Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 32
wm í Jtels 272. tbl. — Þriðjudagur 31. desember 1963 Tal og heims- meistari kvenna koma RÉTT þegar blaðið var að faxa í pressuna, bárust frétt- ir um það, að Rússar hefðu nú ákveðið að senda Tal, fyrr verandi heimsmeistara og Nonu Gaprindashvili, núver- andi heimsmeistara kvenna, til Reykjavíkur til að taka þátt í skákmótinu, sem á að hefjast 12. janúar. Eru þetta miklar fréttir, því Tal er af mörgum talinn mesti sóknarskákmaður, sem nú er uppi, en Nona er sjálf- sagt snjöllust þeirra kvenna, sem fengist hafa við manntafl frá því sögur hófust. Þessi mynd sýnir gosið í Surtsey og hið nýja gos úr sjónum 2'A km. suðaustan við það. Myndin er tekin á sunnudag, en þá stóðu 3 strókar upp í 60-70 m. hæð og sást í glóð í gígnum ofan í sjónum. Ljósm. Björn Pálsson. Nýtt gos um 2,5 km. nær Heimaey Er enn lágt og engin eyja komin upp Á SUNNUDAGSMORGUN var farið að gjósa á nýjum stað við Vestmannaeyjar um 2Yi km NA af Surtsey og í beinni línu .milli Geirfuglaskers og Surtseyjar, skv. mælingum, sem Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, og vtrðskipsmenn á Alherti gerðu i gær. Surtsey á Albert gerðu lægð frá Heimaey og nýja gosið því í tæpra 16 km fjarlægð frá byggðinni. Það er ekki á venju- legri sprungustefnu miðað við Surtseyjargosið, að því er Þor- leifur segir, og telur hann það vera á hliðstæðri sprungu. stuttar hrinur, er náðu hæst upp í 25 m og var allt að hálftimi á milli, en á sunnudag var það líf- legra og voru þá hænri gufu- mekkir, upp í 60—80 m á þrem- ur stöðum, og sá ofan í glóð í gígnutm. Engin eyja var komin upp í gær, og með svona giosi taldi Þorleifur að bið gæti orðið á að svo yrði. Surtseyjartgosið var aftur á móti með mesta móti í gær, meira en það hefur verið þennan mánuð. Surtsey er svipuð að sfcærð og áður, um kílómeter á hvern veg og er 145 m á hæð, lokaðist gigurinn öðru hverju, enda er opið orðið lítið og gígurinn að þrengjast. Opið er nú sunnan í. Þetta nýja gos er einmitt á iþeiim slóðum, þar sem s'kipin hafa verið að sigla að undan- förnu, er þau viku frá. Þarf ekki að leiða getum að því hvernig hefði verið að fá slíka ólgu skyndilega undir skipið. Hafa skip nú verið vöruð við að sigla þarna nálægt. Vestmannaeyingar sáu á sunnu dagsmorgun einhvern tortryggi- legan brotvegg miklu nær Heima ey, eða SA af svokölluðum Sandi. Sigurður Þórarinsson tel- ur að þarna hafi frernur verið um flóðbylgju af völdum hinna gosanna að ræða en enn eitt gos, en menn eru samt uggandi vegna þess. Reyfevíkingar streymdu á sunnudagskvöld á öskjuhlíðina til að horfa á gosið. En þá sást vel til Su rtseyj a rgoss i ns, sem sendi glampa með þriggja mín- útna millibili og bar á Vifils- staði. MEÐ tilvísun til laga nr. 97/1961 hefur Verðlagsráð sjávarútvegs- ins ákveðið eftirfarandi lág- marksverð á fersksíld veiddri við Suður- og Vesturland, þ.e. frá Hornafirði vestur um að Rit. — Verðin gildi fyrir tímabilið 1. jan. til febrúarloka 1964. Síld til flökunar: í súr, frsytingu, salt eða aðrar verkunaraðferðir pr. kr. kr. 1.12 Verð þetta miðast við innvegið magn, þ.e. síldina upp til hópa. Síld, ísvarin til útflutnings í skip pr. kg. kr. 1.50 Sjálfstæðismeim á Akranesi Sjálfstæðisfélögin á Akranesi efna til samkomu á nýjársdag kl. 8.30 eftir hádegi í Hótel Akra nesi. Ávörp flytja Jón Árnason alþingismaður, og Páll Gíslason yfirlæknir. Félagsvist, dans. All ir velkomnir. Verð þetta miðast við innveg- ið magn, þ. e. síldina upp til hópa. Síld til vinnslu i verksmiðjur pr. kg. kr. 0.87 Síld til skepnufóðurs pr. kg. kr. 1.00 Verðin eru öll miðuð við, að seljandi skili síldinni á flutnings- tæki við hlið veiðiskips. Seljandi skal skila bræðslu- síld í verksmiðjuþró frá skips- hlið. (Fréttatilkynning frá Verðlagsráði sjávarútvegsins). Nýja gosið var lítið í gær, „Goðafoss66 gerir usla á IMorðfirði Frth. á bls. 3. Vetrarsildverðið ákveðið Minnisblað lesenda Neskaupstað, 30. dee. 1963. Um kl. 8 í morgun, er m.s. Goða íoss ætlaði að leggjast að nýju hafnaruppfyllingunni, vildi það óhapp til, að skipið sigldi á m.b. Stefán Ben, sem lá við austur hlið uppfyllingarinnar. Kom gat i bátinn stjórnborðsmegin, og brúarvængur er allur undinn og brotinn. Einnig er báturinn mik j« skemmdur á bakborðshlið, öldustokkur lagður inn. Annars eru skemmdir ekki fullrann- sakaðar enn þá. Er Goðafoss sigldi á Stefán Ben, var kraífcur inn svo mikill, að hann sleit af sér öll tóg, eins og væru þau tvinnaspottar og kastaðist með miklum krafti á v.b. Þráin, sem Verðlauna- krossgáta KROSSGÁTAN, sem birtist á baksíöu Lesbókar í dag, er verðlaunakrossgáta. