Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 3
f>riðjudagur 31. Ses. 13(53 MORGUNBLAÐIÐ §r. Eiríkur J. Eiríksson Hagsæld hugarfarsins Þessi mýnd var tekin úr Heimæy eftir hádegi á sunnudag. Ihringnum má greina nýja gosið og krossinn sýnir hvar Vestmannaeyingar sáu bylgju rísa á sjónum á sunnudagsmorgun. Af- staðan sést til Surtseyjargossins og einnig Geirfuglaskers. Ljósm. Sigurgeir. — Nýtt gos Framh. af bls. 32 Sán glóð í gígnum Laust eftir hódegi á sunnu- dag flugu þeiir Agnar Kofoed Hansen, Björm Pálsson og Sig urður f>órarinsson, jarðfræð- ingur, yfir nýja gosið og voru þar á sveimi kl. 14.00—14.25. Sigurður segir að gosið hafi þá verið með mjög svipuðum Þessi uppdráttur sýnir Sveina- gjá, en þar hafa orðið einkenn- andi sprungugos, gígaröð á löngu svæði, eins og sést á dökku blettunum. Uppdrátturinn er úr enskum bæklingi um eldstöðvar á tslandi eftir Sigurð Þórarins- son. hætti og þegar byrjaði við Surtsey, þó minna er fyrst var að komið, svo hægt var að fljú,ga beint yfir gíginn og sáu þeir félagar á glóð í hon- um. Um mílu norðaustur af Surtsey, að þeir álitu gaus á þremur stöðum, í ca. 200—300 m lírnu. Urðu sprenigin.gar og komu gufuibólstrar upp með ca. % sek. millibili. Gufu- strókarnir voru ekki háir, svona á við geysisgos eða upp í 60—70 m hæð og ösku- fingur teygðu sig stunduim upp í þá. Þessi gos komu mjög snöggt og var þá eims og titr- ingur færi um sjóinn. En ekk ert land var komið þarna upp. Sigurður segir að þeir hafi aðeins séð ofan í glóð eða eins og glampa á hana. Þegar Sigurður flaug áftur á mánudagsmorgun, var gosið miklum mun minna. I>ó ólg- * aði á söm.u stöðum, og stöku sinmum komu litlir bólstrar. Sigurður segir að þetta sé mjög eðlilagt fyrir sprungu- gos. Iðulega komi upp eldur seinna annars staðar á sprungulínunni, en hún þurfi þó ekki að opnast öll. Þetta hefur oft gerzt hér á landi, t. d. í Sveinagjá 1875, á Mý- vatnsöræfuim 1724 svo ekki sé minnzt á gosin í Eldgjá og gjánuim þar í krinig. Verður námar sagt fná þekn gosum síðar í þessari grein. Sjórinn stei* miklu nær Heimaey Vestmamnaeyinga voru bún ir að sjá örla á hinu nýja gosi, að þeir telja hálfum mánuði áður. Á laugardag töldu menn sig svo hafa séð eitthvað óvenjulegt nálægt Vesturey og voru því vak- andi yfir því, og sáu í birt- ingu, á sunnudag að gos var byrjað. Kl. 10.30—11.00 sáu menn frá flugvellinum og víðar sjóinn stíga miklu nær eða mílu aústur úr Brandinuim. Steig sjórinn mjög snögglega, sem væri um gruinnbrot að ræða, en þarna eiga ekki að vera neinar grynningar eða ekki þær grynnimgar að brjóti á þeim. Lýsa viðstadd- ir því svo að sjórinn hafi risið nokkuð hátt á smásvæði, sem um brot væri að ræða, en félli svo að því er virtist lóðrétt niður aftur og kraum- aði og sauð um stund. Hefur það staðið um 1 míútu. Sóu þetta bæði margir menn á fluigvellinum svo og Sigur- jón Guðmundsson verkstjóri, sem var staddur næirri og sá þetta greinilega í sjónauka. Ber lýsingu hans saman við þeirra á flugvellinum. Sigur- jón varð einnig var við þetta fyrr um morguninn, en taldi það þá missýningu. Þá voru með bonum hjón, sem einnig sáu þessa sýn. Eru Vestmanna eyingar uggandi við að