Morgunblaðið - 24.02.1961, Side 15

Morgunblaðið - 24.02.1961, Side 15
Föstudagur 24. febrúar 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 15 í — Vafnavextir Framh. af bls. 1 ^ Er við komum austur að Mark arfljótsbrú hittum við vega- vinnumenn, sem þá höfðu ný- lokið við að gera við skarð í veginn hjá brú við Leifsstaði, sem er næsti bær við veginn, vestan við Markarfljót. Fljótið hafði brotið skarð í svonefndan Affallsgarð, sem er á vesturbakka Markarfljóts, of- an við Stóra-Dímon. Hafði vatnið síðan flætt eftir Affall- inu, gömlum farvegi og brotið fyrrnefnt skarð í veginn, en lokið var að gera við það í gær. Skarðið í Affallsgarðinn var um 300 m breitt og hafði allt sópazt burtu og sá ekki tangur né tetur af hnullungsgrjóti, sem var í garðinum, en það voru allt að tveggja lesta björg. Um 7 km ofan við Markarfljóts- brúna er gömul flóðgátt, sem notuð var til að hleypa áveitu- vatni niður í Landeyjar, en hún var talsvert notuð á árunum, sem garðurinn var byggður, en það var skömmu eftir stríð. Sveinn Þorláksson, bifreiða- stjóri hjá vegagerðinni, ók okk- ur á trukk sínum upp aurana hjá Sóra-Dímoni og upp að flóð gátt Landeyinga, sem er stein- steypt mannvirki. Rétt neðan við steinvegginn hefur fljótið brotið garðinn niður og leitað í sinn gamla farveg. Mikið var nú tekið að sjatna í Markar- fljóti. Þegar við vorum eystra var verið að flytja jarðýtu upp að skarðinu í garðinn og átti að freista þess að laga farveginn svo varna mætti frekari skemmdum, ef aftur vex í fljót- inu. Markarfljót braut einnig tvö skörð í svonefndan Fauskagarð, en hann er neðan við brúna á vesturbakkanum, ofan við svo- nefnda Fólabæi. Skörð þau eru ekki eins stór og skarðið ofan við Sóra-Dímon og ekki vissu vegagerðarmenn til að vatn það er þar flæddi í gegn hefði vald- ið skemmdum. Ljóst er af þéssu að skemmd- irnar við Markarfljót eru gífur- lega miklar og mun taka lang- an tíma að gera við þær. Ölfusá beljaði bakkafuli Ölfusá var í vorleysingaham í gærdag. Bakkafull beljaði hún niður árfarveginn við Selfoss og til sjávar. Að sjá var sem horft væri á haf út í hvassviðri, svo ofsalegt var straumkastið. Hún bar með sér stóra og smáa jaka, sem fóru á fleygiferð und- ir Ölfusárbrú. í hringiðunni neðan við brúna var straum- kastið feikilegt. Og það var gaman að sjá hvernig ísjakarn- ir hentust og stungust í straum- inn, eins og stórhveli væru að brjótast í straumnum. Það fór ekki mikið fyrir vatnavöxtunum í Þjórsá, a. m. k. ekki við Þjórsárbrú. En svo virtist sem nokkur ís hafi verið kominn á ána, sem flóðið hafði rutt að mestu í burtu, lítils- háttar skarir voru beggja vegna árbakkanna. Sama máli gegnir um aðrar ár austur í austur- sveitum, vöxtur var í þeim öll- um. —. Skarð í veginn á Síðu Fréttaritari blaðsins í Vík í Mýrdal símaði: 1 nótt flæddi Eldvatn, sem er kvísl úr Skaftá, á alllöngum kafla yfir veginn vestan við Eldhraun, svo að vegurinn á Síðuna varð ófær. Síðdegis í gær fór að sjatna í ánni og kom þá í ljós, að 40—50 m löng upp- fylling, 4—5 m há, virtist horf- in að mestu. Var uppfyllingin milli tveggja brúa, en þær standa báðar. Mjólkurbíllinn frá Vik gerði tilraun til að komast upp á Síðuna gegnum Meðallandið, en festist, er ræsi lét undan bíln- um. Var bíllinn dreginn upp og varð • hann að snúa við. Vegamálastjóri tjáði blaðinu í gær að um leið og verkfærum yrði komið yfir ána, yrði hafizt handa um að gera við þarna. Spjöll á Norðurvegi Eins og skýrt var frá í blað- inu í gær var stórhlaup í Blöndu í fyrradag. Urðu vatna- vextir í fleiri ám í Húnavatns- sýslu. Fréttamaður blaðsins á Blönduósi fór eftir hádegi