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir réttar lausnir, ein kr. 1000,00 og tvenn kr. 500,00. — Ráðn- ingar berist Lesbókinni fyrir 20. janúar. Bréfin á að merkja LESBÓK MORGUNBLAÐS- INS — KROSSGÁTA. lá ofar við hafnaruppfyllinguna, braut skut bátsins, og svo var höggið mikið, að Þráinn sleit einnig af sér öll bönd og hafn- aði í fjörunni. Þriðji báturinn y.b. Björn lá utan á Þráni, er þetta gerðist. Hann sleit líka öll bönd af sér, er Þráinn skutlaðist upp í fjör- una, og hafnaði Björn einnig í fjörunni. Gat kom á stefni Goða foss við árekstur þennan. Sjó- próf hefjast hér kl. 3 í dag. Búast má við því að taki lang an tíma að gera við Stefán Ben. Hann ætlaði að hefja róðra _héð an strax eftir áramótin. — Á.L. 105 fóiust í slysum 1963 - 58 í fyrru Á ÁRINU 1963 fórust 105 menn af slysförum hér á landi, en 58 árið áður. 51 maður drukknaði í sjó, vötnum og ám (35 árið 1962), 19 biðu bana af völdum umferðarslysa (11 í fyrra), 14 fórust í flugslysum (1 í fyrra) og 21 maður lézt vegna ýmLss kon ar slysa (11 í fyrra). Slysavarðstofan: Sjá Dagbók. Læknar: Sjá Dagbók. Lyfjaverzlanir: Sjá Dagbók. Tannlæknavakt: Sjá Dagbók. Messur: Sjá Dagbók. Útvarpið: Sjá bls. 28. Brennur: Sjá bls. 6. Hitaveitubilanir: Sími 15359. Rafmagnsbilanir: Sími 24361. Símabilanir: Sími 05 eins og venjulega. Verzlanir: Verða opnar kl. 9—12 á gamlársdag. Söluturnar: Á gamlársdag eru söluturnar opnir eins og venju- lega. Sumir munu þó loka fyrr en kl. 23.30. Á nýjársdag verður yfirleitt opið eins og venjulega. Sumir opna þó væntanlega eitt- hvað seinna að morgninum en vant er. Mjólkurbúðir: Opið á gamlárs- dag kl. 8—14. Lokað á nýjárs- dag. Benzínsölur: Opnar á gamlárs- dag kl. 7.30—16. Á nýjársdag kl. 13—15. Leigubifreiðir: Bifreiðastöðvam- ar verða yfirleitt opnar um ára- mótin, gamlársdag allan, nýjárs- nótt og nýjársdag allan. Hjá Bifreiðaatöð Steindórs verður afgreiðslunni lokað kl. 8 á gaml- árskvöld, en bifreiðar sfcöðvar- innar verða í akstri engu að síð- ur. Strætisvagnar Reykjavíkur: hætta akstri á gamlársdag kl. 17.30 og verða engar ferðir eftir það. Á nýjársdaig er ekið frá kl. 14—24 á öllum leiðum. Auk þess hefst akstur á nýjársdag kl. 11 f.'h. á þeim leiðum, sem undan- farið hefur verið ekið kl. 7—9 á sunnudagsmorgun. Lækjarbotnar: Síðasta ferð á gamlársdag kl. 16.30. Á nýjárs- dag er ekið kl. 14, 15.15, 17.15, 19.15, 21.15 og 23.15. Upplýsingar um ferðir Stræt- isvagna Reykjavík.ur eru í síma 12700. Strætisvagnar Kópavogs: Á gaml ársdag er ekið eins og venjulega fram til kl. 17, en engin ferð er eftir þann tíma. Á nýjársdag er ekið frá kl. 14 tdl kl. 24. Reykjavík—Hafnarfjörður: Á gamlársdag er síðasta ferð úr Reykjavík kl. 17 og síðasta ferð úr Hafnarfirði W. 17.Í5. Á nýj- ársdag er ekið frá kl. 14 til 0.30. Reykjavík—Keflavik: Á gamlárt dag er ekið suðureftir frá Stein- dóri kl. 6, 9.30, og 11 og frá BSÍ kl. 13.15 og 16. Irm eftir ec ekið kl. 8, 9.15, 11, 13.15 og 16. Á nýjársdag hefjast ferðir kl. 11 frá báðum stöðum og síðan er ekið eins og venjulega. Reykjavík—Grindavík: Á gaml- ársdag er farið tol. 9 frá Grinda- vík og kl. 15 frá Reykjavík (BSÍ) Á nýjársdag er farið kl. 16.30 frá Grindavík og kl. 19 frá Reykjavík. Reykjavík — Borgarnes — Akr* nes: Skipaferðir verða engar. En bílar Þórðar Þ. Þórðarsonar fara frá Reykjavík á gamlársdag kL 8, 14, og 16 á nýjársdag er ein ferð frá Reykjavík kl. 18. Upp- lýsingar veittar í síma 11720. Flug: Innanlandsflug: Á gaml- ársdag verður væntanlega flog ið til Akureyrar, Eg- ilsstaða, Vestmannaeyja og ísa- fjarðar. Á Nýjársdag verður ekk ert flogið. Utanlandsflug verð- ur ekkert hjá flugfélögunuun fyrr en 3. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.