hafá þessa svona nærri. En Sig- urður Þórarinsson, jarðfræð- inigur, telur að þarna sé frem- ur um flóðbylgju að ræða frá hinum eldsumibrotunum en nýtt gos. Varð gossins var 16. des. Sá maður, sem varð nýja gossins var, þann 16. des. austan við Surtsey var Garð- ar Arason, sem býr í Þor- laugargerði, en það er suður á Heimaey og séir þaðan vel til gossins. Hann var á leið heirn til sín í hádegismat, þeg- ar hann leit í áttina til Surts- eyjar, sem var kröftugt gos í. Hann veitti þá athygli gufu- reyk, er lagði frá sjónum á allt öðrurn stað, austar og sunnar, að honum virtist. Frá Þórlaugargerði eir afstaðan þannig að Surtsey ber svo til mitt milli Brands og Áls- eyjar, en nýja gufusúlan bar yfir miðjan Brand að sjá. Muin þetta hafa sést kl. 12.10 til 12.40. Garðar og heima- fólk hans sáu það greinilega. Síðan sást það ekki framar fyrr en 28. des., þó ýmsir litu efti-r því. Garðar nefndi það svo við vinnufélaga sína á laugardag að nýtt gos væri byrjað, en menn sáu ekkert fyrr en að morgni 29. des. í birtingu sást tii nýja igoss- ins úr Eyjum. Þaðan að sjá líktist það mest garðstólpa, sem stóð fremiur lágt upp yfir yfirborðið. Sáust mis- kröftugar sprengingar. Eins sáu menn hinar undarlegu bylgjur nær svo sem fyrr er sagt. Eins höfðu ýmsir orð á því á sunnudag í Vestmanna eyjum að sjórinn væri óeðli- legur, að því leyti að stund- Framh. af bls. 3 Gamlá rskvöl d. Guðspjallið. Lúk. 2,29-32. GAMALL maður er að kveðja í guðspjalli gamlaárskvölds. Hann gerir þáð án allrar' beiskju í garð eftirmannsins. Viðskilnað hans einkennir trú á það, sem tekiur við, auðmýkt gagnvart því, vegna þess að það býr yfir, að hinar fegurstu vonir rætast. Hugur gamla mannsins hlúir ekki aðeins að eigin minningum og fortíð, hann tekur barn nýja órsins sér í fang og blessar það. Björt framtáð blasir við. Símeon sér „ljós til opinberunar heiðingjum og til vegsemdar lýð þínum fsrael". Hag okkar er vissulega mis- jafnlega komið á þessum áramót- um og mangt skyggir á sól nýja ársins, saknaðartár og áthyggju- s'ký. En um leið og við viljum leitast við að létta byrðar hinna bágstöddu og leysa úr sem flest- um vanda, gleymum ekki, að bugarfar ok'kar og hugmyndir skipta miklu máli, hverjar vonir blasa við okkur í kvöld á tjaldi tímans. Við leggjum að sjálfsögðu mikla rækt við hina ytri vel- gengni. Við reynum að vanda stefnusikrárnar, framkvæmdaá- ætlanirnar, löggjöfina, kjarasam ningana, skipulagninigu hinna margháttuðu mannlegu sam- skipta. En þrátt fyrir þetta vitum við ofurvel, að öryggis er vant í landi okikar og með þjóðunum. Menn kannast við ummæli spekingsins, að hann sagðist líta á það sem hlutverk sitt að gera mönnum lífið ábættusamara. Hann átti við, að mest riði á, að maðurinn legði á sig baráttu að bæta sjálfan sig og taka and- legum framförum, að einstak- lingurinn reyndi að glöggva sig á eigin ábyrgð og álhættunni að ganga hinu illa á hönd, tómlátur um hið góða og trúlaus á fram- tíð þesg og gildi. Því hefur verið spáð, að eftir svo sem 30 ár verði meðalkaup manna orðið þrefallt á við það, sem það er nú. Þá muni menn geta yfirleitt notið hinna beztu Þessi mynd var tekin á mánudag úr flugvél. Surtseyjargosið