðum Vs % af verði þeirra, er renni í Fiskiveiðasjóð, þar til höfuðstóll sjóðsins nemur 8 mil- jónum króna. — Fje Fiskiveiðasjóðs má eingöngu lána til: Skipakaupa, alt að 50 rúmlesta. Þó má veita lán til kaupa á stærri skipum, ef fje er fyrir hendi. — Stofnsetningar iðnfyrirtækja í sambandi við fiskiveiðar, svo sem til hagnýtingar fiskúrgangi, íshúsa og kælihúsa.---- Ekki hafa enn verið gerðir samningar um afhendingu sjóðsins til Útvegsbankans, en búist er við, að bankinn taki við sjóðnum á þessu ári- — Á aðalfundi Útvegsbankans voru kosnir í fulltrúaráð: Svavar Guðmundsson, verslunarfulltrúi, formaður. Stefán Jóhann Stefánsson, hæstarjettarm.fl.m. Magnús Torfason, sýslumaður. Lárus Fjeldsted, hæstarjettarm.fl.m. Eggert Claessen, hæstarjettarm.fhm. Bankastjórar hins nýja Útvegsbanka voru skipaðir þeir: Jón Ólafsson, alþm., framkv.stj. Fiskiveiðahlutafjeh Alliance. Jón Baldvinsson, alþm-, forstj. Alþýðubrauðgerðarinnar í Rvík. Helgi P. Briem, hagfræðángur, skattstjóri í Reykjavík. Bankinn tók til starfa laugardaginn 12. apríl 1930 og hófust þá þeg- ar mikil viðskifti. Höfðu sumir óttast, að innstæðueigendur mundu taka út fje sitt, þegar nýi bankinn opnaði, en svo hefir ekki verið. Fyrstu vik- una var tekið út lítið eitt meira en inn var lagt. En því nær undantekningarlaust var það, sem út var tekið, notað til greiðslu skulda, eða til reksturs atvinnu. Var þag samandregin fjárþörf þeirra, er eigi höfðu náð í fje sitt frá þeim degi að Islandsbanki lokaði, og þar til Útvegsbankinn opnaði. Þeg- ar-frá leið, komst svo jafnvægi á þetta, og eftir lokin, úr miðjum maí, urðu fleiri inn- borganir í sparisjóð en útborganir, og hærri fjárhæð samanlagt inn en út. Með hverri ferð frá útlöndum aukast erlend viðskifti bankans, og má gera ráð fyrir, að innan skamms tíma hafi hann náð viðskiftasam_ böndum þeim, er íslandsbanki hafði áður. .— Enda eru bankasambönd Útvegsbankans hin sömu og Islandsbanki hafði áður. Síðan bankinn tók til starfa hefir hann veitt nokkur lán, aðallega til útgerðar, en einnig nokkuð til verslunar og iðnaðar. — 46 —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.