í gær fram í Langadal, en þá var flóð ið byrjað að sjatna 1 Blöndu. Fyrir norðan Auðólfsstaði var vegurinn á kafi og jakahrönn á honum, svo hann komst ekki lengra. Var jarðýta þar á staðn- um, en lítið var hægt að gera. Einn brotinn staur sá frétta- maðurinn á leið sinni. Vegur- inn hjá Geitaskarði hafði einnig verið lokaður, en um hádegis- bilið var jakaruðningnum ýtt af honum þar með jarðýtu. Og fyr ir norðan Æsustaði var enn eitt flóðasvæði. í Svartá var í fyrradag ein- hver sá mesti jakaruðningur, sem þar hefur komið og urðu skemmdir í Svartárdalnum. — Göngubrú á nokkuð háum stöplum fór alveg, girðingar sóp uðust burt, tveir símastaurar brotnuðu hjá Ártúni og fregnir höfuð borizt um fleiri brotna staura frammi í Svartárdal. í Vatnsdalnum varð nokkurt flóð í útdalnum, vegna þess að Flóðið, sem var á ís, stóð mikið fyrir. Hafði eitthvað flotið kringum hey. í gærmorgun var jökunum ýtt af veginum á Blönduósi, en mik il jakahrönn var meðfram allri ánni hjá þorpinu. Engar skemmdir urðu á Blöndubrú. Fréttaritari blaðsins á Sauð- árkróki símaði: Miklir vatnavextir voru í gær í Héraðsvötnum og Húseyjar- kvísl og flæddi yfir eylandið í Skagafirði, svo það var allt í einu flóði. Vötnin flæddu yfir veginn vestur hjá bænum Völl- um í Vallhólmi. Klukkan að ganga 5 í dag átti ég tal við Pál í Varmahlíð. — Sagði hann mér að mikið hefði dregið úr vatnavöxtum í Hús- eyjarkvísl og einnig nokkuð í Héraðsvötnum, þannig að seinni hluta dags tókst að komast eftir veginum yfir Vallhólminn í jepp um. Þangað til var alveg ófært. Einnig má geta þess að Dals- áin, sem venjulega hefur verið mik-ill farartálmi í vatnavöxt- um, hefur haldið sér í skefjum í þetta sinn. Sagði Páll að hann vissi ekki til að neinar teljandi skemmdir hafi orðið vegna þess ara vatnavaxta. í fyrradag fór að vaxa í ánum í Borgarfirðinum, að því er fréttamaður blaðsins í Borgar- nesi símaði. Hvítá óx mikið, en ekki þó meira en svo að hún rann lítillega yfir veginn hjá Hvítárvöllum og hafði ekki valdið skemmdum. Um miðjan dag í gær var farið að fjara í ánni; sjávarföll voru þá hag- stæð, en þeirra gætir mjög þarna við brúna. — Alþingi Framhald af bls. 13. því að innlánsdeildir samvinnu- félaganna nytu , allra sömu rétt- inda og aðrar innlánsstofnanir landsins, sagðist ráðherrann ekki skilja hvers vegna þær ættu ekki einnig að bera sömu skyldur. Jóhann Hafstein kvaddi sér hljóðs, þegar viðskiptamálaráð- herra hafði lokið máli sínu, og verður ræðu hans og þeirra, sem tóku til máls á eftir honum, getið í blaðinu á morgun. Nátengdur Cezanne EINKASKEYTI frá fréttarit- ara Mbl. í Kaupmannahöfn, 22. febr. — Dagblöðin hér flytja í dag greinar um Jón Stefánsson, listmálara í til- efni áttræðisafmælis hans og hrósa honum mjög. Politiken segir, að hann hafi verið og sé nátengdur meist aranum Cezanne, hvað snerti auðmýkt gagnvart starfi sínu og sterka sjálfgagnrýni. Og Aktúelt segir að myndir hans beri vitni óþrjótandi þrótti og kærleika tii íslenzkr ar náttúru. Þingskjöl Lögð hefur verið fram í sam einuðu þingi svo'hljóðandi fyrir spurn til ríkisstjórnarinnar frá Páli Þorstelnssyni, Ágúst Þor- valdssyni og Daníel Ágústínus- syni: ,,1. Verður Ræktunarsjóði og byggingarsjóði sveitabæja útveg að nægilegt fé til þess að sjóðirn ir geti veitt lán samkvæmt þeim umsóknum, sem borizt höfðu fyr ir s.l. áramót og enn eru óaf- greiddir? 2. Ef svo er, hvenær geta þær lánveitingar hafizt?