lá| niðri um stund og hitt magnaðist þá nokkuð. Ljósm. Björn Páls- son. hibýila, klæðst vönduðum fötum, ferðast að vild sinni, hættulítið og þægilega, sjúkdómar hafi þá mjög látið undan síga og meðal- aldiur hækkað. Menntamálaráð- herra grannlþjóðar okkar einnar bregður upp þessari mynd, en hann bendir á um leið, að tækn- in ein og þekikingin muni ekki koma þessu til leiðar, persónu- legs þroska muni mjög við þurfa og einikum hinna yngri manna, sem eru að taka við. Bættur efnahagur og jöfnun lífskjara er mikilvægt verkefni, en lausn þess þarf ekki að leiða til aukins manndóms né þjóðar- þroska. Meira að segja fáum við aldrei bætt ytri haginn án þjón- ustuhugarfars við meðbræður og samfélag. Það tjáir ekki að met- ast ávallt við grannann, sam- eiiginlegt stórt takmark verður að tengja okkur saman og vísa okikur veginn til bjartrar fram- tíðar, farsæls árs og friðar þess. Nú befst senn hin eiginlega vetrarvertíð. Fagurt fjarðar- mynni blasir við. Véladynur kveður við á kyrru kvöldi, sigl- ingarljós blika, siltfurskólar tungl skinsbjarts yfirborðs sjávarins brotna undan stöfnum hinna glæsilegu báta. En oft er myndin önnur. Skip>stjórnarmaðuirinn víkur ekiki frá stýrinu sólarhring inn út. Það verður að fylgjast með hverjum sjó, grunnbrot ganga langt í hatf út, hriðin geisar og stormurinn. En skyndi- lega sést ljósbliik vita, það leysir vandann, að fjörðurinn verði tek inn og stefnunni beint til heima- hafnar. Aðstæður eru ýmiss konar, en þannig leysir ljósið einatt vand^nn fararinnar á sjó og landi. Það er merkilegt að lesa lýs- ingar erlendra ferðamanna frá fyrri tímum, er íslenzkir fy’lgdar menn þeirra kanna hættuleiðir og velja öruggir tæp vöð á fót- vissum hestum sínum. Á mynd- um verður manni starsýnt á augu þessara manna. Leiit að Ijósi hefur skilig eftir birtu í augum þeirra, svipað og sjá má á myndum af skipshöfnum. Gamlaárskvöld horfa menn til hins liðna og leitast við að skyggnast inn í heim hins ókom- na. Opnast þá stundum stærri svið. Gömul kona situr á rúmi sínu. „Þarna logar ljós,“ segir hún við drenginn, sem situr við hlið hennar. „Huldutfólkið er að flytja í kvöld“. Augu gömlu kon unnar verða eimkennilega björt og lifandi. Henni má trúa, hún var einu sinni sótt tiil buldu- konu í barnsnauð. Drengurinn sér ekkert ljós í „Stro(klkhól*• þetta kvöld, en hann gleymir aldrei hinum skæra rólega loga í hinum nærri útslokknuðu aug- um. Það var víða siður í kvöld og nótt að lóta ljós loga í öllum vistarverum allt ti.l morguns. Þessu kostuðu menn til í ljós- leysinu áður fyrr. Þau ljós áttu að lýsa inn í aðra tilveru, dularfulla og sem taka skyldi tillit til, er börnin léku sér Og túnið var slegið. í guðspjalli gamlaárskvölds eir hjálpræði Guðs Mikt við ljós. Biðj um Guð á þessu síðasta kvöldi ársins að ’hann frá himni sínum láiti ljós sitt skína inn í sálir c'kkar, að þar verði vöxtur og þroski, réttí vegurinn fundinn til ytri og innri farsældar ein- staMingum og þjóðarheild og öllum, lífs oig liðnum, allra heima og himna. Guði séu þaikkir fvrir liðin ár, og ljós þeirra greiði för okkar um ókomin ár. — í Jesú nafni. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.