“ — ★ — Karl Kristjánsson flytur í efri deild breytingartillögu við frv. til 1. um sölu Þingeyjar í Skjálf andafljóti. Leggur Karl m.a. til, að ríkisstjóminni verði heimilað að afhenda S-Þingeyjarsýslu ó- keypis til eignar og umráða eign arhluta ríkisins (3A eyjarinnar) í Þingey í Skjálfandafljóti. — Þá flytur Karl einnig breytingar tillögu við frv. til sveitastjórnar laga. 4 LESBÓK BARNANNA GRETTISSAGA 117. Þá bjó í Hólmi Björn Hítdælakappi. Hann var tiöfðingi mikili og harð- ffengur og hélt jafnan seka xnenn. Grettir kom í Hólm og tók Björn vel við honum. Grettir spyr, ef hann vill tionum nokkra ásjá veita. Björ mælti: „Að því hefi eg hugað, að í því fjalli, sem fram gengur fyrir utan Hítará, mun vera vígi gott, en þó fylgsni, ef klóklega er um búið“. Grettir kvaðst hans for- sjá hlíta mundu. Fór hann þá í Fagraskógarfjall og bjóst þar um. Þótti Mýra- mönnum n.ikill vágestur kominn, er Grettir var. 118. Maður hét Gísli. Hann var mikill og sterkur og af- burðamaður í vopnum og klæðum og gerði um sig mikið og nokkuð sjálfhæl- inn. Hann var siglingamað- ur og kom það sumar út í Hvítá, er Grettir hafði einn vetur verið í fjallinu. Gísli kvað Mýrarmönnum farast lítilmannlega að verða ráðfátt að koma í brott skóg armanninum. „Kæmist eg 1 færi við hann, þá trcysti ég mér og vopnum mínum“. T 119. Þeir menn höfðu heyrt 'íl orðræður Gísla, sem voru vinir Bjarnar í Hítardal og •ögðu honum innilega frá, En er þeir Grettir fundust, gat Björn um fyrir honum, sagði nú reyna mundu, hversu hann stæði á móti. „Væri eigi ógaman“, sagði Björn, „þó að þú hrekktir fyrir honum, en dræpir hann eigi.“ Grettir glotti við og gaf sér fátt um. 120. Nær réttum um haust ið fór Grettir ofan í Flysju- hverfi og sótti sér sliuði, Hann gat náð fjórum geld- ingum. Bændur urðu varir við ferð hans og fóru eftir honum og vildu elta frá hon um sauðina, en ekki báru þeir vopn á hann. Honum gerði hermt við sauðina og þreif tvo og kastaði for- brekkis, svo að þeir lágu í óviti. Og er bændur sáu það, gengu þeir að ódjarf- lega. Grettir tók sauðina og krækti saman á hornunum og kastaði á sína öxl hvor- um tveim, gekk síðí»n upp í bæli sitt. 5- árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 24. febr. 1961 LJÚNAVEIÐIN Þ E G A R verið var að leggja fyrsfu járnbraut- irnar í Afríku, áttu verkamennirnir oft í vök að verjast fyrir ljónun- um, er ásóttu þá. Dýrin lágu í leyni í runnum og skógarjöðrum, lædd- ust kring um bústaði verkamannanna og brut- ust jafnvel inn í hús og vagna að næturlagi. Verkamennirnir voru, sem von var, ákaflega hræddir við ljónin og höfðu á hverri nóttu flokk vopnaðra manna á verði. Einn úr hópi verka mannanna hæddist mjög að þessum ráðstöfunum, sem hann taldi bera vott um hugleysi. Kvaðst hann skyldi sína, að hann þyrði einn að mæta ljónunum, ef okkurt þeirra vogaði sér að koma í nágrenni við vinnuskýlin. Hann þóttist nú ætla að sýna mikla ráð- kænsku. Gríðarlega stór- ar og djúpar tunnur eða sáir voru til að geyma í vatnsbirgðir verka- manna. Eitt slíkt vatns- ílát var nú orðið tómt, og hetjan ákvað að gera það að vígi sínu. Hann skreið með erfiðismunum niður í, boraði gægjugat á eina hliðina niður við botn- inn og stakk byssuhlaup- inu þar út. Síðan lét hann hlemminn yfir og lét þau orð falla, að nú mundi ekki mikið leggj- ast fyrir ljónið, ef það hætti sér í skotmál. Leið nú fram á nótt- ina, en þá fann ljón eitt í grenndinni mannaþef- inn, læddist að tunnunni þeim megin, sem gatið var ekki; og sló hlemm- i inn af með framhrömm- unum. Maðurinn gat ekki snúið sér við með byssuna, enda stóð hlaup ið út úr gatinu. Hann hafði því ekkert annað ráð, en hringa sig niður á botninn og láta fara sem minnst fyrir sér. | Sem betur fór var tunn- I an múruð föst að neðan,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.